Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.08.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þráinn Þóris-son, Skútustöð- um í Mývatnssveit, fæddist í Baldurs- heimi í Mývatns- sveit 2. mars 1922. Hann lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi laugar- daginn 23. júlí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Þóris Torfasonar og Þuríðar Sigurð- ardóttur. Þráinn var fjórði í röð sex bræðra. Elstir voru tvíburarnir Baldur og Sigurður, f. 1919, þá Ketill, f. 1920, og yngstir tvíbur- arnir Pétur og Jón, f. 1933. Jón lifir bræður sína. Þráinn kvæntist 15. júní 1947 Margréti Lárusdóttur, f. 20.7. 1924, frá Brúarlandi í Mosfells- sveit. Börn þeirra eru: 1) Hösk- uldur, f. 15.1. 1946, kvæntur Sig- ríði Magnúsdóttur. Börn þeirra eru Steinar, Guðrún Þuríður og Margrét Lára. 2) Dóttir, f. 26.5. 1950, d. 10.6. sama ár. 3) Bryn- hildur, f. 26.7. 1951, gift Baldvini Kristni Baldvinssyni. Börn þeirra eru Margrét og Þráinn Árni. 4) Sólveig, f. 5.3. 1953. Dætur henn- ar og Guðlaugs Georgssonar eru Margrét og Brynhildur. 5) Stein- þór, f. 4.10. 1954, sambýliskona Oddný Snorradótt- ir. Sonur Steinþórs og Auðar Hrólfs- dóttur er Þórir. Dætur Steinþórs og Katrínar Þorvalds- dóttur eru Hildi- gunnur og Gunn- hildur Helga. 6) Hjörtur, f. 26.6. 1963. Barnabarna- börnin eru átta. Þráinn lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Ís- lands 1947 og réðst þá sem skólastjóri Barna- og unglingaskóla Mývetninga (síðar Grunnskóla Skútustaðahrepps) og gegndi því starfi til 1992. Hann tók mikinn þátt í fé- lagsstörfum og var m.a. formað- ur Ungmennafélagsins Mývetn- ings um árabil, í skólanefnd Laugaskóla og Fræðsluráði Norðurlands eystra, þar sem hann var formaður um skeið. Þá tók hann virkan þátt í söng- og leiklistarstarfi og söng með fjöl- mörgum kórum, oft sem ein- söngvari. Þráinn var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að fræðslu- og félagsmálum. Útförin fer fram frá Skútu- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Mér leist ekki meir en svo á að- stæðurnar þar sem ég stóð nýtrúlof- uð inni á heimili tilvonandi tengda- foreldra minna eftir skemmtilegt stúdentsferðalag sem þau hjónin höfðu boðið okkur Höskuldi í með fjölskyldunni. Þetta óöryggi varði ekki lengi, því þegar allir voru komn- ir inn og búið að koma ferðadótinu í hús, snaraðist tengdafaðir minn að mér og kyssti mig og bauð mig hjart- anlega velkomna í fjölskylduna. Síð- an hefur þetta verið leikur einn. Það er margs að minnast frá ár- unum sem ég hef verið í fjölskyldunni en ég ætla aðeins að rifja upp nokkur atriði í þessari minningargrein. Í ótalmörgum heimsóknum okkar Höskuldar með börnin norður í Mý- vatnssveit fannst mér ég upplifa stórkostlega menningarviðburði í hvert skipti. Umræðuefnin sem tengdafaðir minn leiddi af skörungs- skap við matarborðið voru svo ótrú- lega fjölbreytt því áhugasviðum hans voru engin takmörk sett. Þar að auki vildi hann vita um hvaðeina sem að fólkinu hans snéri og oft fannst mér að ég væri miðdepillinn í öllu saman þegar ég var spurð um þætti úr mínu daglega lífi því honum tókst einhvern veginn að gera hverja umræðu svo merkilega og áhugaverða. Á síðari árum höfum við Höskuld- ur sinnt um æðarvarp norður á Skaga á jörð sem við eigum þar ásamt frændsystkinum mínum. Allan tímann fylgdist tengdafaðir minn með framvindu mála þar af miklum áhuga og umhyggju, bæði fram- kvæmdum og viðhaldi á húsakosti, lífi fuglsins í varpinu, verkun dúnsins og veðrinu á svæðinu hverju sinni. Hann lifði og hrærðist í þessu öllu með okkur og það var unun að skynja hvað hann hafði djúpan skilning á samspili lífsins og náttúrunnar. Það var ekki bara að tengdafaðir minn hefði innilegan áhuga á nátt- úrunni því ekki var áhugi hans á fólk- inu í kringum hann minni. Þess nut- um við öll og börnin okkar ekki síst sem áttu athvarf hjá afa sínum og ömmu ótal mörg sumur við leik og störf. Ég var líka svo lánsöm að vera þar í sumarvinnu við rekstur gisting- ar í skólanum hans á Skútustöðum í mörg sumur. Í gegnum tíðina hefur tengdafaðir minn fylgst með því sem við höfum verið að gera og hvatt okk- ur öll til dáða í vinnu og námi. Við átt- um einmitt fyrir skemmstu langar og gagnlegar umræður um brennandi áhugamál mitt sem er að koma af stað námi í fagi mínu, talmeinafræði, við Háskóla Íslands. Nú er það að takast og ég er þakklát fyrir að hafa getað rætt þetta mál við hann fram og til baka því ekki kom maður að tómum kofanum hjá honum þegar skólamálin bar á góma. Mestan hluta síðasta árs hafa tengdaforeldrar mínir dvalið hjá okk- ur í Mosfellsbænum á meðan tengda- faðir minn tókst á við veikindin sem að lokum sigruðu lífsviljann. Það var samt ekki fyrr en örfáum dögum áð- ur en hann kvaddi sem hann hafði endanlega gefist upp. Allan tímann fram að því voru veikindin ekki til neinnar sérstakrar umræðu á heim- ilinu. Eftir hverja meðferðarhrinu á Landspítalanum settumst við niður og töldum saman fleiri tugi taflna í hólfin í lyfjaboxinu hans fyrir næstu daga, en þar með var þeirri umræðu lokið og tími til kominn að einbeita sér að öðru. Eitt var það að mér tókst að vekja áhuga hans á krossgátum og margar stundirnar áttum við hér í stofunni við að finna orð, fletta upp í orðabókum og ræða um merkingu hinna ýmsu orða og orðatiltækja. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og fróðlegt fyrir okkur öll. Tengdafaðir minn hefur alltaf verið mikill áhuga- maður um góðan mat og ég naut þess að spreyta mig honum til ánægju. Sjóðandi heit, bragðmikil súpa var eitt af því besta sem hann borðaði. „Súpan er góð, Sigga mín…“ var óyggjandi staðfesting þess að vel hefði tekist til. Við deildum líka mikl- um áhuga og ótrúlega svipuðum smekk á góðum, sterkum ostum og fórum ófáar ferðir sl. vetur í ostabúð- ir til að velja okkur osta. Þetta voru ógleymanlegar ferðir. Við tókum okkur alltaf góðan tíma til að smakka mikið úrval osta frá hinum ýmsu löndum og tengdafaðir minn hafði ævinlega ákveðnar skoðanir á því hvernig þessir ostar brögðuðust og leyndi þeim skoðunum ekkert fyrir þeim sem í búðinni voru hverju sinni. Það er komið að leiðarlokum, stór- kostlegu ævistarfi er lokið og nú kveð ég þig, elsku tengdapabbi, með virð- ingar- og þakklætiskossi um leið og ég bið góðan Guð að styrkja tengda- móður mína og okkur öll sem nú syrgjum sárt frábæran mann. Sigríður. Það var alveg sama hvað það var oft reynt, þegar við vorum í heim- sókn einhvers staðar, að fá afa af stað. Hvað amma var búin að fara margar ferðir út í forstofu, jafnvel út á stétt. Hvað ég var oft búinn að standa upp frá borðinu, farinn fram, kominn inn á skónum aftur. Það var ekkert farið fyrr en afi var til. Hann búinn að klára sögurnar, búinn að senda eftir Samtíðarmönnum og Kennaratalinu nokkrum sinnum, að það var brostið við. Þá mátti maður líka vera til. Nú hefur hann lokið þessari heim- sókn hér, og við engan veginn tilbúin. Ég hefði glaður náð í Kennaratalið eina ferðina enn og farið með honum út í hænsnakofa aðra ferð. En það er ekki í boði. Nú minnist ég þeirra stunda sem ég átti með honum. Vetrinum fyrir norðan í níu ára bekk, eftir fjögur ár í Bandaríkjunum, og sumrunum þar á eftir. „Auðvitað borðar maður súrt slátur með grautnum,“ sagði hann og ég rétt kominn að utan (kunni bara á ‘peanutbutter and jelly, man’). Reyndi meira að segja að fetta litla fingurinn eins og hann, þegar ég hélt á slátursneiðinni. Kannski það væri betra þannig. Ég stóð montinn við hlið hans, þegar hann rak unglinga burt frá andakofanum sínum um verslunarmannahelgi, fyrir mörgum, mörgum árum. „Megum við ekki stela smá rabarbara, maður?“ sagði kappinn. „Maður biður ekki um leyfi ef maður er að stela“ svaraði afi. „OK, sorrí, megum við þá ekki bara taka smá?“ „Nei.“ Þetta fannst mér snilld. Algjör af- vopnun. Hann hefði getað orðið snilldar stjórnmálamaður, enginn vafi á því. Maður reyndi ekki að rökræða, nema maður væri 110% viss … jafnvel þá, ekki nema stundum að maður legði í það. Ég verð þó að viðurkenna að mér hefði þótt gaman að sjá hann á þingi í smá stund, kannski bara eftir mat eitt kvöldið. Hnefinn í borðið, engin mótstaða. Þau hefðu bara farið heim, hin. Lyppast niður. En hann eyddi ekki tímanum í það, sem betur fer. Hann sá um Mývatns- sveitina. Hann kenndi. Hann söng og stjórnaði. Hann sá um kirkjugarðinn, hafði umsjón með skólaleikritunum, las framshaldssögur fyrir yngri bekkina, skipulagði skólaferðalög. Endalaust úthald. Hann gaf og gaf. Hann vildi fá að vita um Los Angeles. Vinnuna hjá mér, húsið, veðrið … lærði og lærði. Það verður skrýtið að koma norður og sjá ekki bílinn í hlaðinu. Skrýtið að heyra ekki í honum úti á stétt. Skrýt- ið að fá ekki hrósið sem var mér svo mikils virði, um að ég „talaði enn svona fallega íslensku“ eftir 15 ár í Bandaríkjunum. Ég fann að ég vand- aði mig alltaf þegar við spjölluðum í síma. Passaði að vera skýrmæltur, passaði sletturnar. Nú stefni ég að því að gefa og gefa. Læra og læra. Fyrir hann. Nú vanda ég mig. Steinar Höskuldsson, Los Angeles. „Glad och tro skal människan vära hela livet indtil döden ... – Gott, og meira nú!“ Hann stendur á skyrtunni upp- brettum ermum og stimplar taktinn óvenjulega kraftalegum framhand- leggjunum um leið og hljómmikil röddin leiðir hvern flokk inn á upp- hafslínuna: Glad och tro skal! Glad och tro ... Svo strýkur hann upphandleggs- erminni um gagnaugað án þess að hlé verði á taktslaginu og heldur áfram þar sem þörfin er mest þá stundina: ...hela livet ... Og þannig áfram, aftur og aftur uns samhljómi er náð og allir fjórir flokkarnir sameinast: ... indtil döden. Þá er slegið af. – „Og næst syngjum við á dönsku – já, við syngjum á öllum heimsins tungumálum,“ heldur hann áfram, gefur tóninn á ný og annað og rólegra lag líður ómþýtt af vörum undir hóf- stilltum forsöng stjórnandans, sem nú teygir á hverjum tóni; hendurnar móta taktslagið mjúkum hreyfingum – svitadroparnir nema staðar á enn- inu um stund – augnlokin áberandi. Þannig leiðir hann óstýrilátar ungar raddirnar til að leita samhljóms: – „ekki höggva á þriðju línunni! – „... fra Fy-y-y-yn“ - inn í lokahljóminn: „Rosen fra Fyyyyn , – og halda út svo – allir! – Það er söngtími í barnaskóla Mývetninga og skólastjórinn stendur í ströngu – flokkasöngur með texta á útlendu máli, þótt einfaldur sé, er ekki einföld leið til að kenna mönnum að syngja í röddum – en þó e.t.v. sú einfaldasta. Og hér eru allir með – einnig þeir sem sagðir eru laglausir – þeir eru bara beðnir að syngja svolít- ið minna en hinir. Að svo búnu má snúa sér að því að syngja „Eg vitja þín æska,“ „Fyrr var oft í koti kátt, „ „Stóð eg úti í tunglsljósi,“ „Vorið er komið og grundirnar gróa“ og fleiri og fleiri lög sem fá síðan í meðförum uppvax- andi allsherjarkórs að hljóma a.m.k. fjórraddað – og það jafnt þó söng- menn nái ekki þeirri tölu. Svona hefur þetta gengið í skól- anum og síðar á samkomum í hart- nær hálfa öld. En nú er hlé: Mér verður hörpunnar dæmi þeirrar er á vegg hvolfir stjórnarlaus og strengja: stillarinn er fallinn. Þráinn föðurbróðir minn slær ekki framar taktinn í lífssinfóníu Mývetn- inga með þeim hætti sem hann gerði svo eftirminnilega. Í hartnær hálfa öld gaf hann í skóla sínum tóninn sem hélt við menningarhefð fólksins þarna inn milli fjallanna, vakti upp nýja og gerði mannlífið fegurra. Í þeim skóla komst enginn upp með að skerast úr leik. Allir skyldu syngja sama lagið, en söngurinn hljóma margradda. Þessu var síðan fram haldið á samkomum og hvarvetna þar sem vel var mætt til vinafunda. Leiklistin fékk sitt. Árlega voru á skólaskemmtun færðir upp kaflar úr sígildum leikverkum íslenskum. Þar kölluðust þeir Skugga-Sveinn og Séra Sigvaldi á milli ára á við Jón bónda í sama mund og hann sveif inn um himins eðla port í skjóðu kerl- ingar sinnar, en Gróa á Leiti sagði frá. Hafi menn ekki kunnað að meta gildi slíks skólastarfs á þeim árum, þá gera þeir það, þegar það rennur upp fyrir þeim í fimmtugsafmælinu að þeir geti fært upp heil leikatriði: – a.m.k Grasafjallið með Gvendi smala, Grasa-Guddu og öllu! Svo var öllum kennt að dansa. Það var að vísu lítið um hljóðfæri og enn minna um hljóðfæraleikara, en eftir gamla grammafóninum mátti stíga svensk-marsgerade og syngja fyrir völsum og polkum. Tangóinn var kominn með takmarkaðri sveiflu þeirra færustu en tvistið ekki ennþá til. Og þótt sumir gætu aldrei stigið í takt heldur létu sig hafa að hoppa eins og kálfar um gólfið og þora tæp- ast að snertast, hvað þá að halda hvort utan um annað, þá fundu flestir hann síðar, fegnir þegar af þeim fór feimnin. Alltaf voru allir með – nema í glímu – þar voru strákarnir einir látnir takast á og glímdu allir við alla. Í þessum skóla voru nemendur lengstum búandi inni á heimili þeirra Möggu og síðar á heimavist í svo nán- um tengslum að fæstir vissu hvort þeir áttu annars staðar heima. Ekki voru menn heldur að velta því fyrir sér hve slíkt allsherjarskólahald á heimilinu hlaut að þrengja að fjöl- skyldunnni. Óvíst hvort nokkur inn- ÞRÁINN ÞÓRISSON Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS BENEDIKT GUÐNI GUÐMUNDSSON frá Kljá, lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi fimmtudaginn 28. júlí síðastliðinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. F. h. aðstandenda, Halldóra Þórðardóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma, dóttir, systir og mágkona, GUÐBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR kennari, Granaskjóli 23, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut að morg- ni laugardagsins 30. júlí. Björn S. Pálsson, Eva Björnsdóttir, Jóhann Bjarki Júlíusson, Íris Björnsdóttir, Helgi Mar Árnason, Björn Ívar Björnsson, Marín Helgadóttir, Ingibjörg Jónasdóttir, Þórður Snæbjörnsson, systkini og mágar. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.