Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.02.1975, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 10.02.1975, Blaðsíða 5
Mánudagur 10. febrúar 1975 Mánudagsblaðið 5 RUDOLF HFSS: SEX HUNDRUÐ — Einn sanntrú- aður nasistí Þann 10. maí árið 1941 nálgast lítil, þýsk orustuflug- vél strendur Skotlands. Á þessum tíma hafði þýski her- inn ætt yfir Pólland, Austur- riki, Tékkóslóvakíu, Dan- mörku, Noreg, Holland, Belg- íu og Frakkland. Mussolini hefur yfirbugað Balkanskaga. Sovétríkin og Bandaríkin hafa ekki tekið þátt I stríðinu og allur heimurinn bíður eftir því að Bretar gefist upp. Að því hlýtur að koma eftir nokkrar vikur, eða í síðasta lagi eftir nokkra mánuði. Hinn 47 ára gamli flugmað- ur þýsku Messerschmitt vélar- innar var ekki neinn venjuleg- ur orrustuflugmaður í árásar- leiðangri. Hér var á ferð Rud- olf Hess, staðgengill og nán- asti samstarfsmaður Adolfs Hitlers. Eftir að flugvélin var komin inn yfir Skotland kast- aði Hess sér út í fallhlíf, lenti fremur harkalega skammt frá bóndabæ og krafðist þess að fá að taia við Winston Chur- chill, Hamilton lávarð, eða einhverja aðra háttsetta breska stjórnmálamenn. En hann fékk aldrei tækifæri til þess. „Geðveikur" Þeir einu sem Rudolf Hess fékk að tala við næstu fjögur ár voru verðirnir sem gættu hans, foringjar úr leynilögregl- unni sem yfirheyrðu hann svo og sálfræðingar, sem reyndu að finna skýringu á því hvers vegna nánasti aðstoðarmaður Hitlers skyldi flýja til Eng- lands einmitt á þeim tíma þegar flestir áttu von á upp- gjöf landsins. Sálfræðingarnir fundu enga skýringu sennilegri en þá, að maðurinn væri geð- veikur og það í meira lagi. Adolf Hitler og áróðursráð- herra hans, Joseph Göbbels láta blöð og útvarp skýra frá því að flótti Hess sé í beinu framhaldi af sívaxandi geðbil- un hans. Sjáifur gefur Hess lidar skýringar, ber fyrir sig minnisleysi og styður þar með þá skoðun að hann sé geðbil- aður. Það er fyrst nú, meira en 30 árum seinna, sem Rudolf Hess hefur leyst frá skjóðunni og sagt sannleikann. Bókin um Hess Nú er komin út bók er á ensku ber heitið „The loneli- est man in the World“. Höf- undur hennar er Eugene K. Bird, sem frá árinu 1964 og allt fram til ársins 1971 var fangelsisstjóri í Spandaufang- elsinu þar sem Rudolf Hess hefur verið síðan í stríðslok og er nú eini fanginn í þessu 600 manna fangelsi. Bók þessi vakti mikla athygli þegar hún kom út, enda var hún rituð í algjöru óleyfi, en höfundur- inn lét Hess sjálfan kvitta á handritið að rétt væri farið með það sem fram kemur. Eugene K. Bird var sam- stundis rekinn þegar upplýstist um bókina, en þá var hann búinn að viða að sér geysi- miklum gögnum. Hér á eftir verður drepið á nokkur atriði sem fram koma í þessari um- deildu bók. „Aktion Barbarossa" Margir hafa haldið því fram á umliðnum árum, að Hitler hafi sent Hess til Englands í þeim tilgangi að freista þess að ná friðarsamningum við Englendinga. Ef þetta tækist, gæti Hitler hafið árásina á Rússland, „Aktion Barba- rossa, án þess að þurfa að berjast á tveim vígstöðvum. Rudolf Hess neitar því að Hitler hafi nokkuð vitað um fyrirætlanir sínar. Hamt harð- neitar því einnig, að honum hafi verið kunnugt um áætl- anir Hitlers um árás á Rússa, þótt árásin hæfist þann 22. júnl 1941, aðeins sex vikum eftir að Hess lenti í Skotlandi. Hins vegar heldur Hess því fram, að Rússar hefðu verið í þann veginn að brjóta grið- arsáttmála þeirra við Hitler, og segist viss um að þess hefði ekki verið langt að bíða. Höf- uðandstæðingur nasismans hafi jú verið kommúnisminn. Orðrétt segir Rudolf Hess: — Aætlun mm byggðist á því, að leiðtogar fjandmann- aima viðurkenndu andstæðing siim og virtu og þar með mig sem fulltrúa Adolfs Hitlers, þótt ég hefði ekki látið „der Fúhrer“ vita um þessa ferð mína til að íþyngja honum ekki. En þarna hafði ég rangt fyrir mér. Leynifundir í Sviss — Ég hafði gert nokkrar leynilegar athuganir. Þar á meðal hafði ég ásamt nokkr- um trúnaðarmönnum átt leynilegar viðræður í Sviss og á þeim byggði ég þá skoðun mína, að ábyrgir leiðtogar í Englandi hefðu áhuga á frið- arsamningum. Meðal þeirra sem ég hitti á þessum fundum var Hamilton lávarður og þess vegna spurði ég eftir honum þegar ég kom til Englands. En hvort það var Churchill að kenna eða ekki, að ég var handtekinn við komuna til Englands, það veit ég ekki um. Kannski hafa fulltrúar Breta á leynifundunum í Sviss ekki skýrt rétt frá þegar þeir komu heim. En eitt er ég viss um. Ef ég hefði getað náð tali af Hamilton lávarði eftir að ég flaug til Englands, hefði leiðin til friðarsamninga verið opin. Adolf Hitler vildi semja frið við Breta, um það er ég viss. 1 samtali sem ég átti við hann nokkrum dögum áð- ur en ég fór sagði foringinn: — Ef við aðeins gætum fengið Breta til að semja frið er framtíð Þýskalands tryggð. Ég hef enga löngun til að eyðileggja breska heimsveldið. Þvert á móti er það min heit- asta ósk að byggja upp sam- einaða og sterka Evrópu í samvinnu við Bretland. Það mundi verða öflugt mótvægi gegn kommúnistunum. Ennþá nasisti Rudolf Hess er enn þann dag í dag sanntrúaður nasisti. Hann neitar að trúa því, að Þjóðverjar hafi framið fleiri glæpi í heimsstyrjöldmni síð- ari, en eðlilegt sé þegar styrj- öld stendur yfir. Það er ein- mitt þessi blinda nasistatrú hans sem efíaust hefur átt sinn þátt í að beiðni um náðun hefur ekki enn hlotið sam- þykki Rússa, þótt vesturveld- in hafi samþykkt náðun fyrir sitt leyti. Rússar gleyma ekki, að Hess er maðurinn sem Hitler sagði eitt sinn um: — Af þeim milljónum, sem í dag aðhyllast nasismann, er það aðeins einn sem skilur hugsjón hans til fulls. Það er Rudolf Hess“. Rússar óttast, að Hess geti orðið sameiningartákn nýnas- ista og andkommúnista ef hann verður látiim laus. En sá Hess sem í dag situr í Spandau er allt annar en sá sem flaug til Englands árið 1941. Hess hefur oft reynt að svipta sig lífi, bæði meðan hann var í haldi í Englandi og eins eftir að hann kom til Spandau. Oft hefur hann þjáðst af minnisleysi, þótt hann segði höfundi bókarinnar að oftast hafi þetta verið uppgerð til að gefa fjandmönnunum engar upplýsingar. Þá hefur Hess oft verið erfiður fangi. Hann hefur verið einn sá kvart- sárasti sem sögur fara af. Kvartað yfir fangavörðunum, matnum, rúmfötunum, hita, kulda og öllum aðstæðum yf- irleitt. Fangi númer • •• SjO Rudolf Hess var dæmdur í lifstíðarfangelsi í Núrnberg þ, l. október árið 1946. Hann er eini nasistaforinginn sem emi situr inni. Allir aðrir hafa verið látnir lausir eða eru dauðir. Og þó var Hess ekki dæmdur fyrir stríðsglæpi, held- ur glæpi gegn friði í heimin- um. Hess fæddist í Alexandríu í Egyptalandi þann 26. apríl árið 1894, sonur þýsks stór- kaupmanns sem bjó þarna með fjölskyldu sinni í hinni þýsku nýlendu. Tólf ára að aldri var hann sendur til náms í Þýzkalandi. Hann tók þátt í heimsstyrjöldinni fyrri og var m. a. í flugsveit Manfred von von Richthoven, sem er betur þekktur undir nafninu rauði baróninn. Rudolf Hess gerðist nasisti strax og sú hreyfing kom fram og þar klifraði hann hratt upp metorðastig- ann þar til hann var útnefnd- ur „Stellvertreter des Fúhrers“ — staðgengill Hitlers. Þessi 81 árs gamli maður situr nú í klefa númer 23 í Spandaufangelsinu. Einu sinni í mánuði fær hann heimsókn konu sinnar og sonar. Þau hafa komið á fót hreyfingu í því skyni að fá Hess leystan úr haldi. Hreyfingin hefur fylgi þús- unda sem finnst það óréttlátt, ao glæpir Hitlers og félaga skuli lagðir á þennan einasta mann innan nasistaríkisins, sem reyndi að koma á friði. En Rússar neita stöðugt til- mælum vesturveldanna um að láta Hess lausan. Það virðast því allar líkur á, að ferðin sem hann fór í þann 10. maí ár- ið 1941 yfir til Englands muni ekki enda fyrr en honum verður ekið í líkvagni frá Spandau. OMEGA Nivada PIERPOm ítlpínn Magnús E. Baldvinsson Laugavegi 12 - Sími 22804 Það var ekki fyrr en árið 1969 að Rudolf Hess leyfði konu sinni og syni að heimsækja sig í Spandau. Síðan komu þau mánaðarlega í heimsókn og berjast nú fyrir náðun hans.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.