Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Blátt 
áfram
Tónleikar gegn kynferðislegu 
ofbeldi gegn börnum Menning
Viðskipti, Íþróttir og Málið
Viðskipti | Suður-kóreskur risi L50776 Hvernig hugsa Kínverjar?
Íþróttir | Guðjón Valur skorar grimmt L50776 Óhræddir Pólverjar 
Málið | The Fiery Furnaces L50776 Sannleikur Agnesar L50776 Skákbox 
London. AP, AFP. | Bretar sökuðu í gær ír-
anska byltingarverði um að láta uppreisn-
armönnum í Írak í té búnað og tækniþekk-
ingu til að útbúa flugskeyti, sem kostuðu
átta breska hermenn lífið í nokkrum árás-
um það sem af er þessu ári. Breskur emb-
ættismaður, sem ekki vildi láta nafns síns
getið, sagði að ennfremur gætu Bretar
fært sönnur á það að byltingarverðirnir
ættu í sambandi við uppreisnarmenn úr
röðum súnní-múslíma, sem barist hafa
gegn hersveitum bandamanna í Írak. 
Segja Breta ljúga
Talsmaður íraska utanríkisráðuneytis-
ins, Hamid Reza, vísaði á bug því sem hann
kallaði ?breskar lygar? og bað um sann-
anir. ?Ef þeir hafa undir höndum sannanir
fyrir því sem þeir saka okkur um, þá þurfa
þeir einfaldlega að leggja þær fram,? sagði
hann, ?en þeir hafa engar sannanir. Þeir
ásaka aðra þegar það eru þeir [Bretarnir]
sem eru rót óöryggis, óstöðugleika og
hættuástands í Írak.? 
Segja Írana
bera ábyrgð
á árásum 
DÖNSKUM spilafíklum, sem
leita meðferðar við fíkn sinni,
hefur fjölgað um 40% frá því
um áramótin, að því er fram
kemur í Berlingske Tidende.
Er talið að aukningin felist
fyrst og fremst í því að æ fleiri
láti glepjast af fjárhættuspil-
um á Netinu. 
?Aukningin er slík að helst
er hægt að líkja henni við flóð-
bylgju,? segir Michael Bay
Jørsel, forsvarsmaður Mið-
stöðvar fyrir spilafíkla í Dan-
mörku. Hann segir meðferð-
armiðstöðvar á engan hátt
geta annað eftirspurninni.
Fólk þurfi oft að bíða í allt að
níu mánuði eftir að komast í
meðferð og það sé óvið-
unandi. 
Hann bendir einnig óhikað
á fjárhættuspil á Netinu, og
þá helst póker, sem helstu or-
sakavalda aukins fjölda spila-
fíkla. ?Á Netinu gerist allt svo
fljótt og spilin ganga svo hratt
fyrir sig að fólk er mun fljót-
ara að ánetjast þeim, ekki all-
ir en margir,? bætir hann við. 
Ný bylgja spilafíkla
KONA veður götu í bænum Veracruz í Mexíkó
en miklar rigningar hafa verið í landinu af
völdum hitabeltisstormsins Stans, sem riðið
hefur yfir Mexíkó og Mið-Ameríku. 
Að minnsta kosti 119 manns hafa látist af
völdum stormsins en hann náði á köflum að
verða fellibylur á fyrsta styrkleikastigi. Gríð-
arlegar rigningar fylgja honum og er óttast að
tala látinna muni hækka enn frekar á næstu
dögum.
Flóð eru um allt, brýr hafa hrunið, aur-
skriður fallið og vegir eru ófærir vegna leðju. 
Alls hafa 50 manns látist í El Salvador, 50 í
Guatemala, 11 í Níkaragva og 8 í Mexíkó. Þá
hafa hundruð manna slasast. Rúmlega 100.000
manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín á ham-
farasvæðunum og eru fjölmörg hús nú þegar
ónýt af völdum flóða.
Reuters
Stan hefur kostað 119 manns lífið
SPÆNSKA veikin, sem lagði
50 milljónir manna að velli á ár-
unum 1918?19, kann að hafa
stafað af veiruafbrigði sem átti
uppruna sinn í fuglum. Banda-
rískir vísindamenn hafa komist
að raun um að sú veira bjó yfir
sömu erfafræðilegu stökkbreyt-
ingum og H5N1 fuglaflensu-
veiran sem nú gengur í Asíu og
hefur valdið dauða a.m.k. 65
manna. Þetta kemur fram á
fréttavef breska ríkisútvarps-
ins, BBC. 
Segja vísindamennirnir nið-
urstöður rannsókna sinna und-
irstrika hversu mikil hætta stafi
af fuglaflensunni sem nú geisi í
Asíu. Segja þeir aðeins örfáar
amínósýrur greina asísku veir-
una frá veirunni frá 1918. Veir-
an berist ekki auðveldlega úr
fuglum í menn eða frá manni til
manns. Aðaláhyggjuefnið sé að
veiran öðlist erfðafræðavísa
sem geri hana sérlega smit-
næma og að hún verði loftborin. 
Spænska veikin frá
fuglum komin
STOFNAÐ 1913 270. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
EIGENDUR Skúlason ehf. eru
tveir, Skulason UK Ltd., sem á
um 80%, og Vestmanna-
eyjabær, sem á um 20%, sam-
kvæmt upplýsingum frá Jó-
hannesi B. Skúlasyni,
framkvæmdastjóra Skúlason
ehf. Á sínum tíma keypti Þró-
unarfélag Vestmannaeyja hlut
í fyrirtækinu fyrir sex millj-
ónir króna. Sú eign varð til-
efni deilna í bæjarstjórn Vest-
mannaeyja.
Eigendur Skulason UK Ltd.
eru Jóhannes framkvæmda-
stjóri, Ingibjörg Reynisdóttir
og um 120 erlendir ein-
staklingar, flestir búsettir í
Bretlandi og með breskt rík-
isfang. 
Jóhannes sagði fyrirtækið
opinberlega skráð í Bretlandi
og þar væri hægt að nálgast
hluthafaskrá hjá fyr-
irtækjaskrá.
STARFSMENN efnahagsbrota-
deildar Ríkislögreglustjóra gerðu
húsleit hjá fyrirtækinu Skúlason og á
einkaheimili í Reykjavík í gærmorg-
un. Var það að ósk breskrar lögreglu
um samstarf við rannsókn skipu-
lagðra fjársvika og peningaþvættis.
Jóhannes B. Skúlason, framkvæmda-
stjóri og einn eigenda Skúlason, stað-
festi þetta í gærkvöldi, en kveðst ekki
vita hvernig fyrirtækið ætti að tengj-
ast slíku athæfi. Skúlason sér m.a. um
símsvörun og þjónustu fyrir Skífuna,
Lánasjóð íslenskra námsmanna og
Fréttablaðið og segir Jóhannes að sú
þjónusta haldist óskert.
Húsleitirnar hér og á Bretlandi
hófust samtímis og voru gerðar á ann-
an tug leita víða um Bretland og sjö
einstaklingar handteknir þar. 15
starfsmenn efnahagsbrotadeildar
stóðu að húsleitum og gagnaöflun hér,
m.a. leit í tölvum, handtökum og yf-
irheyrslum vitna.
Samkvæmt yfirlýsingu Ríkis-
lögreglustjóra rannsaka bresk yfir-
völd umfangsmikil fjársvik á Bret-
landi og peningaþvætti. Svikin eru
talin felast í kerfisbundinni sölu hluta-
bréfa í fyrirtækjum með blekkingum,
röngum og villandi upplýsingum um
fyrirtæki og væntanlega skráningu
bréfa í kauphöll. Brotin eru talin hafa
staðið í nokkur misseri og búa og
starfa hinir grunuðu víða í Evrópu.
Kyndiklefasvik
Að sögn Jina Roe, talsmanns rann-
sóknardeildar fjársvika hjá bresku
lögreglunni, er umfang hinna meintu
svika yfir milljón sterlingspund, eða
hátt á annað hundrað milljónir króna. 
Roe segir hér um að ræða svonefnd
?Boiler room?, eða kyndiklefa-svik,
sem fela yfirleitt í sér símasölu þar
sem miklum þrýstingi er beitt og ekk-
ert gefið eftir við söluna. Yfirleitt eru
slík svik stunduð frá skrifstofum og
þeir sem starfa við þau hafa gjarnan
ekki hugmynd um að þeir séu að
vinna fyrir glæpamenn. Þannig er
viðskiptavininum lofað ýmist vöru
sem kemur aldrei eða er gölluð, eða
jafnvel einhvers konar hlutabréfum,
sem síðan reynast verðlaus. Fleiri en
einn íslenskur ríkisborgari er flæktur
í málið, að því er Roe telur.
Jóhannes B. Skúlason staðfesti við
Morgunblaðið að gerð hefði verið hús-
leit hjá fyrirtækinu. Nokkrir hluthaf-
ar í Skúlason séu á Bretlandi, en eng-
inn þeirra gæti átt hlut að slíku máli.
?Ég held að nafn fyrirtækisins hafi
einhvern veginn komið upp í rann-
sókn á fyrirtækjunum sem voru til
rannsóknar á Bretlandi,? segir Jó-
hannes. ?Þetta truflaði auðvitað starf-
semina dálítið, en lögreglan vann
þetta mjög faglega og með mikilli
prýði. Þeir voru mjög samvinnuþýðir
og við samvinnufús vegna þessa máls.
Þannig að við reyndum að gera þetta
fljótt og vel. Þetta var óveruleg rösk-
un nema það að starfsfólkinu fannst
þetta skrýtið.? Jóhannes var spurður
hvort Skúlason hefði selt hlutabréf í
símsölu hér eða á Bretlandi: ?Nei, við
höfum aldrei selt hlutabréf með því að
hringja út. Höfum aldrei gert það.?
Efnahagsbrotadeild gerði húsleit í fyrirtæki og á einkaheimili að ósk breskra lögregluyfirvalda
Viðamikið fjársvikamál
sem sagt er teygja sig víða
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins
segist ekki skilja tengslin við málið
Eftir Svavar Knút Kristinsson 
og Jóhann Bjarna Kolbeinsson
L52159 Húsleitir | 4
Tveir 
eigendur
Skúlason ehf.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64