Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Mįnudagsblašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Mįnudagsblašiš

						2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudaaur 11. ianúar 1982
BRÉF TIL BLAÐSINS:
Aflðga embættismenn
krossaðir fyrir að
mæta edrú í vinnuna
Enn er hamast
við að krossa
Mánudagsblaðið
Um leið og ég þakka fyrir hressi-
legt Mánudagsblað vil ég biðja fyrir
örfáar línur. Svo er mál með vexti,
að þegar núverandi forseti tók við
embætti var allmikið rætt um orðu-
veitingar. Nýi forsetinn kvaðst vilja
stilla þeim í hóf. En hvernig hefur
farið síðan?
Án þess að hafa haldbærar tölur
við hendina þá leyfi ég mér að
fullyrða, að orðum er nú útbýtt í rík-
ari mæli en áður, innanlands sem
utan. Enn er hamast við að krossa
aflóga embættismenn fyrir það eitt
að hafa mætt ódrukknir til vinnu
oftast nær eða eitthvað álíka. Raunar
virðast allir fá orðu sem sækjast eftir
því, svo fremi að þeir hafi ekki drep-
ið mann svo vitað sé.
Þegar forsetinn fór í opinbera
heimsókn til Danmerkur sællar
minningar var stráð þar orðum á
báða bóga svo jafnvel Dönum þótti
nóg um og var gert grín að þessu í
dönskum blöðum á finan hátt.
Nú býst ég ekki við og veit það
raunar, að það er í fæstum tilfellum
sem forsetinn ákveður hver skuli
hljóta orður, en gæti forseti samt
ekki reynt að draga úr þessum fárán-
leik sem nú viðgengst. Að öðrum
kosti ætti að taka upp þá stefnu, að
krossa bara þá sem hafa virkilega til
þess unnið. Hinir geta keypt séreitt-
hvurt dinglum dangl á fornsölum
erlendis.
Skattgreiðandi.
Nú er búið
að halaklippa
gæsluna
Sem gamall varðskipsmaður get
ég ekki lengur þagað yfir því hvernig
farið er með Landhelgisgæsluna.
Þegar við vorum að vinna þorska-
stríðin við Breta var ekki sparað að
tala um hve Gæslan væri mikils virði
fyrir þjóðina alla. Efla þyrfti Land-
helgisgæsluna og þar mætti ekkert
til spara.
Svo eftir að við hreinsuðum land-
helgina af útlendingum, þá er Land-
helgisgæslan bara sett í svelti. Nú
má ekki setja nokkurn pening í
reksturinn. Það eru ekki nema tvö
varðskip úti í senn, einstaka sinnum
þrjú. Það er eins og menn gleymi
því, að ekki eru allir íslenskir sjó-
menn svo löghlýðnir að þeir virði
mörkin. Þótt flugvélar séu ágætar
við gæslu, þá komast þær nú ekki
yfir mikið svæði yfir háveturinn
þegar ekki er bjart nema nokkra
tíma á dag. Og ekki geta þær fundið
skip í s varta þoku, eins og oft er fyrir
austan.
Togarasjómenn á Austfjörðum
hafa  sagt  mér  að  togarar  frá
Rússlandi, Póllandi og fleiri löndum
séu oft að veiðum innan línu fyrir
austan. Stundum hafi gæsluflug-
vélin staðið þá að verki en af þvi
ekkert varðskip er til staðar þá er
látið nægja að skipa togurunum úti
látið nægja að skipa togurunum út
fyrir. Þá er nú ekki orðin mikil reisn
yfir íslensku Landhelgisgæslunni,
ég segi nú ekki annað en það.
Þið mættuð vel athuga þessi mál
og birta góða grein um þau. Ég veit
að mörgum sem nú vinna hjá Land-
helgisgæslunni svíður það sárt að
búið er að halaklippa þessa stofnun
með því að svelta hana fjárhagslega.
Menn þora bara ekki að mótmæla
opinberlega af ótta við að verða
reknir. Svo vona ég bara að Mánu-
dagsblaðið haldi áfram að koma út
sem lengst. Þetta er nefnilega
ágætisblað.
Sjómaður
Loks fá
þingmenn
tækifæri
til afreka
Loksins hafa þingmenn okkar
fundið sér verkefni sem þeir ættu að
geta leyst vel af hendi. Fimm þing-
menn eru sagðir á förum til
Hollands og ætla að taka þar þátt í
skákmóti. Þetta líst mér vel á.
Á  alþjóðavettvangi  er  ísland
„Raunar virðast allir fá orðu,
sem sækjast eftir því, svo freriii
að þeir hafi ekki drepið mann
svo vitað sé", segir einn
bréfritari í dag. Við áttum enga
mynd af íslensku fálkaorð-
unni, sem forsetinn okkar veitir
á báða bóga, en það er líkt með
skyldum og við fundum mynd af
bandarískri orðu, sem veitt var
öllum þeim, sem vildu drepa sig
fyrir föðurlandið í fyrri heim-
styrjöldinni, jafnt þeim sem
eftir lifðu og þeim sem féllu.
Aðstandendurnir fengu slíkan
grip sendan heim i stað
sonarins, sem féll.
orðið frægt dæmi um land sem hefur
allar ytri aðstæður til að láta þegnum
sínum líða vel og búa þeim öryggi,
en vegna mistaka í stjórnun lands-
ins beinast allir kraftar að bráða-
birgðareddingum eins og nýafstaðin
gengisfelling sannar best. Útlend-
ingar furða sig mikið á þessu
ófremdarástandi og skilja það ekki
þótt maður reyni að segja þeim, að
mestöll orka þingmanna fari í að
halda atkvæðum saman ekki í að
stjórna landinu.
Með því að fara til skákkeppni
erlendis fá þingmenn tækifæri til að
sýna hvað í þeim býr. Þetta eru allt
góðir skákmenn sem fara, Pálmi,
Vimmi, Dóri Blöndal, Guðmundur
G. Þórarinsson og Garðar Sig., að
því manni er sagt. Eg óska þeim
góðrar ferðar og skora á þá að standa
sig vel þá loks þeir fá tækifæri til að
„brillera".              Jóhann
Líf margra væri,
fátæklegra án HHÍ
Pær136 milljónirsem HHlgreiöir
vinningshöfumíárláta
margan drauminn, smáan og störan, rætast.
Hitt er ekki minna um vert að með aðstoð
HHf hefur einn glæstasti draumur þjóðarinnar
allrar ræst,- að gefa æsku þessa lands
betri tækifæri til að af la sér menntunar.
Efling Háskóla íslandser
hagur allrar þjóöarinnar.
¦¦¦¦¦•¦•  ¦¦¦••¦••
Vinningaskrá:
9
9
9
198
1.053
27.198
106.074
134.550
450
135.000
200.000-
50.000.-
30.000-
20.000-
7.500.-
1.500.-
750.-
3.000-
1.800.000.-
450.000-
270.000.-
3.960 000.-
7.897.500.-
40.797.000.-
79.555.500.-
134.730.000.-
1.350.000,-
136.080 000.-
¦•¦¦ ¦•••¦¦¦¦ ¦¦¦•
•••• ••••••¦• •••¦
•¦•¦¦¦•••¦   ¦*¦•
•••••••¦ •••¦•¦¦¦
¦ ¦¦¦ •¦•¦¦¦¦¦
HAPPDRÆTTI
HASKÓLA ÍSLANDS
hefur vinninginn
ÍSLENSK
-Við ætlum að setja upp
heilmikla sýningu í Gamla bíói,
eða íslenzka óperuhúsinu lík-
lega seinast i mars eða apríl.
Þar koma fram Dansflokkur
Jazzballettskóla Báru, hljóm-
sveitin Friðryk ásamt Arna
Scheving og Guðmundi Ingólfs-
syni og svo Pálmi Gunnarsson,
sem syngur stórt hlutverk, en
hér verður um að ræða hálfgild-
ings söngleik, sem einnig
byggist að miklu á dansatrið-
um. Svona eins og þeir gera
gjarnan í Ameríku og kalla einu
nafni "show". Það er Bára
Magnúsdóttir, sem segjr
okkur þetta er við röbbuðum
við hana og Birgi Gunnlaugs-
son, hljómlistarmann, sem
einnig er pottur og panna í þess-
um framkvæmdum, en þau
Bára eru reyndar hálfsystkin.
-Og efnið er frumsamið, allt
saman,: textar, músik, dansarnir
auðvitað eftir Báru, bætir Birgir við.
- Svona "show" hefur ekki verið sett
upp hér áður, þetta er ný lína á
Islandi og spennandi að vita hvernig
tekst. Tveggja tíma sýning, segir
hann ennfremur.
Brúðkaupsnótt
Og við snúum okkur að Báru: -
Efnisþráðurinn er í stuttu máli sá,
að nýgift hjón leggjast til hvílu á
brúðkaupsnóttina, og sem þeim
sígur blundur á brá fer þau að
dreyma um framtíðina og margt af
því, sem hún muni bera í skauti sér.
Þau eru bæði þátttakendur í sama
draumnum, og draumurinn eða
draumarnir eru einmitt efnið, sem
BÁRA MAGNÚSDÓTTIR
- um árabil þekkt ballerína og
kennari, en einnig fyrir samn-
ingu  danssýninga,  sem  vakið
hafa mikla athygli.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
6-7
6-7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12