Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Mįnudagsblašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Mįnudagsblašiš

						Mánudagur 11. janúar 1982 MÁNUDAGSBLADIÐ 3
GLÆSISÝMNG
A vegum Jazzballettskóla
Báru er unnið að samningu og
æfingum á alíslensku dans-
og söngverki, sem frumsýnt
verður í Gamla bíói - íslenzku
óperunni - innan tíðar
við fjöllum um og inn í það fléttast
ýmislegt úr daglegu lífi í þjóðfélagi
okkar í dag. Þetta er eiginlega
hálfgerð framtíðarspá. Danshópur-
inn í líki ára eða púka birtist hér og
þar í draumi unga parsins, stundum
sem verðbólga eða skuldir eða okur-
karlar. Samt eru þetta skemmtilegir
árar og fjörugir - þetta er nefnilega
enginn sorgarleikur, heldur vonandi
léttur og fjörugur.
Glæsisýning
-Og sviðsmyndin verður glæsileg,
einkum í síðari hluta verksins. Það
verður sannkölluð glæsisýning,
segir Birgir.
Er ekki dýrt spaug fyrir einstakl-
inga að setja slíkt í gang?
-Jú, biddu fyrir þér. Við verðum
örugglega komin nálægt fjórum
hundruðum þúsunda áður en við
frumsýnum. Það er Birgir, sem
svarar þessu, enda sér hann um
fjármál þessa fyrirtækis, og reyndar
líka hjá Jazzballettskóla Báru
yfirhöfuð.
En fara svona áætlanir ekki alltaf
framúr sjálfum sér?
Birgir: -Jú.
Bára: (ákveðið) -Nei.
Og hvað á svo barnið að heita?
-Við ætlum að kalla sýninguna
Jazz-inn eða Jazzbúlluna, og af
þeirri tegund, sem nafnið bendir til
verður músikkin - og dansarnir líka.
Þeir semja músikkina strákarnir í
Friðryk, þeir Pálmi Gunnarsson,
Erik Hubner og Siggi Karls og þeir
fá    liðsauka    í    Árna    Scheving,
Guðmundi Ingólfssyni og Helga
Kristjánssyni. Við höfum ekki enn
fundið textahöfund, en þó nokkur
hluti tónlistarinnar er tilbúinn.
Dansana semur svo Bára, eins og
fyrr segir.
En snúum okkur svo að Jazz-
ballettskóla Báru. Hvað er títt um
það fyrirtæki?
-Skólinn hjá okkur ef tvískiptur.
Ballettskólinn er líklega orðinn 17
ára gamall um þessar mundir. Það er
Bára, sem svarar, og hún heldur
áfram: -Líkamsræktin er hins vegar
önnur deild skólans, og hún á
merkisafmæli um þessar mundir, er
fímmtán ára. I líkamsræktinni eru
þátttakendur eingöngu konur, sem
stunda leikfimiæfingar og fara í
sólarlampa, en í jazzballett taka
bæði kynin þátt að sjálfsögðu.
Sigrún Waage og Guðbergur Garðarsson fóru með
aðalhlutverk í nemendasýningu Jazzballettskóla
Báru í Alþýðuleikhúsinu i apríl 1981, en efni þeirrar
sýningar var kveikjan að þvi verki, sem nú er verið
að móta og setja upp. Myndin t.v.: Birgir
Gunnlaugsson
inni mjög fullkomna ljósalampa, eða
sólaríum, eins og það er nú gjarnan
kallað. Fólk fær sér líka sérstaka
tíma í þessum lömpum án þess að
taka þátt í heilsuræktarleikfiminni.
Hvort þetta er hættulegt? Því var
nýlega svarað hér hjá okkur á
opinberum vettvangi á mjög skýran
hátt, nefnilega eitthvað á þá leið, að
flestallt sem gert er í óhófi getur
verið hættulegt. Þannig getur verið
stórhættulegt að drekka allt of mikla
mjólk o.s.frv. Of mikil sól er stór-
hættuleg. Ljósalamparnir eru hins
vegar taldir hættuminni en sjálf
sólin, því að brunageislinn sem
veldur hættunni við sólina, ef legið
er lengi í sólbaði, er ekki til staðar í
ljósunum.
Litlir strákar
Hvernig er að fá íslenska
karlmenn til þátttöku?
-Ja, ballettskólar um allan heim
eru fullir af litlum stelpum, en ekki
litlum strákum, segir Bára. Það er
alveg eins hér. Þetta höfðar meira til
kvenkynsins, en íslensku strákarnir
eru áreiðanlega ekki síðri öðrum,
þegar þeir hafa sig af stað og fá
áhugann. Þegar á að fara að færa
eitthvað upp og halda sýningar, þá
vantar ekki karlmennina. Þá koma
þeir askvaðandi og gerast atkvæða-
miklir. Enda sérðu það, að þar eru
karlmenn, sem stjórna öllum show-
business um allan heiminn.
Að lokum: Eru sólarlampar
hættulegir, eða öllu heldur sólböð í
slíkum tækjum?
-Við erum með hér í líkamsrækt-
Sólaríum svokölluð hafa notið
vinsælda, einkum fyrir áð gera
fólk brúnt. En þau hafa líka
hollustugildi, segja Bára og
Birgir, ekki siður en þau höfðu í
gamla daga, þegar mörgum var
ráðið til að stunda ljósaböð
enda þótt brúni liturinn fylgdi
ekki með í þá daga af tæknileg-
um ástæðum.
Fleira gott
-Og það er fleira en brúni
hörundsliturinn sem hægt er að fá út
úr ljósunum, þó hann skipti auðvit-
að miklu máli. Það er tiltölulega
nýkomið að fólk skuli geta orðið
brúnt í ljósunum. Áður voru ljósin
notuð eingöngu í heilsubótarskyni,
og sama heilsubótin er að þeim
ennþá, til dæmis fyrir þá sem þjást
af gigt eða vöðvabólgu. Oglíkaminn
nær sömu efnum út úr þessum
lömpum og sólinni. En auðvitað að
því tilskyldu, að tækin séu góð og
viðhald þeirra mjög nákvæmt, svo
sem skipt um perur reglulega.
Er hægt að komast að í sólbað?
-Það er vissara að panta í tíma.
Það er mjög mikið að gera hjá okkur
segja Bára og Birgir í lokin.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
6-7
6-7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12