Mánudagsblaðið - 11.01.1982, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 11.01.1982, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 11. janúar 1982 MMUDAESBIMHL Ritstjóri: Agnar Bogason, Tjarnargötu 39, sími 13496 Auglýsingar, Setning, umbrot, dreifing, prentun: sími 13496 Borgarprent Kemgr út tvisvar í mánuði og kostar 7 kr. í lausasölu. Áskriftir ekki teknar. Nokkrir íslenskir fiskmangarar taka afstöðu gegn öllum heiminum Ennþá er allt hið sama um fiskverðið. Ágrein- ingsefnin eru ótalmörg og litlar vonir um sættir. Þessi seinagangur um fiskverðið er með öllu óþol- andi. Sjósókn hefur aldrei gengið betur né meðal- tal á kaupi sjómanna verið hærra. Gallinn er bara sá, að íslenskir fiskikaupmenn bæði þeir sem sjó- inn sækja svo og þeir sem selja hann, krefjast hærra verðs en heimsmarkaðurinn vill greiða. Það er helvíti hart, að nokkrir íslenskir fiskmangarar skuli taka afstöðu gegn öllum heiminum og halda að þeir sleppi með það. Á tímum ævintýra eru sagðar sögur um fjöregg skessanna og þau afdrif er þær hlutu þegar þær, af gáleysi, brutu þau. Það er engu líkara, en að þessi þjóðsaga sé að endurtaka sig á vettvangi fiskverðs- ins. Annarsvegar eru það fiskseljendur en hinu megin stakketisins eru svo sjómenn. Það er stað- reynd að það má ekki minnast á sjómenn fremur en heilagar kýr í Indlandi, nema mennjafnframtsyngi þeim lof. Sannleikurinn er sá, að enginn stjórnmálamað- ur þorir að segja satt um sjómenn, þeir hafa svo þanið sig hjúpi drengskapar, dugnaðar, þjóðholl- ustu og hugprýði, að það nálgast næstum því, ef ekki alveg, guðlast, að stugga við þeim. Það þarf ekki mikla rannsókn til þess að sjá, að sjómanna- stéttin er, í heild, langtekjuhæsta stétt landsins. Röskir blaðamenn og ritstjórar hafa hætt sér íeinn og einn róður og síðan tárfellt yfir því hörmungar- lífi sem sjómenn lifa og ekki hefur staðið á fjölmiðlunum að hefja þá upp til skýanna. Allt þetta, ásamt ofsalofi þingmanna hefur ýtt sjó- manninum á þá skoðun, að hann sé ómissandi, auk þess sem hann sé í daglegri hættu vegna okkar vesalings landkrabbana. Af þessu öllu og einu saman hefur það orðið að bannorði að stugga við sjómönnum. Hvað segja menn t.d. við þeirri stað- reynd að nokkrar áhafnir fyrir austan höfðu að meðaltali um 30 milljónir g.kr. í laun á sl. ári? Ætli að launin séu ekki viðlíka há hjá ýmsum öðrum sjómönnum víða annarsstaðar. KAKALI SKRIFAR: I HREINSKILNI SAGT Að þola eða þola ekki gagnrýni kjósenda Albert hlýtur að gera sér Ijöst, að umsvif hans gefa tilefni til að óbreyttir borgarar fetti fingur út i þau Svarthöfði er til ýmissa hluta nytsamlegur. Hann hefur, til þessa verið einskon- ar ruslakista Vísis, síðan úrgangsgímald þeirra tveggja Dagblaðsins og Vísis, verið dyggur vettvangur blaðsins og óspart vegið úr launsátri á alla vegu. Greinar Svarthöfða eru lipurlega ritaðar, kunn- uglega stílaðar og ,oftlega, óhemju nærgöngular. Hefur hann þannig skapað sér marga óvini, jafnt sem vini. Frá því í upphafi varð talsverð vinátta með þeim Svarthöfða og Albert Guðmundssyni og hélst hún fram yfir forsetakosningar. Var sú vinátta svo falslaus og einlæg af beggja hendi, að fádæmi þóttu. Ennþá jókst vinátta þeirra er líða tók að forsetakosningunum en var ærin fyrir. Þar kom að Svarthöfði veitti Alberti það vin- arbragð að kynna hann fyrir skáldbróður sínum Jónasi Guðm- undssyni, stýrimanni og blaða- manni við Tímann. Voru kynni þessarar troiku svo náin að furðu sætti sérlega vegna þess að svo var almennt talið að Albert væri Sjálf- stæðismaður en hinir tveir fylgdu Framsókn að málum. Þremenn- ingarnir skipuðu skjaldborg um Albert í forsetakosningunum, svo þétta að Albert hafnaði í 4. sæti, og þótti vonum framar. Upp úr þessu tók heldur að dvína hinir miklu kærleikar milli Alberts og Svarthöfða, en Jónas veltist ein- hvernveginn alveg úr. Fyrir skiln- aðinum liggja ekki alveg augljósar ástæður, en flestir telja pólitískan ágreining höfuðástæðuna. Kom svo að því, að Svarthöfði átaldi Albert harðlega, svo undan sveið, líkt og höggum kennara áður fyrr, er þeir slógu nemendur á hend- urnar. Kom svo, að þessir fyrrum félagar máttu varla sjást, svo dátt sem var með þeim og fóru mörg hnífilyrði millum þeirra. þeirra. Út í myrkrið Svarthöfði hélt sig lengi í hófi eða til þess tíma, sem málgagnið sameinaðist Dagblaðinu. Þáfór að gæta verulegs kulda af hendi Svarthöfða í garð þeirra hug- mynda sem Albert var fylgjandi og loks kom að því, að menn urðu ásáttir um að Svarthöfði væri nálega það eina, sem Vísir hélt eftir af skoðunum sínum síðan hann samlagaðist Dagblaðinu. Sat Albert eftir einn og málgagns- laus en augnaþjónarnir horfnir út í myrkrið. Nú er svo komið, að engin vinátta er lengur milli þeirra og Svarthöfði gengur æ lengra í deilumálum þessara fyrrum stallbræðra. Bröltið Það þótti í upphafi óheillaþró- un, að Albert væri að binda trúss sitt við_ rétttrúaða Framsóknar- menn. Ég birti grein um þá Albert og Davíð Óddsson og árangurinn af kosningabrölti þeirra. Fariðvar þar hógværum orðum um Albert svo og Davíð. Albert tók óstinnt upp þessa grein og kvað þar vegið að sér úr launsátri á ómerkilegasta hátt, og bað skila því til greina- höfunds. Heldur harður Þar sem margsinnis hefur verið minnst á Albert og umsagnir um hann verið heldur vingjarnlegar þykir okkur hann heldur vera harður í dómum um okkur. Einn af kostum Sjálfstæðismanna ersá, að þeir geta vel haft misjafnar skoðanir og greint á um ýmis smærri atriði, eins og best sést ó skoðanaágreiningi fyrirliða flokksins. Þetta virðist Albertekki skilja. Kjánalegt Albert hlýtur að verða að gera sér ljóst, að umsvif hans í hinum ýmsu málum gefa fullt tilefni til að óbreyttir borgarar fetti fingur út í þau, hver á sinn máta. Það er dálítið kjánalegt að hann skuli leggja fæð á þá, sem í sínum eigin krafti sem kjósendur, krítisera sumt af því sem hann segir. Erkiíhald Það þótti á sínum tíma var- hugavert hjá Albert, að hann skyldi binda ráð sitt við tvo Fram- sóknarmenn, þó svo að báðir séu bestu menn. Má vera að þar sé, að sumu leyti, að finna ástæðuna fyrir því að ekki gekk betur í for- setaframboðinu. Menn trúa því einfaldlega ekki að Framsóknar- menn geti verið heilir í því að styðja erkiíhald á borð við Albert, jafnvel í kosningum um forseta- embættið.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.