Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Mįnudagsblašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Mįnudagsblašiš

						6  MÁNUDAGSBLADIÐ Mánudagur 11. janúar 1982
Mánudagur 11. janúar 1982 MÁNUDAGSBLAÐID 7
ÞEGAR BANNID SKALL Á TÖLDU SUMIR TÆKIFÆRI LÍFS SÍNS KOMIÐ
„Lögin um útsölubann á víni
voru sett þann fyrsta janúar
1920. Áður en lögin gengu í gildi
spáði ég því, að fást mundi
dágóður peningur fyrir eina
flösku af whiskey. Eg sárbað
alla vini mína í Pittsburg að
geyma whiskey þar sem þeir
voru vanir að geyma ávextina
sína, og lofaði þeim, að ég skyldi
borga þeim sjötíu og fimm sent
fyrir hverja flösku.
Eg samdi við Peppino Lonardo í
Cleveland í Ohio að sjá um
geymslupláss á stórum bændabýl-
um undir nokkra whiskeyfarma,
sem ég hafði pantað. Þar sem
Peppino var capo Mafíunnar í
Cleveland, myndi enginn bóndi
neita honum um þennan greiða.
Jafnskjótt og farið var að
framkværha bannlögin af hörku,
komst ég að raun um, að ég hafði hitt
í mark, því að lögmál framboðs og
eftirspurnar tók gildi nú sem endra-
nær, og eftir því sem birgðirnar
þurru jókst eftirspurnin. Verðið á
flösku rauk upp í 10 dollara. Mér
taldist svo til, eftir flöskufjöldanum
sem ég hafði í geymslu, að verðmæti
þeirra næmi hundruðum þúsunda
dollara....."
Með þessum hispurslausu orðum
lýsti Nick Gentile komu Bannsins
og hins mikla tækifæris, sem það
bauð honum og öðrum, sem fúsir
voru til að brjóta „mannasetningar"
til að auðgast fljótt.
Medalíur
Gagnstætt því, sem margir halda,
komu lögin ekki flatt upp á neinn.
Bindindis- og bannhreyfingar
höfðu Iengi átt miklu fylgi að fagna í
Bandaríkjunum, landi hinna mörgu
og oft ströngu kirkjudeilda. Þegar
árið 1869 var stofnaður flokkur í
Chicago, The National Prohibition
Party, sem beitti sér fyrir því, að
banni væri komið á með stjórnar-
skrárbreytingu. Og mánuði eftir að
Bandaríkin höfu þátt í fyrri
heimsstyrjöldinni, árið 1917,
bannaði þingið sölu áfengra drykkja
til hermanna í einkennisbúningi. í
desember 1917 var þingið búið að
samþykkja frumvarp um bann á
áfengissölu til hinna ýmsu ríkja. í
janúar 1919 var hinn tilskildi fjöldi
ríkja, þrjátíu og sex, búinn að
staðfesta stjórnarskrárbreytinguna.
Volstead-lögin um að setja í gang
nauðsynlegan umbúnað til að fram-
fylgja banninu, voru samþykkt á
þingi, þó að Woodrow Wilson
reyndi að stöðva þau með neitunar-
valdi. Stjórnarskrárbreytingin og
lagaákvæðið  öðluðust  gildi  16.
George Remus lét lönd og leið
lögfræðistarf sitt og gerðist
sprúttsali - varð reyndar einn
allra umsvifamestur slíkra í
Bandarikjunum. Hér yfirgefur
hann réttarsalinn eftir að hafa
verið sýknaður af ákæru um að
hafa drepið eiginkonu sína.
janúar 1920. Það var engin tilviljun,
að stjórnin valdi einmitt þennan dag
til að útbýta meira en fjórum
milljónum af sigurmedalíum úr
bronsi til allra, sem gegnt höfðu
herþjónustu í stríðinu.
Að hægt skyldi vera að koma í
gegn frelsisskerðandi lagasetningu,
má rekja til þeirrar öldu hugsjónar-
hrifningar, sem fór um landið, þegar
Wilson boðaði mönnum draum sinn
um stríðslausan heim. I samanburði
við það var „tímabil raunhæfrar
hófsemi" vissulega mjög hóflegt
takmark.
„Þurru öflin"
En þó að „þurru öflin" hefðu
verið mjög heppin að hitta á þennan
tíma hugsjónaelds og framkvæmd-
arákafa, meðan á herferð þeirra stóð,
þá voru þau óheppin með það
hugarfar, sem ríkti, þegar til fram-
kvæmdar Bannsins kom. Því aftur-
kastið hafði byrjað, menn höfðu
snúið baki við kalli skyldunnar og
háum markmiðum og vikið inn á veg
eftirsóknar eftir auði og skemmtun-
um. Þetta nýja andrúmsloft gerði
ekki bara skrípaleik úr draumi Hóf-
semismanná (The Anti-Saloon
League) um bindindi af frjálsum
vilja, heldur átti það sinn þátt í að
fjallahéruðum höfðu „Hillbillies"
stundað þessa iðju frá því fyrir
Whishey-uppreisnina (1794). Það
var hagkvæm aðferð, og ef hún var
notuð í stórum stíl, var ekki nokkur
leið fyrir lögregluna að hefta hana.
Göfug tilraun
En þótt svo margt mælti í mót,
hefði bannið getað orðið „göfug
tilraun", sem þoluð hefði verið í
nokkur ár, en síðan látin lönd og
leið. Enginn hefur jafnvel fram á
þennan dag haldið því fram, að
vínlöngunin sé mönnum jafn
ásköpuð og nauðsynleg og kynhvöt-
in - eins og fjárhættuspilarar segja
við hvert tækifæri til varnar sinni
ástríðu. Hefði ameríska þjóðin árið
1920 kosið sér stjórn ábyrgra,
ráðvandra, dugandi manna, sem
hefðu gefið tóninn í siðlegum og
siðferðilegum efnum, hefðu málin
getað farið á annan veg. En í stað
þess völdu kjósendur í holskeflu
afturkastsins Warren Harding og
hans „Ohio Gnauag". í leit að því,
sem hún kallaði „ eðlilegt ástand",
gerði hin nýja stjórn beinlínis aðför
að sómasamlegu athæfi.
Hve margir borgarar fundu sig
knúða til að hlýða Bannlögunum
þegar það var á allra vitorði, að
Harding forseti hafði sinn opinbera
smyglara, Elías Mortimer, og að
áfengi var veitt í Hvíta húsinu sem
og í „Litla græna húsinu í K-götu",
þar sem „Ohio-flokkurinn" rak sín
viðskipti í whiskey, olíu, náðunum,
rúmlökum í hermannaspítala, og
öllu sem nöfnum tjáir að nefna og
falast var eftir. Hinn upplýsti
borgari mat ekki forsetann minna þó
Lögreglan  sýndi  engin  vettl-
ingatök þegar upp komst að
lyfjaverslanir eða svonefndar
"drugstores" hefðu verið með
ólöglegt áfengi til sölu
viðskiptalífið. Lykillinn að því var í
mörgum þúsundum tilfella laga-
krókur, sem kallaður var „leyfi til
úttöku". Sá sem var svo heppinn að
hafa slíkt leyfi eða undanþágu, mátti
taka út whiskey úr innsigluðum
vöruhúsum, þar sem það var geymt.
Opinberlega varð svo að heita, að
whiskey sem þannig var fengið, væri
notað til lækninga. Þar sem eigandi
vöruhússins gat ekki selt birgðir
sínar á nokkurn annan hátt, þá var
hann ekkert að píra með allt of
mikilli nákvæmni í pappírana, þegar
kaupandi með úttökuleyfi og
nokkur fjárráð kom á vettvang.
Hæglátur
spillir
Stórtækasti hrappurinn á þessu
sviði var ef til vill maður að nafni
George Remus, þekktur sem "the
gentle grafter" eða "the quiet
corrupter", vegna þess hve fimlega
hann fór að því að múta og spilla.
Hann var fæddur í Þýzkalandi árið
1873, en kom með foreldrum sínum
til Chicago þrem árum síðar. Hann
var framúrskarandi metnaðargjarn,
lagði stund á lyfjafræði og fékk lyf-
salaleyfi nítján ára gamall með því
að sverja að hann væri tveimur árum
eldri. Meðan hann vann fyrir sér
sem lyfsali, nam hann lögfræði í
vonir Wilsons um þjóðabandalag
(með þátttöku Bandaríkjanna) urðu
að engu.
Leiðtogar og löggjafar gengu að
því vísu, að ameríska þjóðin myndi
hlýða hinum nýju lögum, hvort sem
henni félli þau vel eða illa, alveg eins
og hún borgaði tekjuskatt. En það
var jafn óhugsandi að framkvæma
lögin að nokkru gagni án samvinnu
almennings, eíns og það væri nú á
dögum að koma á banni við eitur-
lyfjaneyzlu, ef meirhluti borgaranna
tæki það allt í einu í sig, að þeir ættu
guðlegan rétt á að vera eiturlyfja-
neytendur. Og landamæri Banda-
ríkjanna teygðu sig heilar 18.700
mílur, og buðu smyglurum úrval af
gæzlulausum land- sjó- og loftleið-
um til að flytja inn í landið sína
ólöglegu farma. Svo voru það hinar
innbyggðu smugur. Þúsundir lyf-
sala gátu selt áfengi eftir læknis-
resepti, og mörgum lyfsölum og
læknum mátti múta, eða sannfæra á
annan hátt. Hægt var að falsa resept
eða stela. Framleiðslu iðnaðar-
alkóhóls mátti beina til framleiðslu
ólöglegs áfengis. Það var enn löglegt
að brugga óáfengan bjór. Tíl þess
varð að brugga áfengan bjór og siðan
nema burt alkóhólið - nokkuð, sem
bauð upp á mikla og augljósa
möguleika. Að lokum var það svo
heimabruggið og eimingartækin. í
Störtækasti hrappurinn
var bæði lyfjafræðingur
og lögfræðingur -
hann eyddi 20 milljönum
dollara í mútur og
gjörspillti opinberu
lífi í þrem fylkjum
hann frétti að hann drykki. Það voru
lögin, sem hann mat einskis. Og
óhjákvæmilega: Þegar hverjum
borgara um sig er leyft að kjósa
hvaða lögum hann hlýðir, magnast
fyrirlitning á öðrum lögum, sem
virðast skerða rétt manna til að
græða væna fúlgu af fé á skjótvirkan
hátt.
Að því er glæpum viðvíkur, má
greina fjögur stig eða tímáskeið á
Bannárunum. Fyrsta stigið, eins og
dæmið um Gentile sýnir, var að
koma sem mestu vínbirgðum á
tiltækan stað. Milljónir af gallonum
voru fyrir hendi, ef hægt var að
finna leið til að koma þeim út í
hjáverkum og fékk fljótlega leyfi til
að praktísera lög með glæpamál sem
sérgrein. A því sviði vann hann sér
mikið orð á næstu tveim áratugum.
Þegar Bannið kom, sá hann sér færi
að sameina þessar tvær sérgreinar
sínar - þekkingu í lyfjafræði og
þekkingu í sakamálum. Hann seldi
því lögfræðibækurnar sínar og flutti
Þann 4. júlí 1921, á þjóðhátíðar-
degi Bandaríkjanna, var farin
mikil mótmælaganga til þess að
mótmæla vínbanninu. Banda-
ríkjamenn voru farnir að
þreytast á að vera „þurrir"
jfcote  'ffltflT'fiMÉTí'
til Cincinnati, sem var hin land-
fræðilega miðstöð bruggsins. Hann
átti þá um 100 þúsund dollara í
reiðufé og gerðist þegar umsvifa-
mikill á þessu nýja sviði. Á næstu
tveimur árum seldi hann 70 milljón
dollara virði af. innsigluð whiskey.
Þegar hann var kallaður fyrir
rannsókarnefnd Öldungadeildar-
innar árið 1924, skýrði hann hve
einfalt þetta væri:
„Ég setti á stofn lyfjafyrirtæki
Enn um bannárin í
Bandaríkjunum og Mafíuna
ör bökinni THE M0BS
AND THE MAFIA eftir
H. Messick og B. Goldblatt
bæði í heildsölu og smásölu og varð
mér síðan úti um leyfi til að taka út
áfenga drykki hjá ölgerðarhúsum og
innsigluðum vöruhúsum sam-
kvæmt Volsteadlögunum....Það var
auðvitað aðeins með þessum
úttökuleyfum - löglega útgefnum -
sem hægt var að selja áfengið. Fyrir
þessar stofnanir, (lyfjabúðirnar)
greiddi ég $50 þúsund upp í $325
púsund, hverja um sig.
„Það reyndist líka einfaldara",
sagði hann, „að kaupa ölgerðirnar
og vöruhús þeirra". Hann minntist
þess að eiga sjö árið 1924 og þær
kynnu að hafa verið fleiri. Úr
innsigluðu vöruhúsunum var
sprúttinu dreift með járnbrauta-
vögnum.
Ekki bara
gróði
Vitaskuld  var  þetta  ekki  allt
eintómur gróði. Til þess að halda
þessu gangandi var nauðsynlegt að
kaupa úttökuleyfi frá opinberum
embættismönnum - eða nánar orðað
múta þeim til að gefa út leyfin. Þá
var líka nauðsynlegt að kaupa
„vernd" yfirvalda á hverjum stað.
Remus áætlaði, að hann hefði eytt
20 milljónum dollara í mútur og
gjörspillt opinberu lífi í þrem ríkj-
um - Ohio, Kentucky og Indiana - á
þennan hátt. Áratugum eftir
umbótahreyfingin  hreinsaði  til  í
Framh. á næstu síðu
SJÁLFUR FORSETINN HAFDI SINN  0PINBERA SMYGLARA
Á hommabar í New York
Heilsu-
lausir
hommar
Faraldur hættulegra
sjúkdóma herjar á
kynvillta karlmenn
í Bandaríkjunum
Kynvilltir karlmenn hafa
löngum verið viðkvæmir fyrir
sjúkdómum eins og lifrarbólgu,
lekanda, sárasótt og syfilis. Nú
hefur brugðið svo við, að nýjar
tegundir sjúkdóma gera í æ
ríkara mæli vart við sig meðal
kynvillinga í Bandaríkjunum,
margar banvænar. Þar má
nefna þarmasýki af tegund, sem
hefur áður orðið vart í hitabelt-
inu, sérlega illkynja lungna-
bólgu og banvænt krabbamein,
sem oftast hefur skotið upp koll-
inum í Afríku um miðbaug.
-Heilsufar kynvilltra hefur lengst
af verið svona svipað og heilsufar
annars fólks, segirdoktor Grossman
læknir í New York, - en á síðustu
fjórum, fimm árum hefur orðið þar
mikil breyting á.
Konur sleppa
Svo virðist sem þessi faraldur nái
ekki til kynvilltra kvenna, og herjar
hann einkum á karla, sem stunda
baðhúsin, hommakrárnar og bóka-
búðir, þar sem kynvilltir venja
komur sínar í stórborgum Banda-
ríkjanna, segir í Newsweek.
-Sjúkdómarnir breiðast ört út við
náin samskipti á þessum stöðum,
segir annar læknir og í skýrslum
kemur fram, að helmingur allra
karla með smitandi syfilis eru kyn-
villtir. Lifrarbólga B er svo algeng
meðal kynvilltra, að notað var blóð
úr hýrum sjálfboðaliðum í bóluefni
gegn sóttinni.
Hægt er að meðhöndla og lækna
flesta nefndra sjúkdóma með lyfja-
gjöfum, en það reynist erfitt að hefta
útbreiðsluna. Hin venjulega aðferð,
að finna smitberann, bregst gjarnan
í þessum tilvikum, þar sem hinir
kynvilltu vilja ógjarnan benda á ást-
menn sína - þekkja þá ekki einu
sinni alltaf með nafhi. Ekki er
heldur víst, að sá sem smitast verði
þess var strax eða þekki einkennin,
og geti því verið valdur að því að
smita marga aðra áður en tekið er í
taumana. Auk þess þekkja ekki allir
læknar á norðurhvelinu nægjanlega
vel einkenni þeirra hitabelissjúk-
dóma, sem áður voru nefndir, og
greina þau því hugsanlega ekki svo
fljótt, sem æskilegt væri.
Bláleit kýli
Krabbameinstegundin, sem áður
var nefnd, og hefur skotið upp kolli
meðal kynvilltra í Bandaríkjunum,
er hættulegrar gerðar. Venjulega er
þetta krabbamein hægfara og herjar
á eldri menn, gyðinga eða af ítölsku
bergi og þekkist m.a. af bláleitum
kýlum á fótum. Einnig kemur sjúk-
dómurinn fram í banvænna formi,
ræðst á mörg líffæri og drepur á
fáum mánuðum. Gjarnan verða
ungt fólk og börn fyrir honum í
Afríku, en sjúkdómur þessi var
óþekktur í Bandaríkjunum þar til
árið 1979, að hans varð vart meðal
kynvilltra karla.
Forkólfar kynvillinga og banda-
rískir læknar hafa nú lagst á eitt um
að hvetja kynvillinga til að ástunda
meira hreinlæti, draga úr kynlífi og
taka að minnsta kosti niður nöfn
þeirra, sem þeir eiga kynmök við.
Sprautað
við ófögnuði
á heilsu-
gæslustöð
í San Fransisco

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
6-7
6-7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12