Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Mįnudagsblašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Mįnudagsblašiš

						8 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 11. janúar 1 982
Kúngurinn í
Framh.
Cincinnati, voru Kentucky- út-
hverfi hennar lastabæli með ólögleg
spilavíti á hverju strái. Remus átti
mikla sök á þessu. I alríkismálum
skipti Remus beint við Ohio-
flokkinn í Washington. Milligöngu-
maður hans var Jess Smith, sem var
lagsbróðir bæði Hardings forseta og
dómsmálaráðherrans Harry
Dougherty. Þar kom, að Smith
svipti sig lífi til að hylma yfir
Harding. Remus átti eftir að bera
vitni gegn Dougherty, þegar
ódauninn varð of megn til þess að
hægt væri að láta sem ekkert væri.
Remus ávann sér titilinn „Kon-
ungur sprúttsalanna", og um tíma
hélt hann sig sem konungur í
stórhýsi við Ohiofljót. Húsið kostaði
yfir milljón dollara, búið dýrindis
málverkum og listmunum frá
Evrópu. Dyrasnerlarnir voru úr
gulli og baðherbergisinnréttingar
voru úr sama góðmálmi. I þessari
höll á Price Hill bjó Remus drottn-
ingu sinni, Imogene, heimili, og
henni til heiðurs hélt hann veizlur,
sem varpa rýrð á stórveizlur skáld-
söguhetju Scott-Fitzgeralds, hins
mikla Gatsby. I einu miðdegisverð-
arboðinu voru gestirnir leystir út
með dýrindis bifreiðum að gjöf.
Aðeins vín og matur af bezta tagi var
fram borið, og "Death Valley"
(dauðadalur) - aðalbækistöðvar
sprúttsölu Remusar úti fyrir
Cincinnati - virtist langt í burtu.
Svo, einn daginn, kom hrunið.
Ómtitaðir alríkislögreglumenn
frá öðrum ríkjum gerðu innrás í
"Death Valley". Remus var
ákærður og um síðir dæmdur í
fnagelsi. Þegar honum var sleppt,
biðu hans skilnaðarpappirar.
Imogene hans hafði orðið ástfangin
af alríkislögreglumanni, sem hafði
verið settur til að rannsaka mál
eiginmanns hennar. Sjúkur í hjarta,
því hann hafði unnað konu sinni
heitt, flýtti Remus sér heim, en sá
þá, að höllin hans hafði fallið í
ræningjahendur. Imogene hafði
haft á brott með sér allt verðmætt,
þar á meðal gullsnerlana. Og nú
breyttist örvænting Remusar í æði.
Hann hafði upp á Imogene, og
einn daginn elti hann bílinn hennar
inn í Eden Park í Cincinnati og
skaut hana þar til bana. Hann var
ákærður fyrir morð, en bar fyrir sig
geðveiki og var sýknaður. Eitt blaðið
í Cincinnati lét svo um mælt:
He did his bit
and threw a fít
had he been poor,
the electric chair for sure.
sem útleggst eitthvað á þessa leið:
Hann sat inni um stund
svo fékk hann kast,
hefði hann verið fátækur
hefði  hann  farið  beint  í
rafmagnsstólinn,
svo mikið er víst.
Remus kvæntist aftur og lifði
kyrrlátu lífi í áratugi, nokkurs konar
„aldinn þulur,, meðal glæpamanna.
Spillingin, sem hann kom af stað,
varð þá langlífari en hann.
Remus var „konungur sprútt-
salanna", en Abraham Auerbach er
miklu dæmigerðari fyrir þau
hundruð manna, sem urðu ríkir á
þessum tíma, sem við höfum kallað
Fyrsta skeið Bannáranna. Hann
kom með bróður sínum, Lois, til
Bandaríkjanna árið 1900 og settíst
að í Woodland hverfinu í Cleveland
sex árum síðar. Þá voru þeir bræður
orðnir útlærðir rakarar og þeir
opnuðu rakarastofu í Woodland og
efnuðust vel. Um 1912 hóf Lois
framleiðslu á hárvötnum, en Abra-
ham keypti húsgagnaverslun og
eignaðist marga vini meðal ungra
hjóna, vegna þess hve fús hann var
til að selja þeim notuð rúm og önnur
húsgögn upp á krít.
Það var spírinn í hárvatni Loisar,
sem hann kallaði "Love Me,
Dearie", og alkóhólið í öðrum
blöndum hans, t.d. einni til að
hreinsa salerni, sem opnuðu dyrnar
til ríkidæmis þegar Bannið skall á.
Arið 1922 voru Auerbachbræður
kærðir fyrir að svíkja undan nærri
einnar milljónar virði af alkóhóli,
sem átti að fara í framleiðslu á hár-
spíra, og selja það til drykkjar. Þetta
var fyrsta málið af þessu tagi, sem
kom fyrir dómstóla, en mörg áttu
eftir að fylgja á eftir. Báðir bræð-
urnir voru dæmdir til fangelsis-
vistar. Það ei af Abraham að segja,
að hann notaði fangelsistímann 'til
að læra að skrifa ensku og það svo
vel, að vinir á hærri stöðum töldu
Calvin Coolidge forseta á að stytta
dóminn. Svo fór að Abraham aftur
til Cleveland, lenti í útistöðum við
nokkra sprúttsala og var dæmdur
fyrir að myrða þá. Hann var aftur
settur inn og fengin vinna á rakara-
stofu fangelsinsins, og þar lauk hann
lífi sínu með því að skera sig á háls
með rakhníf. Að sjálfsögðu var Ohio
ekki eina ríkið, þar sem iðnaðarspíra
var stungið undan í framleiðslu á
neyzludrykkjum. Jacob Stein, sem
var lögmaður í New York, þangað til
hann var sviptur leyfi til að prakt-
ísera, hefur veitt nokkra innsýn í
hvernig þessu var komið, í kring.
Hér fer á eftir eiðsvarinn vitnis-
burður hans um fund, sem hann átti
með Gaston B. Means, sem var
vinur  og  náinn  samstarfsmaður
William J. Burns, þáverandi
yfirmanns Alríkislögrelgunnar.
Fundurinn átti sér stað í New York í
nóvember 1922. Hér fylgir frásögn
Steins:
„Means sagði, að H. William J.
Burns hefði lofað sér, að innan eins
eða tveggja daga þaðanífrá yrði
komið á stofn deild, sem kölluð yrði
Banndeild Dómsmálaráðuneytis-
ins, og að hann ætti að hafa alla
stjórn á þessari deild. Hann yrði þá í
aðstöðu til að leysa út áfengi úr
hvaða innsigluðu vöruhúsi sem væri
í öllu landinu og sömuleiðis öllum
ölgerðum, og hann óskaði, að ég léti
sig fá lista yfir alla þá staði sem vildu
losna við áfengi. Hann sagði, að
gjaldið fyrir að leysa út áfengi yrði
200 dollarar á tunnu og auk þess ætti
ég að fá minn hlut frá öflum þeim,
sem vildu losna við áfengi, því
þessum 200 dollurum yrði skipt í
fjóra jafna hluta: 50 dollarar til
William J. Burns, 50 dollarar til
dómsmálaráðherrans, 50 dollarar í
kosningasjóð Republikana og 50
dollarar áttu að verða hans hlutur.."
Vitnisburðurinn er miklu lengri
og ljótari, og um hitt verður ekki
efast, að Means var útsmoginn lyga-
laupur, en svo mikið er víst, að
Burns útnefndi hann sérlegan full-
trúa og að hann var nákunnugur
Daugherty og jafnvel Harding for-
seta. Ekki er heldur neitt vafamál, að
viðskipti sem þessi voru gerð af
háttsettum embættismönnum og
meðlimum Ohioflokksins. Means
var dús við J. Edgar Hoover, sem þá
var næstæðsti yfirmaður F.B.I., þó
að aðdáendur Hoovers hafi síðar
haldið því fram, að Hoover hafi alls
ekki geðjast að Means.
Með slíkri samvinnu frá hæstu
stöðum, þá er ekki að undra þó að
birgðir þær af whiskey og öðru alkó-
hóli, sem fyrir hendi voru, gengu
fljótt til þurrðar.
HÉR KAUPIR ÞÚ MIÐA
FYRIR r
I2.JANUAR!
Aðalumboð, Suðurgötu 10, Reykjavík.
Halldóra Ólafsdóttir, Grettisgötu 26, Reykjavík.
Bensínsala Hreyfils, Fellsmúla 24, Reykjavík.
Verslunin Straumnes, Vesturbergi 76, Reykjavík.
SÍBS-deildin, Reykjalundi, Mosfellssveit.
Hulda Sigurjónsdóttir, Eyrarkoti, Kjós.
Verslunin Staðarfell, Akranesi.
Sigríður Bjamadóttir, Reykholti, Borgarfirði.
Elsa Ambergsdóttir, Borgamesi.
Anna Þórðardóttir, Miöhrauni, Miklaholtshreppi.
Gunnar Bjamason, Böðvarsholti, Staöarsveit.
Ingjaldur Indridason, Stóra-Kambi, Breiðuvík, Snæfellsnesi.
Svanhildur Snæbjömsdóttir, Hellissandi.
Verslunin Þóra, Ólafsvík.
Guðlaug E. Pétursdóttir, Grundarfirði.
Esther Hansen, Stykkishólmi.
Ólafur Jóhannsson, Búðardal.
Jóhann G. Pétursson, Stóm-Tungu, Fellsströnd.
Halldór D. Gunnarsson, Króksfjarðamesi.
Einar V. Hafliðason, Sveinungseyri, Gufudalssveit.
Vigdís Helgadóttir, Hjöllum 2, Patreksfirði.
Sóley Þórarinsdóttir, Bjarmalandi, Tálknafirði.
Gunnar Valdimarsson, Bíldudal.
Guðrún Ingimundardóttir, Pingeyri.
Alla Gunnlaugsdóttir, Ólafstúni 7, Flateyrí.
Guðmundur Elíasson, Suðureyri.
Guðrún Ólafsdóttir, Bolungarvík.
Vinnuver, Mjallargötu 5, ísafirði.
Steinunn Gunnarsdóttir, Súðavík.
Engilbert Ingvarsson, Tyrðilsmýri, Snæf jallaströnd.
Pálína Þórólfsdóttir, Finnbogastöðum, Ámeshréppi.
Sigurmunda Guðmundsdóttir, Drangsnesi.
Hans Magnússon, Hólmavík.
Erla Magnúsdóttir, Þambárvöllum, Bitmfirði.
Pálmi Sæmundsson, Borðeyri.
Helgi Benediktssson, Hvammstanga.
Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi.
Ása Jóhannsdóttir, Lækjarbakka, Skagaströnd.
Verlsunin Björk, Aðalgötu 10B, Sauðárkróki.
Guðni S. Óskarsson, Hofsósi.
Georg Hermannsson, Ysta-Mói, Haganeshreppi.
Kristín Hannesdóttir, Siglufirði.
Jómnn Magnúsdóttir, Grímsey.
Valberghf.,Ólafsfirði.
Guðlaugur Jóhannesson, Hrísey.
Sólveig Antonsdóttir, Versluninni Sogn, Dalvík.
Björg Kristjánsdóttir, Strandgötu 17, Akureyri.
SIBS-deildin, Kristnesi, Eyjafirði.
Bára Sævaldsdóttir, Sigluvík, Svalbarðsströnd.
Hafdís Hermannsdóttir, Túngötu 15, Grenivík.
Rannveig H. Ólafsdóttir. Laugum, Suður-Þingeyjarsýslu.
Hólmfríður Pétursdóttir, Víðihlíð, Mývatnssveit.
Eysteinn Hallgrímsson, Grímshúsum, Aðaldal.
Jónas Egilsson, Húsavík.
Óli Gunnarsson, Kópaskeri.
Vilhjálmur Hólmgeirsson, Raufarhöfn.
Hulda Gestsdóttir, Lækjarvegi 4, Þórshöfn.
Hafliði Jónsson, Sunnuhlið, Bakkafirði.
Kaupfélag Vopnfiröinga, Vopnafirði.
Jón Helgason, Laufási, Borgarfirði eystra.
Óli Stefánsson, Merki, Jökuldal.
Bjöm Pálsson, Laufási 11, Egilsstöðum.
Ragnar Nikulásson, Seyðisfirði.
Viðskiptaþjónusta Guðm. Ásgeirssonar, Neskaupstað.
Benedikt Friðriksson, Hóli, Fljótsdal.
Hildur Metúsalemsdóttir, Eskifirði.
Ásgeir Metúsalemsson, Reyðarfirði.
Margeir Þórormsson, Fáskrúðsfirði.
Kristín Helgadóttir, Stöðvarfirði.
Þórður Sigurjónsson, Snæhvammi, Breiðdal.
Elís Þórarinsson, Höfða, Djúpavogi.
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga, Höfn, Homafirði.
Einar Ó. Valdimarsson, Kirkjubæjarklaustri.
Marteinn Jóhannsson, Bakkakoti, Meðallandi.
Halldóra Sigurjónsdóttir, Vík, Mýrdal.
Fanný Guðjónsdóttir, Skólavegi 6, Vestmannaeyjum.
Jóna Guðmundsdóttir, Arnarhvoli, Hvolsvelli.
Magnús Sigurlásson, Þykkvabæ.
Aðalheiður Högnadóttir, Verkalýðshúsinu, Hellu.
Hjalti Gunnarsson, Fossnesi, Gnúpverjahreppi.
Sólveig Ólafsdóttir, Grund, Hmnamannahreppi.
Sigurður Bjarnason, Hlemmiskeiði, Skeiðum.
Ásta Skúladóttir, Sólveigarstöðum, Biskupstungum.
Þórir Þorgeirsson, Laugarvatni.
Kaupfélag Amesinga, Bókabúð, Selfossi.
Þórgunnur Bjömsdóttir, Þórsmörk 9, Hveragerði.
Oddný Steingrímsdóttir, Stokkseyri.
Pétur Gíslason, Eyrarbakka.
Bóka- og gjafabúðin, Unubakka4, Þorlákshöfn.
Guðfinna Oskarsdóttir, Grindavík.
Guðlaug Magnúsdóttir, Jaðri, Höfnum.
Jórunn Guðmundsdóttir, Hlíöargötu 31, Sandgerði.
Ingveldur Jónsdóttir, Gerðum, Garði.
Jón Tómasson, Vatnsnesvegi 11, Keflavlk.
Aðalbjörg Guðmundsdóttir, Vogum, Vatnsleysuströnd.
Sigríður Jóhannesdóttir, c/o Bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði.
Bókabúðin Gríma, Garðaflöt 16-18, Garðabæ.
SÍBS-deildin, Vífilsstöðum.
Borgarbúðin, Hófgerði 30, Kópavogi.
HAPPDROTI SIBS

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
6-7
6-7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12