Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Mįnudagsblašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Mįnudagsblašiš

						Mánudagur 11. janúar 1982 MÁNUDAGSBLADIÐ  9
SMÁBORGARI SKRIFAR:
íslensk þjóð býr við mörg
sérkenni, sem betur fer, því
annars yrði vistin nokkuð dauf
hér á norðurhjara í skammdeg-
inu. Á þrettándakvöldi hélt
síðasti jólasveinninn til fjalla og
álfar fóru í Ijósum logum um
mannheima í kveðjuskyni.
Álfatrúin er gott og gilt
alíslenskt sérkenni og lof sé
álfheimum.
Annað íslenskt einkenni er því
miður ekki jafn skemmtilegt um
áramót og þréttánda. Þá setjast
nokkrir fulltíða karlmenn umhverfis
sáttaborð og karpa um verð á hráum
fiski. Þetta fyrirbæri er líka
alíslenskt á þrettánda enda þurfa
fullvaxnir menn örugglega að vera á
mörkum mannheima og álfheima til
að taka sjálft markaðslögmál
milljónaþjóða í sínar hendur niðri
við Tjarnargötu.
Fiskverð er vitaskuld ekki hægt að
ákveða eftir þörfum útgerðar og
sjómanna um hver áramót nema í
landi huldufólks og sönglúðra. Ekki
frekar en skattgreiðendur geta
hagrætt skattseðlum á gaml-
árskvöld með hliðsjón af reiðufé í
vasa að loknum skoteldum.
Kaupverð á fiski hlýtur að ráðast
frekar af söluverði hans á matar-
borði kaupandans úti í heimi heldur
en álfkonutrú veiðimanna undir
íshafsbaug. Og það þrátt fyrir að
huldufólk dansi um ljósvakann
umhverfis samningaborðið hjá
yfirnefnd í Verðlagsráði sjávarút-
vegsins á þrettándakvöldi jóla.
Hvar annars staðar í heiminum
vestan járntjalds, geta úterðarmenn
og fiskverkendur lagt niður vinnu
A ríkisstjórnin heima
í fisksalafélaginu
um bjargræðistímann og heimtað
að ríkisstjórnin annist fisksölu
þeirra í framhjáhlaupi, eins og
fiskveiðar komi útveginum ekki við
frekar en karlinn í tunglinu? Hvergi
annars staðar en á íslandi, hjá Ólafi
Liljurós, leggja atvinnurekendur og
launþegar í höfuðgrein þjóðarinnar
jafn dýrmæt réttindi inn til
ríkisvaldsins og afsölun á verðlagn-
ingu fiskjar hefur í för með sér fyrir
stöðu einstaklingsins í atvinnulíf-
inu. Ef þetta er ekki hraðpöntun á
Sósíalisma þá hefur Smáborgara
verið sagt rangt til í skóla. Þar
rauður loginn brann.
En við nánari athugun á eðli
málsins er þessi dæmalausa afsölun
í fullu samræmi við það sem á
undan er gengið í útvegsmálum.
Utgerðarmenn hafa fyrir löngu
gefið eðlilega sjósókn upp á bátinn
og snúið sér frekar að sjóðakerfi á
þurru landi, enda í alla staði
þægilegra að gera út á sjóði á sjó.
Villir hann, stillir hann.
En verkföll sjómanna og verk-
bönn á fiskvinnslufólk hafa engan
tilgang á meðan Atvinnuleysissjóð-
ur hleypur sjálfkrafa undir bagga
með launþegum í vinnudeilum og
Byggðasjóður blæs nýjum lífsanda í
Aukin
nyggingavernci
íveröbólgu
Frá 1. janúar 1982 verða tryggingctíjárhœðir
allra eignatrygginga, slysa- og sjúkratrygginga hjá
Samvinnutiyggingum verðtryggðar skv. vfeitölu ög
I hœkka því á 3ja mánaða íresti.
Samvinnutryggingar haía með
þessu tekið uþp verðtryggingu á
tryggingaíjárhœðum í flestum
greinumtrygginga.
-—r
-t-
L_L
Lóttu verðbólguna ekki rýra
tryggingavemdina
- tryggðu hjá traustu tryggingaíélagi.
SAMVINNU
TRYGGINGAR
MMXJLK3 StMI 81411
Styrkjum gott málefni
um næstu áramót og
skjótum á loft einum
skuttogara í hverjum
landsfjórðungí. Það
yrði hin mesta himna
reið og myndi spara
ötaldar milljónir
Biautryöjendur í bœttumtaTggingum
atvinnurekendur við framvísun
ársreikninga. Nú má endalaust deila
um hvenær atvinnuleysi hrjáir hinar
ýmsu greinar landsmanna og
hvenær einhver önnur óáran
stendur vinnusemi fyrir þrifum. En
að mati Smáborgara þarf bæði
teygjanlegan vilja og sæmilegt
hugmyndaflug til að greiða fólki í
vinnudeilum laun úr sjóðum
atvinnuleysis. Og það jafnvel þótt
fólkið hafi sjálft lagt sjóðnum til fé
með iðgjöldum sínum.
Herkostnaður
Skilningur heiðarlegs fólks á
atvinnuleysi er ófyrirsjáanleg
stöðvun á lífsbjörginni en ekki
þaulskipulögð skemmdarverk á
atvinnuvegum landsins.
Hlutverk Atvinnuleysissjóða er
að bregðast við aflabresti á vertíð,
sem veldur atvinnuleysi í byggða-
lögum eða náttúruhamförum við
verstöð, sem lamar allt atvinnulífið í
héraðinu. Hlutverk Atvinnuleysis-
sjóðs getur aidrei verið að bera
herkostnað skemmdarvarga á
atvinnulífi landsins og afkomu
þjóðarinnar.
Það er fyrir löngu oíðið lýðum
ljóst að verkföii og verkbönn eru
þjóðhættulegar deilur um keisarans
skegg. Það eru til betri launsir á
skiptingu þjóðarauðsins en þrálát
bræðravíg. Enda er það fyrir neðan
allar hellur þegar aðilar í vinnu-
deilum fara sjálfkrafa á launaskrá
hjá sjóðakerfi landsins og skatt-
greiðendum. Fyrr en varir þykir
sjóðsþegum ekki taka því að mæta
aftur til vinnu, því sjóðirnír hafa
ýmsa kosti fram yfir daglegt
brauðstritið.
Skýjaborgir
Kröfur útvegsmanna og sjó-
manna um fjórðungs hækkun áfisk-
verði eru ofar hæstu skýjaborgum.
Það eru ár og dagar síðan sjó-
mennskan var séð í ljósrauðum hill-
ingum með rómantísku ívafi
karlmennsku og hetjuljóða. Sjó-
menn glíma ekki lengur við óbiíð
náttúruöfl sjávarins á opinni skektu
með dauðann í kjölfarinu. Nú á
dögum er fiskifloti landsmanna
öruggur vinnustaður undir verk-
smiðjuþaki og þolir öll veður og
vinda. Söngurinn um Stjána bláa er
þögnuð goðsögn frá liðinni öld.
I dag hafa sjómenn mun betri kjör
en svipaðar stéttir í landi og er þá
höfð full hliðsjón af fjarvistum
þeirra frá heimilum og ástvinum.
Eða hvaða verzlunarmaður getur til
dæmis leyft sér að vinna bara annan
hvern dag til að forðast skattheimtu
og aflar samt fjölskyldu sinni
sæmilegs lífeyris fyrir allt árið með
nokkurra mánaða vinnu? Hann er
hér með beðinn um að gefa sig fram
við^ Mánudags blaðið.
Ástæðan fyrir því að fiskverð
dugir ekki útvegsmönnum er
einfaldlega sú að það eru of mörg
skip á sjó til að veiða of lítinn afla.
Þess vegna lepja þeir dauðann úr
skel að eigin mati. Ef flotinn væri
skorinn niður við trog í eðlilega
stærð mundi hvert skip bera góðan
ávöxt og grátkórar Vinnuveitenda-
sambands og verkalýðs þyrftu ekki
að kalla á meira almannafé um
áramót.
A þrettándanum gullu bjöllur á
heiðskírri nótt. Um áramótin lýstu
flugeldar upp himinhvolfið klukku-
stundum saman. Ekki skorti launin
kaupmátt þá stundina, milljónir
fuðruðu upp í gufuhvolfið. En hluti
af eldhafinu rann í gott málefni
skáta og er það vel að hjálparsveitir
þeirra orni sér við eldana.
Himnareið
En Smáborgari vill glaður koma á
framfæri tillögu frá málkunningja á
götuhorni. Um næstu áramót ættu
sambönd sveitarfélaga í landshorn-
um fjórum að raka gióðum elds að
veglegum kesti, sem mundi færa
birtu og yl um landið og leysa marg-
an hnút til sjávar og sveita. Styrkja
enn betra málefni um næstu áramót.
Skjóta ætti á loft einum skuttogara í
hverjum landsfjórðungi og blása á
sönglúðra. Það yrði hin mesta
himnareið frá því kviknuðu eldar
Bifrastar og vargar gleyptu sól og
mána. Jafnframt mundi þjóðin
spara sér ótaldar milljónir við að
hleypa þessum togskipum á skeið
um himinhvolfið.
Þá fyrst mundi tunglsljósið falla
skært á skógarsvörðin á þrettánda-
kvöldi og álfadrottningin heilsa
þjóðinni án þess að hlæja að henni
um leið.
Ykkar einlægur,
Smáborgari.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
6-7
6-7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12