Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Mįnudagsblašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Mįnudagsblašiš

						Picassoogsjökonur
Jafnvel fólk, sem hefur
ekkí minnsta áhuga á
málaralist, veit að Pi-
casso var þekktur listmál-
ari. Það verða á þessu ári
101 ár síðan hann fæddist
í spænsku borginni Mal-
aga, sem heilmargir ís-
lendingar hafa komið til.
A hundrað ára afmælinu
á árinu, sem var að líða
var fjölmargt gert til að
minnast þessa mikla
listamanns, sem hefur
vafalítið haft meiri áhrif
á  málaralist  tuttugustu
úrEINU
Læknakelling
arnar
aldarinnar en nokkur
annar. Afmælissýningar
voru haldnar um heim
allan, og hápunkturinn
settur með flutningi
verksins „ Guernica" til
Madrid.
Það er á flestra vitorði,
að Picasso var mikið upp
á kvenhöndina. Alls voru
það sjö konur, sem fóru
með stór hlutverk í lífi
listamannsins. Sumir
segja, að málverkin sýni
greinilega  hver  þessara
kvenna „ var við völd"
þegar þau voru máluð,
svo mikil áhrif hafi
konurnar haft á lista-
manninn. „Þær eru ann-
að hvort gyðjur eða
druslur", sagði hann eitt
sinn.
Ein þessara kvenna hélt
því fram, að Picasso hafi
aldrei haft hugmynd um
það hvað er að elska aðra
mannveru. Hann hafi
aðeins notað konur á
eigingjarnan hátt, til að
fá innblástur  og til að
skapa þær aðstæður, sem
honum féll að starfa við.
köldu
Skelfihg eru þær stundum leiðinlegar kellingarnar, sem
svara í símann hjá læknum í borginni. Það er engu líkara en
þær haldi sig verakomnar í vist hjá sjálfum Guði almáttugum.
Þær leiðinlegustu svara vesalings lítilmagnanum og peðinu
sem vogar sér að biðja um viðtal við goðið í neyðartilvikum
með slíkum þjósti og ískulda, að undrum sætir. „Nei, Hann er
ekki við, nei, Hann tekur ekki á móti fyrr en eftir sex mánuði,
nei, Hann er alveg upptekinn, það eru fimm ára biðlistar".
Þær segja þetta með kaldri festu og stóru Hái, svo að peðið og
venjulegi maðurinn, sem ætlaði að láta kíkja á sig, finnur strax
að hann er ekki þess verður, og getur bara drepist þess vegna,
því að Hann er ekki tilbúinn í svoleiðis skoðanir á peðum fyrr
en í fyrsta lagi eftir sex mánuði - eða kannski bara aldrei það
getur verið, að kellingarnar séu yfirhöfuð skotnar í
læknunum, a la, skáldsögurómantík, en þær ættu ekki að láta
það bitna á sjúklingum, minnugar þeirrar staðreyndar, að ef
ekki eru neinir sjúklingar, þá er ekki þörf fyrir lækna, og hins,
að kúnninn hefur alltaf rétt fyrir sér, enda borgar hann
brúsann.
Vargurinn tætir
Það hefur reynst erfitt, að kenna íslenskuih að fara vel
með tæki, sem sett eru upp almenningi til hægðarauka og
nægir þar að nefna almenningssíma, sem árum saman hafa
verið eyðilagðir, hver einn og einasti, fyrr eða síðar. Einnig
hefur umgengni um strætisvagnaskýli, almenníngssalerfii og
biðskýli hvers konar verið til háðungar, eins og allir vitá. Þó
virðist eins og aðeins sé að rofa til hvað þetta varðar, og enn er
vargurinn ekki búinn að tæta í sig nýja strætisvagnaskýlið við
Hringbraut, móts við Landsspítalann. Það má teljast afrek,
því skýlið er þó nokkurra mánaða gamalt. En annað er það,
sem vegfarandanum gengur illa að læra. Einkum hihum
yngstu. Það er að læra á gangbrautárljósin, sem vegfarandinn
sjálfur getur kveikt á með því að styðja á hhapp. Ekki er ætlast
til að ljósin séu notuð, nema vegfarandi komist ekki yfir á
annan hátt. Sé umferðin mikil er auðvitað sjálfsagt að stöðva
hana með ljósunum, en ekki styðja aftur á hnappinn, þegar
maður er kominn yfir, og stöðva allt aftut að gamni síhu. Það
MANUDAGSBUDIO
Mánudagur 11. janúar 1982
P.O. BOX 4IÓÓ
124 REYKJAVIK 4
ÍSLAND
Sími 91-^8539
Nafnnr.í 7471-3659
Banklt  Lendsb  ínl,
aflalb,  <v  30380
iamtökin  '76  elga  »ölld  aö  IGA,
Alþjáaaaamtó'kuin  lo»bí«  og horana,
og  NRH,  ,orðurl»nJ«riM.  leebla
og homma.
Lfnii  Alyktun  tll  ríklBBt.16rnarlnnar íri
fundl  NorflurlandaráfiB leabia ög "homma
'í'velr  fulltrúar  ;Jamtakanna  *?B  s6ttu  fund  I  Noröurlanda rifil  lesbla
og  homna i  KaupBannahöfn k.~6.  deBeraber alflaetlifllnn.   f,  fundlmr-
var sarsþykkt  ályktun  til  íslensku  ríkieBtJ6rnarinnar,  varöandi
raannré'ttlndabrot  HlklsutvarpBlns  og  ltígbundiö mlsrétti  pagnvart
lesbíum og  hommum  I  hegningarlbgum.   Undl rrltuhu-,  var fallfi afl
fnra rlklaatJórnlnni  og  þingraönnun ilyktunlna,  auk  þees  &ei  lande-
félögum  í hverju landl  var falifl  afi kynna  hana  f J81mlölu«i.
damtökin  '78  leggja áherslu i þafl vlfi  hlngmenn,  afl  I  IJóai  þess  tvn
m&nnréttlndaíkVBði  eru  rýr I  Islenskun  lögua,  hvlllr serst.ök  akylda
i hlnu  p611tlaka valdi  I  landlnu afl  eji til  þeaa aft alJlr þ.iöe-
félagahápar njátl  fullra lýöréttlnda,  og  aö gera  atJórnvdldum a*
öðrura gltigga greln fyrir þvl  afl  uá  b* vllji  þsas.
Vifl vekjura athygli  þlngmanna i aaniþykkt  þlngmannafundar t;vr6pu-
riftBlns  l*i  okt6b«r  1981  um afnia  misríttls gagnvart  leablui  o«
hornmum.
Brífl  þeaau  fylgja afrit af ilyktun fundarlna  og  brífi  Samtakanna
'78 til  for«*tlsráflharra  16.  diBember  1981.   Þingflokkunuin  eru  send
fyllrl gögn um aannrsttlndabrot  Rlklautvarpstnt.
Fyrir hönd  Samtakanna  '?&
Þingmennirnír okkar fá all-mörg bréf um aðskild-
asta efni. Eitt af þessum bréfum féll í okkar hendur, og
gætir í því bréfl mjög áhrifa Dagblaðsins og Vísis
þ.e.a.s. einkamáladálki þess. Bréf þessi eru skorinorð
og fylgir hér að ofan eitt dæmi um efni þess og áhuga-
mál meðlimanna.
hleypir illu blóði í bílstjórana, og þeir gætu hætt að virða ljósin
sem skyldi.
Flóttalegir
flækingshundar
Skelfing er kuldalegt að aka fram á flóttalega og svanga
flækingshunda um nætur í miðri Reykjavík. Þessi dýr eru að
leita sér að einhverju æti og skjóli, af því að mannfólkið hefur í
fyrstu tekið þau að sér sem hvolpa og leikið við þau, gaman,
gaman. En þegar hvolpurinn óx úr grasi og varð að fullorðnu
dýri, og þegar kom í ljós, að dýr þurfa aðhlynningu, ástúð og
mat sinn daglega, þá missti mannskepnan áhugann. Þá var
hundinum hent út og skellt í lás. Þá kom fram eins og
endranær, að maðurinn er grimmasta skepnan. Honum er
ekkert heilagt og hann drepur á báða bóga miskunnarlaust.
Auðvitað væri fólki nær að fara eftir þeim reglum, sem settar
hafa verið, og halda ekki hunda í borginni, enda er það
stranglega bannað. Það er líka greiði við dýrin, að vera ekki að
þvæla þeim inn í þetta ófrjálsa samfélag, sem alls ekki á við
þau.
Frjálst eins og fuglinn
Nýtt síðdegisblað er nú í bígerð og aðstandendur þess
keppast nú við að ná sér í góða, ókeypis auglýsingu og svo
mikið umtal, sem unnt er, áður en hleypt verður af
stokkunum. Við sláumst hér með í hóp þeirra, sem hjálpa til
að auglýsa og nefnum þetta merkilega fyrirbæri - höfum
reyndar ymprað á því lítillega á innsíðum áður. Eins og Jónas
ritstjóri áður en Dagblaðið leit dagsins ljós reyna hinir nýju
aðstandendur að koma þ- í inn hjá sauðsvörtum almenningi,
að hér sé um svonefnt „fi, ílst og óháð" blað að ræða, og eiga
þá sennilega við óháð stjórnmálaflokkum, sem lítur
grunsamlega út, þar sem Alþýðuflokkurinn, eða innri koppar
í búri hans virðast vera bæði pottar og pönnur fyrirtækisins,
og frjálst, og með því er líklega átt við, að blaðamenn nýja
blaðsins fái leyfí til að skrifa það, sem þeim þóknast. Þetta
þykir ekkert merkilegt fyrirbæri á íslandi og er alls engin
nýlunda, því að a.m.k. á flestöllum blöðum landsins skrifa
blaðamenn hvað sem þeim sýnist, óritskoðað með öllu. En
hvað sem því líður, þá hljómar þetta ágætlega, frjálst og óháð.
Að gjalda í sömu mynt
Útséndarar nýja Alþýðublaðsins, fyrrnefnda, gera nú
víðreist og falbjóða hluti í blaðinu til kaups. Enginn mákaupa
nema 10 þúsund króna hlut - það lítur ansi vel út og verður
svona almenningslegt á bragðið. Þá getur enginn náð
yfirtökunum - nema auðvitað alþýðumennirnir í
lykilstöðunum. Hlutaféð skal vera 3 milljónir, svo það þarf
þrjú hundruð manns í kúppið. Ekki vitum við hvernig hefur
gengið að selja hluti, en hægt er að greiða þá msð
árs skuldabréfum, og þá erum við búnir að segja allt, sem
vitað er um nýtt síðdegisblað á þessari stundu og höfum
auglýst það rækilega. Auðvitað ætlumst við til að það gjaldi í
sömu mynt. Hver talaði um frjálst og óháð?
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
6-7
6-7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12