Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. OKTÓBER 2005 15
ERLENT
Þ
rátt fyrir að nú sé ljóst að báðir stóru
flokkarnir, kristilegir demókratar og
jafnaðarmenn, séu reiðubúnir að
mynda nýja samsteypustjórn hér í
Þýskalandi, ríkir enn töluverð óvissa um fram-
tíðina í þýskum stjórnmálum.
Á næstu dögum munu flokkarnir tveir hefja
raunverulegar stjórnarmyndunarviðræður
sem þeir hyggjast ljúka fyrir 12. nóvember.
Það á hins vegar eftir að koma á daginn,
hversu raunhæf sú tímasetning er. Og það á
eftir að reyna verulega á þolrif ýmissa tilvon-
andi stjórnarliða, einkum í röðum jafn-
aðarmanna, þegar flokkarnir byrja að þinga
um einstök málefni.
Óánægja með fyrirhugaða 
skiptingu ráðuneyta
Nú þegar eru komnar upp óánægjuraddir
vegna fyrirhugaðrar skiptingar ráðuneyta á
milli flokkanna. Þannig hélt þingmaðurinn Jo-
hannes Kahrs, sem situr í flokksstjórn jafn-
aðarmanna, því fram að fyrirhuguð skipting
ráðuneyta væri hreint afleit fyrir flokkinn.
Með því að jafnaðarmenn tækju bæði við efna-
hags- og atvinnumálaráðuneytinu væru þeir að
koma sér í mjög erfiða stöðu. Þetta væru þau
ráðuneyti sem mest mæddi á og þaðan væri
fæstra góðra tíðinda að vænta. Þannig væru
jafnaðarmenn sjálfviljugir að axla ábyrgð á öll-
um stærstu vandamálum sambandslýðveld-
isins, um leið og þeir létu kristilegum demó-
krötum eftir að véla um framtíð þýsku
þjóðarinnar. Flokksbróðir hans, Wolfgang 
Clement, fráfarandi efnahagsmálaráðherra í
ríkisstjórn Schröders, tók í sama streng og lét
þau orð falla að með þessu væru jafnaðarmenn
að sættast á að verða boðberar illra tíðinda á
komandi tímum. Clement lýsti því jafnframt
yfir að hann hefði engan áhuga fyrir að taka
þátt í frekari viðræðum um stjórnarmyndun og
hygðist snúa sér að öðrum málum. 
Vissulega má segja að það sé þakklátara
hlutverk að fara með ráðuneyti mennta-, fjöl-
skyldu- og landbúnaðarmála en að stýra efna-
hags- og atvinnumálum í landi, þar sem at-
vinnuleysisdraugurinn hefur jafnmikil ítök og
raun ber vitni. Þá er fjármálaráðuneytið að
sjálfsögðu mjög áhrifamikið, en það mun að 
öllum líkindum verða undir stjórn Edmunds
Stoibers, forsætisráðherra Bæjaralands, ef
myndun þessarar fyrirhuguðu samsteypu-
stjórnar gengur eftir. 
Og það er ýmislegt fleira en skipting ráðu-
neyta sem er líklegt til að valda verulegum
ágreiningi í þeim viðræðum um myndun nýrr-
ar ríkisstjórnar sem nú fara í hönd. 
Enginn blæjubrími
Það er ljóst að þar mun enginn blæjubrími
ráða ferðinni. Flokkarnir tveir ganga þvert á
móti af illri nauðsyn í eina sæng, vegna þess að
ekkert annað stjórnarmynstur reyndist vera
raunhæfur möguleiki. 
Stjórn þessara tveggja flokka er ekki reist á
sameiginlegum pólitískum grunni, heldur er
hún það sem Þjóðverjar hafa viljað kalla
?skynsemissamband?, og á íslensku gæti heit-
að neyðarbrauð. 
Þrátt fyrir að ýmsir stjórnmálaskýrendur
haldi því fram að það sé í raun ekki svo mikill
munur á stefnu flokkanna tveggja í efnahags-
málum, er engu að síður ljóst að þá greinir á í
mörgum mikilvægum málefnum. Þar má nefna
atvinnumál og utanríkismál. 
Í kosningabaráttunni háðu þeir t.d. harka-
lega rimmu um það, hvort rétt væri að halda
áfram að vernda uppsagnarfrest launþega með
lögum, eins og nú er gert. 
Kristilegir demókratar töldu þessa lögvernd
uppsagnarfrestsins vera til trafala þegar þyrfti
að hagræða í fyrirtækjum. Jafnaðarmenn
héldu því fram á móti að hér væri um sjálfsögð
mannréttindi að ræða, enda ætti atvinnuöryggi
launþeganna ávallt að sitja í fyrirrúmi. 
Nú hillir að vísu undir að kristilegir demó-
kratar gefi þetta mál eftir og láti það vera að
hrófla við lögverndun uppsagnarfrestsins ?
sem sagt er að hafi reyndar valdið ómældri
ánægju í ?verkalýðsarmi? flokksins. 
Annað sem olli hörðum deilum í kosninga-
baráttunni var afstaða flokkanna til þess að
Tyrkir fengju inngöngu í Evrópusambandið.
Þannig er þess skemmst að minnast að
skömmu fyrir kosningar fór Schröder kanslari
í táknræna heimsókn í höfuðstöðvar stærsta
tyrkneska dagblaðsins hér í Þýskalandi.
Það kemur flokkunum reyndar til góða í
þessu máli að það mun verða í fremur kyrrum
farvegi næstu fjögur árin. 
Öðru máli gegnir um ólíka afstöðu þeirra til
Bandaríkjanna, sem og Rússlands. Það verður
forvitnilegt að lesa þá kafla í fyrirhuguðum
stjórnarsáttmála sem fjalla um samband
Þýskalands við þessi ríki.
Það verður líka forvitnilegt að sjá hvaða
lendingu flokkarnir eiga eftir að ná í orku-
málum. Flestir búast reyndar við því að þar
verði farinn einhvers konar millivegur, þ.e.a.s.
að hætt verði við að loka fleiri kjarnorkuverum
á næstu fjórum árum ? eins og núverandi rík-
isstjórn jafnaðarmanna og græningja hafði í
hyggju.
Og reyndar halda margir því fram að stjórn-
arsáttmálinn verði þegar upp er staðið fullur af
?hálfvelgjulegum? pólitískum málamiðlunum.
Þess vegna óttast líka margir að ríkisstjórn
stóru flokkanna tveggja verði ríkisstjórn kyrr-
stöðu og stöðnunar. 
Angela Merkel í vanda
Hvað um það er ljóst að Angela Merkel, hin
pólitíska ?fósturdóttir? Helmuts Kohls, fyrr-
verandi kanslara, er staðráðin í að láta draum
sinn um kanslaraembættið rætast. Hún virðist
vera reiðubúin að fórna ýmsum stefnumálum
kristilegra demókrata fyrir það að verða fyrsta
konan til að gegna þessu valdamesta embætti
landsins. Og það er þegar farið að valda nokk-
urri úlfúð í röðum pólitískra vopnabræðra
hennar. Þannig var haft eftir forystumönnum
frjálsra demókrata, sem fyrir kosningar
stefndu að því að mynda stjórn undir forystu
Angelu Merkel, að þeir ætli ekki greiða henni
atkvæði, þegar kemur að því að þýska þingið
kjósi nýjan kanslara. Talsmenn frjálsra demó-
krata halda því fram að fyrirhuguð sam-
steypustjórn sé í raun ekki annað en ómerki-
legur bræðingur þeirra sem töpuðu í
kosningunum og hún muni ekki lafa nema í
hæsta lagi í tvö ár. 
Hvað sem öllu öðru líður er alls ekki séð fyr-
ir endann á því að umrædd stjórn eigi eftir að
líta dagsins ljós. 
Gerhard Schröder kanslari hefur látið þau
boð út ganga að hann muni ekki taka sæti í rík-
isstjórn undir forystu Angelu Merkel. Enda
átti svo sem enginn von á því að Schröder ætti
eftir að setjast í stól varakanslara. 
Hins vegar fylgdi það sögunni að Schröder
hygðist engu að síður taka virkan þátt í við-
ræðum flokkanna um stjórnarmyndun sem
munu hefjast á næstu dögum. Það þykir ýms-
um glöggum stjórnmálaskýrendum hér í landi
vera til marks um að hann sé alls ekki viss um
að hans eigin dagar í pólitík séu taldir. 
Þvert á móti hyggist Schröder bíða með að
taka hattinn sinn, þar til stjórnarsáttmáli
flokkanna sé í höfn.
Fari hins vegar svo að það slitni upp úr fyr-
irhuguðum viðræðum flokkanna um stjórn-
arsamstarf er að líkindum ekki um annað að
ræða en að efna til nýrra kosninga. Og þá er
engin trygging fyrir því að flokkur Angelu
Merkel fái aftur einu prósenti meira fylgi en
jafnaðarmenn, eins og gerðist í þingkosning-
unum í síðasta mánuði. Enda sýndu niður-
stöður þeirra kosninga að Þjóðverjar eru til
alls vísir þegar þeir ganga að kjörborðinu. 
Þótt stóru flokkarnir í Þýskalandi, kristilegir demókratar og jafnaðarmenn, séu að ná samkomulagi um að starfa saman,
ríkir enn mikil óvissa í þýskum stjórnmálum að því er fram kemur í grein Arthúrs Björgvins Bollasonar. Báðir líta flokk-
arnir svo á, að ekki hafi verið um annan kost að ræða í stöðunni en óánægjan kraumar innan þeirra beggja.
Stjórnarmynd-
unarviðræður
að hefjast
Reuters
Gerhard Schröder, fráfarandi kanslari, gengur út af sviðinu. Hann tilkynnti í gær á fundi með
flokksfélögum sínum, að hann myndi ekki gegna ráðherraembætti í væntanlegri stjórn kristi-
legra demókrata og jafnaðarmanna. Vera kann, að stjórnmálaafskiptum hans sé þar með lokið. 
svartur6@simnet.is

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52