Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						LAUGARDAGUR 30. maí 1970.
TIMINN
37         <$¦
fnmni
Gtgofanctl:  FRAMSÓKNARFLOKKURINN
rramfcvæmdastjárl: Kristján BemedilrtBBon. Rttstjórar: Þórartnn
Þórariesson (áb). Andés Krlstjánsson, Jón Heigason og Tómas
Karlason. Anglýsingastjórl: StetngrlmuT Gíslason. Ritstjórnar-
tícrlfstofar 1 Edduhúsinu, edmnr 18300—18306 Skrtfstofar
BantaBtræti 7 — AfgrelSsmslml: 12323 Anglýslngasiml: 1952S.
ABrar skrifs-tofur slmi 18300. Áskxifargjald fcr. 165.00 a mán-
001, rrmnmlaTids — í lausasöm kr. 10.00 etnt. ¦ Prentam. Edda hf.
JAMES RESTON:
Mikilvægasta kjara-
máliö er að fella
íhaldsmeirihlutann
Aí hálfu Alþýðubandalagsins er reynt að draga kjara-
deiluna inn í kosningabaráttuna á þann hátt, að aðeins
þau atkvæði, sem Alþýðubandalagið fær, verði talinn
stuðningur við launþega og kröfur þeirra. Ef fallizt væri
á þessa kenningu, myndu úrslitin gefa til kynna, að það
væru aðeins lítið brot kjósenda, sern styddu kröfur laun-
|>ega. Slíkt er vitanlega alrangt, og sýnir bezt hve hættu-
leg þessi kenning er. Hið rétta er, að allir flokkar, nema
Sjálfstæðisflokkurinn, hafa lýst stuðningi við kröfur laun-
þega. Aðeins þeir einir, sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn,
lýsa yfir andstöðu við launþega. Allir hinir styðja kröfujr
þeirra.
Aðeins þannig verða kosningaúrslitin rétt túlkuð.
ÞaS, sem mun þó hafa höfuSáhrif á lausn deilunn-
ar og verSa launþegum mestur sfyrkur, er aS íhalds-
meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur falli. í kjölfar
þess mun einníg brátt falla sú ríkisstjórn, sem fjand-
samlegusr hefur veriS launafólki á íslandi. Þess vegna
er þaS mesta hagsmunamál þeirra, sem eru aS berjast
fyrir bættum kjörum, aS fella íhaldsmeirihlufann i
borgarstjórn Reykfavíkur í kosningunum á morgun.
ÞaS mark getur aSeins náSst meS þvi aS tryggja
kosningu þriSja manns á B-listanum. Þess vegna má
það ekki gerast í annaS sinn, aS þann flokkinn, sem
mesta möguleika hefur til aS fella íhaldsmeirihlutann,
vanti aSeins örfá atkvæSi til að ná því marki.
Þess vegna verða þeir, sem vilja fella borgarstjórnar-
meirihlutann og ríkisstjórnina og koma á betri og bætt-
um stjórnarháttum hjá borg og ríki, að fylkja sér fast
um B-listann í kosningunum á morgun.
Moldarhola íhaldsins
Á kappræðufundi Heimdellinga og ungra Framsókn-
armanna lét einn af ræðumönnum Heimdellinga svo
ummælt, að maður eins og Guðmundur G. Þórarinsson
ætti ekkert erindi í borgarstjórn, og ætti heldur að skríða
í moldarholu að nýju. Aróðurssendlar Sjálfstæðisílokks-
ins hafa nú fylgt þessu eftir og halda því fram, að
maður, sem hafi alizt upp í bragga, hafi ekki til að bera
það uppeddi og þroska, sem geri hann hæfan til að vera
borgarfulltrúa.
Um þennan áróður íhaldsins þarf ekki að hafa mörg
orð. Hann ber vott um þann yfirstéttarhroka, sem oftast
hefur einkennt forustu Sjálfstæðisflokksins og m.a. er
sprottinn af hinu langa einveldi flokksins í Reykjavík.
Alveg sérstaklega hefur þessi hroki náð að dafna innan
veggja Heimdallar, og mengað andrúmsloftið þar. Það er
eitt af þeim verkefnum, sem bíður reykvískra kjósenda
á sunnudaginn kemur, að kveða þennan hroka og úrelta
hugsunarhátt niður. Guðmundur G. Þórarinsson á að
njóta þess, en ekki gjalda, að hann hefur brotizt úr
fátækt af eigin ramleik og aflað sér góðrar menntunar,
sem er sérstaklega mikilvæg fyrir borgarfulltrúa. —
Áróðri íhaldsins á að vísa aftur til þeirrar moldarholu
liðins tíma, þegar menn voru metnir eftir því, hvort
beir höfðu alizt upp í íátækt eða ríkidæmi.       Þ.Þ.
I
Spurningarnar, sem Agnew vara
forseti víkur sér hjá að svara
Á að leggja vald kjarnorkusprengjunnar í hendur eins manns?
Spiro Agnew varaforsetl
hefur aS undanförnu haldlS
uppi harSorSum árásum á
bandaríska fiölmiSla fyrlr aö
flytja gagnrýni á stefnu
Bandaríkjastjórnar ( Vfetnam.
Nýlega flutti hann raeSu, þar
sem hann velttlst meSal ann.
ars aS nafngreindum blaSa-
mönnum New York Tlmes.
Einn hlnn þekktasti þeirra,
James Reston, svaraSI Agnew
meS eftirfarandi grein.
FÁU er unnt að ganga að vísu
á þessum óvissu tímum, en
Spiro Agnew varaforseti er ein-
mitt eitt af þvi fáa. Oftast
hverfiur hann með einhverjum
hætti um miðja vikuna, en kem
ur nálega ávaJlt fram undir
helgina einhvers staðar í Iowa,
Suður-Karólínu eða Texas. Þar
skekur hann hnefana að blaða-
mönnum, reynir að draga at-
hygli almennings frá styrjöld-
inni og efnahagsástandinu og
beina henni að hárprúðu oþokk
unum í háskókmum og svo
blaðamönnunum.
Hann er lang mesti ræðu-
tnaðarinn. og sérkennilegasti
einstaklingurinn í ríkisstjóra-
inni. Hann er bráðsn jall að velja
sér hliðhoilla áheyrenidur og
óvinsæla skotspæni og vekur
verðskuldaða athygli á samkom
um Bepublikana, en hann er
þó farinn að minna dálítið á
bilaða flautu og honum tekst
ekki alveg að hafa við framrás
atburðanoa, hiviersu 8tu.Il og
aðfarasamur sem hann er.
Hann flutti um daginn ræðu í
Texas og þá birtu hernaðaryfir-
völdin í Saigon skrá um mann-
tjónið undangengna viku, —
217 Bandarfkjamenn fallnir og
1281 særRur. Þá var tala fall-
inna Bandaríkjamanna í styr-
jöldinni komin upp í 42118 og
engin stjórnmálaspiJling getur
afmáð þá ógnvekjandi stað-
reynd, hversu umfangsmikil
sem hún kann að vera.
HVAÐ hefir svo áunnizt þeg-
ar þessum óskynsamlegu mann-
drápum linnir? Hvernig eiga
Suður-Vietnamar að varna því,
að ovinirnir leiti að nýju á
griðastaði sína í Kambodiu,
þegar þeir geta ekki einu sinni
varnað þeim aðgöngu að Sai-
gon? Með hverjum hætti á ör-
yggi Indokína að vera meira
að ári liðnu, þegar búið er að
fækka i bandariska hemum þar
um 150 þúsund manns og bæta
við 52 vikulegum skrám um
manntjón? Þessum spurningum
svarar Agnéw varaforseti ekM,
en þær verða ekki afmáðar
með því einu, að ásafca blaða-
menn fyrir að bera þær fram.
Varaforsetinn hefir áhyggjur
af aukinni einangrunarhneigð
meðal Bandaríkjamanna og
ekki að ástæðulausu, en hann
getur ekki heldur kennt and-
stæðingum sínum i öldunga-
deild þingsins eða blaðamanna-
stéttinni um þetta. Styrjöldin
er orsök aukins fylgis einangr-
unarstefnunnar í Bandaríkjun-
um og því lengur sem hnin
stendur og heldur áfram  að
SPIRO AGNEW
mæða á þjoðinoi og sundra
henni, þeim mun erfiðara verð-
ur að afla stuðnings almenn-
ings við afskiipti á landsvæðum,
sem kunma að skipta meira
máli fyrir 6ryggi Bandarfkj-
anna og heimsástandið en sað-
austur Asía.
ÞETTA eru engir smámunir,
sem ábyrgðarlausir blaðamenn
koma fram með til þess eins að
angra forsetann og auka út-
breiðslu blaðanna. Þessar spurn
ingar voru bornar fram við
Johnson forseta, og hann varð
að hrökklast frá völdum þegar
hann gat ekki svarað þeim.
Hér rfkir enn heiðarlegur
grundvallarágreiningur um,
með hverjum hætti hagsmun-
um þjóðarinnar verði bezt borg
ið. Þar stendur hnifurinn í
kúnni. Agnew varaforseti hef-
ir rétt fyrir sér I því, að per-
sónulegar árásir gera ekki ann
að en ilit verra, en sjálfur fer
hann ekki eftir þeirri kenningu.
Gagnrýni á vald forsetans til
að hefja og magna stríð að eig-
in geðþótta, hefir ajdrei verið
mikilvægari en einmitt nú.
Auðvelt er að skilja viðieitni
varaforsetans til að verja hús-
bónda sirni og hvetja flokkinn
til stuðnings þegar erfiðleikar
steðja að, en hitt er erfioara að
skilja, hvers vegna íhaldsmenn
snúast einmitt til varna gegn
gagnrýni á aukið vald forset-
ans. íhaldsmenn hafa lagt höf-
uðkapp á að berjast gegn auknu
valdi forsetans í meira en f jórð
ung aJdar, en einbeitt gagnrýni
á aukið vald forsetans varð ein-
mitt mikilvægari en nokkru
sinni fyrr f sögu lýðveldisins
eftir að kjarnorkusprengjan og
eldflaugarnar, sem draga heims
álf a milli, komu tU sðgunnar.
Erfitt er að gera of mikið úr
áhrifum þessara tveggja upp-
fíiwiinga á bandaríska blaða-
mcnn. Kjarnorkusprengjan og
langdrægu eldflaugarnar færðu
forsetanum upp í hendur meira
vald en áður þekktist í sögu
heimsins og rýrðu vald þings-
ins í samveldinu tii mikilla
muna. þar sem möguiegt væri
að eyða þjóðinni að mestu áð-
ur en þing gæti komið saman
til þess að ræða stríðsyfirlýs-
ingu hvað þá meira. Mikilvæg-
ara er því en nokkra sinni fyrr
aið valdi forsetans og jafnvel
manngerð hans sé veitt mikfl,
náin og hlífðarlaus athyglL
ÞARÍNA er einmitt komið að
kjarna þess, sem sett hefir svip
sinrn á blaðamennskuna í land-
inu aflt frá því að Harry Tro-
man lét varpa kjamorkusprengj
um á Hiroshima og NagasaM.
Blaðamennirnir hafa að ýmsu
leyti háð vonMa baráttu við
sjónvarpið, sem fært hefir for-
setanum mjög auMð vald í
hendur. Hinu verður ekki móti
mælt, að barátta blaðamann-
anna, sem stundum kann' alS
vera ófimlega, óheiðarleg og
ésanngjörn, snýst þó um grund-
vallaratriði, og þeim er Ijós
sá nýi háski, sem af því stafar,
að leggja vald kjarnorkusprengj
unnar, eldflauganna og sjon-
varpsins í hendur eins oreysks
manns.
Það er satt, sem varaforset-
inn sagði í Texas, að blaða-
mennirnir urðu óðir og upp-
vægir við innrásina f Cambodíu.
Við þá tilhugsun, að forseti
Bandaríkjanna gæti látið gera
innrás í sjálfstætt ríki án þess
að ráðfæra sig við þingið eða
helztu forustumenn í sinu eig-
in ráðuneyti, rann kalt vatn
milli skinns og hörunds hverr-
ar einustu blaðamannsnefnu,
sem lesið hafði stjórnarskrána
Framhald á bls. 11.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12