Tíminn - 30.06.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.06.1970, Blaðsíða 1
BLAÐ II 143. tbl. — Þriðjudagur 30. júní 1970. — 54. árg. Úr kjördeild að Ósum í Þverárhreppi á sunnudaginn. FB—KJ, Reykjavík, mánudag Síðari hluti sveitarstjórnar kosninga fóru fram á sunnu- dag, og var þá kosið til hreppsnefnda í 171 hreppi. Á kjörskrá í hreppum þessum voru um 18 þús. manns, en íbúar hreppanna eru um 34 þúsund. Kosning mun víðast hafa verið óhlutbundin, en á nokkrum stöðum var lista- kosning. Heildaryfirlit um kosningaþátttöku og úrslit í einstökum hreppum er ekki fyrir hendi, þó virðist kjör- sókn hafa verið mest í Mos- fellssvgit, en þar greiddu um 97% "atkvæði. Hér fara á eftir úrslit í 18 hreppum. Mosfellshreppur í Mosfellshreppi var kosiS um 3 lista. Á kjörskrá voru 484, at- kvæði greiddu 468 eða um 97%. D listi sjálfstæðismanna hlaut 162 atlkvæði og 2 menn kjörna. H-listi öháðra hlaut 222 atkvæði og 2 menn kjörina. J-listi framfarasinn aðra kjósenda 76 atkvæði og 1 mann kjörinn. Af D-lista voru kj.: Jón M. Guðm.son, oddviti og Salome Þorkelsdóttir, húsfreyja. Af H-Iista voru kjörnir Haukur Nielsson, Helgafelli og Tómas Sturlaugsson, kennari. Af J-lista var kjörinn Axel Aspelund, kaup- maður. Búðardalur í Búðardal var kosið um tvo lista, B-lista Framsóknarmanna, og D-lista Sjálfstæðismanna. — B-listi fékk 74 atkv. og 3 menni kjörna og D-listi 66 atkv. og 2 menn kjörna, en kjörstjóm er ekki búin að úrskurða hverjir hlutu kosningu. Áshreppur í Áshreppi í Austur-Húnavatns sýslu var kosið um 2 lista. A- listi Sjálfstæðismanna hlaut 35 atkvæði og 2 menn kjörna. B- listi Framsóknarmanna og óháðra hlaut 45 atkvæði og 3 menn kjörna. Af A-lista voru kjörnir Hallgrímur Guðjónsson, Hvammi, og Ingvar Steingrímsson, Eyjólfs stöðum. Af B-lista voru kjörnir Gísli Pálsson, Hofi, Helgi S. Svein björnsson, Þórormstungu og Jón B. Bjarnason, Ási. Torfalækjarhreppur f Torfalækjarhreppi i Austur- Húnavatnssýslu var kosið um 2 lista, H-lista, Sjálfstæðismanna og K-lista vínstri manna. H-listi hlaut 44 atkvæði og 3 menn kjörna, oa K-listi 39 atkvæði og 2 menn kjörna. Atkvæði greiddu 85 af 93 á kjörskrá eða um 94%. f hreppsnefnd voru þessir menn kjörnir: Torfi Jónsson, Torfalæk (H), Pálmi Jónsson, Akri (H), Erlendur Eysteinsson, Beinakeldu (H), Jón Espolín Kristjánsson, Köldukinn (K) og Heiðar Krist- jánsson, Hæli (K). Sveinsstaðahreppur f Sveinsstaðahreppi í Austur- Húnavatnssýslu var kosið um 2 lista. Á kjörskiá voru 82, atkvæði greiddu 73, eða um 89%. Auður seðill var 1, ógildir 2. H-listi hlaut 33 atkvæði og 2 menn kjörna; I-listi 37 atkv. og 3 menn kjörna. Af H-lista voru kjörnir Leifur Sveinbjörnsson, Hnausum og Þórir Magnússon, Syðri- Brekku. Af I-lista voru kjörnir Bjarni Jónsson, Haga, Hallgrímur Eðvarðsson, Helgavatni og Ellert Pálmason, Bjarnastöðum. Ljósavatnshreppur f Ljósavatnshreppi í Suður-Þing eyjarsýslu var kosið um tvo lista, A-Iista (íbúar suðurhluta Ljósa- vatnshrepps) og B-lista (borinn fram af íbúum miðhluta og norð- urhluta Ljósavatnshrepps). Á kjörskrá voru 168, atkv. greiddu 163 eða 97%. Auðir seðlar 3 og ógildur 1. — A-listi hlaut 91 atkvæði og þrjá menn kjörna, og B-listi 68 atkvæði og tvo menn kjörna. Þessir menn voru kjörnir: Bjarni Pétursson, Fosshóli (A), Jón Jónsson, Fremstafelli (A), Hjalti Kristjánsson, Hjaltastöðum (A) , Baldvin Baldursson, Rangá (B) og Hlöðver Þ. Hlöðversson (B). Skútustaðahreppur í Skútustaðahreppi í Suður- Þingeyjarsýslu var kosið um 3 lista. A-listi hlaut 96 atkv. og 2 menn kjörna. B-listi hlaut 97 at- kvæði o« 2 menn kjöýma og C- listi hlaut 47 atkv. og 1 mann kjörinn. 241 kaus af 259 á kjör- skrá eða 93%. Þrjú vafaatkvæði komu íram. — Af A-lista voru kjörnir Bóas Gunnarsson, Stuðl- um og Ármann Pétursson, Reyni- hlíð. Af B-lista Sigurður Þórisson, Grænavatni og Böðvar Jónsson, Gautlöndum. Af C-lista var kjör- inn Björn Ingvarsson, Skútustöð- um. Vopnafjörður Á Vopnafirði var kosið um 4 lista, B-lista Framsóknarflokksins, D-lista Sjálfstæðisflobksins, H-lista Verkalýðsfél. Vopnafjarðar og I- lista Óháðra. Á kjörskrá voru 448, 385 kusu eða 85%. B-Iisti hlaut 167 atkvæði og þrjá menn, D-listi 91 atkvæði og 2 menn, H-listi 77 og 1 mann og I-listi 43 atkv. og 1 mann kjörinn. Auðir seðlar voru 3 og ógildir 4. — Þessir menn voru kjörnir. Af D-lista Jósef Guðjónson, Strandhöfn og Antóní- us Jónsson, Vopnafirði. Af B-lista: Sigurjón Þorbergsson, Vopnafirði, Helgi Þórðarson, Vopnafirði og Víglundur Pálsson, Refsstað. Af H-lista: Davíð Vigfúson, Vopna- firði. Af I-lista: Gísli Jónsson. Vopnafirði. Eiðahreppur í Eiðahreppi í Suður-Múlasýslu var kosið um 2 lista. Á kjörskrá voru 95, atkvæði greiddu 79, eða um 85%. L-listi fráfarandi hrepps stjórnar hlaut 47 atikv. og 3 menn kjörna, M-listi óháðra hlaut 31 atkvæði og 2 menn kjörna. Af L-lista vóru kjörnir: Snaéþór Sig- urbjörnsson, Gilsárteigi, Ármann Halldórsson, kennari, Eiðum og Ragnar Magnússon, Brennistöð- um. Af M-lista voru kjörnir: Einar Þór Þorsteinsson, sóknarprestur, Eiðum og Jón Árnason. Finns- stöðum. Nesjahreppur f Nesjahreppi i Austur-Skafta- fellssýslu var kosið um 2 lista. Il-listi Óháðra kjósenda, sem hlaut 58 atkv. og 3 menn kjörna og N- (Tímamýííd—Gunnar) listt * framfarasinnaðra..- kjósendá, sem hlaut 49 atkv. og tvo menn kjörna. Á kjörskrá voru 130, atkv. greiddu Hll eða 85,4%. — Þessir menn voru kjörnir: Af H-lista: Sigurður Eirílksson, Sauðanesi, Þorleifur Hjaltason, Hólum og Rafn Eiríksson, Sunnuhvoli. Af N-lista: Leifur Guðmundsson, Hof- felli og Egill Jónson, Seljavöll- um. Hvammshreppur í Hvammsihreppi í Vík í Mýr- dal var kosið um 2 lista. D-Iisti Sjálfstæðismanna hlaut 105 atkv. og 2 menn kjörna, H-listi vinstri manna hlaut 169 atfcvæ. og 3 menn kjörna. Atkvæði greiddu 279 eða um 90%. Auðir seðlar og ógildir voru 5. — Af D-lista voru kjörn- ir Sigurður Nikulásson, spari- sjóðsstjóri og Einar Kjartansson, Þórisholti. Af H-lista voru kjörn- ir: Jón Hjaltason, Gotu, Björn H. Sigurjónsson, Vík og séra Ingimar Ingimarsson. sóknarprestur, Vík. Austur-Eyjafjallahreppur f Austur-Eyjafjallahreppi, Rang árvallasýslu var kosið um 2 lista. H-listi Sjálfstæðismanna haut 70 atkvæði og 3 menn kjörna, I-listi Framsóknarmanna hlaut 57 atkv. og 2 menn kjörna. Af H-lista voru kjörnir: Kristján Magnússon, Drangshlið, Jón Sigurðsson, Ey- vindarhólum og Sigurbergur Magnússon, Steinum. Af I-lista voru kjörnir: Albert Jóhannsson Skógum og Sigurjón Sigurgeirs- son, Hlíð. Hvolshreppur f Hvolhreppi (Hvolsvelli) var óhlutbundin kosning, og kosninga þátttaka um 80%. f hreppsnefnd voru kjömir: Ólafur Sigfússon, Hjarðartúni, Einar Áraason Hvols velli, Bjarni Helgason, Hvolsvelli, Markús Runólfsson, Hvolsvelli, Grétai Björnsson, Hvolsvelli — og í sýslunefnd var kjörinn Pálmi Eyjólfson, Hvolsvelli. Rangárvallahreppur f Rangárvallahreppi (Hellu) komu fram tveir listar: M-listi fékk 183 atkvæði. Af honum voru kjörnir í hreppsnefnd þeir Sigurð ur Jónsson, Sigurður Haraldssoa og Jón Þorgilsson. L-listi fékk 99 atkvæði og af honum voru kjörn- ir í sýslunefnd þeir Filipus Björg vinsson og Skúli Jónsson. Grímur Thorarensen var kjörinn í sýslu- nefnd. Gnúpverjahreppur í Gnúpverjahreppi var nú kosið til hreppsnefndar í fyrsta sinn síðan fólk fór að hafa fast að- setur við Búrfell. Talað hafði verið um, að þeir Búrfellsmenn færu fram með sérstakan lista í hreppsnefndarkosningunum, en af því varð ekki. Aftur á móti var Gísli Júlíusson, stöðvarstjóri Þjóðsárvirkjunar við Búrfell kos inn í hreppsnefndina, og hlaut hann flest at'kvæði allra. Kosn- ing var óhlutbundin. Hrunamannahreppur f Hrunamannahreppi í Árnes- sýslu var kosið um 3 lista. Á kjör skrá voru 269, atkvæði greiddu 247. E-Iisti hlaut 55 atkvæði og 1 mann kjörinn, H-listi hlaut 162 atkv. og 4 menn kjöraa, J-listi hlaut 28 atkvæði og engan mann kjörinn. Af E-lista var kjörinn Magnús Gunnlaugsson, Miðfelli. Af H-lista voru kjömir: Daníel Guðmundsson, Efra-Seli, Jóhann- es Helgason, Hvammi, Gísli Hjör leifsson, Unnarholtskoti, og Guð- bergur Guðnason, Jaðri. Grímsnes í Grímsnesi í Árnessýslu var kosið um 2 lista. H-listi hlaut 40 atkv. og einn mann kjörinn. I-Iisti hlaut 102 atkvæði og 4 menn kjörna. Af H-lista var kjör- inn Guðbjörg Arndal, írafossi. Af I-lista: Páll Diðrikssos, Búrfelli, Hannes Hannesson, Kringlu, Sig- urjón Ólafsson, Stóra-Borg, Ás- mundur Eiríksson, Ásgarði. Hraungerðishreppur f Hraungerðishreppi í Árnes- sýslu var kosið um tvo lista, D- lista, sem hlaut 26 atkv. og 1 mann kjörinn, og H-lista, sem hlaut 80 atkv. og 4 menn kjörna. Á kjörskrá vora 123, en atkvæði greiddu 108 eða 87,8%. — Þessir menn voru kjörnir: Af D-lista: Runólfur Guðmundsison, Ölves- holti. Af H-lista: Stefán Guð- mundsson, Túni, Haukur Gíslason, Stóru-Reykjum, Sigmundur Guð- bjömsson, Laugardælum og Guð- mundur Árnason, Oddgeirshólum. I Ölfushreppur f Ölfushreppi var kosið um 3 lista. Á kjörskrá voru 441, at- kvæði greiddu 386, eða tæp 90%. Auðir og ógildir voru 9. — Framhald á bls. 22.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.