Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						IMJGARDAGUR 3. október 1970
TIMINN
Heggnr sá er hlífa skyldi
í nýkomnu dagblaði hingað,
eða nánar sagt í Tímanum frá
10. sept. stendur eftirfarandi
frétta fyrirsögn: Fulltrúaráð
verkalýðsfélaganna mótmælir
hækkunum landbúnaðarvara.
„Svo mörg eru þau orð" en í
fljétu bragði viríðist mér næsta
ótrúlegt, að þessi mótmæli
komi frá sömu mönnuiEi sem
fyrir fáum mámuðum, átte
langvinnu og harðsnúnu verk-
faM, vegna launahækkunar og
ýmissa annarra kjarabóta. Ég
er ekki afð halda því fram, að
þð hafi verið nein ofrausn, sem
þeir komust að, en þar sem
engar ráðstafamir voru gerða
af h'álfu stjónnarvaldanna, vegna
þeirrar hækkunar sem þeir
fengu, má geta nærri a® hún
Maut að koma út í verðlagið
hæði á innlendum og erlendum
neyzluvörum. Þar sem líka
bæði heildsólum og smiásöíum
var þegar í stað, leyfð meiri
álagnimg á allar neyzluvörur.
Það hefir aldrei verið talið
stórmanolegt, að rálðast á garð-
inm þar sem hann væri íægstur,
em svo hefir þó verið gert í
þetta sinn, því að alþióð veit að
og hefir lengi vitað, að kjör
bænda eru þau lægstu í land-
inu, og m.a.s. langt fyrir neðan
lægstu verkainannalaiun, og er
þá langt jafmað. Þessu dugir
ekki að mótmæla.
Verkafólk og launamenn,
gemgu frá samningaborðinu í
suxnar me® 15% kauphækkrtn.
og þess utam sem skiljanlega
var þó mikta meira virði, lof-
orð um fula dýrtíðaruppbót á
laranin. Mér er sagt að hækkun
landbúnaðarvara mruni vera
20%. Væri nú svo vel að *aum
bóndans hækkuðu sem þessu
svarar, þá væri kannski nokk-
ur ástæða til mótmæla, en hver
heilvita maður getur séð að
svo er ekki, því rekstrarkostn-
aður búainna hin síðari ár, hef-
ir hækkað með risaskrefum, og
þessi hækkun landbúnaðarvara
nægir ekki nærri því til að
bæta það upp, hvað þá heldoir
að hún bæti lífskjör bóndans
nokkuð að öðru leyti.
Margir kaupstaðabúar virð-
ast haldnir þeirri viftu, að það
sé svo ódýrt að lifa í sveitinni,
og þessvegna séu laun bóndans,
þó lág séu að krónutali, miklu
meira virði, því afð þeir fái ailar
landbúnaðairafurðir fyrir ekki
neitt. Já og húsnæði líka.
En þetta er nú stórkostíegur
misskilningur, því að allar :and
búmisðarafurðiir sem notaðar
ern á búunum, eru reikoaðar
bóndanum til tekna á skatta-
skýrslum, með sama verði og
þær seljast í verzlnnum, bónd-
iani borgar því í raun og veru
af tekjum sínum, sama verð og
lajunafólk. Hvað viðkemur hús-
næði bómdans, að þaið sé ódýr-
ara, þá stafar það einungis af
því að eftirspurn eftir húsnæði
er engin, en ekki af þvi að hús
í sveit séu ódýrari yfirteitt en
hús í kaupstöðum, enda veit ég
ekki hveraig það ætti að vera,
þar sem bæði flutningskostnað-
ttr á byggi'ngarefni og fæSi
smiða, leggst á byggingarnar,
framyfir það sem er i kaup-
stöðum. En lúxusbyggingar
með öll'U-m mögulegum þægind-
um, þekkjast tæplega til sveita
á íslandi.
í áðurnefndri frétt er það
harðlega vítt, að hafin skyMi
sumarslátrun dilka löngu fyrr
en kjötlaust var i landinu, og
það bjöt selt með uppskrúfuðu
venði. Ég tel þetta fullkomlega
réttmætar  vítur.  En  munu
bændur hafa verið hér að
verki, eða með í ráðum: Ég
hygg ekki. Ætli það séu ekki
dreifendur vörunnar sem sök-
ina bera með réttu? Mér riggur
við að segja, þessar afætur,
sem aldrei telja sig fá nóg í
sirm Mut.
í sjónvarpinu í fyrravetur,
voru sýndar mórauðar lambs-
gærur sútaðar og snyrtar til,
sagt var aíð þær væru seMar á
800 kr. En hvað fékk svo bónd-
inm í sinn Mut? 150—180 krón-
ur. Uilarlopi var seldur í verz^-
unum í fyrra á 250—300 kr. en
ullarverð til bænda á óþveg-
inni ull var 20—25 kr. kg. Ann-
að er svo eftir þessu af land-
búnaðarafurðum sem unnar eru
í landinu. Það er áreiðanfega
enginn búhnykkur fyrir verka-
lýðinn þó landbúnaður legðist
alveg í rúst í þessu landi, eins
og allar líkur benda þó til,
jafnvel þótt þeir fengju svína-
kjöt fíutt inn frá Danmörku,
lambakjöt frá Nýja Sjálandi
eða  Ástralíu,  og  mjólk  frá
Holllandi. Það myndi sýna sig,
einkum ef „viðreisnin heldur
áfram, að hún hefði einhver
ráð til að gera bá vöru
sízt ódýrari, en þótt hún væri
framleidd í landinu, eins og
verið hefir.
Ég minntist á hér að fram-
an, að rekstrarvörur landlbún-
aðarins hefðu hækkað cnjög í
verði, og skal nú nefna nokk-
ar dæmi: Seinasta árið seai
vinstri stjórnin sæla sat við
vó'Id, fceypti nágranni mian súg
blásara og vél til að snúa hon-
um, hvort tveggja hjá Lands-
smiðjunni. Blásarinn kostaði
kr. 12.500,00 en vélin kr.
22.000,00. Samtals kr. 34.500,00.
í sumar keypti svo annar bóndi
hér samskonar tæki frá sama
stað. Blásarinn kostaði kr.
44.000,00 en vélin kr. 95.000,00.
Þó er verð allra varahluta í
landbúnaðarvélar ennþá óhag-
stæðara. Reikningsfróðir cnenn
í stjórn verkalýðsfélaganna
ættu að taka sig til og reifcna
hvað í raun og veru kostar
að framleiða landfoúnaðarvör-
ur, og þó þeir ekki notuðu
nema lægsta taxta Dagsbrún-
ar, myndu þeir sanna að þær
yrðu talsvert dýrari en þær
eru.
„Puntrúaráð verkalýðsfélag-
anna mótmælir hækkaaum
landbúnaðarvara". — Þannig
Mjóðar textinn. En hversvegna
ekki: Pulltriúaráð verkalýðsfé-
laganna motmælir hæfckun lífs-
nauðsynja. Eða eru það bara
landfoúnaðarvörur sem hækkaS
hafa svo gífurlega í verði, að
ástæða sé til að mótmæla hækfc
ttn á þeim eingöngu? Ég held
ekki, og má nefna samanburð
á verði 1. nóv. 1968 til jafn-
lengdar 1969, sem birtist í dag
blaði í byrjun þessa árs. Þar
segir: Nýmjólk hefur hækkað
á árinu um 233%. Smjör um
237%, súpukjöt 307%, ýsa, ný
hefur hækkað am 471%, salt-
fisfcur 444%. Takið eftir, þetta
eru nú allt matvæli sem lands
menn framleiða sjálfir, og
þetta er aðalfæði almennings
til sjávar og sveita. Því hefur
verkalýðsforustan ekki farið á
stúfana, og mótmælt hækkun
á ýsu og öðrum fisktegund-
um?
Um , verðlag á útlendum
neyzluvörum er nokkuð aanað
að segja. þvi að við ráðum því
lítið sjálfir, nema hvað snertir
þjónustu innanlands, sem ég
fullyrði að mætti vera talsvert
ódýrari og þó jafngóð. En gætu
ekki ráðherrar verkalýðsfélag-
anna í ríkisstjórn nokkuð létt
það. -Þeim var þó nokkurn veg-
inn í lófa lagið að samþykkja
frumvarp Framsóknarmanna
um niðurfellingu söluskatts á
ýmsum nauðsynlegustu neyzlu-
vöram, svo sem korrivörum,
olíu til húsahitunar o.fl. En
þeir létu það bara vera, bless-
aðir, en hjálpuSu til að hækka
söluskattinn. Því segi ég það,
menn hafa stundum ástæðu
til að biðja guð að forða sér
frá vinum sínum.
Mér dettur ekki í hug að
mótmæla því, að verð á mjólk
og mjólikurvörum svo og kjöti,
er hátt til neytenda, en það
er ekki hærra hlutfallslega en
aSrar matvörutegundir og
hreinasti óvarfi að krefjast
lækkunar á þeim vörutegund-
um fremur en öðrum, sem um
er kvartað. Frá 1. nóv. 1968
til jafnlengdar 1969 höfðu
hækkanir á eftirtöldum mat-
vörutegundum verið þessar:
Kaffi hafði hækkað um 276%,
molasybur um 240%, strásykur
um 250%, hveiti um 580%,
haframjöl um 819%, hrísgrjón
um 665% og rúgbrauð um
300%.
Hvers vegna hafa ekki for-
menn verkalýðsfélaganna mót-
mælt þessum hækkunum, svo
og hinni óskaplegu hæfckun á
aeyzlufiski? Er garðurinn of
hár þar, til að ráSast á hann?
Þar sem heildsalar, kaupmenn
og útgerðarmenn eru annars
vegar? Spyr sá er ebki veit.
Mætti ekki byrja á því að gera
þá kröfu til ríkisstjórnarinn-
ar, að hún aflétti þegar í' stað
öllum tollum og söluskatti af
brýnusta lífsnauðsynjúm, "foæði
landbúnaðarvörum og fiski-
fangi, seoi neytt er í landiau.
Það er margt í þjóðarbúskap
okkar íslendiriga, sem þarf að
laga, og vil ég aðeins nefna
eitt dæmi: Hvaða vit er t.d.
í því, að flytja mestalla út-
lendar neyzluvörur landsmanna
á eina höfn í landinu, sem er
þó eyland eins og allir vita,
með mörguoi höfnum, og flytja
hana síðan með vörubifreiðum
út am land, með margföldum
kostnaðarauka, sem allur fcem-
ur fram í verðlagin'u. Það sýn
ist einbennileig hagfræSi að
flytja vörur með bifreiðum frá
Reykjavík til Húsavíkur eða
fsafjarðar og borga 5—6 kr.
á hvert kíló, eða kannski
meira. En þetta er bara plús
fyrir rikissjóðinn, því vitan-
lega er söluskattur lagður á
þessa þjónustu sem aðra. En
allt ber það að sama brunni.
Tollur á vöruna. skattur á
flutning til landsins, skattur á
uppskipun, skattur á geymslu,
skattur á flutninga út um land-
ið og svo að síðustu skattur
á söluna þegar búið er að
hnoða þessu öllu á hana. Það
væri verðugt verkefni fyrir
verfcalýðsforustuna, að fá þessu
kippt í lag, og afnuminn allan
sölusbatt af lífsnauðsynjum al-
mennings. Miklu verðugra ea
að ala á úlfúð og fjandskap
milli hinna vinnandi stétta í
Jandinu.
G.E.  "
FRYSTIKISTUR
•IGINS-djúpfrystirinn gerir yður kleif hagkvsemari matar-
innkaup og sparar yður snúninga vegna matarkaupa.
Tvöfaldur þéttiiisti í loki — hlífðarkantar á homum —
Ijós í loki — færanlegur á hjólum — Ijósaborð með
rofa fyrir djúpfrystingu, kuldastilli og 3 leiðbeiningar-
Ijósum, „gult djúpfrysting" — „grænt venjuleg frysting"
— „rautt of lág frysting". —
Stærðir Staðgr.verð Afborg.verð
145 Itr. kr. 16.138.— kr. 17.555.— i út + 5 mán.
190 Itr. kr. 19.938j— kr. 21.530.— i út + 5 mán.
285 Itr. kr. 24,900.— kr. 26.934.— i út + 6 mán.
385 Itr. kr. 29.427.— kr. 31830— ¦} út + 6 mán.
RAFIÐJAN
VESTURCÖTU 11 REYKJAVÍK SlM119294
Sóhin
SÓLUM HJÓLBARÐA Á FÖLKSBÍLA,
JEPPA- OG VÖRUBÍLA MEÐ
|  DJÚPUM SLITMIKLUM  MUNSTRUM.
I                 Ábyrgð fekin á sóInirjgunnL
Kaupum notaða sólningorhæfa nylon-hjólbqrða.
önnumst allar .viðgerðir h|óibarðö með
fullkomnum fækjum.
GÓÐ WÖNUSTA. — VANIR MENN.
BARDINNHE
Ármúla 7.-Sími 30501.-Reykjavík.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16