Tíminn - 07.10.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.10.1970, Blaðsíða 1
ttWttlJ 226. tbl. — Miðvikudagur 7. okt. 1970. — 54. árg. kæli- skápar BAMÆJUAOaUI,' KAfKARSTRÆTI 23, $ÍM 18395 Fleiri stúlkur kæra árásar- manninn á Skóla- vörðuholti OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Fleiri stú’kur en sú, sem sagt var frá í Tímanum í dag, hafa orðið fyrir árásum á Skóla vörðuholti nýlega. Ber lýsing um á manninum saman og tel ur rannsóknarlögreglan fullvíst að um sama mann sé að ræða. Veit lögreglan um að minnsta kosti tvær stúlkur til viðbótar, sem maðurinn róðst á um síðustu helgi. Var árásarmaðurinn á ferli á svip uðum slóðum. Hagaði hann sér svipað í öllum. tilfellum. Hljóp hanin að stúlkunum og réðst á þær umsvifalaust og reyndi að komast yfir bær, en tókst afdrei. Engin stúlknanna meiddist að ráði eir maðurinn réðst á þær. Framhald á 14. síðu Mikið hvassviðri víða um landið: Rafmagnsstaurar brotnuíu og þak fauk austanfíalls Þannig líta skuttogararnir út, sem smíöaðir ve ia fyrir íslendinga á Spáni. Gengið frá samningum um smíði 2 skuttogara á Spáni OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Samningur um smíði tveggja rúmlega 1000 lesta skuttogara var í dag staðfestur af Eggert G. Þ orsteinssyni, s j á var útvegsr áð- herra og Magnúsi Jónssyni, fjár- málaráðherra, fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar Togararnir verða smíðaðir á Spáni fyrir Reykjavík- urborg og Hafnarfjarðarbæ. Fyr- ir hönd spænsku skipasmíðastöðv- arinar staðfesti Conzalo Chausson, aðalforstjóri, samninginn. Kaup þessara togara eru gerð á grund- velli laga um heimild ríkisstjórn- arinnar til að láta smíða allt að 6 skuttogara til að selja útgerðar- fyrirtækjum. Eru þetta fyrstu tog- ararnir sem samið er um smíði á samkvæmt skuttogaralögunum. Vérð þeirra togara sem samið hefur verið um smíði á er ekki gef ið upp að svo stöddu, þar seen ekki er lokij samaingum við aðrar skipasmíðastöðvar um smíði fjög- urra skuttogara af svipaðri stærð. Ríkisstjórnin mun veita væntan- legum kaupendum skuttogaranna frekari lánafyrirgreiðslu, þannig að kaupendur fá lengri frest til þess að endurgr 80% af kaupverð inu. Skulu 80% greiðast á 18 ár- um, en 7.5% framlag rí'kisins að þeim tíma liðnum, ef greiðslugeta er fyrir hendi Er málum því nú þannig háttað um smíði skuttogara, að sam- kvæmt heimild til ríkisstjórnarinn ar í lögum frá síðasta Alþingi um kaup á sex skuttogurum og fyrir- greiðslum og yfirlýsingum, sem ríkisstjórnin hefur gefið í því sam bandi, ásamt fjárhagsstuðningi Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðar- a°n bæjar og Akureyrar, hafa tekizt samaingar um smíði tveggja skut- togara í Póllandi á vegum Ögur- víkur, sem gerðir verða út frá Reykjavík, enda hefur Reykjavík- unborg samþykkt að veita lán til kaupanna, sem nemur 7y2% af andvirði skipanna. Samið hefur verið um smíði tveggja skuttog- ara á Spáni og eru væntanlegir kaupendur þeirra Reykjavíkur- borg og Hafnarfjarðarbær, er leggja fram 15% af kaupverðinu meðan skipin eru í smíðum, en sæta að öðru leyti þeim lánakjör- um sem að framan greinir. Samningar standa yfir við Slipp- stöðina á Akureyri um smíði tveggja skuttogara á vegum Út- gerðarfélags Akureyrar h.f. og Súlna h.f. á Akureyri. Samningar hafa staðið yfir við Centromor í Framhald á 14 síðu SB—Reykjavík. þriðjudag. Mjög hvöss norðanátt var víða á landinu í nótt og mun hafa orð ið einna hvassast sunnanlands. í veðrinu tók þak af hlöðu á bæn um Þóroddsstöðum í Ölfusi og raf magsstaurar brotnuðu víða austan fjalls. Ekki var rafroagnið alls- staðar komið á aftur, fyrr en síð degis í dag. Húsfreyjan á Þóroddsstöðum sagði blaðinu í dag, að hún myndi ekki eftlr öðru eins norðanveðri þarna og væri hún þó búin að vera þarna í 40 ár. — Þakið fór af hlöðunni ein- hvern tíma I nótt. Það lá úti í garði í morgun í tvennu lagi. Svo er rafmagnslaust hjá okkur núna, en það er verið að gera við. Það brotnaði staur hérna rétt við bæ- inn. Hey var í hlöðunni á ÞóroJds- stöðum, en þáð var kyrrt á sín um stað, þótt þakið fyki. Ekki tókst að fá áreiðanlegar upplýsingar um hve viðtæk raf magnsbi'lunin varð af völdum veðursins, en rafmagnið mun víðast hafa verið komið á aftur siðari hluta dagsins. Á nokkrum stöðum munu hafa brotnað há- spepnulínustaurar. Ekki er vitað, til, að skemmdir hafi orðið á hús urn á fleiri stöðum. Þá var afar hvasst í Vest- mannaeyjum í nótt, en þar er er ekki vitað. að neitt hafi fokið eða skemmzt- Saniningurinn um smíöi 2 1000 I. skuttogara staðfestur. Sitjandi eru ráðherrarnir Magnús Jónsson og Eggert G. porsteinsson og Gonznlo Chausson, aðalforstjóri. Aftan við þa standa skuttogaranefndarmenn. Vilhelm Þorsteins- Jón Axei Pétursson, Sveinn Benedlktsson, formaður nefndarinnar, Þorsteinn Arnalds, Guðbjartur Ólafs- Sæmundur Auðunsson og Pétur Gunnarsson. (Tímamynd Gunnar) ASV gagnrýnir Verðlagsráð sjávarútvegsins Skerðing á hlut sjómanna verði afnumin EJ—Reykjavík, þriðjudag. 20. þing Alþýðusambands Vestfjarða (ASV), sem haldið var á dögunum, skoraði á rík- isvaldið „að afnema með öllu skerðingarlögin um hlutaskipti sjómanna frá árinu 1968 og sýna þannig í verki, að störf þeirra fáu sem sjósókn stunda ver'ði í framtíðinni metin að verðleikxun“. Þráigið gerði nokkrar álykt- anir utn þetta mál, og um „vinnubrögð Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins við ákvörðun fisk- verðs“. M.a. er skorað „á al- þingi og ríkisstjórn að þau skili sjómönnuim aftur óskertu skiptaverði þar sem forsend- ur þær, sem fyrir ráðstöfunun- um í sjávarútvegi voru færðar, eru brostnar.“ I einni ályktuninni segir, að þingið víti „harðlega yfirnefnd í Verðlagsráði sjávarútvegsins fyrir ákvörðun um aðeins 51/2% hækkun fiskverðs 9. júní s.l. Telur þingið það óaf- sakanlegt að skamthta fiski- mönnum þessa smánarlegu hækkun, þegar á sama tíma stóðu yfir samningar milli land verkafólks og atvinnurekenda og þar gerðar almennar kröfur um 25% kauphækkanir. Slíkt vanmat og virðingarleysi fyrir störfum fiskimana og þýðingar útgerðar í landinu mótmælir þingið harðlega og telur frek- lega móðgandi." Þá er sérstaklega skorað á fultrúa sjómanna í Verðlags- ráði að beita sér fyrir hækkun á línu- og handfærafiski, og jafnframt fáist rífleg verð- hækkun á steinbít. Er m.a. bent á yfirlýsingu „útflutnings aðila fiskiðnaðarins um að verð á steinbít og ýsu haldist í hend- ur á erlendum mörkuðum. Telur þingið því enga ástæðu trl að verðmismunur á áður- nefnducn fisktegundum sé meiri en sem svarar mismun á nýtingu. Þingið telur. að sú al- menna verðhækkun fiskafurða á erlenaum mörkuðum, sem orðið hefur á síðustu árum, eigi að koma íslenzkum sjó- cnönnnm til góða við fiskverðs ákvarðanir á næstunni.“ íslendinga- þættir Tímans fylgja blaðinu á morgun, fimmtudag

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.