Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						FIMMTUDAGUR 15. október 1970
TIMINN
¦jp   <?
mmm
Utgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN
Fraimfevæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas
Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingorímur Gíslason. Rjrtstjórnar-
skriístofur í Edduhúsinu, símair 18300—18306. Skrifstofur
Bankastræti 7 — Afgreiðslusími 12333. Auglýsingasími 19523.
Aðrar skrifstofur simi 18300. Áskriftargjald kr. 165,00 á mánuði,
mnaniandis — í lausaisölu kr. 10,00 eint. Prentsm. Edda hf.
Afnám söluskatts
á nauðsyrtjavörum
Þrír þingmenn Framsóknarflokksins, Halldór E. Sig-
urðsson, Ingvar Gíslason og Ágúst Þorvaldsson, hafa end-
urflutt á Alþingi frumvarp um afnám söiuskatts á smjöri,
osti, skyri, kjötvörum, kaffi, sykri, kornvörum, raforku,
heitu vatni og olíu. Þetta er eitt af þeim málum, sem
Framsóknarflokkurinn flytur og miða að því að hamla
gegn dýrtíðinni, sem afkomu atvinnuveganna og efnahag
þjóðarinnar stafar nú mest hætta af.
Framsóknarflokkurinn flutti frv. um þetta sama efni í
fyrra, ásamt því að auka fjölskyldubætur. Hefði sú til-
laga verið samþykkt þá, hefði hún komið í veg fyrir
þriggja stiga hækkun á framfærsluvísitölunni. Stjórnar-
flokkarnir felldu þessa tillögu og vísitalan hækkaði um
sín þrjú stig. Kaupið hækkaði síðan tilsvarandi og sú
kauphækkun leiddi aftur til verðhækkunar og nýrrar
hækkunar á vísitölunni. Sennilega væri framfærsluvísi-
talan nú 5—6 stigum lægri, ef farið hefði verið eftir
þessari tillögu Framsóknarmanna á síðastl. vetri. At-
vinnuvegirnir væru þá mun betur staddir og launþegar
hefðu notið enn öruggari bóta en vísitöluuppbótarinnar,
þar sem verð framangreindra nauðsynjavara hefði verið
mun lægra, eða sem söluskattinum næmi, en hann er
nú 11%.
Þótt heppilegast hefði verið að fara eftir þessum til-
lögum Framsóknarmanna í fyrra, kæmu þær eigi að
síður að notum nú, þótt seint sé. Þær myndu sporna
gegn nýrri hækkun á framfærsluvísitölunni og spara
þannig atvinnuvegunum og ríkinu ný -útgjöld, sem ella
hlytust af þeirri hækkun og víxlhækkunum í kjölfar
hennar. Bætt staða atvinnuveganna myndi bæta ríkinu
upp það tekjutap, sem hlýzt af því að létta söluskattin-
um af umræddum vörum.
Til þess að sporna gegn vaxandi dýrtíð, er ekki til
neitt eitt allsherjarráð. Þar verður að beita mörgum og
mismunandi aðgerðum, sem eru þó samverkandi. Eitt
þeirra úrræða, sem þar koma að fullum notum, er að
fella niður söluskattinn á nauðsynjavörum, eins og
lagt er til í framangreindu fruimvarpi Framsóknar-
manna.
Námskostnaðarsjóður
Þeir Sigurvin Einarsson og Ingvar Gíslason hafa nú
endurflutt á Alþingi frumvarpið um námskostnaðarsjóð.
Samkvæmt því skal stofna sérstakan sjóð, sem tryggð-
ar eru allríflegar tekjur, til að veita styrki til nemenda,
er verða að dveljast fjarri heimilum sínum meðan á námi
stendur. Tekjur sínar á sjóðurinn að fá með tvennum
hætti: Gjaldi af tóbaki, áfengi og gosdrykkjum, og beinu
framlagi úr ríkissjóði.
í greinargerð frumvarpsins er lögð áherzla á, að þjóð-
félaginu beri skylda til að nema brott það misrétti, sem
af aðstöðumun nemenda stafar, og koma beri á sem
jafnastri aðstöðu æskufólks til menntunar hvar sem það
er búsett á landinu. Verði það ekki gert, stefni óðfluga
í þá átt, að skólar verði aðallega fyrir þá, sem búa við
skólaveggina.
Þess verður að vænta, að þetta mikla jafnréttismál
fái betri undirtektir nú en á síðasta þingi         Þ.Þ.
VADIM ARDATOVSKI, APN:
Verða löndin í Vestor-Evrópu
oháð dollarnum í framtíðinni?
Athyglisverð athugun á vegum Efnahagsbandalagsins
Aðstóðumunur Bandaríkj
anna og Sovétríkjanna e
m.a. fólginn í því, a'ö' dollar-
inn er alþjóðlegur gjaldmið
ill, en hið sama verður ekki
sagt um rúbluna. Þetta veit-
ir Bandaríkjunum miklu
traustari aðstöðu en Sovét-
ríkjunum á sviði alþjóðlegra
efnahagsmála. Af hálfu
Rússa er því lögð áherzla
á þann málflutning, að doll-
arinn sé ekki eins sterkur
gjaldmiðill og álitið er. Eft-
irfarandi grein er dæmi um
þennan málflutning Sovét-
manna.
í SEPTEMBERBYRJUN hóf-
ust í kauphöllunutn í Róm og
Mílanó skyndilega óvenjulega
mikil viðskipti með dollara.
Framboð á hinum grænu, er-
lendu seðlum fór fram úr eft-
irspurn, og farið var að kaupa
þá og.selja.á lægra verði, en
hin opinbera skráning segir til
uai, en samkvæmt henni era
þeir 624.725 lírur. Þá greip
Miðbankinn til varnaraðgerða
og kunngjörði að hann skipti
dollurutn eins og hver vildi á
réttu gengi. Þá hjaðnaði þessi
sölualda og dollarinn komst f
tirugga höfn hins opintoera
gengis  -----
Það hefur sett svip sinn á
undanfarandí tíma, að skyndi-
lega kemur upp í Evrópu van-
traust á dollaraaum og gengi
hans fer að sveiflast til alveg
fram að því að gripið er til
sérstakra ráðstafana.
I marz 1969 var verð á gull-
únsu komið upp í 43.8 dollara,
en var opinberlega skráð 35
dollarar. Nú er dollar metinn
u.þ.b. á við gulltryggingu sína.
En þessi gulltrygging er 1 raun
og veru ekki fyrir headi.
BANDARÍKJUNUM tókst að
fá aðildarríki að alþjóðagjald-
eyrissjóðnutn til þess að sam-
þykkja ályktun í marz 1968, en
sam'kvæmt henni geta hvorki
einkabankar né einstaklingar
krafizt þess að fá gull fyrir
dollara. Slík forréttindi hafa
nú aðeins Miðbankar aðildar-
ríkja, og þeir færa sér þau tæp
lega í nyt — en ef þeir gerðu
það nú?
í lok ársins 1969 námu
skammtíma skuldbindingar
Bacidaríkjanna erlendis vaa
þrisvar og hálfu sinni hærri
upphæð en gullvarasjóðar
þeirra. í því tilviki að van-
traust á dollarnum f Evrópu
kætni fram i kröfum um skipti
á dollurum fyrir gull, yrði
þetta volduga auðvaldsríki ann
að hvort að grípa til mikillar
gengislækkunar á gjaldmiðli
sínam eða lýsa sig gjaldþrota.
Dollarann skortir ekki aðeins
gulltryggingu. hann hefur
helduir ekki tryggingt í bióðar
Konnedy,  fiármálaráðherra  Bandarikjanna.
tekjum Bandaríkjanna. Vegna
mikilla útgjalda til stríðsias i
Vietnatn og vígbúnaðar á ár-
iau 1970 man halli á fjárlög-
um Bandaríkjanna nema um 7
til 8 milljörðam dollara.
Hvernig er þessi halli jafnað-
ur. sem er reyndar á síðast-
liðnum árutn orðinn hefðbund-
inn? Með því að gefa út nýja
pappírsdollara. En ef þeir eru
settir í utnferð, er verðbólga
óhjákvæmileg. Og dollarar era
sendir frá Bandaríkjunum til
útlanda og þ.á.m. til Evrópu.
BANDARÍSK FJÁRFEST-
ING í löndam Efnahagsbanda-
lagsins nemur núna um 30
tnilljörðum dollara, og bráða-
birgðaspár gera ráð fyrir að
hún aukist um 25 prósent á
þessu ýxi. Og hvað þýðir
þetta? í Vestar-Evrópu hlaðast
upp dauðir pappírsdollarar og
í stað þeirra eignast Banda-
ríkjamenn miklar og verðtnæt
ar eignir svo sem verksmiðjur,
iSnfyrirtæki o.fl.
Það væri aS grafa undan
eigin efnahagslífi, ef þessir
dollarar væru nýttir til þess a3
kaupa bandarískan varning. Og
ekki er hægt að skipta þeim 'í
gull vegna þeirra samþykkta,
setn gerðar voru 1968.
A ÞEIM ARUM, þegar efna-
hagslíf í Bandaríkjunum var
stöðugt og blómstraði í sam-
anbarði við efnahagslíf í banda
lagsríkjum þeirra, var það að
minnsta kosti „de facto" eðli
legt að alþióðagjaldeyriskerf-
ið hvíldi á bandarískri mynt
En n úer ástandið allt annað.
— Bandaríkin eiga í æðis-
gengnu vigbúnaðarkapphlaupi,
sem ekk: sér fyrir endann á
og hernaðarævintýrum sem þau
kæra sig ekki um að hætta við
Ríkið  skelfur  af félagslegum
átökutn. Út við sjóndeildar-
hring er hráefnakreppa að
koma í ljós. Hin tilbúna sam-
svörun við gjaldmynt Vestur-
Evrópuríkja, sem ekki eiga
þátt i hernaðarævintýrunum
tneð hinum ótraasta og yfir-
gangssama dollara, vekur
mikla gagnrýni.
f Frakklandi, Sviss og fleiri
löndutn eru ábyrgir aðilar
sem berjast fyrir því grund-
vallarsjóaarmiði að gullfótui
verið tekinn upp aftar, — t. c,
franski hagfræðingurinn Jack
Riuefe. Þetta óttast Bandaríkja
menn mest. Samkvæmt forspá
Lundúnafirtnans Consolidated
Goldfields Ltd. vérða 40 doll-
arar gefnir fyrir gullúnsu um
tnitt ár 1971, 45 dollarar á ár-
inu 1972 og 50 dollarar 1975
MJÖG athyglisverð er tiltölu
lega nýleg hugmynd, sem fram
er komin í sambandi við ti)
raunir raunsærra hagfræðinga
í Vestur-Evrópu til að losna
við hið ójafna og óhagkvæma
„hjónaband" dollarans oe gjald
tniðils þeirra f löndum Efna-
hagsbandalagsins er verið að
athuga míiguleika á því að
kotna á fót sjálfstæðu gjald-
eyrissvæði, sem væri óháð doll
aranum. örlögum hans og
„heilsufari". Sérstök nefnd
undir forustu fulltrúa Luxem-
borgar, Vemers, er nú að gera
skýrslu um þetta mál.
Framkvætnd þessarar hug-
myndar er varla tnöguleg á
næstu árum En hún sýnir vax
andi andstöðu Vestur-Evrópu-
ríkja gegn yfirráðum dollarans
og þar til heyrandi fjárfestingu
bandarískra einokunarhringa.
Æ oftar má nú heyr& slaeorð-
iS: Dollar, go home, í Evrópu-
löndum, og veldur þaS miklum
áhyggjum tneðal kaupsýslu- og
stjórnmálamanna í Bandaríkj-
unum.                 APN
b
jnBBEHaaasffiöi
J
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16