Tíminn - 16.10.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.10.1970, Blaðsíða 1
Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í gær: Verðstöðvun nú verður að byggjast á traustari grunni en gert var 1967 EB—-Reykjavik, fimmtudag. Ólafur Jóhannesson, formað! ur Framsóknarflokksins, gerfli í dag grein fyrjr þeim málum, sem Framsóknarflokkurinn mun leggja mesta áherzlu á, á þessu þingi. — Jóhann Hafstein forsæt- isráðherra gerði áðnr grein fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar, en á eftir Ólafi Jóhannessyni gerðu þeir Lúðvík Jósepsson og Hanni- ■ bal Valdimarsson grein fyrir stefnu flokka sinna. Þau mál, sem Framsóknarflokk urinn mun leggja mesta áherzlu á, á þessu þingi, sagði ÓTafur að væru bessi: 1. Efling atvinnulífsins. Fram- sóknarflokkurinn leggur áherzlu á að treysta grundvöll þeirra og byggja upp nýjar atvinnugreinar. Með það fyrir augum, þarf jafn- framt að skipulegigja fjárfestingu I og firamkvæmdir. 2. Fjármál ríkisins. — Fram- sóknarflokkurinn telur þörf á, að taka upp breytta stefnu í fjár- máluim ríkisins. Annars vegar! þarf að hamla gegn hinni sívax- andi útþenslu iríkisútgjatda og hins vegar þarf að taka tekjuöfl- unaríeið ríkissjóðs til gagngerðar endurskoðunar. 3. Dýrtíðarmálin. — Stefna þarf áð stöðlugri verðlagsþiróun og setja skorður við dýrtíðarrekstur- inn. Verðistöðvun verðuir að byggj ast á traustari grunni en gert var 1967. 4. Skólar og menningarmál. — Tryggja skal öllum sem jafnasta og beztu aðstöðu til menntunar. Jafnframt þarf að endurskoða og endurskipuleggja allt skólakerfið með tiliiti til breyttra aðstæðna. nýirra tíma og nýrra þarfa. 5. Byggðarjafnvægismálin. — Hið opinbera á að stefna að því, ákveðið og markvisst, að auka jafnvægið í byggðum Tandsins, ekki aðeins með efnahagslegum aðgerðum heldur einnig félagieg- um, menningariegum og stjórn- sýslulegum ráðstöfunum. Framhald á bls. 6. Yfirmenn semja Skipin hafa undanfarna daga stöðvast hvert af öðru í Reykja- víkiurhöfn vegna uppsagna yfir- manna á kaupskipafiotanum. Mynd in hér til hliðar var tekin í gær í höfininni í Reykjavík, frá borði í Heklu. Næstur Heklu er Herjólf- ur, og einnig sjást þarna þrjú skip Eimskipafélagsins. Alls hafa um 10 skip stöðvast vegna. uppsagn anna. Samningafuindir hafa verið h-idn ir dag.'ega og stóð sá síðasti frá kl. 15.30 í gær til 20.30, en þá voru undirritaðir samningar með fyrirvara. Ki. 22 í gærkvöldi hóf ust félagsfundir í félögum yfir- manna og var þeim ekki lokið, þeg ar blaðið fór í prentun en allar horfur taldar á, að samningannir yrðu samþykktir. (Tímamynd Gunnar) Alþýðusamband Islands sendir ríkisstjórninni ályktun um viðræðurnar: Engin skeriing á kjara- samningum kemur til greina Vill „standa nú þegar að raunhæfum aðgerðum til verðstöðvunar“ - ríkisstjórnin telur sum skilyrði ASÍ „tæpast snerta verðstöðvunarákvarðanir nú EJ-Reykjavík, fimmtudag. ★ Hannibal Valdimarsson las í dag upp á Alþingi bréf það, sem Alþýðusamband íslands ákvað á fundi á sunnudag að senda ríkis- stjóminni um viðræður þær, sem undanfaríð hafa farið fram milli stjórnarinnar og aðila vinnumark- aðarins — þótt miðstjórn Alþýðu- sambandsins hafi áður samþykkt a0 það bréf skyldi fyrst birt eftir að fulltrúar ASÍ hefðu fylgt því munnlega úr hlaði á viðræðufundi, sem fram fer á morgun. Jóhann Hafstein svaiaði þessu tiltæki Hannibals með því að lesa upp svarbréf frá ríkisstjórninni, sem einnig átti að leggja frnm á fund- inum á morgun. Spunnust út af þessu nokkr:.;- umræður á Alþingi. ★ Meginatriði í hréfi Alþýðusam- ' andsins, er að „ekki komi til greina ncin skerðing á kjarasamn ingum verkalýðsfélaganna“ og að ríkisstjórnin lýsi yfir því, að „ekki verði beitt iögþvingunum í einu eða neinu formi“, livorki varðandi greiðslur verðlagshóta á laun né öunur atriði. Einnig er lögð áherzla á, að míðstjóm ASÍ sé „reiðubúin að standa nú þegar að raunhæfum aðgerðum til verð- stöðvunar“ og í því sambandi nefnd sex atriði, sem nauðsynlegt sé að framkvæma í því sam- bandi. ★ í svarhréfi ríkisstjórnarinnar segir, að það sé ályktun stjórnar- innar af bréfinu að viðræðurnar „geti nú haldið áfram, en skiptast þurfi jafnframt á skoðununi ,um skilning tiltekinna atriða álykt- unarinnar“. Scgir einnig, að ýmis atriði ályktunarinnar séu „utan þeirra marka, sem viðræð- unum um verðliólguvandamálið voru settar“, en engu að síður •■egi ræða þau mál sérstaklcga. Hannibal Valdiniarsson tók síð- astur til máls af flokksformönn- unum á Alþingi í dag, og var meginefni ræðu hans að lesa upp bréf Alþýðusambandsins, sem samþykkt hafði verið að fyrst skyldi .jirta eftir viðræðufund milli aðila, þar sem ályktuninni yrði fylgt úr hlaði munnlega — eins og varaforseti ASÍ, Björn Jónsson, sagði í blaðaviðtali um leið og hann neitaði að gefa upp- lýsingar um ályktunina á dögun um. Jóhann Hafstein tók til máls í eftir Hannibal, og sagði, að ham kynni illa við, að Hannibal bland aði þannig saman formennsk'u Samtökum frjálslyndra og vinstr manna og formennsku í Alþýðu sambandinu, en þar sem Hannibai hefði lesið upp ályktunina, þí teldi hann rétt að lesa upp svar bréf ríkisstjórnarinnar. Hannibal reis upp aftur, oj sagði eðlilegt að fólk vildi fá aí Framhald á bls. 11.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.