Tíminn - 23.10.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.10.1970, Blaðsíða 1
* * * * * * * * * * * é * * . „ frystikistur ’«*/ r~r g a... FRYSTISKÁPAR JPA4x£fa^wÆfaÆ imnitif.unrii n ntFiiáBSTneTl 23-51MUI * * * * * * * * * * * * * * NOT UTVARPS OG SJQNVARPS KÖNNUÐ HÉR SJ-Reykjavík, fimmtudag. Innan skamms verða sendir út spurningalistar til fólks hér á landi um not þess af útvarpi og sjónvarpi. Könnun þessi Pr liður í rannsókn á notum sjónvarps, sem UNESCO styrkir. I>orbjörn Broddason hefur þegar gert könn un hér á landi um þetta efni, sem hann nefnir Börn og sjónvarp og gerð var skömmu eftir að islenzkt sjónvarp komst á laggirnar. Könn un sú sem nú er að hefjast er grundvaUarrannsókn í framihaldi af starfi Þorbjörns. Styrkur UNES CO er bundinn því, að erlendir sérfræðingar vinni að rannsókn inni og fer úrvinnsla gagna fram í Svíþjóð. Haraldur Ólafsson, dag skrárstjóri, annast framkvæmd könnunarjnnar hér á landi. Andrés Björnsson, útvarpsstjóri, sagði á blaðamannafundi í dag, að könnun sem þessi væri ortfin mikil nauðsyn hér sem annars staðar, en árangur hennar byggðist að mestu leyti á undirtektum þeirra, sem fengju spurningarlist ana, og kvaðst vonast til að lands menn veittu vísindamönnum góða samvinnu með greiðum svörum. Leit að rjúpnaskytt unni haldið áfram til sunnudagskvölds KJ-Reykjavík, fimmtudag. í dag var enn ieitað að rjúpna skyttunni, Viktori Hansen, en án árangurs, og voru 50 til 60 leitar- menn á svæðinu austan við Blá fjöll. Þar efra rigndi í dag, og jarðvegur orðinn blautur og slæm ur yfirferðar. Verra er að komast með ökutæki um leitarsvæðið nú en áður, vegna bleytunnar, og því verða leitarmenn að ganga lengra. Fyrirhugað er að halda áfram skipulegri leit fram á SunnudagskvöTd a.m.k. Hafa stikað leiðina frá Galtalæk og í Skagafjörð iKJ—Reykjavík, fimmtudag. Leiðin frá Galtalæk á Landi og niður í Skagafjörð var stikuð nú í október, og unnu sunnanmenn og norðanmenn verkið í sameiningu. Sigurjón Pálsson bóndi á Galta læk sagði Tímanum, að hann hefði ásamt sonum sínum og starfsmönnum VatnamæTinga Orkustofnunar stikað leiðina frá Galtalæk og að Laugafellsskálan um, en björgunarsveitin á Sauð árkróki hefði stikað leiðina úr Skagafirði og að LaugafeiLlsskála. Var verk þetta unnið eftir fyrir- s'ögn Sigurjóns Rist vatnamælinga manns og Jóns Birgis Jónssonar deiidtarverkfræðings hjá Vega málaskrifstofunni, að því er Sig urjón sagði. Leiðin sem þarna er um að ræða, liggur upp frá Galtalæk, sem er efsti bær í Landssveit, inn yfir brúna á Tungnaá hjá Sigöldu, og baðan inn að Þórisvatni og inn með bví. Þá yfir KöTdukvíslarbrúna, yfir HoTtamannaafrétt og af Sprengi sandi í sæluhúsið í Laugafelli, sem FcrCafélag Akureyrar á. Liggur leiðin hjá sæluhúsinu í Nýjadal, og gistu leiðangursmenn að sunn- an bar og í Laugafellsskálanum. Sigurjón sagði að veðrið hefði verið ótrúlega gott í ferðinni, en hún var farin dagana 4. — 15. október. Aðeins einu sinni kom dálítill bylgusa sagði Sigurjón, og aðeins á stöku stað burfti að krækja fyrir snjóskafla. Stikurnar eru með endurskins merkjum, og koma ferðalöngum að góðu gagni hvort sem um er að ræða almenna ferðamenn að sumarlagi, eða vatnamælinga- menn allan ársins hring. Það er nýja brúin á Jökulsá Eystri, sem Skagf. unnu við að koma upp, er gerir þessa leið færa, en áður var áin mikill farartálmi á þess airi leið, og hún helzt ekki fær vegna árinnar. ÞaS er ekkl á hverjum degi, sem kolum er skipað upp f Reykjavikurhöfn, og er þar af sem áSur var, þegar kol voru næstum einasti hitagjafinn í höfuSborginni, en nú hefur olían og ekki sízt helta vatniS komiS í staS kol- anna. Kolaskip var f Reykjavikurhöfn í dag, og kom meS kol til Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, en SambandiS flytur kolin inn. Á tímabili þurfti aS flytja kol ofan úr Borgarnesi til Reykjavíkur, en nú faer Innkaupastofnunin einn kolafarm á árl. Myndin er tekin viS kolauppskipunlna í dag. (Tímamynd Gunnar) ÍSLAND Á EVRÚPUMET í FÆÐING- UM BARNA UTAN HJÚNABANDS NTB—New York, fimmtudag. Ef fólksfjölgun á jörðinni lield ur áfram, eins og nú er, mun mann fjöldinn hafa tvöfaldazt og náð- 7 þúsund milljónum fyrir árið 2006, þrátt fyrir að fæðingartala hefur lækkað nokkuð síðan 1960. Þetta kemur fram í skýrslu Sam- einuðu þjóðanna um mannfólkið, sem lögð var fram í dag. Þar kemur einnig fram, að ísland á Evrópumet í fæðingu lausaleiks- barna og að alls staðar í heimin- um eru konur langlífari en karl- menn. Skýrslan nær allt fram til júlí í ár og þá vora 3552 milljónir nanna í heiminum, þar af 56% í Asíu. Fólksflesta land heimsins var Kína með 740 milljónir, þar næst Indland með 537 millj. og þá Rússland með 240 millj. Á grundvelli manntals frá 1968 var reiknað út, að Tokíó væri fólksflesta borgin með 9 milljón íbúa, þar næst New York með 7.964 og þá London með 7.763. Meðal barnatal'a í fjölskyldu er í Jórdaníu 5 börn, í Evrópu 2, og í Bandaríkjunum 3 börn. Þegar um er að ræða barns- fæðingar utan hjónabands kemur í ijós, að í sumum Suður-Ameríku löndum fæðast allt að 70% barna í lausaleik, en í Egyptalandi og ísrael er talan undir 1%. í Evrópu er ísland fremst á þessu sviði með 30% lausaleiksbörn, en í Grikk- Framhald á bls. 11. Frumvarp Framsöknarmanna á Alþingi: RAÐGJAFAR- OG RANNSOKNAR- STOFNUN SKÓLAMÁLA SETTÁ STOFN EB—Reykjavík, fimmtudag. Frumvarp til laga um að setja á fót ráðgjafar- og rann- sóknarstofnun skólamála, hefur verið lagt fram á Alþingi. — Flutningsmenn frumvarpsins ern Einar Ágústsson, Páll Þor- steinsson og Ólafur Jóhannes- son. Var þetta frumvarp flutt á síðasta þingi, en náði þá ekki fram að ganga. Er í frumvarpinu lagt til að verkefni stofnunarinnar verði eftirfarandi: a) að vera ráðgjafi kennara, fræðsluyfirvalda, foreldra og nemenda í skólum barna- og gagnfræðastigsins um tilhögun náms og námsmat, náms- og starfsval nemenda, einstaklings rannsóknir á afbrigðilegum nemendum ásamt ráðgjöf við val nemenda til sórkennslu, .svo og sálfræðileg meðferð nemenda með skerta geð- heilsu; b) að framkvæma stöðugar rannsóknjr á því, hversu náms- efni skólanna, kennsluaðferð- ir, próftilhögun, námsbækur, skólaskyldualdur nemenda, skólabyggingar o.fl. samrýmist aðkallandi þöríum þjóðlífsins og á hvern hátt því verði við komið, að aliir fái sem jafn- asta aðstöðu til náms, hvar sem þeir oúa á landinu. Á grund- velli þessara rannsókna skal stofnunin gera tillögur um nauðsynlegar breytingar. Þá er lagl til í frumvarpinu, að ráðgjafar- og rannsóknar- stofnunin skuli vera undir yfir st.jórn menntamálaráðherra, og að kostnaðurinn við stofnun- ina greiðist úr ríkissjóði. — Að lokum er kveðið svo á, að menntamálaraðherra skuli setja reglur um störf stofn- unarinnar, þar á meðal um fjölda þeirra sálfræðinga og félagsráðgjafa, sem að verk- efni því starfar, er getið er í a-lið um verkefni stofnunarinn ar, svo og viðfangsefni þeirra í hinum einstöku skólum og fræðsluhéruðum landsins. Þeg- ar ákveðin séu starfssvæði sál- fræðinga og félagsráðgjafa, er starfa á vegum stofnunarinaar, skuli hliðsjón höfð af umdæm- um námsstjóra. Stefna skal að því, að þessir starfsmenn verði búsettir hver á sínu svæði. .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.