Tíminn - 31.10.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.10.1970, Blaðsíða 1
Vopnaðir varðskips- menn gegn brezkum berserkum FB—Reykjavík, föstudag. Brezki togarinn Arsenal Grimsby hefur veriS á Seyðisfirði síðustu þrjá daga og hefur þar verið unnið að viðgerð á togaran- um. Seyðfirðingar hafa ekki farið varhluta af dvöl togarans þar eystra, því í gærkvöldi gengu ölvaðir skipverjar af togaranum berserksgang um bæinn. Brutust þeir meðal annars inn i tvær verzlanir á Seyð- isfirði. Þar var stolið smá- vörum, sígarettukveikjur- um og öðru. Hafði sézt til Bretanna á leið um bæinn með kúbein. Lögreglumenn fóru "J-n borii í togarann í raorgun, og yfirheyrðu skipsmenn og ætl- uðu einnig að leita þýfisins. Miklar róstur vora þá um borð í skipinu, og allir Bretarnir ölvaðir nema yfirmenn skips- ins. Fundu lögreglumenn nokk- uð af því, sem stolið hafði ver- ið í verzlununum. Sjö Bretar vörnuðu þá lögreglutnönnum inngöngu í einn skipsklefann, og hótuðu jafnvel að limlesta þá, sem reyndu að komast inn. Reyndi lögreglan að stilla til friðar með aðstoð skipstjórans. Greip skipstjórinn þá til þess ráðs, að sigla togaranum út á leguna á Seyðisfirði, og beðið var um aðstoð frá varðskipi, og j kom varðskipið Óðinn. Sjö t varðskipsmanna fóru þegar um borð í togarann og vora þeir vopnaðir bæði byssum og bar- eflum. Varðskipsmönnum og lögreglu tókst að ráða niður- lögum Bretanna, Oo voru þrír þeirra teknir og settir í hand- járn og fluttir í fangahúsið á | Seyðisfirði. Fjórir vora geymd ir um borð, og hefur lögreglan þar eftirlit með þeim, og einnig 1 eru nokkrir varðskipsmenn ! enn um borð í togaranum, sem \ í kvöld hafði ekki verið færð- 1 ur upp að bryggju aftur. Gljúfurversvirkjun og yfirlýsing iðnaðarráðu- neytisins - sjá bls. 8. * * * * * * * * * * * * * * T1 7T77 FRYSTIKISTUR * 3 FRYSTISKAPAR * h-.f * * * * * * * * * * * Ríkisstjórnin neitar að hafna lögþvingunum YIÐRÆÐUNUM ÞAR MEÐ LOKIÐ Tjörnin í Reykjavík hefur verið lögð undanfarna daga, og því vinsæll leikvöllur fyrir reykvíska unglinga, sem m.a. spreyta sig þar í íshokkí. Þessi mynd var tekin af nokkrum piltum í íshokkí í fyrrakvöld. (Tímam. Gunnar) VERDHÆKKANIR DYNJA NÚ YFIR EJ—Reykjavík, föstudag. VerShækkanir virSast nú eiga aS dynja yfir almenning áSur en „verSstöSvun" verSur komiS á. í gær var tilkynnt um 15% hækkun á útsöluverSi á áfengi og tóbaki, og i dag bárust fréttir af 15% hækkun á verSi strætisvagnamiSa í miðaspjöld örorku- og ellilíf- eyrisfarþega, 70 ára og eldri, með 26 miðum kosta 100 krónur eftir hækkunina, en fargjöld barna verður 4 krónur hvert, en farmiða spjöld fyrir börn, með 10 miðum, munu kosta 25 krónur í fyrramál- ið. Reykjavík, og um 17% hækki Sú hækkun, sem varð á áfengi og tóbaki í gær, varð sögð til þess að auka niðurgreiðslur á mjólk og rjóma, og tekur lækkun- in á mjólkurverðinu gildi 1. nóv- ember, sem er á sunnudaginn. í auglýsingatíma útvarpsins í kvöld var síðan lesin tilkynning frá heilbrigðis- og tryggingarmála- ráðuneytinu, þar sem týst var 17% hækkun á lyfjum, en tilkynnt um leið að rúmlega 9% hækkun, sem gerð var fyrir allnokkru, félli nið- ur. í útvarpsfréttum í kvöld var svo n á lyfjum. tilkynnt, að í fyrramálið hækki fargjöld Strætisvagna Reykjavík- ur, og nemur hækkunin 15% eða rúmlega það. Kosta þá einstök far gjöld fullorðinna 11 krónur, en farmíðaspjöld með 10 mi.um 100 kr. — og spjöld með 26 miðum 200 krónur. Far- Dró Montgomery á langinn? — Sjá Það hefur komið fram hjá for- sætisráðherra, að verðstöðvun verði væntanlega sett um miðjan nóvember. Virðist svo, sem flestir aðilar hyggist hækka vörur sínar og þjónustu áður en sú stöðvun kemur til framkvæmda. Og almenningur. sem borgar brúsann, spyr nú: Hvað hækkar næst? heimsstyrjöldina grein á bls. 6 EJ—Reykjavík, föstudag. Viðræður ríkisstjómarinnar, at. vinnurekenda, verkaiýðshreyfing- ar og bænda um verðbólguvand- ann eru nú liðnar undir lok. Mið- stjórn Alþýðusambands fslands ákvað á fundi sínum { gær, að þar sem ríkisstjórnin hefði reynzt ófáanleg til þess að gefa vissar yfirlýsingar, sem væru grund- vallarskilyrði af hálfu verkalýðs- hreyfingarinnar fyrir áframhald- andi viðræðum. Þá teldi miðstjórn in að viðræðunum væri lokið. Eins og kunnugt er af fyrri fréttum, gerði miðstjórn ASÍ 11. október síðastliðinn sérstaka sam- þykkt um áframhald viðræðn- anna við ríkisstjórnina og vinnu- veitendur. Þar sagði meðal ann- ars eftirfarandi: „Að fengnum upplýsingum, sem fram hafa komið í viðræðum full- trúa Alþýðusambands íslands og ríkisstjórnarinnar um ástand og horfur í efnahagsmálum og hug- myndum, sem þar hefur verið breyft af hálfu fulltrúa ríkis- stjórnarinnar — ályktar miðstjórn sambandsins eftirfarandi: I. að ekki komi til greina nein skerðing á kjarasamningum verka lýðsfélaganna og að það sé grund- vallarskilyrði fyrir hugsanlegu framhaldi viðræðna um efnahags- mál við ríkisstjórnina og vinnu- veitendur, að því sé lýst yfir að ekki verði beitt lögþvingunum í einu eða neinu formi til að breyta kjarasamningum verklýðssamtak- anna og samtaka vinnuveitenda frá 19. júní s.l. og síðar, hvorki varðandi greiðslur verðlagsbóta á laun né í öðrum atriðum“. Á síðari viðræðufundum með fulltrúum rfkisstjórnarinnar, og jafnvel á alþingi, var síðan reynt að fá slíka yfirlýsingu, sem þarna er rætt um, frá forsætiráðherra eða öðrum talsmönnum ríkis- stjórnarinnar, en án árangurs. Því var það, að á fundi sínum í gær, samþykkti miðstjórn ASÍ eftirfarandi yfirlýsingu: „Þar sem ekki hafa. af háTfu ríkisstjórnarinnar, reynzt fáan- legar neinar yfirlýsingar, sem fullnægja þeim skilyrðum, sem Framhald á bls. 14 Verðlækkunin á mjólkinni FB—Reykjavík, föstudag. Frá og með sunnudagsmorgni lækkar verð á mjólk og rjóma. Eins lítra mjólkurhyrna, sem áð- ur kostaði 18 krónur mun þá kosta kr. 15.30. Verð á rjóma Iækkar á þá leið, að kvarthyrn- ur sem hafa kostað kr. 40.50 munu kosta kr. 30. Rjómalítr- inn lækkar um 42 kr. í 119 krón ur, súrmjólk lækkar í sama hlut falli og mjólkin. Lækkunin á mjólkurhyrnunni nemur 15% en á rjómahyrnunni er lækkunin hins vegar 26%.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.