Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 27.11.2005, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ég vil í nokkrum orðum minnast góðrar konu, Báru Hólm, sem kvatt hefur fólkið sitt á Eskifirði og víðar eftir sjúkdómsbaráttu um nokkurt skeið. Fjölskylda mín kynnt- ist henni fyrir hartnær 40 árum, þeg- ar ég hóf störf sem sóknarprestur á Eskifirði. Þrjú elstu börnin okkar, sem þá voru innan við skólaaldur, fundu fljótt heimili Báru, sem var næsta hús við prestssetrið á Eskifirði. Þangað fannst þeim gott að koma og þar vildu þau gjarnan vera og njóta samvista við hana og börnin hennar. En það voru ekki einasta börnin, sem fundu góðvild og hlýju hjá Báru. Við, sem eldri vorum áttum vinum að mæta hjá henni og eigin- manni hennar, Kristni G. Karlssyni, skipstjóra, þann tíma, sem við dvöld- um á Eskifirði. Bára var sérlega vinaföst mann- eskja og gleymdi aldrei þeim, sem kynntust henni og bundu við hana tryggð. Hún var hispurslaus í fram- komu og sagði gjarnan meiningu sína BÁRA HÓLM ✝ Bára Hólmfæddist á Eski- firði 13. júní 1935 og ólst þar upp. Hún lést á heimili sínu aðfaranótt miðviku- dagsins 16. nóvem- ber síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 22. nóvem- ber. um menn og málefni. Þess vegna eignaðist hún sína mörgu góðu vini, sem kunnu vel að meta hreinskilni henn- ar og trygglyndi. Við þau vegamót, sem orðin eru, kvikna margar ljúfar minn- ingar í hugum okkar, vina hennar, sem feng- um að kynnast henni og ganga með henni um þennan heim um nokkurt skeið. Við hefðum óskað þess, að hún fengi að njóta fjölskyld- unnar sinnar lengur, en eins og segir í Predikaranum, þá er öllu afmörkuð stund og ekkert okkar veit í rauninni, hversu langt lífsskeiðið verður. „Að lifa hefur sinn tíma og að deyja hefur einnig sinn tíma,“ segir í hinni helgu bók. Og hversu oft þurfum við ekki að standa frammi fyrir þessari stað- reynd, mannanna börn. Við hjónin vorum stödd fyrir aust- an í október og byrjun nóvember síð- astliðinn og fórum þá um Fjarða- byggð. Gafst okkur þá tími til að hitta Báru, sem dvaldi á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaupstað. Þegar konan mín sagði við Báru, að þær mundu líklega hittast í sumar, þá taldi Bára það ólíklegt. Og nú er það fram komið, sem hana grunaði, að engill dauðans hef- ur vitjað hennar. Í látlausri sálmaskrá, sem birt var við útför Báru, mátti meðal annars lesa þetta: „Þótt ég sé látin, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi ykkar og ótta. Ég er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látna mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt, sem lífið gefur, og ég, þótt látin sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ Þessi fallegu og hughreystandi orð voru kveðja Báru Hólm til vina sinna. Hún umvafði fjölskyldu sína og vin- ina mörgu, og vildi ætíð láta gott af sér leiða. Þess vegna kveðjum við hana með þakklæti fyrir tryggðina og góðvildina, sem voru förunautar hennar í jarðnesku lífi. Sérstakar samúðarkveðjur flytj- um við Kristni, eiginmanninum hennar, börnunum hennar og tengdabörnum, barnabörnunum, barnabarnabörnunum, sem kvatt hafa góða eiginkonu, móður, tengda- móður, ömmu og langömmu. Já, minningin um Báru Hólm er sannarlega einlæg og djúp í hugum þeirra, sem hún elskaði mest, hugum þeirra, sem elskuðu hana og mátu fyrir allar góðu og glaðværu sam- verustundirnar í jarðnesku lífi. Kæri Kristinn, Guð gefi að sólin megni að skína á minningarnar þínar um Báru. Og þið börnin, tengdabörnin, barnabörnin og barnabarnabörnin minnist umfram allt elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, sem gaf ykkur allt það góða, sem ein manneskja getur gefið. Fjölskylda mín kveður hana með söknuði og í kærleika og vottar ykk- ur öllum innilegrar samúðar á vega- mótum. Bragi Benediktsson. Leiðir okkar Eddu lágu saman snemma á lífsleiðinni. Ég kom inn í hennar líf á 7. afmælisdaginn. Þegar pabbi hitti Eddu næst eftir þennan atburð sagði hann: „Nú er hún búin að taka afmælisdaginn af þér.“ Edda var hugsi um stund en sagði svo: „Getum við ekki átt hann saman?“ Fyrsta minning mín um Eddu er frá vorinu 1946, á leiðinni fram í Vill- ingadal í jeppanum hans pabba. Við sátum sín á hvorum hjólkassa í fyrsta en ekki síðasta sinn. Foreldr- ar mínir voru að flytja þangað bú- ferlum frá Stokkahlöðum. Guðrún amma og Kristinn afi fylgdu okkur, kisa og hundurinn Valur voru einnig með í för. Edda mundi glöggt þessa fyrstu ferð sína í Villingadal en þær áttu eftir að verða fleiri. Hún var kaupakona hjá okkur í þrjú sumur. Föðurforeldra mína, er þar bjuggu, kallaði hún ætíð afa og ömmu. Seinna lágu leiðir okkar saman á ný. Þá vorum við skólastjórar við barnaskólana framan Akureyrar. EDDA EIRÍKSDÓTTIR ✝ Edda Eiríks-dóttir fæddist á Akureyri 25. sept- ember 1936. Hún lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ak- ureyri að morgni 11. nóvember síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Ak- ureyrarkirkju 17. nóvember. Hún fyrst í Hrafna- gilshreppi og síðar í Öngulsstaðahreppi en ég í Saurbæjarhreppi. Á kennaranám- skeiðum, er haldin voru hér um slóðir, stóð Edda jafnan fyrir ýmsum uppákomum til fróðleiks og skemmtunar fyrir þátttakendur. Hún var alsæl, ef hún komst upp á Hólafjall með vini sína og starfs- systkini. Ég átti jeppa, sem dugði vel í slíkar ferðir. Eitt sinn í Hólafjallsför með Þóreyju Ket- ilsdóttur fundum við lítið gult blóm, sem við þekktum ekki. Datt okkur einna helst steinbrjótur í hug, en lit- urinn passaði ekki. Stuttu seinna var haldið kennara- námskeið og var Örnólfur Thorlacius þar meðal fræðara. Edda greip tækifærið og leitaði álits hans varðandi blómið. Örnólfur gat litlu svarað, en taldi ekki óhugs- andi að sýrur í jarðvegi hefðu áhrif á lit blómsins. Eftir þennan vitnisburð kallaði Edda blómið „örnólfskan sýrubrjót“. Á ferðalögum með Eddu gerðust einatt óvæntir og skemmtilegir at- burðir. Edda mín, hjartans þakkir fyrir samfylgdina. Ættingjum og vandamönnum Eddu sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Ingibjörg. Það fylgdi Svenna jafnan nokkur gustur. Bæði var fyrirferðin talsverð og eins að jafnan þurfti að fylgja málum eftir af nokkurri ástríðu. Það leyndi sér ekki að þar fór maður sem bar merki þess að skaphöfn hans hafði mótast af sjálfs- ✝ SigursveinnKristinn Magn- ússon fæddist í Ási í Glerárþorpi 1. apríl 1937. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 11. nóvember síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Gler- árkirkju 22. nóvem- ber. öryggi þess sem kann sitt fag. Svenni var ekki bara völundur og hagleiksmaður í sinni iðn, heldur fylgdi hon- um sá kostur í flestu því er hann tók sér fyrir hendur að það var vel gert. Upplag hans var slíkt að hann kynnti sér áhugamál sín og málefni ofan í kjölinn og oftar en ekki neytti hann allra þeirra kosta sem hon- um voru gefnir fyrir þann málstað er hann stóð fyrir í rökræðunni hverju sinni. Eftir tveggja áratuga kynni varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi fyrir u.þ.b. fimmtán árum að fá að kynn- ast mér áður óþekktri hlið á Svenna, hlið sem átti býsna drjúgan hluta lífs hans. Þessi hlið var veiðimennska. Þar átti Svenni sér fáa jafningja því þeir eru ekki margir sem munu ganga í sporin hans í hæfni og frum- leika. Veiðigæfa hans var mikil og hann skóp sér hana að mestu sjálfur, með síkvikum huga, eftirtekt og snerpu. Fátt lýsir betur hjartalagi hans og hugsun en veiðimennska hans. Þar var maður sem sífellt var tilbúinn að skoða viðfangsefni sitt frá nýju sjónarhorni og reyna eitthvað nýtt. Hann var óþreytandi leiðbein- andi, frásagnameistari og frábær fé- lagsskapur. Hann hafði auga fyrir því smáa og flókna í hverju máli og kunni þá list flestum öðrum betur að þrátta án leiðinda, eða miklu heldur öðrum til skemmtunar. Oftar en ekki stóð Svenni fremst- ur meðal jafningja því honum hug- kvæmdist að gera og reyna það sem engum öðrum datt í hug. Fyrir þetta uppskar hann ríkulega, en eftirlét jafnframt félögum sínum og vinum drjúgan sjóð að sækja í um ókomna tíð. Jörundur Guðmundsson. SIGURSVEINN KRISTINN MAGNÚSSON Sirrý mín, þá er þessu hræðilega stríði loks lokið. Grimm ör- lög og miskunnarlaus. Loksins fékkstu hvíldina eftir fimm ár á því góða heimili Skógarbæ. Við komum að heimsækja þig á jöfnu tímabili í fjögur ár, seinasta árið var erfiðast og komum við þá æ sjaldnar, þér fór svo ört hrakandi og varst far- in að missa tengslin við þennan margbrotna heim. Við kynntumst á Bergstaðastræt- SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR ✝ Sigríður Ólafs-dóttir fæddist í Reykjavík 26. ágúst 1925. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 1. nóvem- ber síðastliðinn og var jarðsungin frá Fossvogskapellu í kyrrþey 9. nóvem- ber. inu, þegar við systurn- ar tvær áttum heima á nr. 19 og vinkonur okkar úr sauma- klúbbnum á nr. 78, en þú á nr. 80. Þá voruð þið Inga á sama ári, fæddar 1925, en Nanna 1924 og Dída 1927 og var ég 11 ára, en hinar allar eldri og bundumst við ævar- andi traustum vina- böndum. Við erum nú aðeins þrjár eftir af sjö úr saumaklúbbnum og er ekki að vita hvenær okkar endur- fundir verða næst. Allir sem þekktu Sirrý eru sam- mála um að allt sem hún kom nærri var alveg fullkomið, blómarækt, handavinna eða matargerð, og var heimili hennar bæði mjög hlýlegt og fallegt. Hún lifði fyrir fjölskyldu sína og vini. Hún var gift Guðmundi Guð- mundssyni frá Móum á Kjalarnesi og eignuðust þau fjögur börn, sem eru öll fjölskyldufólk. Sirrý var sann- kölluð hefðarkona sem vildi öllum vel og sýndi það í verki. Hún miklaðist aldrei af sínum hæfileikum. Hún var alltaf ,,perfect“ og var það frá því að hún var í Verslunar- skólanum – þá fór hún að fá sér- saumaða kjóla og fékk allt sem hug- urinn girntist. Hún átti tvo bræður og var hún elst systkina og eina stelpan foreldra sinna, Gyðu Gunn- arsdóttur og Ólafs R. Björnssonar heildsala. Þau fluttu á Fjölnisveg 3 af Bergstaðastræti 80 þar sem þau áttu heima í þrjú ár. Þar áttu þau heimili sitt æ síðan og ólst Sirrý þar upp. Sirrý mín, við þökkum þér fyrir samfylgdina, sem var mjög ljúf. Það er ómetanlegt að eiga góða vini í blíðu og stríðu. Við hittumst vonandi hinum megin og getum þá í gleði okkar gengið suður Laufásveginn, eins og Tómas Guðmundsson mælti í einu kvæða sinna. Við sendum af- komendum þínum innilegar samúð- arkveðjur. Rannveig (Nanna), Inga og Unnur (Dída). Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR JÓSEFSDÓTTUR, Hringbraut 50, áður Tómasarhaga 44, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir einstaka umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlý- hug og vináttu við andlát og útför elsku föður okkar, vinar, afa, langafa og langalangafa, KJARTANS ÓLAFSSONAR frá Strandseli, Ögurhreppi við Ísafjarðardjúp, Birkihvammi 8, Kópavogi. Innilegar þakkir færum við Þorsteini Gíslasyni lækni og starfsfólki 13d, Landspítala við Hringbraut. Guð blessi ykkur. María Erla, Bolli, Einar, Guðríður og Halldór Kjartansbörn, Sigríður Helgadóttir og afabörnin. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURJÓN STEFÁNSSON skipstjóri, Austurbrún 33, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 17. nóvember, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtu- daginn 1. desember kl. 11.00. Ragnhildur Jónsdóttir, Stefanía Vilborg Sigurjónsdóttir, Axel Eiríksson, Jón Sigurjónsson, Inga Sólnes, Sigrún Sigurjónsdóttir, Roberto A. Spanó, Stefán Sigurjónsson, Guðrún Dröfn Marinósdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.