Tíminn - 09.03.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.03.1971, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 9. marz 1971 17 TSMINN Ingólfur A. Þorkelsson: r s r SKOLASTJORi A VjLLiGOTUM SVAR TIL GUÐMUNDAR SVEINSSONAR Tvaer greinar á sama meiði. GuðmwöðSir Sveinsson, skóla- stjóri Samvinnuskólans, akrií- aði grein í þetta blað 18. febr. S.I., er hann nefndi „Menntun og manndómur". Greinarhöf- undur ræðst vægast sagt með hæpnum fullyrðingum að stjóm Sambands íslenzkra bamakennara (S.Í.B.) og skóla stjóra Kennaraskóla íslands annars vegar — og háskóla- menntuðum mönnum, einkum háskólamenntuðum kennur- um hins vegar. Hann nefnir ekki mmrædda aðila beinum oríAmx, en ekki fer á milli mála, hverjir þeir era. Það er alkunna, að stjóm S.Í.B. og skólastjóri Kennaraskólans beita sér najög eindregið fyrir því, að frumvarpið um Kenn- araháskóla íslands verði sem fyrst að lögum. Ekki roun ég fara mörgum orðum um fyrri hluta greinar- innar, sem ber yfirskriftina: „Kennaraforysta á villigötum“. Umrædd forysta mun eflaust svara fyrir sig. í upphafi grein arinnar ræðir höfundur tillög- unnar uan Kennaraháskóla. Hann segir m.a.: „Það skyldi þó aldrei vera að þessar tillög- ur og röksemdimar fyrir þeim kæmu þvert á þær hugimundir m skóla, nám og hæfni, sem nú eru hvarvetn^ ac? ryðja sér til rúsns í veröldinni". Nokikru aðar í greininni segir höfund- ur eénnig, að með tillögunum mn Kennaraháskóla sé verið „aS skipta mönnum í tvær heiidir, gáfaða og heims|ka“ og siðar færist hann allur í auk- ama og telur, að röksemdir for ssarsimanna Kennaraháskóla séu sömu ættar og röksemdir kúgara og kynþáttahatara. Þannig mælir maður, sem ásak ar aðra um skort á hógværð. Ég kem því ekki heirn og sam an, að menntun bamakennara á háskólastigi komi þvert á hina húmanistísku mennta- stefnu, þ.e. beinist gegn því, ao1 menn fái að stunda það nám, sem þeir eru hæfir til og megi þannig njóta hæfileika sinna, öðlist réttindi sam- kvæmt þri o? beri ábyrgð hver á sínu sviðL Þvert á móti tel ég það aug- ljóst, að vel menntaðir kenn- arar séu helzta stoð slíkrar iBenntasteínu. í lok greinar sinnar segir höfundur, að umrædd mennta- stefna fari sigurför um Vestur lönd. Já. rétt er það. Og þar eru Noríiurlönd fremst í flokki. En samfara þessari stefnu — og í aligjöru samræmi við hana — er sú stefna, að barnakenn arar fái menntun sína á há- skólastigi. Alls staoár á Norð- urlöndum utan á íslandi fer menntun barnakennara nú fram eftir stúdentspróf, sama er að segja um langflest lönd í Vestur-Evrópu. Menntun kennara á háskólastigi og hin húmanistiska menntastefna eru því tvær greinar á sama meiði — þetta tvennt styður hvort annað í reynd á Vestur- löndum. Meginröksemd höf- undar reynist því vera fullyrð- ing út í bláinn. Margt fleira mætti segja um fyrri hluta um ræddrar greinar. en ég læt. öðr um það eftir og sný mér að siðari hlutanum, sem fyrst og fremst er tilefni þessarar grein ar. Sleggjudómar. Síðari hluti greínarinnar ber yfirskriftina: „Háskólamennt- aðir menn eiga ekki að vera hrokafullir" og hefst á þessum orí.'um: „Það hefur vakið nokkra athygli, að háskóla- kenntaðir kennarar, sem nefna sjálfa sig svo, hafa mjög flíkað hroka sínum og sjálfs- þótta. Orsökin hefur verið sú, að nám þeirra við háskóla hef- ur ekkj verið metið til peninga á þann hátt sem þeir álíta eðli legt“. Svo mörg voru þau orð. Þarna er strítt talað, og ekki Ingólfur A. Þorkellsson er béinlínis hógværðinni fyrir ao' fara hjá greinarhöfundi svo að ekiki sé minnzt á það. að hann færir nákvæmlega engin rök fyrir þessum fullyrðingum sínum. Skilmerkilegra hefði verið hjá höfundi að greina frá því í hverju þessi „hroki“ er fólginn, í hvaða kröfum og baráttuaðícrðum þessi „sjálfs- þótti“ birtist. En það forðast hann eins og heitan eldinn. Hann finnur ort'um sínum hvergi stað, og þess vegna er ekki mark takandi á þeim. Háskólamenntaðir kennar- ar hafa aldrei krafizt neinna sérréttinda sér til handa. Hins vegar hafa þeir farið fram á jafnrétti við aðra, sem vinna við kennslustörf og þá, sém vinna sambærileg störf á öðr- um vettvangi. Þessi jafnréttis- krafa er einfaldlega í því fólg- in, að þeir fái ekki mun minni ævitekjur en aðrir, sem vinna sambærileg störf. Samkvæmt æviteknarannsókn, sem gerð var á vegum Bandalags há- skólamanna fyrir nokkru, eru háskólamenntaðir gagnfræða- skólaikennarar verst settir hvao' þetta snertir, svo og menntaskólakennarar með 6 ára háskólanám a'ð baki. Nú spyr ég greinarhöfund: Er það nierki um hroka, að krefjast þannig jafnréttis við aðra? Á að refsa mönnum fyr- ir það. að búa sig sómasam- lega undir starf sitt með námi, hvort sem þaö' er í háskóla eða annars staðar? Og ennfremur: Er það ebki greinilegur hagur fyrir skólastarf í landinu og í samræmi við hagsmuni þjóðar innar, að kennarar séu sem bezt menntaðir og sómasam- lega launaðir samkvæmt því? Ég tel það augljóst mál, að sérmenutaðir kennarar séu grundvöllurinn og burðarstoð irnar í starii hvers skóla. Félag háskólakenntao’ra kennara (F.H.K.) hefur og bar izt fyrir því á undanförnum árum, að bóknámskennarar á gagnfræða- og menntaskóla- stigi búi sig undir starf sitt með sérstöku námi, eins og barnakennarar og allir sér- greinakennai-ar verða að gera, svo að ekki sé minnzt á hó- skólamenntaðar stéttir svo sem verkfræðinga, lækna, lögfræð inga og presta. Enginn fær að gegna störium hinna síðast- nefndu stétta, nema hann hafi búið sig undir þau með sér- stöku námi. Allar stéttir há- skólamenntaó'ra manna hafa fengið sín réttindi viðurkennd fyrir löngu með lögum, en um kennslu bóknámsgreina í frarn haldsskólum gilda svo loðin ákvæði, að það starf er og hef ur verið opið Pétri og Páli. Ég spyr greinarhöfund aftur: Ber það vott um sérstakan sjálfsþótta, að krefjast þess að vera settir við sama borö' og aðrir hvað réttindi snertir? 1 þriðja lagi hafa háskólamennt- aðir kennarar sem og aðrir háskólamenn innan Bandalags háskólamanna krafizt þess, að bandalagið fengi samningsrétt. Ég spyr enn: Er það ósann- gjarnt? Ber það nú lika vott 0um sérstákaji hroka? Allar aðr ' ar' sfeftir háfá ’ féngi'ð þennan rétt, verkalýðshreyi'ingin fyrir löngu og opinberir starfs- menn, aö'rir en háskólamenn. fyrir nokkrum árum. Eru það ekki sjálfsögð mannréttindi, að menn semji sjálfir um kjör sín? Er samkvæmni í því að trúa t.d. verkamanni, póst- mannj og barnakennara fyrir aðild að samningsrétti en ekki hás'kólakennara? Ég tcl og vafalílið að höf- undur umræddrar greinar vilji með áðurnefndum ummælum skírskota til mótmæla F.H.K. gegn síðustu kjarasamnin-g- um og gegn vinnubrögðum samningsaðila meðan á samn- ingum stóo'. Það er augljós réttur manna í lýðræðisþjóðfé- lagi að mótmæla, þegar þeir eru rangindum beittir. F.H.K. mótmælti alltaf á grundvelli skýrra og réttmætra raka, og það þari afar öígakenndan þankagang til þess að flokka slíkt undir hroka og sérstakan sjálfsþótta. Háskólamenntaðir kennar ar voru svo sannariega ekki þeir einu, sem mótmæltu þess- um ranglátu og ósæmilegu samningum. Mótmælin voru o-g eru mjög almenn og eindreg- in. Einhver hörðustu mótmæl- in komu frá Prestafélagi ís- lands um mðijan janúarmán- uð s.l. Ég ætla ekki að leggja það á fínu taugarnar í grein- arhöfundi, hinum prestlærða skólastjóra, að vitna til um- ræddra mótmæla. „Hrokagikk irnir" gætu þá virzt nokkuð margir orö'nir! Vissu fleiri en þögðu þó! Það er dálítið kyndugt. hve tiðrætt greinarhöfundi verður um sjálfsagða hluti eins og t.d. að menntamenn eigi a'ð vera hógværir. að þeir þekki öðrum fremur takmarkanir sínar — og margt megi læra í skóla lífsins. Um þetta eru allir sæmilegir menn sammála. En hógværð og. þek'king á sínum eigjn takmörkunum þarf ekki að fara í bága við það, að menn standi á rétti sínum. Broslegust aí öllu eru þó þau ummæli höfundar, að háskóla- menntaó'ir menn hafi „ekki numið alla þekkingu einu sinni fyrir allt“. Vissu fleiri en þögðu þó! Heldur greinarhöf- undur, að þetta séu einhver ný sannindi? Mér er spurn. Flestum mönnum er Ijóst fyr- ir löngu, ekki sízt kennurum, að menntunin hefur engan endapun'kt, hún er ævilöng, ekki sízt vegna þeirrar nýju þekkingar, sem visindalegar rannsóknir draga sífellt fram í dagsljósið. Forystumcnn F.H.K. hafa margsinnis lagt þunga áherzlu á þessa stað- reynd á undanförnum árum. Eru háskólar nútimans loka'ð- ur heimur? Að lokum vil ég slaðnæmast við eftirfarandi orð í uanræddri grein: „í háskólum eins og í klaustrum búa menn við ein- angrun, ástundun í annarlegi'i og tilbúinni veröld". Þcssi full yrðing vekur margar spurning ar? Eru háskólar nútúnans lok aður heimur eins og klaustur- skólar miðalda? Eða er þaB Framhald á bls tl Hugljúfar endurminningar eftir Pétur Eggerz, sendrherra. Páll Ölafsson frá Hjarðai'holti er horfinn af sjónarsviðinu. Hann andaðist mánudaginn 15. febrúar, 83 ára gamall. Menn tóku eftir Páli hvar sem hann kom. Hann var alla tið glæsimenni og snyrtimenni. Hann hélt sinni glæsimennsku allt fram í andlátið. Lífið er hart. Þar skiptast á skin og skúrir, og Páll kynntist báðum þessum hliðum lífsins. Páll var kvæntur Hildi Stefáns- dóttur frá Auðkúlu og eignuðust þau 5 börn. Þar sem bæði Hildur og Páll höfðu til að bera listræna hæfileika í ríkum mæli, þá er ekki að furða þó börn þeirra fimm væru einnig gædd listgáfuni. Tvær systurnar eru myndhöggvarar og sú þriðja list- málari. Ein systirin hefur hlotið verðlaun í Kaupmannahöfn, önn- tir í Paris. Sþkt gleður alla foreldra. Ekki mun ég rekja æfisögu Páls hér, það hafa aörir þegar gert. Ég kynntist Páli seint, en ég kynntist honum vel. Á árinu 1969 bauð Andrés Ásmundsson, læknir og tcngdasonur hans, hoiium að búa hjá sér. Þar sem ég er tíður gestur á heimili þeirra Þorbjargar og Andrésar, þá hittumst við oft daglega i það hálfa ár sem hann bjó á heimili þeirra. Læknisheimili cru alltaf ólík öðrum heimilum, og þegar læknirinn er giftur mynd- höggvara þá er útilokað að heimilisreksturinn geti farið eftir hefðbundnum reglum. En Páll Ólafsson naut þess að dvelja á þcssu heimili. Andrés og hann voru báðir mjög músíkalskir og það dró þá saman. Við spjölluðum saman, við fórum í ökufer'ðir saman. við hlógum saman. Páll sagði okkur skcmmtilegar sögur með sinni ágætu frásagnargáfu og riku kimni. Stundum fengum viið okkur einn snafs saman, nerna Andrés sem alltaf er á vakt. í miðju kafi spratt Andrés upp og sagði: „Ég þarí að fara að taka á móti barni“, og hljóp við fót. Þá hló Páll og sagði: „Hann kann ekki að ganga hægt“. Stundum kom sköpunarhæfileikinn yfir Þorbjörgu og hún brá sér niður í sitt atelier. Og méðan Þor- björg fékkst við að gera höggmyndir og Andrés að taka á móti börnum sátum vi® Páll einir saman. Stundum vorum við að glettast. Stundum töluðum við i alvöru. I-Iann sagði oft við mig hversu mikils virði sér væri það að dvelja á heimili læknis, hjartveikur eins og hann var. Stundum kom það auðvitað fyrir að einhver þyngsli settust að Páli. En aldrei hef ég séð lagnari mann en Andrés fást við að eyða þeim þyngslum. Þar var beitt nærfærni, kunnáttu og greind. Aldrei brást það að á skömmum tíma hafði Andrési tekizt að koma Páli í sólskinsskap. Ég veit að Ingibjörg kona mín er Andrósi og Þorbjörgu mjög þakklát fvrir, hversu góS þau voru fö'ður hennar. Mér er næst að halda að þær björtustu sólskinsstundir sem hann lifði seinustu tvö árin eða svo hafi hann notið á heimili And'rcsar tcngdasonar síns. Það voru slæm örlög að Ingibjörg dóttir Páls skyldi lenda i alvarlegu bílslysi í Þý_zkalandi. meðan hann lá banaleguna. Hún liggur nú á sjúkrahúsi í Þýzkalandi. Dauðann hræddist Páll ekki. Hann trú'ði á lífi'ð hérna megin og hinum megin. Og Páll heldur áfram a'ð lifa meðal annars í huga og hjarta hinnar slösuðu dóttur hans, sem þótti svo inni- lega vænt um hann. Ingibjörg bað mig í stað þess að lcggja blóm sem visna á leiði pabba hennar, að skrifa um hann nokkur hlý- leg kveðjuorð. Ég las þessi kveðjuorð fyrir hana á sjúkrahúsinu í Þýzkalandi. Ég kveð hi® aldna glæsimenni Pál Ólafsson með þökkurn fyrir margar skemmtilegar stundir. Pétur Eggerz

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.