Tíminn - 19.03.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.03.1971, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUK 19. marz 1971 ÍÞRÓTTIR TÍMINN 9 „Skrípafeikurinn Skrípaleikurinn milli KR og UMFN í 1. deild í körfuknatt- leik, sem fram fór sl. sunnudag, hefur veri'ð mikið til umræðu síðan. Eru allir á einu máli um, að hann hafi verið körfuknatt- leiknum til mikillar hneisu, og viðkomandi liðum til stórskamm ar. A- Ármennngar hafa beðið um úrskurð og álit á þessum leik. Er það nú í athugun hjá stjórn KKÍ, og lögfróðir menn eru að kynna sér alla málavexti. Að mínu áliti kemur varla nema eitt til greina — leikurinn falli niður, og stigin, sem KR fékk, verði dæmd af liðinu. Fé- lag, sem notar ólöglegan mann getur ekki unnið tvö stig í keppni, og því er ekki hægt að sjá, að möguleiki sé á að dæma KR sigurinn, þar sem liðið er ólöglegt í leiknum. Samkvæmt lögum ÍSÍ er hægt að dæma lið, sem notar ólöglega leik- menn í fésektir, og-jafnframt að dæma sigurinn af því, vinni það leikinn. En þar sem bæði liðin notuðu ólöglega leikmenn, er ekki hægt að dæma UMFN sigurinn, og hlýtur því að liggja í augum uppi að leikurinn falli breinlega niður. -*• í sambandi við Gunnar Gunnarsson, sem lék með KR, er ekki hægt að telja hann ólög- legan með liði sínu, Skalla- grími, í leikjunum, sem eftir eru. Hann er skráður leikmað- ur og félagsmaður í Skalla- grími, en ekki KR. Hann var ólöglegur í KR-liðinu í leiknum gegn UMFN. En sá leikur hef- ur ekkert ,.að segja í §,ambandi við keppnina í 2. deild. ★ Hilmar Hafsteinsson, leik- maður með UMFN, skrifar langt og mikið bréf í Morgun- blaðið í gær, þar sem hann dundar við að koma allri sök- inni í sambandi við þennan leik á Einar Bollason. Tekst honum það nokkuð vel. En frá mínum bæjardyrum séð, er ekki hægt að sjá annað en að Hilmar og hans félagar séu samsekir, þar sem þeir samþykktu, að leikurinn færi fram. En það gátu þeir hæglega komið í veg fyrir. En það er með þá eins og marga aðra, að það er betra að vera vitur eftir á. Þótt Einar sé varaformaður KKÍ, er ekki þa>r með sagt, að hann viti betur um lög og regl- ur en aðrir, þó svo að Hilmar álíti það. Hann (þ. e. a. s. Hilm- ar) hlýtur að hafa vitað það eins vel og Einar, að bannað er að nota leikmenn úr öðru fé- lagi, þeir eru það kunnugir mál- efnum íþróttanna, eftir margra ára störf í sambandi við þau. í samband við ,,sneiðina“ til mín og S.dórs á Þjóðviljanum, vil ég taka það fram, að upp- lýsingarnar um leikinn fengum við ekki úr herbúðum KR-inga, eins og Hilmar segir, heldur frá þjálfara UMFN, Guðmundi Þor- steinssyni, og blaðamanni Morg- unblaðsins, Gylfa Kristjánssyni, sem jafnframt er blaðafulltrúi KKÍ, og gefur því öðrum blöð- um upplýsingar um flest það, sem viðkemur körfuknattleik hér á landi, ef þess er óskað. Hilmari var fullkunnugt um, að heimildarmaður minn í þetta sinn var Guðmundur Þorsteins- son. Það er mjög erfitt fyrir íþrróttafréttamann að vera á öll- um stöðum, þar sem leikir fara fram um helgar, og því hef ég fengið menn, sem ég treysti, til að gefa mér ,,punkta“ um þá leiki, sem ég kemst ekki á. Nær allar fréttir í blöðum og útvarpi eru þannig fengnar, og eru flestar þeirra merkilegri en körfuknattleikur í Njarðvík- um. Hitt er svo annað mál, hvernig viðkomandi blaðamað- ur „matreiðir“ þær, og sézt það bezt á grein GK í Morgunblað- inu, og svo á greinum í Þjóð- viljanum og 'J'imanynivCins og Hilmar bendir á. En þar koma til matsatriði á upplýsingum,, sem fengnar eru annars vegar og persónulegar skoðanir hins vegar. En ég gat á engan hátt fundiið annað en að GK væri á sama máli og við hinir, er við ræddum um þennan leik, þó svo að hann notaði ekki sömu orðin og við, þegar til kom að skrifa um hann. Ég vona, að þetta rúál sé hér með úr sögunni, enda eru öll önnur mál og leikir betur til fallnir til að „auglýsa körfu- knattleikinn á íslandi“ en þessi. —klp— Nýtt hefti af „Íþróitum fyrir aliaáí komið út Út er komið 1. tölublað 2. ár- gangs tímaritsins „íþróttir fyrir alla“, 48 bls. með litprentaðri kápu. Meðal efnis í blaðinu má nefna þetta: Hvað er áhugamennska í frjáls- um íþróttum? - Forystumaðurinn, nýr greinaflokkur um forystu- menn í ungmesnsfélagshreyfing- unni og íþróttahreyfingunni. Sig- urður Guðmundsson skólastjóri Leirárskóla í Borgarfirði ræðir um starf sitt fyrir UMFÍ og áhuga mál. — Valur, kapplið í hand- L-.attleik. Cassius Clay og iþrótta- ferill hans. — Maður að nafni Zagalo, grein um landsliðsþjálf- ara Brazilíu í knattspyrnu. — Svipmyndir af íslandsmeisturpn um í skíðastökki. — Viðtal við Ás- geir Eyjólfsson skíðakappa. — Vítavert kæruleysi, sagt frá hand- vömm U-amkvæmdastjórnar hátíða móts ÍSÍ s.l. sumar. — Puskas heimsækir Spán. — Fréttir frá Félagi tamningamanna. — Meist- araflokkur KR í körfubolta. — Þór á Akureyri, meistaraflokkur í körfubolta. — íshockey, ein vin- sælasta flokkaíþróttin í heimin- um. Ritstjóri „íþrótta fyrir alla“ er Ágúst B. Karlsson og blaðamaður Finnur Karlsson. Verð blaðsins í lausasölu er kr. 65.00. BADMINTON ★ Isambandi við 60 ára afmæli Vals heldur badmintondeild félags- ins opið mót í badminton fyrir a- flokk í einliða- og tvíliðaleik, þann 27. marz nk. Þátttökutilkynningar berist til Arnar Ingólfssonar, sími 33880, sem fyrst. ★ Stjórn B.S.Í. hefur ákveðið, að Unglingameistaramót íslands í badminton 1971, verði haldið á Ak- ureyri dagana 3. og 4. apríl nk. Keppt verður í öllum greinum og öllum flokkum unglinga. Þátt- taka tilkynnist til Gunnars Sól- nes hdl., pósthólf 530, eða síma 21820, Akureyri, fyrir 26. marz nk. Keppt skal í hvítum búningum. örn skoraði 1000. markið í 1. deiEd í leik FH og Hauka í 1. deildarkeppninni i handknattle ik á sunnudaginn, var skorað 1000. markið í 1. deild i vetur. Þa'ð var Örn Hallsteinsson, sem það gerði, en það var jafnframt 14. mark FH í leiknum. Á myndinni sést Hann skora þetta mark. Árið 1969 var skorað 1000. mark íslands í landsleik f handknattleik, og var það Örn, sem það gerði í leik við Danmörku. Staðan í 1. og 2. deild karla í íslandsmótinu í handknattleik, eft- ir leikina í vikunni er þessi: 2. deild karla: ★ Ármann—Þróttur 20:14 Ármann 10 9 0 1 206:155 18 Þróttur 11 5 0 6 222:233 10 1. deild karla: ★ Vajur—Víkingur 24:17 ★ Haukar—FH 18:18 sunnal ferðaskriístofa bankastræti 7 símar 16400 12070 travel »i Almenn FerSaþjónusta Sunnu um bllan heim fyrir. hópa, fyrirtæki og einstaklinga er viðurkennd af þeim fjöimörgu er-.reynt'hofá;' Reynið' Teiex ferðöþjónustu okkar. ' Aldrei dýrori eh óft ódýrari én arihars staðar; feróirnar sem fólkið velnr Valur 10 8 0 2 198:169 16 FH 9 6 2 1 177:167 14 Fram 9 4 1 4 169:174 9 Haukar 9 3 2 4 162:156 8 ÍR 9 2 2 5 168:180 6 Víkingur 10 0 3 7 175:203 3 Markhæstu menn: Geir Hallsteinsson, FH 59 Þórarinn Ragnarsson, Haukum 46 Vilhjálmur Sigurgeirsson, ÍR 44 Ólafur Jónsson, Val 41 Bergur Guðnason, Val 39 Brynjólfur Markússon, lR 35 Axel Axelsson, Fram 34 Ólafur Einarsson, FH 33 Einar Magnússon, Víkingi 32 Brottvísun af leikvelli: („Fair Play“) ÍR mín. 23 Víkingur 24 Valur 24 Haukar 29 Fram 34 FH 35 Éinstakir leikmenn: mín. Vilhjálmur Sigurgeirsson, ÍR 13 Þórarinn Ragnarsson, Haukum 11 Birgir Björnsson, FH 8 Gunnar Gunnarsson, Víkingi 8 Viðar Símonarson, Ilaukum 8 Pálmi Pálmason. Fram 8 Við kaupum slitna sólningarhæfa NYLONHJÓLBARÐA, á verði, sem hér segir: Fólksbíladekk: flestar stærðir kr. 200,00 BARÐINN H.F. Ármúla 7, Reykjavík, sími 30501 6 kýr til sölu. Upplýsingar í Háholti, Gnúpverja- hreppi, símstöð Ásar. Jeppadekk: 600—650 700—750 — 250,00 — 300,00 Vörubíladekk: 825X20 900X20 1000X20 — 800,00 — 1000,00 1400,1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.