Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						: •:,-.. ¦¦¦:¦ .
TIMINN

ÞRIÐJUDAGUR 4. maí 1971
Hlutu 40 til600
þúsund kr. sektír
fyrir togveiBurnur
og einn skipstjóranna dæmdur í 30 daga varðhald
EB—Reykjavík, mánudag.
í dag var búið að dæma í máli
allra skipstjóranna er ákærðir
voru fyrir meintar ólöglegar tog-
veiðar 9—10 sjómílur frá Stafnesi
s. 1. fimmtudagsmorgun, utan eíns
en það er skipstjórinn á Er-
lingi RE 65.
Eftirtaldir hlutu dóm í Saka-
dómi Reykjavíkur:
Sigurjón Jóhannsson, Laugar-
vegi 15, Sigluf. skipstjóri á v.s.
Jökli ÞH-299 (267 brúttórúmlest
ir) 600.000 kr. sekt. Afli og veið
arfæri upptæk.
Björn Haraldsson, Röðulfelli,
Skagaströnd skipstjóri á v.s. Arn-
ari HU-1 (187 brúttórúml.) 40.
000 kr. sekt. Afli og veiðarfæri
upptæk.
Arnór Lúðvík Sigurðsson, Fjarð
arstr. 17 ísafirði skipstjóri á v.s.
Víkingi III. ÍS-280 (149 brúttó-
rúml.) 40.000 kr. sekt. Afli og
veiðarfæri upptæk.
Hörður Jónsson, Mýrum 17 Patreks
firði, skipstjóri á v.s. Þrym BA-7
(196 brúttórúml.) 40.000 kr. sekt.
(Vararefsing 30 daga varðhald)
Afli og veiðarfæri upptæk.
Jón Eyfjörð Eiríksson Faxabr.
51 Keflavík, skipstjóri Hrefnu VE
500. 40.000 kr. sekt,- afli og veið
arfiæri upptæk.
Hávarður Olgeírsson Skólastíg
9 Bolungavik, skipstjóri,  Særúnu
ÍS-9. 600.000 kr. sekt, afli og veið
arf. upptæk.
Agnar Smári Einarsson, Breka
stíg 32 Vestm. skipstjóri, Viðey
RE-12 (184 br.rml.). 2ja mánaða
varðhald 60.000 kr. sekt (ítrekað
brot) Afli og veiðarfæri upptæk.
Kristmundur Finnbogason,
Brekkug. 26 Þingeyri, skipstjóri
Sléttanesi ÍS-710. 600.000 kr. sekt,
afli og veiðarf. upp.
Hjálmar Sigurðsson, Drafnarg.
12 Flateyri, skipstjóri Sóleyju ÍS-
225. 40.000 kr. sekt. Afli og veið
arfæri upptæk.
Arngrímur Jónsson, Hafnartúni
2 Siglufirði, skipstjóri Hafnarnesi
SI-77 (228 brúttórúml.) 600.00 kr.
sekt, afli og veiðarfæri upptæk.
Sigurður Bjarnason Tröð, Bíldu
dal skipstjóri Pétri Thorsteinssyni
BA-12 (249 brúttórúml.) 600.000
kr. sekt, afli og veiðarfæri uppt.
Þá var hjá bæjarfógetanum í
Hafnarfirði kveðinn upp dómur á
laugardagsmorguninn í máli skip
stjórans á Freyju GK 110, (56
brúttórúmlestir), hlaut hann 40
þús. kr. sekt og afli og veiðarfæri
voru gerð upptæk. Á föstudaginn
var kveðinn upp hjá bæjarfógetan
um dómur í máli skipstjórans á
Jöni Oddssyni GK 14 (82 brúttó
lestir). Hann hlaut einnig 40 þús.
kr. sekt og afli og veiðarfæri voru
gerð upptæk.
Ætlaði heim með borðdúk
EB—Reykjavík, mánudag.
Ýmsir gestir á skemmtistöðum
hafa tileinkað sér þann leiðinlega
sið að ágirnast sí og æ vínglös og
Varð undir hliðgrind
- höfuðkúpubrotnaði
OÓ—Reykjavík, mánudag.
Níu ára gamall drengur, Birgir
Kjartansson, Lindargötu 11, höf
uðkúpubrotnaði s. 1. föstudags-
kvöld, er hliðgrind féll á hann.
Var hann að leik ásamt fleiri börn
um, bak við Fiskifélagshúsið við
Sölfhólsgötu. Þar standa yfir bygg
ingaframkvæmdir og er svæðinu
lokað með bráðabirgðagirðingu og
hliði. Mun Birgir hafa verið
að klifra á grindinni þegar hún
féll ofan á hann.
Hann var meðvitundarlaus
fram á laugardag, en er nú á
batavegi.
öskubakka, þegar líða tekur. á
skemmtunina, sem þeim er boðið
upp á, enda vitað mál, að margir
hafa hresst upp á heimili sitt með
þessum munum, sem þeim hefur
tekizt að laumast með út undir yf-
irhöfnum sínum. Nú virðast þessir
Vanþakklátu gestir einnig vera
farnir að ágirnast borðdúkana á
skemmtistöðum, að minnsta kosti
kom slíkt fyrir á einum skemmti-
staða borgarinnar í gærkvöldi. Þeg-
ar náungi einn ætlaði að yfirgefa
skemmtistaðinn, veittu dyraverð-
irnir því eftirtekt, að hann var
nokkuð laumulegur, og virtist
geyma eitthvað undir jakkanum
sínum. Stöðvuðu dyraverðirnir ná-
ungann og seildust undir jakkann
hans. Þar fundu þeir svo hreinan
borðdúk, og hvort sem aumingja
manninn hefur skort svo tilfinnan-
lega borðdúk í híbýli sín, þá tóku
dyraverðirnir af honum dúkinn og
vísuðu manninum síðan á dyr.
y* ^ ^tt^*^ <¦> ^ ^•^¦^•^
SKJQTA OLÍUBLAUTAN
FUGL FYRIR VESTAN
GS—ísafirði, mánudág.
Enn er sama veðurblíðan hér
vestra og hreyfist togarinn
Cesar ekki á strandstað. Norsku
björgunarskipin eru á leiðinni
en þeim sækist ferðin heldur
seint þar sem þau eru 'með
stóra flotpramma í eftirdragi.
Eru skipin væntanleg lil ísa
f jarðar á miðvikudag.
Nokkrir menn frá ísafirði og
víðar hafa skotið nokkuð af
þeim fugli sem er hvað verst
leikinn af olíunni og stytta með
því dauðastríðið. Ekki er mikið
af fugli hér við fjörur, en rækju
veiðimenn segja, að úti á Djúp
inu sé mikið af fugli, sem er
greinilega olíuborinn. Safnast
fuglinn við bátana og vill
komast upp í þá-
Ólafur Norc-gskonungur heilsar forseta íslands á Forneb u-flugvclli.
F. v. Harnldur krónprins, Ólafur konungur, forseti íslands, forsetafrú og Sonja prinsessa i
^.,^.......,...,,...,.,.,.,„,..„..„,..,.,„„.......................................................................... ..-..¦,...
myndavélina).
Forsetahjónin og Noregskonungur ganga frá flugvélinni.
Lífvörður kannaður á Fornebu-flugvelli.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12