Tíminn - 04.05.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.05.1971, Blaðsíða 9
ÞRIÐ.TUDAGUR 4. maí 1971 ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR FJAÐRAFOK // // á 23. íslandsmótinu í badminton klp—Reykjavik. Það má með sanni segja að mikið fjarðrafok hafi verið í LaugardalshöIIinni um helgina, því að þar fór fram 23. íslandsm. í badminton. Til að liægt sé að leika badminton, þarf marga badmintonbolta, en þeir eru eins og flestum er kunnugt, gerðir að miklu leyti úr fjöðrum — og því var þar f jaðrafok í orðsins fyllstu merkingu. Þetta mót er stærsta bandmin- tonmótið, sem hér hefur verið haldið. En í því voru leiknir á annað hundað leikir. Til þeirra leikja þurfti bandmintonsamband ið að sjá um bolta, og var reikn- að með, að farið hefði 20— 30 dúsín í mótið, en hvert dúsín kostar um 1000 krónur. Litið kem- ur inn af peningum í staðinn, því það gleymdist að rukka keppend- ur um þátttökugjald, en góð að- sókn — sú bezta til þessa — bjargar þó málunum eitthvað. Mótið var að mörgu leyti gott. Flestir leikirnir voru skemmtileg ir, sérstaklega úrslitaleikirnir, eins og t.d. í síðari lotunni í ein- liða- og tviliðaleik karla í meist- araflokki, en í þeirri síðari nefndu varð tvenns konar „fjaðra- fok“ eins og nánar segir frá á öðrum stað hér á íþróttasíðunni. Það heiztá. sem finna mátti að mótinu að áliti margra keppenda, var hinn langi tími, sem leið á milli leikja fyrri daginn. Þá urðu t.d. sumir að bíða 2—3 klukkutíma eftir að fá leik. Ástæð an fyrir því var keppnin í a flokki, og væri ráð að hafa hana sér, t.d. fyrir hádegi, þegar næst verður íraldið fslandsmót. TBR var sannkallað félag móts- ins. Það átti alla sigurvegarana í þvi, og er það ekkert smá afrek. Það getur félagið mikið þakkað formanni sínum, Garðari Alfons- syni, sem hefur ekki aðeins unnið ötullega að félagsmálum, heldur og þjálfað og kennt flestum af keppendum TBR í mótinu. Úrslit í úrslitaleikjunum og fs- landsmeistarar í einstökum grein- um og flokkum urðu þessi: Einliðaleikur karla (Meistara- flokkur): Haraldur Komelíusson, TRR, sigr aði Reyni Þorsteinsson, KR, 15:3 —15:12. Tviliðaleikur karla (M.fl.): Viðar Guðjónsson og Jón Árna- son, TBR, sigruðu Jóhannes Guð- ■ jónsson og Hörð Ragnarsson, Akranesi 15:8—18:17—15:10. Tvíliðaleikur kvenna (M.fl.): Lovísa Sigurðardóttir og Hanna Lára Pálsdóttir (áður Hannelore Kölher), TBR, sigruðu þær Huldu Guðmundsdóttur og Jónínu Niljóníusardóttur, TBR, 15:5— :ll8—15:12. Tvenndarleikur (M.fl.): Haraldur Kerneliusson -og Hanna Lára Pálsdóttir, TBR, sigruðu Lárus Guðmundsson og Jónínu Niljóníusax-dóttur, TBR, 15:5— 15:9. Einliðalcikur karla (fl.): Sigurður Haraldsson, TBR, sigr- aði Jóhann Möller, TBr 15:3— 15:3. Tvíliðaleikur karla (a fl.): Sigurður Haraldsson og Jón Gíslason, TBR, sigruðu Jóhann Möller og Magnús Magnússon, TBR 15:1—18:17. Einliðalcikur kvenna (a fl.): Stcinunn Pétursdóttur, TBR, sigraði Rósu Albertsdóttur, Akra- nesi 11:2—11.1. Tvfliðaleikur kvenna (a fl): Steinunn Pétursdóttir og Guðrún Kristjönu Bergsdóttur og Sigríði M. Jónsdóttur, KR 15:9—12:15— 15:2. Tvenndarleikur (a fl.): Siguður Haraldsson og Steinunn Pétursdóttir, TBR, sigruðu Gunn- ar Bollason, TBR, og Sigríði M. Jónsdóttur, KR 15:3—15:3. Tvíliðalcikur „old boys“): Lárus Guðmundsson og Karl Maack, TBR, sigruðu Ragnar Haraldsson og Gísla Guðlaugsson, TBR 15:12—15:4. Ekkert var keppt í einliðaleik kvenna í meistaraflokki né held- ur einliðaleik „old boys“ flokki. Þeir, sem urðu sigurvegarar í a flokki flytjast í m.fl. cn enginn fellur þar niður. Það verða þau Steinunn, Guðrún, Sigurður og Jón Gíslason, sem flytjast upp í m.fl. og eru piltarnir sérstaklega efnilegir. Stúlkurnar eru ekki eins langt komnar í badminton og þær fáu sem eru fyrir í m.fl., en það verða þær sjálfsagt eftir nokkur ár. Reynir Þorsteinsson, til hægri, óskar Haraldi Kornelíussyni til hamingju með íslandsmeistaratitilinn í einliðaleik. En þeir léku til úrslita um hann. 5V U Allt þjálfara mínum að þakka — segir hinn ungi íslandsmeistari í einliðaleik í badminton, Haraldur Kornelíusson eftirvæntingu vekur. Að þessu sinni var hann á milli hins tví- tuga Haraldar Kornelíussonar, sem varð þrefaldur meistari á nýafstöðnu Reykjavíkurmóti, og Reynis Þorsteinssonar, fyrrverandi millivegalengdahlaupara úr KR. Haraldur sigraði í mótinu, Jón Árnason 15:9—15:3 og síðan Frið leif Stefánsson, 15:12 — 15:3 og var þar með kominn í úrslit. Reyn ir sigraði aftur Hörð Ragnarsson, ÍA 15=7 — 15:10, Viðar Guðjóns son, 17:15 — 15:11 og loks Óskar Guðmundsson, KR 8:15 — 15:4 — 15:7. Úrslitaleikurinn í einliðaleik karla á íslandsmótinu í badmin- ton, er ætíð sá leikur, sem mesta Þau léku til úrslita í meistaraflokki í íslandsmótinu í badminton. — Aftari röð f. v.: Reynir Þorsteinsson KR, Jón Árnason TBR, Lovísa Sigurðardóttir TBR, Hanna Lára Pálsdóttir TBR, Hulda Guðmundsdóttir TBR, Jónína Niljóníusardóttir TBR, Haraldur Kornelíusson TBR, Karl Maack TBR. Fremri röð f. v.: Hörður Ragnarsson ÍA, Ragnar Haraldsson TBR, Lárus Guðmundsson TBR, Jóhannes Guðjónsson ÍA, Gísli Guðlaugsson TBR, Viðar Guð- jónsson TBR ÞEIR FÓRU ÚTFYRIR! - og settu allt á annan endann í úrslitunum í tvíliðaleik Fyrri lota Haraldar og Reynis í úrslitaleiknum var með öllu eign Haraldar, sem sigraði í henni 15: 3, og lék þá mjög glæsilega. í síðari lotunni var mun meiri spenningur, en þar komst Reynir í 12:6. Hélt hann uppi mikilli sókn og lét Harald hlaupa hornanna á milli, þannig að hann var hx-ein lega að gefast upp, en sjálfur hef Framhald á bls. 10. Það er ekkcrt nýnæmi að upp komi ágreiningur um dóma og túlkun á lögum í hinum ýmsu íþróttagreinum, sem fram fara. En heldur er það sjaldgæft að það komi fyrir í badminton. Þó i' ■ l'íyX, ' m . ....... % 'f' /*' " Jón Árnason og Viðar Guðjónsson standa agndofa gagnvart hinni umdeildu uppgjöf Akurnesinganna, sem setti fleiri en þá út af laginu. varð svo í úrslitaleiknum í tvi- Iiðaleik í meistaraflokki karla, þar sem þeir Viðar Guðjónsson og Jón Árnason, TBR léku við Akurnesingana Jóhannes Guðjóns son og Hörð Ragnarsson. Akurnesingarnir, sem eru ung ir að ái-um, tóku upp á því í síð ari lotunni að gefa upp (þ.e.a.s. að serva á íþróttamáli) á all sér stæðan hátt. Þeir gáfu knöttinn út fyrir netið, en létu hann samt snerta súluna eða bandið. Á þessu áttuðu þeir Viðar og Jón sig ekki, enda aldrei sést slík upp gjöf hér á landi áður. Þegar Skaga mennirnir höfðu gert þetta tvisv a_r sinnum, og dómari leiksins Óskar Guðmundsson, enga athuga semd gert við það, kallaði annar dómai’i, sem ekkert kom þessi leik ur við, Einar Jónsson, yfir alla, að þetta væri ólöglegt, og stöðv aðist þar með leikurinn. Eftir mik ið og langt þi-as milli keppenda og starfsmanna um allan völl, var tilkynnt að þetta væri samkvæmt túlkun á íslenzku badmintonlögun um löglegt, og féll það áhoi-fend- Framhald á bls. 10. Badminton- menn til Færeyja klp-Reykjavík. Badmintonsambandi íslands hefur verið boðið að senda 10 menn á mót, sem haldið verð ur í Þórshöfn í Færeyjum í þessum mánuði. Hefur samband ið þegið boðið og verður liðið valið nú einhvern næstu daga, en í því verða að öllum líkind um okkar 10 beztu badminton' mcnn. Upphaflega vildu Færeying arnir að þetta yrði landsleikur í badminton, og yrði það þá fyrsti landsleikur þessara þjóða í þessari íþróttagrein. En úr því varð ekki, þar sem Færey ingar eru ekki aðilar að alþjóða ; badmintonsambandinu, og því ekki hægt að heyja löglegan landsleik við þá. Lítið er vitað um styrkleika Færeyinga í badminton, en álitið er að þeir séu eins og a-liðsmenn úr minni borgum í Danmörku, og ættu því okk ar menn að hafa möguleika á að sigra þá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.