Tíminn - 04.05.1971, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.05.1971, Blaðsíða 10
ÞRIÐJUDAGUR 4. maí 1971 ! Hp-Reykjavík. Valur sigraSi Víking í gærkveldi í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu 1:0. Leikurinn var óhemju lélegur og leiðinlegur í alla staði. Sann- gjörn úrslit hefðu verið jafntefli, en svo varð þó ekki, því um miðj an síðari hálfleik komst Hermann Gunnarsson inn í sendingu milli varnarmanna Víkings og lyfti knettinum yfir markvörðinn. Það var það eina markverða, sem gerðist í leiknum, fyrir utan 2—3 góðar markvörzlur Sigurðar Dagssonar, í síðari hálflcik, og mann Gurvnarsson, skoraði sigurmark Vals t leiknum gegn Víkingi í gær- kvöldi. Tvíliðaleikur Framhald af bls. 9. um vel í geð, enda stóðu þeir flestir með Skagamönnunum. Þeim tókst að sigra í þessari sögulegu lotu 18:17, en þeirri fyrri lauk með sigri Viðars og Jóns 15:8, og þurfti því aukaleik. í þeim leik sigruðu þeir Viðar og Jón 15:10 og hlutu þar með ís- landsmeistaratitilinn. Mótherjar þeirra voru að von um heldur óhressir yfir tapinu, og kenndu m. a. um trufluninni, sem Einar hafði valdið með því að skipta sér af leiknum. Fauk svo £ annan þeirra að hann ætlaði að neita að leika aukaleikinn og gekk út af vcllinum. En það tókst þó loks að tala hann til og fá hann til að leika úrslitalotuna. Eftir að mótinu var lokið voru menn enn að ræða þess upp- gjöf Akurnesinganna, og sýndist sitt hverjum um lögmæti hennar. En þeir sögðust hafa lesið lögin, og samkvæmt þeim væri þetta fullkomlega löglegt. Þeir hafa sjálfsagt rétt fyrir sér. En ætla mætti að íslenzka þýðingin sé ekki alveg fullkomin, þv£ ef þetta er löglegt samkvæmt alþjóðareglum, væri þetta örugglcga leikið erlend is, og væri þá badmintonið held ur lítið, því nær cngin vörn er við þessu. Þeir Hörður og Jóhannes kom ust £ úrslit með þvi að sigra þá Steinar Petersen og Harald Korne Husson i undanúrslitum 15:12 — 15:10 en Steinar gat þá illa beitt sér vegna tognunar. Þeir Viðar og Jón komust i úrslit með því að sigra þá Óskar Guðmundsson og Friðleif Stefánsson, KR 17:15 — 15:7. Óskar og Friðleifur höfðu fyrri lotuna í hendi sér, en þegar Óskar var að gefa upp til að ná 15. punktinum var uppgjöfin dæmd ólögleg, og eftir það fór allt í baklás hjá þeim. Féllu þeim ekki dómarnir í geð. En um það voru þeir ekki einir af þeim sem tóku þátt í þcssu móti. — klp. látum við þetta nægja um þennan heldur auma og leiðinlega leik. Ný stjórn stúdentaráðs Hinn 6. apríl var kjörin stjórn Stúdentaráðs Háskólans fyrir starfs árið 1971—1972. Stjórnina skipa eftirtaldir: Formaður Gylfi Jónsson stud. theol., varaform. Sigurmar K. Al- bertsson stud. jur., gjaldkeri Árni Ól. Lárusson stud. oecon., fulltr. utanríkisnefndar Sigurður Sigur- jónsson stud. jur., fulltr. hagsmuna nefndar Árni Friðriksson stud. pol- yt., fulltr. menntamálanefndar Sig- urður Guðmundsson stud. med. Forsetinn Framhald af bls. 1. í kvöld var haldin veizla Ólafs konungs fyrir forsetahjón in í konungshöllinni. f ræðu sinni sagði konungur inn m. a.: — Herra forseti, það er mér mikil ánægja að óska yður og konu yðar hjartanlega velkomin £ þessa fyrstu opin beru heimsókn til okkar lands. ísland og Noregur heyra til þeim flokki þjóða, sem kallast norræn lönd. Norræn samvinna hefur knýtt þessi lönd sterkari böndum en nokkurn annan þjóðahóp. Meira en þúsund ár eru liðin síðan Ingólfur Arnar son frá Fjalar í Noregi sigldi til íslands og settist þar að. En ísland og Noregur hafa ævin lega haldið sambandi sin á milli á þessu tímabili. JSiorska þjóðin mun aldrei gleyma, að norski herinn, sem dvaldist á íslandi á erfiðleikatímum £ sögu lands vors naut í'slenzkrar gestrisni. f áraraðir höfum við haft ánægju af þvi að taka á móti islenzkum stúdentum sam timis þvi, sem norskir stúdent ar, með veru sinni á ísl., hafa fengið meiri skilning á sam- eiginlegum bakgrunni sögu okk ar. ísland er land með mjög langa og sterka lýðræðishefð, og íslendingar geta verið stolt ir af því, að ekkert þjóðþing getur sýnt fram á eins langan aldur sem Alþingi, sem 1930 hélt upp á 1000 ára afmæli sitt. ísland getur með réttu kall ast sögueyjan, þv£ ekkert land og engin þjóð getur sýnt fram á jafn fjölskrúðugar og miklar bókmenntir. íslendingasögurnar eru verk, sem alltaf munu skipa öndvegi £ heimsbókmenntunum. Noregur hefur sérstaka ástæðu til þess að hafa áhuga á, og vera þakklátur fyrir bókmennta starfsemi á íslandi, þv£ að mest ur hluti elztu sögu Noregs er skráður á sögueyjunni. fslenzka þjóðin hefur byggt upp land sitt á grunni hinnar miklu sögu sinuar, og gert land sitt að nútima iðnaðar- og velferð arsamfélagi, og ísland tekur virkan þátt £ samvinnu þjóð- anna, t. d. f SÞ-NATO og i Norð urlandaráði, svo nokkuð sé nefnt. Það var okkur i Noregi mikil ánægja, að Norðurlanda ráð skyldi reysa Norræna hús- ið í Reykjavík. Þetta hús er þegar orðið miðpunktur i sam- skiptum íslands og annarra Norðurlanda, sér i lagi á menn ingarsviðinu. Ég vona, að heimsóknin til Noregs verði þannig, að þið farið með góð- ar minningar héðan, og ég drekk slcál yðar, herra forseti og frúar yðar, skál íslands, og allrar íslenzku þjóðarinnar. TlMINN hafnaði hún í Tjörninni. Mótmæltu þeir með þessu núverandi iðnfræðslukerfi, en samkvæmt því er iðnnemum gert að vinna langtimum saman hjá meisturum, sem rækja þetta uppfræðslustarf af misjafnlega mikilli sam- vizkusemi. (Tímamynd Gunnar) Firmakeppni Framhald af bls. 11. hefur mikið umtal bæði meðal handknattlciksunnenda og einnig i nokkrum dagblöðum að undan- förnu. Þeir sigruðu i úrslitakeppninni, sem fram fór á sunnudagskvöld ið, með þvi að sigra Kassagerðina 13:3, en á því sigruðu þeir i mót inu á hagstæðari markatölu en ísal, sem hafði sigrað Kassagerð ina 9:5, en leik Breiðholts og fs- al, sem var fyrsti leikur í úrslita keppninni lauk með jafntefli 5:5. Fjórða liðið í úrsiltakeppninni var Lögreglan, sem sigraði Kassa gerðina 9:1, en tapaði fyrir Breið- holti h.f. 8:5 og fsal 13:10. Lið Breiðholts var að mestu skipað meistaraflokksmönnum úr Víking, og einnig fyrrverandi leik mönnum úr ÍR og Fram. En ísal var skipað að mestu FH-ingum og með þeim lék Hörður Kristinsson úr Ármanni. Þetta er í fyrsta sinn, sem Breið holt sigrar i þessu móti, en í hin tvö skiptin, sem það hefur farið fram, hafa BP og fsal orðið sigur vegarar. Mótið var mjög vinsælt, en jafn framt stormasamt. Margir leikir voru kærðir og sumum fyrirtækj um var meinuð þátttaka í því. Sjálfsagt er að halda þessu móti áfram, en þá væri rétt að HSÍ eða HKRR hefði umsjón með þvi, til að firra öllum vandræðum. Litla bikarkeppnin Framhald af bls. 11. réttu máli. FH-ingar eru með ungt lið og margir leikmenn þess skemmtilegir. Breiðablik er einnig með ungt lið, en öllu reynslu- mcira og verður fróðlegt að fylgj ast með því í 1. deildinni í sumar. Dómari leiksins var Ragnar Magnússon, og dæmdi hann vel og örugglega — bókaði hann einn leikmann. Yfirvinnubann Framhald af bls. 3. yfirvinnubanns, er tryggi að ákvæði 7. gr. samnings félagsins við við- semjendur um vinnu- og lokunar- tíma sé virt gagnvart félagsmönn- um.“ Margir fundarmenn tóku til máls og lýstu eindregnum stuðningi við tillöguna og aðgerðir félagsins í málinu. Var tillagan samþykkt með samhljóða atkvæðum. (Frétt frá VR) Einliðaleikur Framhald ai bls b ur Reynir gott úthald, en ekki mikla tækni. Þegar staðan var orðin 12:7 og 12:8 sló Reynir ör- lítið af til að hvíla sig fyrir auka leikinn, sem hann sá öruggan. En þá náði Ilaraldur sér aftur á strik og náði að jafna 12:12 og sigra í lotunni 15:12 — og var það glæsilega gert hjá honum. í stuttu viðtali eftir sigurinn sagði Haraldur að hann væri mjög ánægður með hann, því þetta væri í fyrsta skipti, sem hann sigraði í meistaraflokki í einliða leik í íslandsmóti. Hann sagðist æfa 3—4 sinnum í viku tvo tíma í senn. Það væri ekki nóg, því hann þyrfti að fá meira úthald og meiri kraft sérstaklega í fæt urna, og væri hann nú að hugsa um að byrja að æfa knattspyrnu aftur, en það hefði hann gert með yngri flokkunum hjá Val. í ,,A11 England-keppninni", sem hann hefði tekið þátt í ásamt Steinari Petersen, fyrir skömmu hefði hann greinilega fundið hvar skór inn kreppti að, í þessum efnum. En sú keppni hefði verið sér mik ill lærdómur. „En þennan sigur og allt það sem ég kann í badminton, á ég samt að þakka Garðari Alfonssyni. Hann hefur kennt mér frá því ég var 14 ára gamall, og hann á heið urínn af þessum sigri mínum“ sagði þessi ungi og bráðskemmti legi leikmaður að lokum. — klp. Á víðavangi Framhald af bls. 3 mjög margbreytilegir hópar. Þangað hafa safnazt saman óánægjuöfl úr öllum flokkum og það er stórkostlegt efamál, að þcssi flokkur mundi til lengdar verða samstarfshæfur í ríkisstjórn a. m. k. er engan dóm hægt að leggja á það, fyrr en séð verður, hvort hann fær yfirleitt þingmenn kosna og þá hvaða menn það verða, því að það skiptir megin máli. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því, að menn eins og Hanni- bal Valdimarsson og Björn Jónsson yrðu eklci samstarfs- hæfir í ríkisstjórn, en me'ri áhyggjur eru bundnar við ýmsa aðra forystumenn þess- ara samtaka, sem hugsanlega gætu lagt leið sína inn á Al- þingi.“ Við þessa umsögn Styrmis Gunnarssonar er óþarfi að bæta löngu máli. Hún talar skýru máli um þær vonir, sem stjórnarflokkarnir binda við það að eignast nýja, þjála hækju, missi þeir meirihlutann í kosningunum 13. júní — TK Ulbricht Framhald af 1. síðu. ástæðum, en hann er 78 ára gam- all. Eftirmaður Ulbrichts sem aðal- ritari er Erich Honecker, sem er 20 árum yngri. Honecker á sæti í 15 manna miðstjórn kommúnista- flokksins. Ulbricht heldur embætti for- seta landsins, að sögn austur- býzku fréttastofunnar, sem jafn- framt skýrði frá því, að Honec- ker hefði verið einróma kjörinn. Ekki er talið. að mikil breyting verði í stjórnmálum Austur-Þýzka lands fyrst um sinn þótt Ulbricht láti af embætti aðalritara, og er talið, að hann muni sem forseti flokk",ns hafa vcruleg áhrif enn um sinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.