Tíminn - 11.05.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.05.1971, Blaðsíða 2
IúgC! TIMTNTsí ÞRIÐJUDAGUR IL maí 1971 KRISTIN UPPELDISMÚTUN — hugleiðingar og bænarefni bænadagsins Gleymdi aö setja niöur hjólin ET-Reykjavík, mánudag. Lítilli einkaflugvél í eigu Flug- stöðvarinnar h.f. hlekktist á í lend ingu á Reykjavákurflugvelli s. L laugardagskvöld. í flugvélinni voru fjórir menn og sakaði þá ekki og er vélin lítið skemmd. Óhappið varð, vegna þess að flugmaðurinn gleymdi hreinlega að setja niður lendingarhjól vél- arinnar. Hjólaútbúnaðurinn er annars sjálfvirkur, en vegna óvenju mikillar þyngdar flugvél- arinnar virkaði hann ekki fylli- lega. Hjólin voru þó að nokkru leyti komin riiður og varði það flugvélina frekari skemmdum. Skrúfia vélarinnar skemmdist svo, að skipta verður um skrúfu. Þá skemmdust loftnet neðan á vélinni, svo og fótstig á hlið henn ar. Þessar skemmdir eru smávægi legar og tekur lítinn tíma að ráða bót á þeim. Flugvélin er vátryggð, m.a. fyr ir óhappi sem þessu. Flugmaður inn, sem hefur einkaflugmanns réttindi, er að jafnaði mjög var- kár, að sögn forráðamanna Flug- stöðvarinnar, en slíkt óhapp get- ur hent hvem sem er. (Tímamynd — GE). Mánudaginn 10. maí var dregið í 5. flokki Happdrættis Háskóla Is- lands. Dregnir voru 4.200 vinningar ag fjárhæð 14,200,000 krónur. Hæsti vinningurinn, 500.000 krón- ur komu á fjóra miða númer 17217. Þrír miðar voru seldir hjá Þóreyju Bjarnadóttur í Kjörgarði, en sá fjórði í Aðalumboðinu í Tjarnar- götu 4. Vegabréfum stolið úr íslenzka sendiráðinu í Kaupmannahöfn FB—Reykjavík, mánudag. Brotizt var inn í íslcnzka sendi- ráðið í Kaupmannahöfn nú um helgina og þar stolið um 70 ísl. vegabréfum og ýmsum stimplum. Var farið inn um salerni í sendi- ráðinu og þar inn á skrifstofur. Málið er í rannsókn hjá Kaup- mannahafnarlögreglunni. Á svört- um markaði í Danmörku er hægt að selja vegabréf, sem þau er stol- ið var, á allt að 6 þús. ísl. kr. 100-000 krónur kom á númer 38675. Þrír miðar voru seldir hjá Frímanni Frímannssyni í Hafnar- húsinu og sá fjórði á Grund í Skorradal, at> vm> #*er ituV'Aiárt ek 10.000 krónur: 1049 — 2148'— $S07M Íð68 — 10187 — 11719 — 12385 — 13334 — 15748 — 17106 — 17216 — 17218 — 18744 — 18878 — 19478 — 19800 — 19879 — 20433 — 22409 — 23050 — 23929 — 24278 — 25638 — 30410 — 30844 — 31646 — 31693 — 32363 — 34073 — 34273 — 36567 — — 37573 — 40309 — 41139 — 41453 — 42238 — 44309 — 47794 — 47902 — 49158 — 49383 — 49583 — 50530 — 50984 — 51811 — 55573 — 56353 — 56426 — 56606 — 56963 — 57704. (Birt án ábyrgðar). Ljóðskáld skrlfar um Ijóðskáld Það er ekki á hverjum degi, sem hér koma út yfirlitsibækur um ís- lenzka ljóðlist. Er raunar undarlegt í þessu skáldskaparins landi, hve lít- ið hefur verið gert af því á undan- förnum áratugum að fjalla um ís- ienzku ljóðlistina í þeim mælikivarða, að það henti sem fræðilegt upplýs- ingarit, sem þó sé skrifað á alþýð- legan hátt, svo öllum megi verða skiljanlegt, og hleypidómalaust, mitt í þvi moldviðri hleypidómamna, sem hér ríkir á vettvangi ritlistarinnar, einkum vegna fáeinna einstaklinga, sem láta hvergi fritt, og standa í einhverri stórstyrjöld gegn níutíu og níu prósentum af því sem skrifað er í landinu, sjálfum sér til vegsömun- ar og dýrðar, alveg eins og upp sé risinn Ólafur digri og ætli nú að kristna Noreg. Nú er sem sagt komin bók eftir Jóhann Hjálmarsson skáld, sem hann nefnir „íslenzka nútíma- ljóðlist”, safn greina um ljóðagerð nútímans, og vafalaust bók, sem mörgum af starfsbræðrum hans hefði reynzt erfitt að skrifa, þeim sem hafa einangrað sig við sjónar- mið, sem eiga heima á fótboltaveili. Jóhann segir sjálfur í formála; „þessi bók er tekin saman í því skyni að freista l>ess að eyða fordómum um hina nýju ljóðlist, skapa henni um- ræðugrundvöll’-’. Þannig hefur eitt af yngstu skáldum þjóðarinnar lagt sitt af mörkum Ijóðlistinni til vegs- auka, og um leið iokað fyrir þann möguleika að vera sjálfur tekinn til meðferðár í verkinu, sem þó væri fyllileg* réttmætt. Og taugastríðið heldur áfram. Nýlega birtist hér í Tímanum greinarflokkur eftir þýzkan próf- essor um íslenzkar þókmenntir, sem virðist ekkl hafa þjónað öilum hugs- anlegum sjónarmiðum. Var það skýrt tekið fram í formálsorðum bíaðsins fyrir greinarflokiknum, að þetta væri aðeins yfirlit erlends manns, og mörgum höfundum sleppt. Þar sem eklki þótti ástæða til að telja upp hvert einasta nafn, sem þessi þýzki þrófessor hefði átt að nefna, hefur nú gefizt tiiiefni til að skrifa grein hér í blaðið, og ber að gæta að sivona þýzkur prófessor er ekki undirlagður af hérlendum bók- menntastefnum, og hann, sem höf- undur, er frjáls að skoðunum sín- um. Ef hins vegar einhver á um sárt að binda, væri reynandi að fara til Berlinar, þar sem maðurinn býr, og „turnera” honum. Svo gæti höf- undur athugasemdarinnar snúið sér að nœsta viðfangsefni, sem sé því að gagnrýna, að hér hafa sænskir út- varpsmenn verið á ferð til að leita frétta af íslenzkum bókmenntum. Þeir töluðu aðeins við tvo eða þrjá rithöfunda, vel búnir með upplýsing- ar að heiman. Hvað um alla hina, sem ekki verður minnzt á í sænska útvarpinu, þegar þeir koma heim. Hefur enginn beðið Gunnar Stefáns- son að tala máli þeirra? Og hvað um allar þær bókmenntagreinar, sem birzt hafa á undanförnum árum í blöðum landsins, þar sem íslenzkir greinarhöfundar hafa hvorki haft tíma, getu né vilja til að nefna ann- að en það sem þeim líkar. Má maður suður í Berlin ekki láta þekkingu sína takmarka efnið á sama tíma og menn hér heima láta efnið takmarka þeldkingu lesendanna. Svarthöfði. Biskupinn yfir íslandi, hr. Sigur- björn Einarsson, hefur ritað prest- um landsins bréf í tilefni af hinum almenna bænadegi, sem er fimmti sunnudagur eftir páska, eða 16. maí n.k. fer bréf biskupsins hér á eftir: Reykjavík, 29. apríl 1971. Hinn almenni bænardagur, 5. sunnudagur eftir páska, er 16. maí þ.á. Ég leyfi mér að mælast til, að hugleiðingar- og bænarefni dagriM verði Qtristin uppeldismótun. Bvert stefnir um mótun þjóðar- innar? Til skamms tíma var það ekkj umdeilt, að stefnumark þjóð- aruppeldisins skyldi vera kristið trúarviðhorf og kristið siðgæði. Foreldrar viðurkenndu það sem frumskyldu að fræða börn sín um undirstöðuatrði kristinnar trúar, kenna þeim bænir, leiða þau inn í hugarheim Biblíunnar, kenna þeim að virða Guðs vilja og treysta frelsara sínum. Það var talið höfuðhlutverk almennrar skólafræðslu, þegar skólahald og skólaskylda hófst í landinu, að vera heimilunum til aðstoðar í þessu- Barnaskólar skyldu taka að sér verulegan hluta þess verkefnis, sem fólgið er í skírnarboði Krists: Að kenna þeim, sem skírðr eru, að rækja það, sem hann hefur boðið. Skóla- og uppeldismál hafa verið mjög á dagskrá að undanförnu. Þess er ekki að dyljast, að í þeim umræðum gætir oft næsta óljósra hugrnýnda um það, hvert skuli ^tefna í uppeldismálum og hvaða mótunarafl skuli stutt til áhrifa á uppvaxandi kynslóð. Hitt er einnig ljóst, að áhyggjur gera vart við sig víða, bæði meðal kennara og foreldra, og að margir finna sárt til þess, að vandamál uppeldisins eru þungbær og uggvænleg. Enginn hefur á boðstólum neina allsherjar lausn á öllum vanda. En þeir, sem hafa orðið þeirrar blessunar að- njótandi að kynnast því af eigin raun, hverju kristin trú fær orkað til heillaríkra áhrifa, þeir vita, að hér er um afl að ræða, sem þjóðin hefur ekki efni á að vanmeta, gleyma og vanrækja. Skólar eru þjónar fólksins í land nu. Ríkisreknir fjölmiðlar, hljóð- varp og sjónvarp, hið sama. Það er fólkið, sem ber ábyrgðina á því, hvaða stefnumiðum er fylgt í starf- semi þessara áhrifamiklu aðilja. Það er móðirin og faðirinn, sem fyrst og fremst bera ábyrgðina á innri mótun barnsins og þar með á velfarnaði þess í lífinu. Þess vegna eru það foreldrarnir, heim- ilin, sem eiga að hafa úrslitaat- kvæðið um grundvöll og stefnu þess uppeldis, sem ríkið tekur að sér, bæði með skólakerfinu og öðru opinberu mótunarstarfi. Allir góðir menn vilja vel. Hver og einn gegn og góðfús maður, sem lciðir huga að uppeldismálum, vill að þjóðlífið mótist á þann veg, að börn og unglingar hafi sem greið- asta leið til alhliða þroska. Mörg- um vorra ágætu skólamanna er ljóst, að heilnæm skapgerðarmótun er meginhlutverk alls uppeldis- starfs og að sannindi kristinnar trúar eru ómetanlega verðmætur grunnur og viðmiðun í þessu efni. En er almenningur nægilega vak- andi og nógu vel á verði í þessum sökum? Undir því er það komið, hvort hin mikla og vaxandi opin- bera íhlutun í uppeldsmótun æsk- unnar tekur meira eða minna tillit til þeirrar óskar mikils meirihluta foreldra, að börn og unglingar fái, samfara almennrj uppfræðslu, kristið veganesti og vegsögn til undirbúnings undir lífið. Og sé ekki stefnt að því að hlynna að kristnum trúar- og siðgæðisáhrif- um, á hvaða stoðum á þá að reisa hugsjónir samfélagsins um mann- gildi og mannúð, um ábyrgð í inn- byrðis samskiptum þegnanna, um mat verðmæta og mannlega reisn? Hvert á þá að stefna um mótun? Verjum bænadeginum til þess að hugleiða þetta, kristnum almenn- ingi í landinu til vakningar og ein- dregnari samstöðu um að auka og styrkja áhrif kristinnar trúar í öllu uppeldisstarfi. Biðjum fyrir heim- ilum og skólum, fyrir foreldrum og kennurum. Biðjum þess, að hinir ungu komi auga á hinn góða og rétta veg, hina æðstu og sönnu fyrirmynd í allrj breytni og hinn fullkomna ráðgjafa í öllum vanda lífsins, Jesúm Krist, Drottin vorn. HÉRAÐSSKÚL- INN Á REYKJ- 40 ÁRA Á þessu ári eru liðin 40 ár síð- an Héraðsskólinn á Reykjum í Hrútafirði tók til starfa. Skóla- starfsins hefur þegar verið minnzt að nokkru í blöðum og út varpi. Nokkrir nemendur í skóla- stjóratíð Guðmundar Gíslasonar hreyfðu þeirri hugmynd nú á út- mánuðum að skólanum yrði gefin mynd af hinum látna skólastjóra. Hefur nú verið ákveðið að hefj- ast handa um fjársöfnun í þessu skyni. Hópur fyrri nemenda í Reykjaskóla tekur við fjárfram- lögum. Þeir eru: Ingibjörg Jóhannsdóttir, Mið- braut 1, Seltjarnarnesi. Þorgeir Þorgeirsson, viðskiptafræðingur, Meistaravöllum 13, R. Þorsteinn Ólafsson kennari, Bugðulæk 12, R. Haraldur Ólafsson dagskrár- stjóri, Ásvallagötu 23, R. Ingólf- ur Guðnason hreppstjóri, Hvammstanga. Einar Evensen tré smíðameistari, Blönduósi. Björn Arason umboðsmaður, Helgugötu 9, Borgarnesi. Þorsteinn Kristins- son kennari, Faxabraut 40D, Keflavík. Guðmundur Klemenz- son kennari, Varmahlíð, Skaga- firði. Torfi Guðbrandsson, Finn- bogastöðum, Árneshr. Stranda- sýslu. Jónas Jónasson, Melum, Strandasýslu. Kristján Hjartar- son, Skagaströnd. Ingimar Elías- son, Bakka, Kaldrananeshreppi, Strandasýslu. Rúnar Sigmunds- son viðskiptafræðingur, Espilóni 14, Akureyri. Gunnar Jónsson bif reiðastjóri, Ketilsbraut 18, Húsa- vík. í; : ’Á- +}: * ~7 "»'< «■ ■* ’ ■ --'• > • - ‘ \ ::

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.