Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						ÞREÖJUDAGUR 11. maí 1971
TIMINN
i >
BOIC UM NUTiMALJ
LBST EFTBR JÓHANN
Það er oft haft á orði, að fáar
þjóðir eða engar eigi skádlist
sinni meira upp að unna en ís-
lendingar, og má það til sams
vegar færa. Á löngum öldum
fylgdi hún þeim trúlega frá einni
kynslóð til annarrar og hún varð
þeim ekki aðeins athvarf og
dægradvöl, heldur andleg fþrótt,
sem öllum almenningi var tiltæk
og forýndi vitsmuni hans og anda
gegn lífshættum einangrunar og
fásinnis. Þá átti hver maður að
heita mátti sitt eftirlætisskáld,
og hefur svo verið allt fram á
vora daga.
Nú er það að sönnu augljóst
mál, að þjóðfélagsleg stakka-
skipti hafa í seinni tíð lagt í
aðrar hendur ýmis þau hlutverk,
sem skáldskapurinn var áður lát-
inn gegna, en þar fyrir verður
ekki með nokkru móti staðhæft,
að þjóðin í heild sé orðin ljóð-
listinni fráhverf. Hitt er engu að
síður satt, að um sinn hefur al-
menningi gengið miður vel að til-
einka sér hina yngstu ljóðagerð,
sem einatt er borin þeim sökum
að vera bæði formlaus og óper-
sónuleg. Þetta viðhorf hefur
stefnt hinum ungu skáldum til
meiri einangrunar en þeim sjálf-
um eða bókmenntunum er hollt
og verður naumast úr því bætt
nema með einu móti — aukinni
kynningu.
f raun er hér komið að vanda-
máli, sem allt til þessa hefur sætt
mikilli vanrækslu. En nú hefur
Jóhann Hjálmarsson skáld og
gagnrýnandi, tekið saman allmik-
ið rit, sem ætti að geta leitt til
hlutlægra mats á hinni ungu ljóð
list og jafnframt til nánara sam-
bands milli hennar og lesendanna.
Nefnist bókin íslenzk nútímaljóð-2
list og er hún nýlega komin út áj
vegum Almenna bókafélagsins.    j
í bók þessari, íslenzkri nútímaj
Frh. á bls. 10.
GS—Isafirði, mánudag.
Ekki er útlit fyrir að enska
togaranum, sem strandaður er
út af Arnarnesi, verði bjargað
af strandstað þennan daginn.
Björgunarskipin tvö geyma enn
flothylki hér inni á ísafirði. í
dag hafa björgunarskipin verið
út við togarann, en í gær o
fyrradag var unnið við að koma
vírum og flothylki undir hann.
Nú sést mávurinn ekki einu
sinni við Arnarnes, en þar ligg-
ur nú ný olíurák meðfram öllu
landi.
(Tímamynd G.S.)
L*0*4mi4*i**^*^i^^*^>^^>^*&>^i4Ft0mF*0*^t^*m4P*Jl
eroc
trygging
i
>
tri
Vaxandi áhugi er fyrir þvi, að samstarfsfólk, lífeyrissjóðir
eða félög standi sameiginlega að HÓPTRYGGINGUM. Með
því móti verða iðgjöid verulega lægri og fullvissa er um,
að allir eru tryggðir. Samskot vegna fráfalls eða veikinda
vinnúfélaga ættu að vera óþörf, ef HÓPTRYGGING er fyrir
hendi.
Við hðfum nú á boðstólum mjög fullkomna HÓPLÍF-
SJÚKRA- og SLYSATRYGGINGU, serh. kemur í veg fyrir
tekjumissi vegna sjúkdóma eða slysa, og greiðir dagpen-
inga í allt að þrjú ár. Ennfremur greiðir tryggingin örorku-
bætur og dánarbætur við fráfall fyrirvinnu og einhleypinga.
Jóhann Hiálmarsson
#£^k
Nokkur fyrirtæki hafa farið inn á þá braut að
greiða hluta af hóptrygglngariSgjaldi og öðlast
meS því aukið traust og velvilja slarfsfólksins.
Tryggingafulltrúar okkar eru stíð reiðubúnir
að mæta á fundum meS þeim, sem áhuga bafa
á HÓPTRYGGINGUM og gera tilboð, án nokk-
urra skuldbindinga.
LIFTRYGGINGAFELAGIÐ
ANDVAKA
SAMVINNUTRYGGINGAR
ÁRMÚLA 3   SÍMI  38500
Upplausnarástand
hjá Hannibal
Þá hefur Félag frjálslyndra
í Reykjavík loks gengið frá
framboðslista sínum, en þar
höfðu þau tíðindi gerzt, að
Hannibal Valdimarsson hafði
sagt sig af listanum vegna
ágreinings, og er hann nú kom-
inn í framboð vestur á fjörð-
um. Frá nýjum framboðslista
var svo gengið á laugardaginn.
Það var Bjarni Guðnason, pró-
fessor, sem fyrir því stóð að
Hannibal var flæmdur vestur.
Fékk hann til liðs við sig
Magnús Torfa Ólafsson, fyrr-
um ritstjóra Þjóðviljans, sem
skipar nú fyrsta sætið á lista
Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna í Reykjavík. Á þessum
fundi á laugardaginn sögðu 8
menn, sem ætlað var sæti á
framboðslistanum sig út af list
anum í mótmælaskyni, Meðal
þeirra voru Steinunn Finnboga
dóttir, borgarfulltrúi Frjáls-
lyndra í Reykjavík, Margrét
Auðunsdóttir, formaður starfs-
stúlknafélagsins Sóknar, Sigríð
ur Hannesdóttir og Alfreð
Gíslason, læknir, og fyrrum al-
þingismaður Alþýðubandalags-
ins. Hann mætti ekki einu
sinni á fundinum, en lét fylgja
þau skilaboð, að hann yrði ekki
í framboði fyrir hinn nýja
stjórnmálaflokk. Alfreð hafði
verið ætlað heiðurssætið á list-
anum.
Þannig er hinn nýi „samein-
ingarflokkur" nú klofinn. Raun
ar kemur það ekki á óvart
þeim, sem til þekkja og vita
hvers konar samanskrap óá-
nægðra úr ýmsum áttum þessi
nýju stjórnmálasamtök eru.
Klofningur var því aðeins
spurning um tíma. Engan mun
samt hafa órað fyrir, að flokk-
urinn myndi klofna fyrir
fyrstu alþingiskosningarnar,
sem hann tæki þátt í.
Þar er skýringar
að finna
Skýringar á þessum atburð-
um má m.a. finna í síðasta tölu
blaði Nýs lands, sem gefið er
út eftir að Ijóst er orðið, að
Hannibal er horfinn á braut
og kominn í framboð á Vest-
fjörðum. f forustugrein blaðs-
ins fær Hannibal heldur kaldar
kveðjur. Þar segir m.a.:
,.....Flokkurinn vill koma
með nýtt fó!k, sem ekki er sam
dauna hinu gamla flokkavaldi
þar sem einn vilji ræður
mestu".
Þetta er sérstök kveðja til
Hannibals ,en við hana er
bætt:
„Þegar stjórnmálaflokkar
ákveða lista sína koma venjw-
lega tvö sjónarmið til greina.
Annað að tryggja vald flokks-
stjórnarmanna yfir væntanleg
um frambióðendum. hitt að
velia á lista fólk, sem væn-
legt er til að draga fylgi að
Iistanum. Síðarnefnda sjónar-
mlðlð vnrð að ágreiningsefni í
Reykiavík".
Þessi kv°ðia er að sjálfsögðu
einnig ætluð Steinunni Finn-
bogadóttur og Haraldl Henrýs-
syni, sem átti að skipa 3ja sæti
listans skv. ákvörðun fundar
Framhald é bls. 10.
mr
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12