Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						MHBJUDAGUR II. maí 1971
TIMINN
MEÐ MORGUN
KAFFINU
S^

il 13 ibJ
JS, ég er nývaknaður. Hvers vegna spyrjið þér?
Það var jólahátíð hjá stóru
fyrirtæki, og starfsfólkið var að
skemmta sér við leik, sem var
í því fólginn, að allir áttu að
skrifa sína eigin grafskrift.
Ung skrifstofustúlka, sem var
bráðhugguleg og karlagull hið
mesta, sat við hlið auglýsinga-
stjórans og hvíslaði að honum:
— Ég hef ekki hugmynd um,
hvað ég á að skrifa.
— Það er nú ekM vandasamt,
svaraði auglýsingastjórinn, —
ég skal skrifa það fyrir þig.
Þar með tók hann blaðið henn
, ar og skrifaði á það nokkur orð.
Þegar grafskriftin var lesin upp
yfir alla viðstadda, kom í ljós,
að hún var þannig:
— Loksins sefur hún alein!
í zamsMÍ er þa'ð dátlítið ein-
keimöegt, en fólk, sem kann að
ISta sér B8a véL, hefur aldrei
penin@a — en fölk, sem hefur
peninga, fcann ekki að láta sér
«eJL
—  M fesexjti vefenr þú mig
svo snemma, barn?
— Mamma sagði, að við mætt
tmi ekki ícika okkur meðan þú
ISPEGLI TD
Palli pípulagningarmaður datt
ofan af þriggja hæða húsi, og
lá á götunni. Fjöldi fólks kom
þegar á vettvang. Lögreglumann
bar þar að ög spurði, hvað um
væri að vera. I því stóð Palli
upp og sagði, um leið og hann
burstaði rykið af fötum sínum:
— Það veit ég svei mér ekki,
ég er nýkominn hingað.
Ransóknardómarinn varð a'ð
áminna hinn ákærða, því að
honum hætti við að hafa of
miklar þagnir í framburði sín-
um. Dómarinn ítrekaði áminn-
ingu sína harðlega, þegar á-
kærður sagði:""— Herra dóm-
ari, ég er ekki nærri því eins
mikill þrjótur og ákærandinn
(löng þögn) — álítur mig
vera.
Einnig byrjandi getur náð sér
í stúlku. — En þa'ð þarf reynd-
an mann til að losna við hana
aftur.
— Hjónabandinu má Ukja við
höfn, þar sem tvö skip mætast.
—  Já, en það' fór nú svo, að
ég rakst á herskip.
DENNi
Allir scgja: — Góðan daginn,
-,—.   .  *   ,     a t   ti—i,  en ckkj er hægt að sjá á ykkur,
DÆM ALAUSI •» i«* »* ***¦
Nýlega hittust tvær frægar
konur, þær Grace furstafrú af
Monaco og Ingrid Bergman, og
þetta var í fyrsta sinn, sem þær
hittust, þótt undarlegt megi telj
ast, því báðar hafa þær verið
um langt bil f rægar kvikmynda-
stjörnur, þótt furstafrúin hafi
lagt það starf á hilluna. Fund-
um þeirra Ingrid og Grace bar
saman í Englandi, en þangað var
Grace komin með 14 ára gamla
dóttur sína, Caroline, og var að
- • - • -
Enn einu sinni eru Englend-
ingar farnir að tala um Önnu
prinsessu. Ekki er það vegha
ástarævintýris, heldur vegna jít-
lits hennar. Anna prinsessa hef
ur hlaðið utan á sig spiki frá
því hún kom heim frá Kenya í
febrúar sL, og landar hennar
eru heldur óánægðir með útlit
hennar. Elizabeth drottning hef-
ur skipað dóttur sinni að fara í
megrunarkúr, og Anna hefur
látið hafa það eftir sér, að mað-
ur verði víst að fórna sér úr því
hun sé fædd prinsessa, enda
þótt Mn elski mat.
— •
Borðtennis er ein umtalaðasta
iþróttagreinin þessa dagana,
enda orðin stórpólitísk, síðan
bandaríska liðinu var boðið til
keppni í Kína fyrir nokkrum
vikum. Að vísu muna fæstir
hvernig leikar fóru, en það
skiptir minnstu máli. Nú eru
menn farnir að velta því fyrir
sér, hvaðan þessi íþrótt er runn
in og hver eigi heiðurinn af
því að hafa fundið hana upp.
Nú hafa þrjár sonardætur Samú
els nokkurs Jones upplýst, í
blaðinu Observer, að afi þeirra
og kunningi hans hafi fundið
upp íþróttagreinina. Sanna þær
mál sitt með þvi að staðhæfa
að borðtennis hafi fyrst verið
leikinn á .iólunum 1895, í húsi,
sem kallað var Quarries í Sur-
rey.
Þegar þeir James Gibb og
fyrrnefndur Joncs voru búnir að
éta jólamatinn og tæma kampa-
vínsflöskurnar brugðu þeir á
leik. Þeir stöfluðu bókaröð
þvert yfir matborðið og slógu
kampavínstappana á milli sín
yfir bækurnar. Sem spaða not-
uðu þeir tóma vindlakassa.
Karlarnir höfðu svo gaman af
þessu, að þeir fcngu sér síðar
létta bolta frá Frakklandi og'
bjuggu til spaða, ekki ósvipaða
þeim, sem enn eru notaðir. Það
voru þessir glöðu íþróttamenn
leita að hentugum skóla handa
henni- Kvöld eitt fóru mæðgurn
ar í leikhús til þess að sjá
Ingrid Bergman í leikritinu
Captain Brassbounds Conversi-
on. Að sýningunni lokinni hittu
mæðgurnar stjörnuna Ingrid
Bergman að tjaldabaki, og hér
eru Grace og Ingrid að bera
saman bækur sínar um vini og
kunningja frá Hollywood-tím-
um þeirra beggja.
- • - • —
sjálfir, sem gáfu borðtennis
nafnið Ping-Pong, eins og það
'er 'víðast' kálláð. "Málfræðingar
eru ekki í vandræðum með að
sjá að nafn þetta er hreinn
hljóðgervingur, eða hljóðið,
sem heyrist, þegar boltinn er
sleginn með spaðanum og hljóð-
ið þégar hann skellur á borðinu.
• - • -
Framleitt hefur verið tæki,
sem kalla mætti „grát-kannara".
Tækið segir til um, hvað er að
smábarni, eftir því, hvernig það
grætur. Tækið var framleitt af
sænskum og finnskum vísinda-
mönnum, og er sagt bylting á
því sviði, að skera úr um sjúk-
dóma, sér í lagi alvarlega sjúk-
dóma í taugakerfi bai-na á fyrstu
tveimur vikunum eftir fæðing-
una. Tækið greinir grátinn í
þrennt. — Eðlilcgan grát — of-
urlítið óeðlilegan — og miki'ð
óeðlilegan, en þá mun vera mik-
il hætta á fcr'ðum. Sagt er, að
tækið, sem nú er í notkun á
Karolinska sjúkrahúsinu í Stokk
hólmi, sé mjög dýrt, en'-komi
innan tíðar á markaðinn.
- • - • -
- Fjölskylduvandamálin eru far
in að verða Sophiu Loren þung
í skauti. Mesta vandamálið er
nú móðir hennar, Romilda Vill-
ani. sem er 61 árs og hefur tek-
ið upp á því, að fara að lifa og
leika sér, eins og hana langar
til, á næturklúbbi í Róm. Það
fellur Sophiu Loren síður en
svo vel í geð, og finnst ekki við
hæfi móður sinnar. En það er
ekki bara hið villta líf mó'ður-
innar, sem varpar skugga á líf
Sophiu sjálfrar. Yngri systir
hennar, Anna María, sem hún
hefuralltaf'haffi-mikiðdálæti á,
hefur fengið skilnað frá manni
sínum, Romano Mussolini (syni
einræðisherrans). Sophia hafði
í lengstu lög vonað, að ekki
kæmi til skilnaðar systur henn-
ar og Mussolinis.
— • - • —
Þótt svo eigi að heita, að kom-
ið sé sumar hér hjá okkur,
fannst okkur allt í lagi, að birta
þessa mynd, af þeim Margréti
Danaprinsessu og Henry prins í
skiðafötunum. Þau brugðu sér
á skíði í f.ialllfndinu suður í
Fi'akklandi seinni partinn i vet-
ur, og nutu úlivistarinnar vel.
Prinsessan mun ekki vera neinn
viðvaningur á skíðum, þótt hún
sé upprunnin í Danmörku, þar
sem ekki er mikið um skíða-
brekkur, og ekki miki'ð tæki-
færi fyrir fólk að æfa sig í
öðru en skíðagöngu.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12