Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						16 14. september 2002 LAUGARDAGUR
HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA?
LEIKSÝNINGAR
14.00 Jón Oddur og Jón Bjarni eftir
Guðrúnu Helgadóttur eru sýndir á
Stóra sviði Þjóðleikhússins.
15.00 Borgarleikhúsið kynnir haustdag-
skrá. Leikur, söngur og dans. Brot
úr verkefnum vetrarins verða
sýnd. Allir eru velkomnir.
20.00 Með vífið í lúkunum eftir Ray
Cooney er sýnt á Stóra sviði Borg-
arleikhússins. 
TÓNLEIKAR
20.00 Japonijazz er nafn á hljómsveit
sem sett var saman af mörgum
jazztónlistarmönnum frá Japan.
Þeir koma hingað til lands til að
halda tónleika í Salnum í Kópavogi.
MYNDLIST
Björn Lúðvíksson heldur yfirlitssýningu
á Sjúkrahúsinu og Heilsugæslustöðinni
á Akranesi í tilefni 50 ára afmælis stofn-
unarinnar. 
Ólöf Björg myndlistarmaður sýnir í Gall-
eríi Sævars Karls, málverk, hluti, hljóð
og lykt.
Sýning á verkum Eero Lintusaari skart-
gripahönnuðar og Harri Syrjanen gull-
smiðs og leðursmiðs sýnir í Listhúsi
Ófeigs við Skólavörðustíg. Sýningin verð-
ur opin mánudaga til föstudaga frá 10 til
18 og laugardaga frá 11 til 16. Sýning-
unni lýkur 25. september.
Ásdís Spano sýnir olíuverk á Kaffi Sól-
on. Sýningin stendur til 27. september.
Sumarlok nefnist gluggasýning í Samlag-
inu/Listhúsi, Gilinu á Akureyri. Þar sýnir
Halldóra Helgadóttir málverk unnin á
þessu ári. Sýningin stendur til 15. sept-
ember. 
Í Rauða Húsinu á Eyrarbakka sýnir
Hafliði Magnússon, rithöfundur og
teiknari, sýningu á lituðum teikningum
með götumyndum frá Eyrarbakka,
Stokkseyri og Selfossi. 
Harpa Rún Ólafsdóttir sýnir í Gallerí
Tukt í Hinu húsinu. 
Í Listasafni ASÍ, Freyjugötu 41 sýnir Guð-
rún Hrönn Ragnarsdóttir ljósmyndir og
skúlptúr. Í Gryfjunni sýnir Kristveig
Halldórsdóttir , myndverk gerð úr rabb-
arara sem hún hefur búið til papyrus úr.
Einnig sýnir hún ljósmyndir. Listasafn
SUNNUDAGURINN
15. SEPTEMBER
Í
Listasafni Reykjavíkur á Kjar-
valsstöðum opnar í dag sýning
á verkum Arne Jacobsen . Meðal
þekktra verka Arnes eru stólarn-
ir Maurinn frá árinu 1951, Eggið
frá árinu 1957 og Svanurinn frá
árinu 1957. 
Eyjólfur Pálsson, verslunar-
maður í Epal, hefur verið með
verk Arnes til sölu í verslun
sinni um 27 ára bil. ?Nú standa
yfir sýningar á verkum Arnes
um allan heim,? segir Eyjólfur,
?en það sem er sérstakt á þessari
sýningu eru þrjár sérstakar
tengingar við Ísland.? Eyjólfur
vill ekki gefa frekari upplýsing-
ar um þetta og segir að sjón sé
sögu ríkari. Aðspurður hvernig
hönnun Arnes hafi hentað Íslend-
ingum gegnum tíðina, segir
Eyjólfur, að Íslendingar hafi
alltaf haft smekk fyrir þessum
húsgögnum. ?Í upphafi áttu auð-
vitað margir svona eldhúshús-
gögn og fannst þau bara eldhús-
leg. Svo breyttist þetta hægt og
sígandi og nú er yngri kynslóðin
mjög hrifin af þessari hönnun og
kaupir þetta sem borðstofuhús-
gögn. Einn veit ég um sem á stól
hannaðan af Arne og hann segir
stólinn vera það sem erfingjarn-
ir bíði eftir í ofvæni.? Eyjólfur
segir suma af gömlum munun-
um, eins og t. d. gamalt Egg og
Svan, seljast á sama verði og um
nýja stóla væri að ræða. ?Hönn-
un Arne lifir vegna þess að hún
er smart og þægileg. Þar samein-
ast fegurðin notagildinu.? 
Arne Jacobsen er ekki bara
frægur fyrir byggingarlist og
húsgagnahönnunin. ?Hann hann-
aði líka áklæði og gluggatjöld,?
segir Eyjólfur, að ógleymdum
búsáhöldum, en fræg er Cylinda-
línan, sem er úr ryðfríu stáli og
hefur unnið til fjölda verðlauna.?
Sýning Listasafnsins er sú yf-
irgripsmesta sem haldin hefur
verið á munum eftir Arne á Ís-
landi og Carsten Thau, prófessor
við konunglegu dönsku listaaka-
demíuna heldur fyrirlestur um
Arne Jacobsen.
Eyjólfur segir að lokum að
gestum á sýningunni verði boðið
upp á að taka þátt í spurningaleik
þar sem vegleg verðlaun verða í
boði - að sjálfsögðu munir eftir
Arne. ?Það gerir líka sýninguna
skemmtilegri fyrir gestina, þeir
þurfa þá að staldra við og skoða í
staðinn fyrir að strunsa í gegn.? 
edda@frettabladid.is
Erfingjarnir bíða í 
ofvæni eftir stólnum
Flott hönnun er nátengd nafni Arne 
Jacobsen. Í tilefni af aldarafmæli hans býðst
gestum Listasafns Reykjavíkur að skoða verk
hans á yfirgripsmikilli sýningu. 
SÍGILD HÖNNUN
Eyjólfur Pálsson, verslunarmaður í Epal, segir hönnun Arne sameina fegurð og notagildi.
Guðný Kjartansdóttir
Aldrei án dóttur minnar.
1
METSÖLULISTI
2
3
4
5
6
7
8
9
10
VINSÆLUSTU ERLENDU BÆKURNER
HJÁ PENNANUM-EYMUNDSSON
Sandra Brown
ENVY
Patricia Cornwell
ISLE OF DOGS
James Patterson
VIOLETS ARE BLUE
Brad Meltzer
THE MILLIONAIRES
Clive Cussler
VALHALLA RISING
Gerald Seymor
THE UNTOUCHABLE
Robert B. Parker
WIDOW?S WALK
Stephen King - Peter Straub
BLACK HOUSE
Jonathan Kellerman
FLESH AND BLOOD
David Baldacci
LAST MAN STANDING
HÁTÍÐ ?Markmiðið er auðvitað að
þjappa íbúunum saman og gera
þeim grein fyrir því í leiðinni að
Grafarvogurinn á sér merkilega
sögu. Grafarvogur og Gufunes
hafa komið við sögu margra sögu-
frægra manna, eins og t. d. Einars
Ben. og landnámsmannsins Ketils
gufu,? segir Ása Briem, sem er
verkefnisstjóri Grafarvogsdags-
ins, en dagurinn er haldinn hátíð-
legur í fimmta sinn í dag. Ása seg-
ir daginn hafa fest sig í sessi með-
al íbúanna og engin spurning að
svona hátíð auki samheldni íbúa
hverfisins. ?Það er látlaus gleði
allan daginn, ofboðslega skemmti-
leg dagskrá. Vert er að geta Graf-
arvogsskáldanna, þeirra Einars
Más Guðmundssonar og Gyrðis
Elíassonar sem lesa ljóð, þar er nú
aldeilis ekki í kot vísað,? segir
Ása. ?Þá verður boðið upp á sögu-
göngu og helgistund, Stefán Jón
Hafstein mun afhenda hvatning-
arverðlaun þeim íbúum sem skar-
að hafa framúr og opið hús verður
í Borgarholtsskóla milli klukkan
11 og 15, en þar munu listamenn,
félög og fyrirtæki í Grafarvogi
kynna sig. Stuðganga hefst við
Spöngina klukkan 15 og ekki má
gleyma að minnast á húllumhæið
við Gufunesbæ þar sem verður
klifrað upp súrheysturninn með
Harald Örn Ólafsson, fjallagarp, í
broddi fylkingar. Þar verður líka
grillað, sungið og dansað, en sýru-
polkasveitin Hringir leikur fyrir
dansi. Hátíðarhöldunum lýkur svo
með hinni ómissandi flugeldasýn-
ingu.?  a73
KLIFRAÐ VIÐ GUFUNESBÆ
Það verður margt um að vera á Grafarvogsdeginum í dag.
Árlegur Grafarvogsdagur í dag:
Menningarviðburðir og stanslaust fjör 
ASÍ er opið alla daga nema mánudaga
frá kl. 14 til 18. Aðgangur er ókeypis.
Sýningunum lýkur 22. september. 
Afmælissýning Myndhöggvarafélag Ís-
lands stendur yfir í Listasafni Reykja-
víkur, Hafnarhúsi. Fjórtán myndhöggv-
arar sýna. Félagið fagnar nú 30 ára af-
mæli sínu. Sýningin stendur til 6. októ-
ber.
Helgi Þorgils Friðjónsson og Kristinn
G. Harðarson sýna í i8, Klapparstíg 33.
Kristinn sýnir vatnslitaverk og útsaumað-
ar myndir og Helgi leirskúlptúra. Að auki
sýna þeir myndbandsverk sem þeir
unnu í sameiningu ásamt Sverri Guð-
jónssyni . Sýningin stendur til 12. októ-
ber. i8 er opið þriðjudaga til laugardaga
frá kl. 13 til 17.
Listin meðal fólksins er yfirskrift sýn-
ingar Listasafns Reykjavíkur í Ásmund-
arsafni. Á sýningunni eru verk Ásmund-
ar Sveinssonar myndhöggvara skoðuð
út frá þeirri hugsjón hans að myndlistin
ætti að vera hluti af daglegu umhverfi
fólks en ekki lokuð inni á söfnum. Sýn-
ingin stendur til ársloka. 
Í Þjóðmenningarhúsinu standa þrjár
sýningar. Sýndar eru ljósmyndir úr Fox-
leiðangrinum sem eru með elstu mynd-
um sem teknar voru á Íslandi, Græn-
landi og í Færeyjum, sýning er á vegum
Landsbókasafns á bókmenntum Vestur-
Íslendinga og loks er Landafundasýning-
in sem opnuð var árið 2000 og hefur
nú verið framlengd. 
Upplýsingar & 
tímapantanir 
alla daga í síma 561 8585
Kátir krakkar
Barna- og unglingastarf Gauja litla
Aukum sjálfstraust og lífsgleðiAukum sjálfstraust og lífsgleði
Kátir krakkar
13 til 16 ára
Aðhaldsnámskeið þrisvar 
í viku fyrir unglinga á 
aldrinum 13 til 16 ára,
 í World Class.
Innifalið: Spinningtíma, 
taiboo, hipp hopp dans, 
stöðvaþjálfun, leikræna
tjáning, styrking 
sjálfsmyndar o.m.f.
í viku f
Innifalið: Spinningtímar, 
stöðvaþjálfun, leikræn
Kátir krakkar
7 til 12 ára
Barnanámskeiðin eru 
aldursskipt, 7-9 ára og 
10-12 ára.
Unnið er náið með 
börnunum og foreldrum 
þeirra sem fá fræðslu frá 
næringarráðgjafa.
Athugið að þátttakendafjöldi er takmarkaðurAthugið að þátttakendafjöldi er takmarkaður

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24