Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						KÖRFUBOLTI Íslandsmót karla í
körfubolta hefst næstkomandi
fimmtudag með þremur leikjum.
Svali Björgvinsson, fyrrverandi
landsliðsmaður í
körfubolta, hefur
fylgst vel með und-
irbúningstímabilinu
og segir að liðin
komi misvel undan
sumri. ?Það er klárt
mál að deildin veik-
ist eitthvað. Fólk er
að leita eftir spenn-
andi leikjum og þrátt fyrir að þetta
verði ekki eins mikið hágæðamót
og í fyrra þá held ég að það komi
ekki niður á spennu leikjanna.? 
Svali segir að deildin eigi ekki
eftir að vera eins fyrirsjáanleg og
oft áður. ?Við eigum eftir að sjá
afar fróðlega hluti. Haukarnir
hafa verið að gera mjög góða hluti
í haust. Þeir hafa leikið framar öll-
um vonum og væntingum og koma
vel þjálfaðir og skipulagðir til
leiks. Keflvíkingar verða mjög
sterkir og ef þeir halda þessum
hópi þá ættu þeir að vinna, þ.e. ef
leikmennirnir halda sér heilum.
Það eru miklar breytingar hjá lið-
um eins og KR og Njarðvík. Bæði
Teitur Örlygsson og Logi Gunnars-
son eru hættir í Njarðvík og nú
þurfa ungu mennirnir hjá þeim að
sanna sig. KR-ingarnir með gjör-
breytt lið. Jón Arnór Stefánsson er
farinn, Keith Vassell líka og Her-
mann Hauksson er loksins farinn
út. Auk þess virðist Ólafur Jón
Ormsson ekki ætla að vera með
þeim. Það verður mjög fróðlegt að
fylgjast með ÍR-ingum. Þeir ættu
að verða brattir og leggja mikið
undir. Það verður einnig spennandi
að fylgjast með Grindvíkingum en
það voru vonbrigði hjá þeim í
fyrra.? 
Svali segist eiga von á harðri
baráttu á botninum og telur að þar
verði að öllum líkindum bæði Val-
ur og Snæfell sem komu upp í úr-
valsdeildina fyrir þetta tímabil og
lið Skallagríms og Breiðabliks í
mestu baráttunni. 
Að sögn Svala mun það koma
dálítið niður á deildinni að missa
sterka leikmenn út í atvinnu-
mennskuna. Hann er samt sem
áður ánægður fyrir þeirra hönd.
?Blessunarlega eru þessir strákar
að fara út og eru bara að spjara sig
mjög vel. Ég held að það komi ekk-
ert niður á spennunni. Það koma
bara nýir og frískir strákar í stað-
inn,? segir Svali. 
freyr@frettabladid.is
10 8. október 2002 ÞRIÐJUDAGUR
FÓTBOLTI
TVÖ MÖRK Í FYRSTA LEIK
Brasilíska knattspyrnuhetjan Ronaldo skor-
aði tvö mörk fyrir Real Madrid gegn Alavez
um helgina. Þetta var fyrsti leikur kappans
fyrir spænska liðið. 
ÍÞRÓTTIR Í DAG
18.30 Sýn
Meistaradeild Evrópu 
19.30 Sýn
Heimsfótbolti með West Union 
20.00 Sýn
Íþróttir um allan heim 
00.15 Sýn
Íþróttir um allan heim 
BORÐTENNISBORÐ
Verð frá 26.900.-
S.V.Sverrisson
Suðurlandsbraut 10 (2h) - Rvk.
sími: 568 3920 - 897 1715
umboðið
borðtennisvörur
FÓTBOLTI Dominic Matteo, varn-
armaðurinn í enska úrvalsdeild-
arliðinu Leeds, og Scott Dobie,
samherji Lárusar Orra Sigurðs-
sonar hjá West Bromwich Al-
bion, eru báðir meiddir og
missa þar með af leik Skotlands
gegn Íslandi næstkomandi laug-
ardag í undankeppni EM. Barry
Ferguson, miðjumaðurinn hjá
Glasgow Rangers í Skotlandi er
einnig tæpur vegna meiðsla og
gæti misst af leiknum. 
Auk þessara leikmanna eru
fjórir aðrir Skotar á sjúkralist-
anum; þeir Neil Sullivan
(Tottenham), David Weir (Ev-
erton), Don Hutchison (West
Ham) og Craig Burley (Derby
County). a73
Skoska landsliðið 
í vandræðum:
Matteo 
ekki með
gegn Íslandi
FERGUSON
Barry Ferguson, til vinstri, fer upp í
skallaeinvígi við Paul Lambert hjá Celtic
í leik Rangers og Celtic um síðustu helgi.
Óvíst er hvort Ferguson geti leikið með
Skotum gegn Íslandi næsta laugardag. 
AP/MYN
D
Spennandi mót
framundan
Svali Björgvinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta, býst við
jöfnu og spennandi Íslandsmóti karla í körfubolta. Deildin veikari en í
fyrra. Keflvíkingar líklegastir til sigurs.
SVALI BJÖRGVINSSON
Svali á von á hrikalegri spennu á Íslandsmótinu í ár. Hann telur að Keflvíkingar séu með
sterkasta liðið.
?Keflvíkingar
verða mjög
sterkir og ef
þeir halda
þessum hópi
þá ættu þeir
að vinna?
FÓTBOLTI Stephane Henchoz, sviss-
neski miðvörðurinn í liði Liverpool,
verður frá næstu fimm vikurnar
vegna meiðsla á kálfa. Hechoz, sem
átt hefur í töluverðum meiðslum
það sem af er tímabilinu, þurfti að
fara af velli í fyrri hálfleik í leikn-
um gegn Chelsea um síðustu helgi
sem endaði með 1:0 sigri Liverpool.
Henchoz mun því missa af næstu
leikjum Liverpool í ensku úrvals-
deildinni auk þess sem hann verður
fjarri góðu gamni þegar svissneska
landsliðið leikur gegn Albaníu
næsta laugardag og gegn Írlandi á
miðvikudaginn í næstu viku í und-
ankeppni EM. a73
Stephane Henchoz 
undir hnífinn:
Frá næstu
fimm 
vikurnar
LIVERPOOL
Michael Owen, til vinstri, fagnar sigurmarki
sínu gegn Chelsea um helgina ásamt John
Arne Riise. Henhoz leikur ekki með Liver-
pool næstu fimm vikurnar.
AP/MYN
D
Meistarakeppni KKÍ:
880 þúsund
söfnuðust
KÖRFUBOLTI Alls söfnuðust 880 þús-
und krónur í leikjum karla- og
kvennaliða Njarðvíkur og KR í
körfubolta á sunnudaginn, þar
sem leikið var um tignina meist-
ari meistaranna. Leikirnir í meist-
arakeppni KKÍ eru góðgerðarleik-
ir og að þessu sinni mun upphæð-
in renna til Foreldrafélags geð-
sjúkra barna og unglinga. 
Bæði karla- og kvennalið Njarð-
víkur unnu leiki sína í keppninni.
Karlalið Njarðvíkur, núverandi
Íslandsmeistarar, unnu KR með
87 stigum gegn 82 og kvennalið
Njarðvíkur vann Íslandsmeistara
KR með 68 stigum gegn 66.
F
RÉT
T
A
B
L
AÐIÐ/RÓB
ER
T

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24