Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						4 18. nóvember 2002 MÁNUDAGUR
Bókin sem slegið
hefur í gegn hjá öllu
áhugafólki um
náttúru Íslands.
?Mæla má eindregið
með bók þessari
handa þeim sem 
vilja kynnast 
öræfaslóðum.? 
ÁHB í Mbl.
JÓLAGJÖF JEPPAFÓLKSINS!
Bókin í jeppann
METSÖLUBÓK!
Bílslys við Vík:
Einn
slasaðist
UMFERÐKona var flutt á sjúkrahús
eftir að bíll sem hún var farþegi í
lenti utan vegar á laugardags-
kvöld. Talið var að hún hefði fót-
brotnað. Fimm manns voru í bíln-
um, sem rann út af vegi við
Gatnabrún, vestan við Vík. Bíl-
stjóri bifreiðarinnar missti stjórn
á bílnum í hálku og fór fram af
fjögurra metra kanti. Bílinn valt
ekki en endaði um 50 metra frá
veginum.
Ökuhraði bílsins var ekki mik-
ill þegar hann fór fram af kantin-
um. Farþegarnir voru á leið heim
úr jarðarför. Bíllinn var ekki á
nagladekkjum.a73
S-hópur kaupir
Búnaðarbanka
S-hópurinn hefur samið um kaup á 45,8% hlutabréfa í Búnaðarbankan-
um fyrir 11,9 milljarða króna. Erlendur banki mun eiga þriðjung í hlut
S-hópsins. Kaupandinn má ráða hvort hann greiðir 18,32% af hlutnum í
dollurum eða krónum. 27,48% eru greidd í krónum.
EINKAVÆÐING Nýtt eignarhaldsfé-
lag svokallaðs S-hóps, Egla ehf.,
hefur samið um kaup 45,8% hlut
ríkisins í Búnaðarbanka Íslands.
Egla er í eigu Kers
hf. (Esso), Sam-
vinnutrygginga,
ónefndrar útlendr-
ar fjármálastofn-
unar, Samvinnulíf-
eyrissjóðsins og
VÍS.
Erlendi bankinn mun eiga að
minnsta kosti þriðjung af hlut
Eglu samkvæmt áreiðanlegum
heimildum Fréttablaðsins. Ekki
er gefið upp hver þessi útlendi
banki er. Ástæða þess mun vera
tæknilegs eðlis þar sem bankinn
hefur ekki gert upp við sig hvern-
ig hann kemur að málinu; hvort
hann muni til dæmis eiga sjálfur
beinan hlut eða í gegnum dóttur-
félag. Þetta mál er sagt munu
skýrast fljótlega í næsta mánuði.
Kaupsamningur hefur ekki
verið undirritaður en stefnt er að
því að það verði gert fyrir áramót.
Samkvæmt samkomulagi sem
einkavæðingarnefnd náði við
kaupendurna á laugardag mun
Egla kaupa bankahlutinn í tveim-
ur áföngum; 27,48% verða keypt á
þessu ári en 18,32% fyrir 20. des-
ember á næsta ári. Kaupendurnir
ráða hvenær á tímabilinu þeir
kaupa seinni hlutann. Þá þurfa
þeir ekki að ákveða fyrr en kaup-
samningur er undirritaður hvort
síðari hlutinn er borgaður í dollur-
um eða íslenskum krónum.
Gengið sem keypt er á er 4,81.
Það er eilítið hærra en gengi
hlutabréfa Búnaðarbankans hefur
verið að undanförnu. Lokagengi
föstudagsins í Kauphöll Íslands
var til dæmis 4,70.
Eftir söluna til Eglu mun ríkis-
sjóður áfram eiga 9% í Búnaðar-
bankanum. S-hópurinn mun ekki
sækjast eftir að eignast meiri-
hluta í bankanum, meðal annars
vegna þess að þá þyrfti hann að
gera öðrum hluthöfum yfir-
tökutilboð.
Samkomulagið frá því á laugar-
dag er með fyrirvara um áreiðan-
leikakönnun á bankanum og kaup-
endunum sjálfum.
gar@frettabladid.is
Sprengjuárásin á Balí:
Rannsókninni miðar
framar vonum
JAKARTA, AP Rannsókninni á
sprengjuárásinni á Bali, sem
varð nærri 200 manns að bana 12.
október síðastliðinn, hefur miðað
mun hraðar en búist var við. Er-
lendir stjórnarerindrekar og sér-
fræðingar, sem hafa aðstoðað
indónesísku lögregluna við rann-
sóknina, hafa hælt henni fyrir
vönduð vinnubrögð og góða sam-
vinnu.
Nú þegar hefur einn maður
verið handtekinn, grunaður um
aðild að verknaðinum. Þá hafa
verið birtar myndir af sex grun-
uðum mönnum í viðbót, sem tald-
ir eru hafa framið ódæðið. Á
meðal þeirra er maður sem talinn
er vera leiðtogi hópsins, Imam
Samudra að nafni. Hann er einnig
grunaður um sprengjuárásir á
kirkjur í Indónesíu.
Allir eru mennirnir Indónesar.
Hinn handtekni heitir Amrozi og
hefur viðurkennt að vera eigandi
bifreiðar sem notuð var í
sprengjuárásinni 12. október.
Hann lýsti í síðustu viku ánægju
sinni með blóðbaðið. Það eina
sem skyggði á ánægju hans var
hversu fáir Bandaríkjamenn
voru í hópi hinna látnu. a73
Fulltrúi S-hópsins:
Tókumst mest á um gengið
EINKAVÆÐING Kristinn Hallgríms-
son, fulltrúi Eglu ehf. sem keypt
hefur tæpan helmings hlut í Bún-
aðarbankanum, segir kaupend-
urna sátta við verðið. ?Gengið var
það sem aðallega var tekist á um.
En við erum sáttir,? segir Krist-
inn.
Kristinn segir engin áform
vera uppi á þessu stigi um breyt-
ingar á stjórn bankans. Þess sé þó
að vænta að breytingar verði á
bankaráðinu í samræmi við breytt
eignarhald. Það verði þó jafnvel
ekki fyrr en á aðalfundi bankans
eftir rúma þrjá mánuði.
?Stjórnendur bankans eru öfl-
ugir og við væntum mikils af sam-
starfi við þá. Við væntum þess
líka að eiga gott samstarf við aðra
hluthafa bankans, bæði stóra og
smáa,? segir Kristinn.
Í yfirlýsingu Eglu segir að um-
breyting sé óumflýjanleg á ís-
lenskum fjármálamarkaði. ?Það
er okkar mat að það hljóti að
koma til þess að það verði byggð-
ar upp færri og sterkari einingar
á þessum markaði,? segir Krist-
inn. Hann útskýrir þetta ekki nán-
ar en játar því að margir hafi
áhuga á Sparisjóðunum: ?Ég veit
ekki til þess að sá áhugi hafi
minnkað. En það er spurning
hvaða svigrúm löggjafinn gefur
að þessu leyti.? a73
HÖFUÐPAURINN NEFNDUR
Lögregluforinginn I Made Mangku Pastika hefur umsjón með rannsókn sprengjuárásar-
innar á diskótekið á Bali.
AP/CHAR
LES 
DHAR
AP
AK
BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS
Egla kaupir 45,8% í Búnaðarbankanum í tveimur áföngum; 27,48% verða keypt á þessu
ári en 18,32% fyrir 20. desember á næsta ári. Kaupendurnir ráða hvenær á tímabilinu
þeir kaupa seinni hlutann og hvort þeir greiða hann í dollurum eða íslenskum krónum.
Stefnt er að
undirritun
kaupsamnings
fyrir áramót.
F
R
ÉT
T
A
B
L
AÐIÐ/B
I
LLI
BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS
Nýir eigendur hafa ekki áform um breytingar á stjórn Búnaðarbankans. ?Stjórnendur
bankans eru öflugir og við væntum mikils af samstarfi við þá,? segir Kristinn Hallgrímsson,
fulltrúi kaupendanna. 
F
R
ÉT
T
A
B
L
AÐIÐ/B
I
LLI
KJÖRKASSINN
Farðu inn á frett.is og segðu
þína skoðun
frétt.is
Á Ísland að samþykkja að
borga meira til ESB vegna
stækkunar þess til austurs?
Spurning dagsins í dag:
Ertu sátt(ur) við lögleiðingu hnefaleika
á Íslandi?
Niðurstöður gærdagsins 
á www.frett.is
Já
Nei
BORGUM EKKI
Fæstum líst á að leggja
fram meira fé til 
Evrópusambandsins
vegna stækkunar þess.
32,9%
20,3%
79,7%
ÓLAFUR DAVÍÐSSON
Fyrirsjáanlegt að bankarnir verði alfarið úr
ríkiseigu á næsta ári.
Ólafur Davíðsson:
Náðum
okkar
takmarki
VIÐSKIPTI Ólafur Davíðsson, for-
maður framkvæmdanefndar um
einkavæðingu, segir söluna á
45,8% hlut ríkisins til Eglu ehf.
vera afar viðunandi. Takmarkið
hafi verið að fá hærra verð en
verið hefur á markaði að undan-
förnu.
Ekki hefur verið gefið upp
hvaða erlendi banki það er sem
stendur með Eglu ehf. að kaupun-
um í Búnaðarbankanum. Sá banki
mun eignast þriðjung af Eglu-
hlutnum. Ólafur segir einkavæð-
ingarnefndina ekki vita hver er-
lendi bankinn sé:
?Þeir hafa notið ráðgjafar er-
lends banka en það liggur ekki
fyrir hvort sá banki muni verða
fjárfestir í Búnaðarbankanum.
Það þarf hins vegar að liggja fyr-
ir áður en kaupsamningur er und-
irritaður. Þeir hafa því frest í
nokkrar vikur til að ljúka því
máli,? segir Ólafur.
Eftir söluna til Eglu á ríkið 9%
í Búnaðarbankanum. Þá á ríkið
2,5% í Landsbankanum. ?Ég á von
á því að það verði farið í að undir-
búa að selja það á næstu mánuð-
um. Það er fyrirsjáanlegt að bank-
arnir verði alfarið komnir úr eigu
ríkisins á næsta ári. Það er ekki
ákveðið hvernig þetta verður
selt,? segir Ólafur. a73
ERLENT
KIRKJUR EYÐILAGÐAR Tvær
serbneskar rétttrúnaðarkirkjur í
Kosovo voru lagðar í rúst með
sprengjum seint á laugardag og
að morgni sunnudags. Þetta eru
fyrstu árásir af þessu tagi í
Kosovo í meira en ár.
FISKIMENN FÓRUST Átján egypsk-
ir sjómenn fórust þegar skip 
þeirra lenti í miklu hvassviðri í
Miðjarðarhafi á laugardag. Lík
nokkurra þeirra hefur rekið á
land. 
MÓTMÆLI Í HVÍTA-RÚSSLANDI Um
1500 stjórnarandstæðingar í
Hvíta-Rússlandi mættu á mót-
mælafund í Minsk. Þeirri stefnu
forsetans að tengjast Rússlandi æ
nánari böndum var harðlega mót-
mælt. 
KVÆNTI BISKUPINN MESSAR
Páfagarður hefur skýrt frá því að
Emmanuel Milingo, erkibiskupinn
sem olli kaþólsku kirkjunni vand-
ræðum með því að kvænast, 
muni messa í vikunni í fyrsta sinn
frá því giftingin komst í hámæli.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32