Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.05.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 22 Leikhús 22 Myndlist 22 Bíó 24 Íþróttir 18 Sjónvarp 26 KVÖLDIÐ Í KVÖLD MYNDLIST Notar pappír frá 19. öld FRAMBOÐ Það verða margir snælduvitlausir FÖSTUDAGUR 2. maí 2003 – 99. tölublað – 3. árgangur bls. 16 RÁÐGJÖF Fjölskylda í breyttum heimi bls. 32 MÁLÞING Málþing um félagsfræði verður í Háskóla Íslands í dag í til- efni sextugsafmælis Þorbjörns Broddasonar prófessors. Fjölmarg- ir fræðimenn flytja erindi. Einnig verða pallborðsumræður um fé- lagsfræði og fjölmiðla, sem eru sérsvið Þorbjörns. Þingið er í stofu 101 í Lögbergi og hefst klukkan 14.00. Sextugur prófessor TÓNLIST Nemendur Nýja Söngskól- ans Hjartans mál flytja í kvöld gamanóperettuna Að vera eða vera ekki. Þór Jónsson fréttamaður hef- ur ofið söguþráð á milli margra þekktra söngperla. Guðbjörn Guð- björnsson óperusöngvari leikstýrði verkin, sem flutt verður í tónlistar- húsinu Ými klukkan 20.30. Fréttamannsópera MÁLSTOFA Birgir Guðmundsson, að- júnkt við Háskólann á Akureyri, hefur gert rannsókn á héraðsfrétta- blöðum og fjölmiðlun á lands- byggðinni sem kynnt verður á mál- stofu í skólanum í dag. Í kjölfarið fara fram pallborðsumræður um stöðu fjölmiðlunar á landsbyggð- inni með þátttöku fréttamanna og fulltrúa stjórnmálaflokka. Málstof- an er í stofu 201 í Sólborg klukkan 13.15. Héraðsfréttablöð á nýrri öld bls. 46 REYKJAVÍK Norðaustan 8-13 m/s og léttskýjað. Hiti 0 til 5 stig. VEÐRIÐ Í DAG + - + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 8-13 Skýjað 3 Akureyri 5-10 Skýjað 4 Egilsstaðir 5-10 Skýjað 3 Vestmannaeyjar 10-18 Skýjað 3 ➜ ➜ ➜ ➜ KÖNNUN Samfylkingin hefur tapað fjórum prósentustigum af fylgi sínu á einni viku, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær. Fylgi Sam- fylkingar mælist nú 28,9%. Framsóknarflokkurinn bætir við sig 2,8 prósentustigum á sama tíma og nálgast kjörfylgi sitt frá síðustu kosningum, fengi nú 15,6%. Stuðningur við Vinstri- hreyfinguna – grænt framboð eykst um 1,7 prósentustig og mælist 8,7%, litlu undir kjör- fylgi. Litlar breytingar urðu á fylgi hinna flokkanna milli vikna. Sjálf- stæðisflokkurinn er stærstur með 34,7%. Frjálslyndi flokkurinn fengi 10,6%, hálfu prósentustigi minna en fyrir viku. Nýtt afl nær þrefaldar fylgi sitt á milli vikna, fengi nú 1,4% en mældist með hálft prósent fyrir viku. Samkvæmt þessu fengi Sjálf- stæðisflokkur 22 þingmenn og Framsóknarflokkur tíu. Það þýð- ir að stjórnin hefði eins sætis meirihluta á þingi. Samfylkingin fengi 19 þingmenn, Frjálslyndir sjö og Vinstri grænir fimm. Talsverður munur er á fylgi flokkanna eftir búsetu. Sjálf- stæðisflokkurinn nýtur stuðnings 38% á suðvesturhorninu en 29% á landsbyggðinni. Samfylkingin nýtur stuðnings 33% á höfuð- borgarsvæðinu en 22,5% á lands- byggðinni. Þessu er öfugt farið hjá Framsóknarflokknum. Hann nýtur aðeins stuðnings átta pró- senta kjósenda á höfuðborgar- svæðinu en 27% á landsbyggð- inni. Minni munur er á fylgi hinna flokkanna eftir búsetu. 34% kvenna styðja Samfylk- ingu en aðeins 25% karla. 38% karla styðja Sjálfstæðisflokk en 31% kvenna. Karlar styðja Frjálslynda flokkinn fremur en konur, 13% karla myndu kjósa flokkinn en átta prósent kvenna. Skoðanakönnunin var gerð í gær. 1.200 kjósendur voru spurð- ir hvað þeir myndu kjósa og þeir sem ekki svöruðu voru spurðir hvað væri líklegast að þeir kysu. Þá tók 84,1% afstöðu. brynjolfur@frettabladid.is nánar á bls. 2 Framsókn upp en Samfylking niður Stjórnarflokkarnir halda naumlega meirihluta samkvæmt nýjustu skoð- anakönnun Fréttablaðsins. Samfylkingin tapar fjórum prósentustigum en Framsókn bætir tæpum þremur prósentustigum við sig. LÖGREGLUMÁL „Það var bara allt tekið: Síminn, bíllyklarnir, pening- ar, sígarettur... bara allt,“ segir Jónas Freydal Þorsteinsson, ann- ar sakborninga í Stóra málverka- fölsunarmálinu, í samtali við Fréttablaðið. Bíræfinn þjófur gerði sér lítið fyrir, lagði leið sína í Héraðsdóm Reykjavíkur, eitt mustera réttvís- innar hér á landi, og rændi Jónas, en hann hafði hengt blautan frak- ka sinn á fatapóst sem stendur fyrir utan sal 101 í Héraðs- dóminum. Átti þetta atvik sér stað á miðvikudag meðan Jón H. Snorrason saksóknari var með málflutning sinn og vandaði þar hinum ákærðu ekki kveðjurnar. Þrátt fyrir tap sitt sló Jónas á létta strengi og vildi taka fram af gefnu tilefni að hann grunaði hvorki Jón H. um verknaðinn né Ólaf Inga Jónsson forvörð þó hann hefði verið á staðnum. En það var ein- mitt Ólafur Ingi sem hratt af stað skriðu kærumála um fölsun mál- verka sem seinna leiddu til ákæru. Umfjöllun á bls. 8 og 10. Meintur falsari fórnarlamb þjófa í Héraðsdómi: Jónas rændur í réttinum UNNIÐ VIÐ BJÖRGUN Fjölmennt björgunarlið reyndi að bjarga börnum úr skóla sem hrundi í jarðskjálft- anum. Jarðskjálfti í Tyrklandi: Yfir hundrað létust í skjálfta TYRKLAND, AP Öflugur jarðskjálfti sem reið yfir suðausturhluta Tyrklands í gærmorgun kostaði yfir hundrað manns lífið. Flestir hinna látnu bjuggu í borginni Bingol. Óttast er að enn fleiri hafi látist á svæðinu þar sem skjálft- inn reið yfir. Þúsund manns til viðbótar slösuðust í skjálftanum. Meðal þeirra sem létust voru börn sem voru í skólabyggingu sem hrundi í skjálftanum. Þó tókst að bjarga nokkrum tugum barna úr rústum byggingarinnar. ■ Jónína Bjartmarz skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður Kjósum lægri endurgreiðslu námslána VOR SALA ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K RI 2 06 45 04 /2 00 3 STA Ð R EY N D UM MEST LESNA DAGBLAÐIÐ Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003 22,1% 52,3% 61,7% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V KRÖFUGANGA Á INGÓLFSTORGI Fjölmenni var í 1. maí kröfugöngu verkalýðssamtakanna sem fram fór í gær í Reykjavík. Ungir jafnt sem aldnir áttu góða stund á Ingólfstorgi, hlustuðu á ræður, tónlist og ljóð og létu næðingsvind ekkert á sig fá. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Fréttablaðið: Mest lesna dagblaðið FJÖLMIÐLAR Fréttablaðið er mest lesna blað landsins samkvæmt nýrri lestrarkönnun Gallup. Að meðaltali lesa 62% landsmanna hvert tölublað Fréttablaðsins. 52% landsmanna lesa Morgun- blaðið og 22% lesa DV dag hvern. Lestur Fréttablaðsins hefur aukist um tíu prósentustig frá því í október á síðasta ári. Á sama tíma hefur dregið úr lestri hinna blaðanna. Lestur Morgunblaðsins hefur minnkað um fimm pró- sentustig og lestur DV um níu prósentustig. Nánar á bls. 4

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.