Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						2 9. maí 2003 FÖSTUDAGUR
?Ég segi alltaf sannleikann en svo
snúa menn misjafnlega út úr.?
Haft hefur verið eftir Stefáni Jóni Hafstein, og vitn-
að í útvarpsviðtal, að hann vilji láta bjóða allan
kvótann út á heimsvísu.
Spurning
dagsins
Stefán Jón, varstu kannski að segja
sannleikann?
? Bráðalungnabólgan
Fjölmiðlar á Norðurlöndunum fjalla um kosningarnar á Íslandi:
Evrópusambandið þagað í hel
KOSNINGAR Úrslit þingkosninganna
á Íslandi gætu haft talsverða þýð-
ingu fyrir Norðmenn, að mati
norska ríkisútvarpsins. Í grein á
vef NRK, þar sem fjallað er ítar-
lega um kosningarnar, er vakin at-
hygli á því að hugsanlegt sé að hér
á landi komist til valda flokkur
sem er fylgjandi aðild að Evrópu-
sambandinu. Þar sem Norðmenn
og Íslendingar hafi að stórum
hluta til sömu hagsmuna að gæta
gagnvart sambandinu geti þetta
haft mikil áhrif á þróun mála í
Noregi.
Greinarhöfundur NRK lýsir þó
undrun sinni á þeirri staðreynd
hversu lítið hefur verið rætt um
aðild að Evrópusambandinu í
kosningabaráttunni. Kollegi hans
hjá finnska dagblaðinu
Hufvudstadsbladet tekur í sama
streng en leggur þó meiri áherslu
á valdabaráttu Davíðs Oddssonar
og Ingibjargar Sólrúnar. Í grein
blaðsins er rætt við Jón Baldvin
Hannibalsson, sendiherra Íslands
í Finnlandi. 
?Stjórnarflokkarnir eru að
sækja í sig veðrið sem bendir til
þess að stjórnarskipti séu ekki í
vændum,? segir Jón Baldvin.
Sendiherrann telur líklegt að
framhald verði á samstarfi Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknar-
manna ef flokkarnir haldi meiri-
hluta sínum á þingi. Hann hefur
litla trú á því að Samfylkingin og
Sjálfstæðisflokkurinn muni reyna
að mynda ríkisstjórn. ?Samfylk-
ingin stefnir að því að koma nú-
verandi ríkisstjórn frá völdum og
sækist ekki eftir samstarfi við
stjórnarflokkana. Ekkert er þó
útilokað,? segir Jón Baldvin. ?
Árni Magnússon vonar að Framsókn nái kjörfylgi:
Einstaklega skemmtileg kosningabarátta
STJÓRNMÁL. ?Dagurinn leggst mjög
vel í okkur,? sagði Árni Magnússon,
annar maður á lista Framsóknar-
flokksins í Reykjavík norður að-
spurður um kosningadaginn. ?Þetta
er búin að vera einstaklega
skemmtileg kosningabarátta. Mikil
gleði og stemmning í okkar röðum.
Dagarnir hafa verið strangir, maður
vaknar við fyrsta hanagal og sofnar
við fyrsta hanagal. Þetta eru nátt-
úrulega mikil læti en þannig á það
líka að vera.
?Allar okkar kosningaskrifstof-
ur eru opnar upp á gátt, þar verða
hnallþórur á borðum, tertur,
brauðtertur og pönnukökur, allt
sem nöfnum tjáir að nefna fyrir alla
sem hafa áhuga og vilja kíkja. Svo
grillum við ofan í gesti og gangandi
og reynum bara að skapa skemmti-
lega sumarstemningu.
?Það er mjög misjafnlega gaman
að kosningabaráttum en það sem
stendur upp úr núna, að minnsta
kosti hér í Reykjavík, er hversu
mikið við  sjáum af ungu fólki í
framboði. Mikil endurnýjun hefur
verið í flokknum, sérstaklega fyrir
þessar kosningar. Þetta er ungt fólk
með brennandi áhuga og áhuginn
smitar út frá sér í allan hópinn.
?Svo bara bíðum við og sjáum
hvað kemur upp úr þessum kjör-
kössum áður en við veltum stjórn-
armyndun fyrir okkur. Ef ríkis-
stjórnin fellur blasir það við að fara
þarf aðrar og nýjar leiðir við mynd-
un nýrrar stjórnar. Við erum búin
að lýsa yfir að við erum tilbúin í það
ef við fáum góða kosningu. Per-
sónulega vona ég að okkur takist nú
að komast kjörfylgi okkar, um eða
yfir 18 prósent.? ?
Selfoss:
Reyndu að
stela humri
LÖGREGLUMÁL Tveir menn voru
handteknir eftir að hafa brotist inn
í fiskvinnslufyrirtæki í Þorláks-
höfn aðfaranótt miðvikudagsins.
Innbrotsþjófarnir höfðu brotið
sér leið inn í frystigeymslu og tek-
ið til nokkurt magn af humri sem
þeir ætluðu að stela. Vaktmaður
öryggisfyrirtækis sá mennina
koma út úr húsinu og inn í bíl. Lét
hann strax lögreglu vita. Lögregl-
an í Reykjavík handtók mennina
síðan á Breiðholtsbraut. Við yfir-
heyrslu viðurkenndu mennirnir
innbrotið. Að auki viðurkenndu
þeir að hafa reynt innbrot á Eyrar-
bakka og Stokkseyri. ?
STJÓRNMÁL ?Ég mæti klukkan átta
og er sendur hingað og þangað á
fundi og í dreifingu,? segir Atli
Gíslason lögmaður sem er annar
maður á lista Vinstri grænna í
Reykjavík norður.
?Yfirleitt reyni ég að fara á
staði sem standa mér nær en aðr-
ir. En ég fer á alla mögulega staði;
skóla, öldrunar-
stofnanir og
fiskiver. Á
morgun (í dag)
fer ég á
skemmtilegan
fund hjá kaup-
mönnunum á
horninu í versl-
uninni Kjötborg
aftan við elli-
heimilið
Grund,? segir Atli.
Fylgi Vinstri grænna hefur
mælst nokkuð stöðugt um og und-
ir 10% í fylgismælingum undan-
farið.
?Það er kannski klisja en mér
finnst ég finna fyrir miklu betri
stemmningu en mælist í könnun-
um. Við fáum mjög fínar viðtökur
alls staðar þar sem við komum og
það er mjög mikið rennsli á kosn-
ingaskrifstofunni. Við höldum
okkar striki. Við erum með mál-
efnin á hreinu og erum hress og
glöð,? segir Atli, sem segist vera
að taka þátt í flokkspólitísku starfi
í fyrsta skipti og oft vera slæptur
þegar hann kemur heim seint að
kvöldi. Hann hafi þó afar gaman af
kosningabaráttunni sem lýkur í
dag.
?Þetta er síðasti dagurinn og þá
verð ég á ferðinni frá því klukkan
átta að morgni fram undir klukkan
sjö. Þá fer maður og horfir á for-
ingjaeinvígið í sjónvarpinu. Það
markar endalokin á kosningabar-
áttunni,? segir Atli sem hefur
hugsað sér að nota kjördaginn
sjálfan til að hugsa um fjölskyld-
una sem lengi hafi verið vanrækt.
?Þetta er ekki eingöngu
skemmtilegt. Stundum dettur
maður niður í þunglyndi en rífur
sig þá bara upp. Maður þarf allaf
að vera í stuði; alveg gráupplagð-
ur að hitta alls kyns ólíkt fólk,?
segir frambjóðandinn.
Að sögn Atla hefur kosninga-
baráttan verið honum ómetan-
legur lærdómur:
?Það besta hefur verið að
kynnast unga og skemmtilega
fólkinu sem ber starfið uppi. Og
maður lærir mikið af vinnu-
staðafundunum. Þetta hefur
verið einn allsherjar skóli. Best
er þegar fólk er ósammála
manni ? þá getur maður skipst á
skoðunum.?
gar@frettabladid.is
YFIR 500 FALLNIR Í VALINN Að
minnsta kosti 507 manns hafa lát-
ist af völdum bráðalungnabólg-
unnar um heim allan og um 7.000
eru smitaðir. Sjúkdómurinn hefur
komið hvað harðast niður á íbú-
um Kína. Skráð dauðsföll þar í
landi eru yfir 220 og að minnsta
kosti 4.700 eru smitaðir.
ÁÆTLUÐ DÁNARTÍÐNI TVÖFÖLD-
UÐ Með hliðsjón af niðurstöðum
nýrra rannsókna hækkaði Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunin áætl-
aða dánartíðni bráðalungnabólg-
unnar úr sex til tíu prósentum í
fjórtán til fimmtán prósent.
RÁÐIST Á HEILBRIGÐISSTARFS-
MENN Æstur lýður gerði aðsúg
að heilbrigðisstarfsmönnum og
velti sjúkrabíl um koll í þorpi í
norðanverðu Kína. Sá orðrómur
hafði komist á kreik að heilsu-
gæslustöð í þorpinu yrði notuð
sem sjúkrahús fyrir sjúklinga
smitaða af bráðalungnabólgu.
Yfir 120 her- og lögreglumenn
voru kallaðir til til að kveða niður
ólætin.
HNEIGINGAR Í STAÐ HANDA-
BANDA Kínversk yfirvöld hafa
beint þeim tilmæl-
um til meðlima
Kommúnistaflokks-
ins að þeir láti
tímabundið af þeim
gamla sið að takast
í hendur og hneigi
sig þess í stað. Er
þetta liður í því að
hefta útbreiðslu
bráðalungnabólgunnar.
FERÐAMENN ÓVELKOMNIR Heil-
brigðisyfirvöld á Grikklandi hafa
ráðlagt ferðaþjónustuaðilum að
taka ekki við pöntunum frá Kína
eða öðrum Asíulöndum þar sem
bráðalungnabólgan hefur skotið
rótum. Einnig hefur verið ákveð-
ið að herða til muna eftirlit með
flugfarþegum á grískum flugvöll-
um.
EKKI LÁTIN GJALDA STUÐNINGS
Georgi Parvanov, forseti Búlgar-
íu, fór þess á leit við Evrópusam-
bandið að þjóð hans yrði ekki lát-
in gjalda stuðnings hennar við
Bandaríkjamenn þegar kemur að
innlimun nýrra ríkja í sambandið
2007. Kemur þetta eftir að nokk-
ur ríki innan sambandsins gagn-
rýndu Búlgara fyrir undirlægju-
hátt frammi fyrir Bandaríkjun-
um. Búlgaría og Rúmenía eiga
enn í viðræðum við stjórn sam-
bandsins og er hvorugt ríkjanna
meðal þeirra sem fá inngöngu á
næsta ári. 
DAVÍÐ ODDSSON
Óttast að vera of lengi í embættinu.
Þýskt tímarit ræðir við
Davíð Oddsson:
Vill hætta
fyrir sextugt
STJÓRNMÁL ?Ég get ekki hugsað
mér að vera ennþá í stjórnmálum
þegar ég er orðinn sextugur,? seg-
ir Davíð Oddsson í viðtali við
þýska tímaritið Der Spiegel. ?Ég
óttast að vera of lengi í embættinu
og hef áhyggjur af því að það
drepi niður hjá mér sköpunargáf-
una.?
Í greininni í Spiegel, sem birt-
ist á vefsíðu tímaritsins á mið-
vikudaginn, er fullyrt að Davíð
hyggist helga líf sitt skáldskapn-
um ef hann tapi í kosningunum á
morgun.
Fjallað er vítt og breitt um fer-
il Davíðs í greininni, sem skrifuð
er í tilefni af kosningunum hér á
landi. Meðal annars er minnst á
átök Davíðs og Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur og vináttu hans
við Kára Stefánsson. ?
ATLI GÍSLASON
Atli Gíslason var í Spönginni í Grafarvogi í gær að kynna málefni Vinstri hreyfingarinnar
græns framboðs. ?Maður þarf allaf að vera í stuði; alveg gráupplagður að hitta alls kyns
ólíkt fólk,? segir frambjóðandinn.
?
Best er
þegar fólk er
ósammála
manni - þá
getur maður
skipst á skoð-
unum.?
Alltaf  að vera
gráupplagður
Atli Gíslason mætir á kosningaskrifstofu Vinstri grænna að morgni og
fær fyrirmæli um verkefni dagsins. Hann endar kosningabaráttuna á að
fylgjast með sjónvarpseinvígi foringjanna í kvöld.
F
RÉT
T
A
B
L
AÐIÐ/RÓB
ER
T
JÓN BALDVIN HANNIBALSSON
Í finnska dagblaðinu Hufvudstadsbladet er
fjallað um komandi þingkosningar á Ís-
landi og leitað álits hjá íslenska sendiherr-
anum í Helsinki.
HÖFUÐSTÖÐVAR FRAMSÓKNAR
Árni segist aldrei hafa haft jafn gaman af neinni kosningabaráttu.
? Evrópa

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47