Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						6 9. maí 2003 FÖSTUDAGUR
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 74.08 0,80% 
Sterlingspund 118.37 0,019% 
Dönsk króna 11.33 0,44% 
Evra 84.13 0,49%
Gengisvísitala krónu 119,40 0,63%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 278
Velta 2.103 m
ICEX-15 1.414 -0,02%
Mestu viðskipti
Össur hf. 74.171.335 
Íslandsbanki hf. 66.373.938 
Flugleiðir hf. 52.453.769 
Mesta hækkun
Íslenskir aðalverktakar hf. 5,63% 
Íslandssími hf. 2,94% 
Síldarvinnslan hf. 2,22% 
Mesta lækkun
Vinnslustöðin hf. -4,76% 
Nýherji hf. -2,60% 
Sölumiðstöð Hraðfrystih. hf. -1,98% 
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ*: 8496,5 -0,8% 
Nasdaq*: 1492,7 -0,9% 
FTSE: 3928,9 -1,6% 
DAX: 2886,1 -4,0% 
NIKKEI: 8031,6 -1,0% 
S&P*: 920,3 -1,0%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Veistu
svarið?
1
Íslenskur sjómaður var handtekinn á
flugvelli við Persaflóa. Hvar situr
maðurinn í fangelsi?
2
Hvað heitir embættismaðurinn sem
bandarísk yfirvöld hafa útnefnt til að
hafa yfirumsjón með uppbyggingarstarfi í
Írak?
3
Íslenski dansflokkurinn býður nú upp
á veglega afmælissýningu í Borgarleik-
húsinu. Hvað er flokkurinn gamall?
Svörin eru á bls. 46
FÉLAGSMÁL Hópur leikara og
annarra listamanna mætti
framan við Ráðhús Reykja-
víkur í gær til að lýsa óá-
nægju sinni með framlag
Reykjavíkurborgar til
reksturs Leikfélags Reykja-
víkur í Borgarleikhúsinu.
Gunnar Hansson, for-
maður 2. deildar Félags ís-
lenskra leikara, sagði að
menningarslys í höfuðborg-
inni væri staðreynd. Á rúmu
ári hefði 52 starfsmönnum
Borgarleikhússins verið
sagt upp.
?Við mótmælum því að borg-
aryfirvöld aðhafist ekkert á með-
an fjölda fólks er sagt upp, þar á
meðal elstu, reyndustu og virt-
ustu listamönnum borgarinnar,?
sagði Gunnar. Að sögn
Gunnars hefur verið stigið
skref aftur á bak, eftir ára-
tuga stéttabaráttu lista-
manna. ?Vandamálin blasa
við án þess að nokkuð sé að-
hafst,? sagði hann.
?Það er rangt að segja að
það sé ekkert gert því við-
ræður eru í gangi. Það eru
margir með rekstrarbundna
samninga og framkvæmda-
samninga við borgina. Við
viljum ekki stefna því öllu í
uppnám. Samningurinn er í
gildi og ég vil vinna á grundvelli
hans,? sagði Þórólfur Árnason
borgarstjóri. ?
Vísindi:
Fiskar 
finna 
sársauka
SKOTLAND. CNN Vísindamenn við
háskóla í Edinborg telja sig hafa
sannað að silungar finna sárs-
auka eins og önnur dýr. Þetta
kemur sem köld gusa framan í
stangveiðimenn sem gegnum
tíðina hafa haft litlar áhyggjur
af sársaukaþoli þeirra fiska sem
taka öngulinn. 
Dýraverndunarmenn fagna
niðurstöðunum en finnst hafa
tekið langan tíma að uppgötva
hlut sem hefur legið í augum
uppi í langan tíma. ?
STJÓRNMÁL ?Dagurinn byrjar með
frambjóðendafundi sem er alltaf
snemma á morgn-
ana hjá okkur, þar
sem farið er yfir
verkefni dagsins,?
segir Geir H.
Haarde, varafor-
maður Sjálfstæðis-
flokksins, um loka-
sprettinn í kosningabaráttunni. 
Hann segir að hann verði
meira og minna á þönum allan
daginn í dag. Í hádeginu verður
hann á vinnustaðafundi hjá
Landsvirkjun og í Kringlunni
seinni partinn. ?Ég þarf líka að
taka smá tíma í að tala við erlenda
fréttamenn. Við munum einnig
kíkja til okkar fólks sem er að
vinna fyrir flokkinn og hvetja það
til dáða, þeirra starf er mikils
metið og nú reynir á,? segir Geir. 
Hann segir stemninguna í búð-
um Sjálfstæðismanna vera mjög
góða, þar sé mikið af sjálfboðalið-
um sem hjálpa til þegar frambjóð-
endur eru á þönum. Á kosninga-
daginn sjálfan segir hann að ekki
sé hægt að bæta miklu við nema
þá að vera til taks. 
Geir segir kosningabaráttuna
hafa verið mjög skrítna í upphafi
en haldi að hún hafi gengið ágæt-
lega af þeirra hálfu. Hann segir
mikið auglýst af hálfu ákveðinna
flokka, þá sérstaklega Framsókn-
arflokks og Samfylkingar, meira
en hefðbundið er. 
?Okkar auglýsingar eru bæði
hófstilltar og vandaðar. Enn þarf
þó einhvern herslumun til að við
getum verið fyllilega ánægð, mið-
að við þessar síðustu kannanir. Ég
hef fulla trú á að það komi á
endasprettinum. Annars blasir
ekki við gæfuleg mynd því ef við
fáum slaka útkomu þá er vinstri
stjórn í spilunum.? 
Kosningavaka sjálfstæðis-
manna verður á Nordica hótel og
ætlar Geir að vera viðstaddur á
einhverjum tímapunktum þó hann
gæti þurft að mæta í viðtöl inni á
milli. Hann segir það munu verða
spennandi þegar fyrstu tölurnar
birtast um tíuleytið annað kvöld.
?Fylgið verður að vera meira en
það hefur mælst til að tryggt sé að
við verðum áfram leiðandi afl í
ríkisstjórn. Þetta eru sjöttu þing-
kosningarnar sem ég fer í gegn-
um, maður verður að halda ró
sinni og stillingu, það þýðir ekki
að fara á taugum síðasta dag þó
margt sé til að angra fólk.?
hrs@frettabladid.is
FÉLAGSMÁL ?Þrjóskan í okkur
hefur nú loks borið árangur
og menntamálaráðuneytið
viðurkennt skyldu sína til að
sjá iðnnemum, sem er beint
til Reykjavíkur í nám, fyrir
húsnæði,? segir stjórn Fé-
lagsíbúða iðnnema (FÍN) í
bréfi til lánardrottna félags-
ins þar sem tilkynnt er um að
félagið muni óska gjald-
þrotaskipta.
Stjórnin vísar til orða
Guðmundar Árnasonar,
ráðuneytisstjóra í mennta-
málaráðuneytinu, í Frétta-
blaðinu í gær, um að ráðu-
neytið vilji taka þátt í kostn-
aði við úrræði í húsnæðis-
málum iðnnema í Reykjavík.
?Það er sömuleiðis fagn-
aðarefni að menntamála-
ráðuneytið ætlar að leggja fé í
slíkt húsnæði í samvinnu við Iðn-
skólann enda langeðlilegast að
menntamálayfirvöld sjái fram-
haldsskólanemum fyrir húsnæði
en beini þeim ekki inn á frjálsan
leigumarkað,? bætir stjórnin við.
Þórunn Daðadóttir, fram-
kvæmdastjóri FÍN, segir rangt
með farið hjá ráðuneytisstjóran-
um að FÍN hafi fyrst leitað til
menntamálaráðuneytisins í fyrra.
Það hafi FÍN gert í upphafi ársins
2000 í kjölfar skuldbreytingar á
öllum lánum sem þá hafi verið í
skilum.
?Nemum sem hyggjast sækja
um húsnæði fyrir næsta vetur
verður beint til ráðuneytisins og
iðnskólans,? segir Þórunn Daða-
dóttir. ?
ÓMETANLEG VERÐMÆTI
Meðal munanna sem hafa skilað sér til
bandarískra yfirvalda er leirker frá því um
5.000 fyrir Krist og hornsteinn með áletr-
unum úr höll Nebuchadnezzar konungs í
Babylóníu sem var uppi á 7. öld fyrir Krist. 
Stolnir fornmunir:
Ómetanleg
verðmæti
enn ófundin
WASHINGTON, AP Bandarísk yfirvöld
hafa endurheimt hátt í 40.000
handrit og 700 fornmuni sem stolið
var af Þjóðminjasafninu í Bagdad
þegar borgin féll í hendur innrás-
arhersins. Nokkuð hefur verið um
það að íraskir borgarar hafi skilað
stolnum munum auk þess sem
tollayfirvöld um allan heim hafa
fundið fjölda muna. 
Komið hefur í ljós að ýmsum
verðmætum, sem óttast var um,
hafði í raun verið komið fyrir í
neðanjarðarbyrgjum áður en stríð-
ið hófst. Engu að síður segja yfir-
völd að minnsta kosti 38 ómetan-
lega muni enn vera ófundna. Sér-
fræðingar telja að þúsundir muna
séu horfnir af safninu og óttast að
þeir hafi þegar verið fluttir úr
landi. ?
Leikarar óánægðir með framlag Reykjavíkur til Borgarleikhússins:
Menningarslys í höfuðborginni
ÞÓRÓLFUR ÁRNASON OG GUNNAR HANSSON
Borgarstjóri hlýddi á mótmæli leikara við Ráðhúsið í gær 
og bauð forsvarsmönnum þeirra síðan í hús til viðræðna.
Fyrstu
tölur verða
spennandi
Fylgið verður að vera meira en það hefur
mælst til að tryggt sé að Sjálfstæðisflokkurinn
verði áfram leiðandi afl segir Geir H. Haarde.
?
?Enn þarf ein-
hvern herslu-
mun til að við
getum verið
fyllilega
ánægð.?
GEIR H. HAARDE
Þetta eru sjöttu þingkosningar Geirs og hann segir að ekki þýði annað en 
halda ró sinni og stillingu.
Félagsíbúðir iðnnema gefast upp á íbúðarekstri:
Húsnæðislausum
vísað á ráðherra
BJARNABORG
Framkvæmdastjóri Félagsíbúða iðnnema
segir að húsnæðislausum iðnnemum í
Reykjavík verði framvegis beint til ráðu-
neytisins og iðnskólans.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47