Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						8 9. maí 2003 FÖSTUDAGUR
Samkeppni er synd
Það eru miklar breytingar í loft-
inu og öðruvísi stemmning í
þjóðfélaginu - Mogginn er ekki
lengur stærsta blaðið, Flugleiðir
eru komnir með alvöru sam-
keppni, og Sjálfstæðisflokkurinn
kominn með alvöru samkeppni.
Hallgrímur Helgason. Silfur Egils, 7. maí.
Ekki lýgur Mogginn
Útlegging Morgunblaðsins á orð-
um mínum að ég vilji frekar út-
boð á heimsvísu, en ?viðhalda
núverandi kerfi í sjávarútvegi,?
er beinlínis röng.
Stefán Jón Hafstein, Morgunblaðið, 7. maí.
Menn farnir að örvænta?
Líklega hefur aldrei sést dapur-
legri endasprettur í kosninga-
baráttu á Íslandi.
Jón Steinar Gunnlaugsson, gagnrýnir Samfylk-
inguna. Morgunblaðið 7. maí.
Orðrétt
FRAMBJÓÐENDUR VG Í REYKJAVÍK - NORÐUR
KOSNINGABARÁTTAN ?Við finnum
mjög jákvæða strauma og mik-
inn meðbyr,? segir Ingvar Sverr-
isson kosningastjóri Samfylk-
ingarinnar í Reykjavík. ?Það er
eitthvað í loftinu. Þetta er sama
tilfinning og var 1994, þegar
Reykjavíkurlistinn fór fram.
Maður finnur að það er eitthvað
að gerast, eitthvað nýtt að verða
til.?
Ingvar segir frambjóðendur
hafa verið á þeytingi um alla
borgina að tala við kjósendur
undanfarnar tvær vikur og
aldrei meira en nú, á endasprett-
inum. Hann kveðst sáttur við
kosningabaráttuna. ?Já, ég er
mjög sáttur við hana. Við erum
búin að reka baráttuna þannig að
við höfum reynt að hafa gaman
af þessu og tala við eins marga
kjósendur og við mögulega get-
um,? segir Ingvar. ?Frambjóð-
endur eru búnir að vera hörku-
duglegir við að ganga um og
hitta fólk, koma okkar stefnu á
framfæri og raunverulega ræða
við það og hlusta á það sem það
hefur að segja.?
Ingvar segir bjartsýni vera
ríkjandi í kosningamiðstöðinni
og að jafnaði komi þangað mjög
mikið af fólki til þess að setjast
niður og spá í spilin, eða leita sér
upplýsinga. ?Í vikunni, til dæm-
is, buðum við öryrkjum í síðdeg-
iskaffi, og það var stútfullt hús,?
segir Ingvar. ?Það er ofsalega
góður andi hérna. Við finnum
það líka hvar sem við komum, að
fólk er jákvætt og veltir kosn-
ingunum mjög mikið fyrir sér.
Við finnum fyrir viljanum og
lönguninni í breytingar, í eitt-
hvað nýtt, í aðrar áherslur.?
Mikið er skrafað í kosninga-
miðstöðinni við Lækjargötu,
segir Ingvar, um möguleg
stjórnarmynstur og þess háttar.
Hann segir allar þær umræður
bera að sama brunni. ?Það er
alltaf niðurstaðan úr öllum
svona umræðum, að ef Samfylk-
ingin verður ekki sigurvegari
kosninganna, þá verður raun-
verulega ekki hægt að mynda
nýja ríkisstjórn í landinu,? segir
hann. ?Aftur á móti, ef Samfylk-
ingin vinnur sigur, þá verður
hægt að breyta til. Svo einfalt er
það. Þá verður hægt að mynda
hér nýja ríkisstjórn jöfnuðar og
réttlætis, annars ekki.? 
gs@frettabladid.is
INGVAR SVERRISSON
Kosningastjóri Samfylkingarinnar í
Reykjavík segir bjartsýni ríkja í her-
búðum Samfylkingarinnar. Flokkurinn
stóð fyrir hátíð í Smáralind í gær.
Það er eitthvað í loftinu
Segir Ingvar Sverrisson kosningastjóri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hann líkir stemmning-
unni í sínum herbúðum við stemmninguna hjá Reykjavíkurlistanum í kosningunum 1994.
WASHINGTON, AP Bandarísk yfir-
völd ætla að senda yfir 2.000 sér-
fræðinga til viðbótar til Írak til
þess að taka þátt í leitinni að ger-
eyðingarvopnum og aðstoða her-
inn við að hafa hendur í hári ír-
askra ráðamanna. Virtur banda-
rískur hershöfðingi mun hafa yf-
irumsjón með starfi sérfræðing-
anna.
Hópurinn samanstendur af um
1.300 tölvusérfræðingum, leyni-
þjónustumönnum og vopnasér-
fræðingum auk 800 aðstoðar-
manna. Helmingur liðsins mun
taka þátt í vopnaleitinni á meðan
hinum er ætlað að fara yfir upp-
lýsingar um samstarfsmenn
Saddams Hussein, meinta stríðs-
glæpi, írösku leyniþjónustuna,
stríðsfanga og ýmislegt fleira. 
Bandarískir eftirlitsmenn
hafa leitað að gereyðingarvopn-
um svo vikum skiptir en standa
þó enn með tvær hendur tómar.
Það ber þó að hafa í huga að að-
eins hefur verið farið yfir um 110
af þeim 1.400 stöðum sem fyrir-
hugað er að rannsaka. 
Bandarísk yfirvöld hafa til-
kynnt að stefnt sé að því að sækja
Saddam Hussein og ýmsa sam-
starfsmenn hans til saka fyrir
glæpi gegn mannkyninu ef þeir
nást á lífi. Ekki liggur þó fyrir
hvort réttað verður yfir mönnun-
um í Írak eða þeir dregnir fyrir
alþjóðlegan dómstól. ?
RANNSÓKNARSTOFA Á HJÓLUM
Bandarískir eftirlitsmenn rannsaka dráttarvagn sem grunur leikur á að hafi gegnt hlutverki
rannsóknarstofu þar sem framleidd hafi verið sýklavopn fyrir írösk yfirvöld.
Leitin að gereyðingarvopnunum í Írak:
Fjórfalda lið 
sérfræðinga
F
RÉT
T
A
B
L
AÐIÐ/RÓB
ER
T

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47