Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						10 9. maí 2003 FÖSTUDAGUR
FJÖLDI GJALÞROTA FYRIR-
TÆKJA Á ÍSLANDI
Gjaldþrot
1996 292
1997 241
1998 233
1999 245
2000 296
Heimild: Hagstofa Íslands
ATVINNUMÁL Það hefur vakið at-
hygli að framtíð Varnarliðsins
hefur verið í lausu lofti í heilt ár,
eða síðan bókun um útfærslu á
frekari veru hermanna hér á landi
rann út, og enn þann dag í dag eru
allar viðræður um málið ?óform-
legar.?
?Menn hafa verið að draga það
að ganga frá þessu, á báða vegu,?
sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í
Reykjanesbæ. ?Íslendingar hafa
viljað vera öruggir um að við næð-
um fram ákveðnum þáttum í
samningnum og öðruvísi ekki vilj-
að ganga að borðinu. Hins vegar
hafa Bandaríkjamenn verið upp-
teknir af öðru.? Árni bætti við að á
meðan ekki sé gerð ný bókun gildi
sú bókun sem fyrir er. 
Meðal þeirra atriða sem málið
strandar á er sá vilji Íslendinga
að hér verði áfram loftvarnir í
sama formi og verið hefur.
Bandaríkjamenn vilja meina að
engin þörf sé lengur fyrir
loftvarnir af þeim toga. Þar er
ekki eingöngu um að ræða eftirlit
með lofthelgi landsins, heldur
einnig umsjón með flugbrautum
á Keflavíkurflugvelli, sem og
smærri en mikilvæg atriði eins
og björgunarsveit hersins, sem
gegnum tíðina hefur komið
mörgum Íslendingnum til
hjálpar. 
Suðurnesjamenn standa nú
frammi fyrir þeirri staðreynd að
ný ríkisstjórn [Samfylkingar]
kann að grípa til þeirra aðgerða að
Varnarliðið taki saman og hverfi
úr landi,? sagði Hjálmar Árnason,
alþingismaður og frambjóðandi
fyrir Framsóknarflokkinn í Suður-
kjördæmi og vísaði í orð Ingibjarg-
ar Sólrúnar, Þórunnar Sveinsdótt-
ur og Marðar Árnasonar frá Sam-
fylkingunni um að eitt af fyrstu
verkum Samfylkingarinnar, yrði
að strika sig út af lista yfir þá sem
lýsa stuðningi við stríðið í Írak.
?Þetta er algjör misskilningur
hjá Hjálmari,? sagði Mörður
Árnason, frambjóðandi Samfylk-
ingar. ?Við tökum á þessu eins og
hverju öðru verkefni, án kreddu.
Við þurfum að skoða þessi mál
með hagsmuni beggja í huga,
varnar- og öryggishagsmuni Ís-
lands annars vegar og hins vegar
ætlaðar þarfir bandamanna okkar,
og ná niðurstöðu á þeim grunni.?
Heyrst hefur að Davíð Oddson
forsætisráðherra hafi átt fund ný-
lega með bandaríska sendiherran-
um um þessi mál en talsmaður
forsætisráðherra harðneitar því.
Ljóst má vera að þetta er mikið
hagsmunamál fyrir stóran hóp Ís-
lendinga og því áríðandi fyrir
ráðamenn næstu ríkisstjórnar,
hverjir sem þeir verða, að koma
þessu mikilvæga máli í höfn sem
allra fyrst.
albert@frettabladid.is
LEIFSSTÖÐ
Íbúar í Reykjanesbæ eru orðnir uggandi um framhaldið.
1.700 störf í uppnámi
Framtíð Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli er mikið hitamál fyrir Suður-
nesjabúa sem og landsmenn alla. Vera hersins hér á landi skapar miklar
tekjur fyrir ríkissjóð og veitir, beint eða óbeint, 1.700 manns vinnu.
FATLAÐIR Arnþór Helgason, fram-
kvæmdastjóri Öryrkjabandalags
Íslands, segir að um það bil 500
séu á biðlista eftir húsnæði hjá
Hússjóði Öryrkjabandalagsins en
í blaðinu í gær var sagt frá 160
þroskahömluðum á biðlista eftir
búsetu. Við lestur fréttarinnar
mátti skilja svo að um væri að
ræða fatlaða í heild. 
?Langflestir þeirra sem bíða
og eru í hvað mestri neyð eiga við
geðrænar raskanir að stríða. Æ
fleiri öryrkjar leita til hússjóðs-
ins enda vísa sveitarfélögin fötl-
uðum íbúum sínum unnvörpum
þangað,? segir Arnþór.
Að mati Arnþórs má rekja rót
vandans til þess að ríki og sveit-
arfélög hafa ekki sinnt þessum
hópi sem skyldi. Hann segir að
mestum hluta tekna Öryrkja-
bandalagsins af Lottó hafi verið
varið til bygginga eða kaupa á
húsnæði fyrir fatlaða víðs vegar
um landið. Sum sveitarfélög hafi
jafnvel ekki uppi nein áform um
að fjárfesta í leiguhúsnæði fyrir
þennan hóp en reiði sig á fyrir-
greiðslu hússjóðsins. ?
ÖRYRKJABANDALAGIÐ
Ríki og sveitarfélög standa sig ekki í stykkinu og vísa fötluðum íbúum á Öryrkjabandalagið,
að sögn Arnþórs Helgasonar.
Arnþór Helgason hjá Öryrkjabandalaginu:
Fimm hundruð 
öryrkjar bíða
Svona
erum við

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47