Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						22 9. maí 2003 FÖSTUDAGUR
F
rjálslyndi flokkurinn styður
tillögur Alþýðusambands Ís-
lands (ASÍ) í velferðarmálum,
sem samtökin hafa sett fram í
skýrslu sinni ?Velferð fyrir alla?.
Skýrslan er unnin í samráði við
sérfræðinga og fjölmörg al-
mannasamtök sem láta sig vel-
ferðarmál varða og er afrakstur
fjögurra vinnuhópa um fátækt,
húsnæðismál, heilbrigðismál og
tryggingamál.
Í tíð núverandi ríkisstjórnar
höfum við fjarlægst hið norræna
velferðarmódel frændþjóða okk-
ar. Íslenska velferðarkerfið er
eitt það ódýrasta á Vesturlönd-
um, bæði mælt sem hlutfall af
vergri landsframleiðslu og sem
kaupmáttur velferðarútgjalda á
íbúa. Ástæður þessa eru m.a. þær
hve grunnlífeyrir er lágur og víð-
tækar tekjutengingar sem spara
útgjöld. Lágar bætur og tekju-
tengingar fara illa saman og
skapa fátæktargildrur. Tekju-
tenging bóta í velferðarkerfinu
er á góðri leið með að breyta vel-
ferðarkerfinu í ölmusukerfi þar
sem sú reisn sem fólst í atvinnu-
þátttöku örorkulífeyrisþega er
brotin niður. Það er stefna Frjáls-
lynda flokksins að lífkjör fatl-
aðra verði bætt með því að dreg-
ið verði úr skerðingu bóta vegna
atvinnuþátttöku og að lífeyris-
greiðslur skerði ekki örorkubæt-
ur. 
Trygginga- og heilbrigðismál
Í tryggingamálum er vert að
vekja athygli á tillögum ASÍ um
hækkun bóta til öryrkja og hækk-
un atvinnuleysisbóta. Réttur ör-
yrkja til bóta almannatrygginga
á að taka meira mið af fram-
færslubyrði þeirra og kanna ber
kosti aldurstengdra bóta. Af-
nema skal með öllu tekjuteng-
ingu barnabóta. Dregið verði úr
álögum hins opinbera á húsnæði
eldri borgara og þeim verði gert
kleift að búa sem lengst í eigin
húsnæði. Frjálslyndi flokkurinn
telur mikilvægt að aldraðir geti
valið um stuðning í heimahúsum
eða dvöl í vernduðu umhverfi. 
Í heilbrigðismálum þarf að
efla grunnkerfi heilsugæslunnar,
sem hefur veikst í tíð núverandi
ríkistjórnar. Fjölga þarf rekstr-
arformum og valmöguleikum í
þjónustu, t.d. með sjálfstæðum
rekstri heilsugæslustöðva, heim-
ilislækna og í mæðra- og ung-
barnaeftirliti. Fjölbreytni í
rekstrarformum má þó ekki leiða
til aukinnar stéttaskiptingar og
mikilvægt er, með opinberum
stöðlum og eftirliti, að tryggja
gæði þjónustunnar og að allir
hafi jafnan aðgang að þjónust-
unni óháð efnahag. Í húsnæðis-
málum berjast Frjálslyndir fyrir
því að verðtrygging húsnæðis-
lána verði afnumin. Einnig telj-
um við að gera þurfi skurk í fé-
lagslega íbúðakerfinu, t.d. með
því að bjóða lægri vexti eða með
beinum styrkjum til byggingar
félagslegra íbúða.
Fátækum fjölgar
Í fátæktarmálum vill Frjáls-
lyndi flokkurinn beita velferðar-
og skattkerfinu til að útrýma fá-
tækt á Íslandi. Þeim sem búa við
fátækt á Íslandi hefur farið fjölg-
andi á undanförnum árum, þrátt
fyrir tal um annað í ákveðnum
stjórnarþingmönnum sem kveð-
ast aldrei hafa hitt fátækan mann
á Íslandi. Staðreyndin er sú að fá-
tækt er ekki eitthvað sem menn
bera á torg hér á landi. Þeir telj-
ast fátækir á Íslandi sem búa við
takmarkaða getu til að taka þátt í
venjulegum lífsháttum í samfé-
laginu. Það er ljóst að lægstu
laun og lífeyrir almannatrygg-
inga duga ekki fyrir skilgreind-
um lágmarksframfærslukostnaði
og þessu fólki hefur kerfisbundið
verið haldið í fátækt og á þar
tekjutenging bóta sinn hlut að
máli.
Stefna Frjálslynda flokksins í
velferðarmálum er skýr. Hún er
að einstaklingurinn fái notið
frelsis og jafnra tækifæri á öll-
um sviðum samfélagsins og að
honum verði búið það umhverfi
að hann geti tekið virkan þátt í
samfélaginu. Til þess að svo megi
vera þurfum við öflugt velferðar-
kerfi sem er fyrir alla. Sé það
vilji þinn þá styður þú Frjáls-
lynda flokkinn 10. maí nk. og
krossar X-F.  ?
Frjálslyndir styðja tillögur ASÍ
Kosningar
maí 2003
EYJÓLFUR ÁR-
MANNSSON
? lögfræðingur, í 2.
sæti á lista Frjálslynda
flokksins í Reykjavík
norður, skrifar um
stefnu flokksins í vel-
ferðarmálum.
K
osningarnar nú á laugar-
daginn snúast um stórbætt
lífskjör barnafólks í þessu
landi. Við barnafólk höfum lent
harkalega í að-
gerðum, og
ekki síst að-
gerðaleysi,
stjórnvalda
undanfarin ár.
Skattlagning og
greiðslubyrði
lág- og milli-
tekjufólks er
þung. Við erum
flest að greiða
af húsnæðislán-
um og öðrum
lánum með háum vöxtum auk
verðbóta, mörg okkar eru með
þunga greiðslubyrði námslána
sem geta numið u.þ.b. einum
mánaðarlaunum á ári. Barna-
bæturnar hafa verið stórlega
skertar á síðustu átta árum sem
skellur að auki þungt á okkur.
Og hátt verð á matvælum kem-
ur að auki illa niður á okkur. 
Námslánin verði frádráttarbær frá
skatti
Bætt lífskjör barnafólks eru það
sem þessar kosningar eiga að snú-
ast um. Stefna Samfylkingarinnar
snýst um það að auka lífsgæði og
létta byrði af barnafólki. Á næsta
kjörtímabili ætlar Samfylkingin
því að ráðast í markvissar aðgerðir
til að bæta stöðu barnafólks með
sanngirni og ábyrga efnahags-
stjórn að leiðarljósi. Samfylkingin
ætlar að ráðast í stofnun sérstakra
félaga til að byggja ódýrar íbúðir
fyrir ungt fólk hvort sem er til
kaups eða leigu. Einnig viljum við
að síðasta árið í leikskóla verði
gjaldfrjálst. Til þess að koma til
móts við þunga greiðslubyrði
þeirra sem hafa tekið námslán ætl-
ar Samfylkingin að létta endur-
greiðslubyrði námslána svo um
munar og gera fjórðung endur-
greiðslunnar frádráttarbæran frá
skatti fyrstu sjö árin að námi loknu. 
Við viljum auka réttlætið í skatt-
kerfinu. Okkar markmið er að
lækka skatta á barnafólk, milli-
tekjufólk og fólk með lágar tekjur
án þess að hækka skatta á aðra. Til
þess að ná fram þessum markmið-
um ætlum við á næsta kjörtímabili
að hækka skattleysismörkin um
10.000 kr. Þá ætlum við að verja 3
milljörðum árlega í hækkun barna-
bóta og leiðrétta þannig skerðingu
stjórnarflokkanna á þeim á undan-
förnum árum. Samfylkingin ætlar
að lækka virðisaukaskatt m.a. af
matvælum úr 14% í 7%, lækka
virðisaukaskatt á ungbarnafötum,
ungbarnavöru og tónlist úr 24% í
7%. Og afnema með öllu virðis-
aukaskattinn af bókum. Við ætlum
einnig að fella niður stimpil- og
þinglýsingargjöld vegna húsnæðis-
kaupa, sem eru um 200 þúsund
krónur á meðalíbúð. 
Barnafólk getur treyst Samfylk-
ingunni til að sinna þessum verk-
efnum til að bæta stöðu barnafjöl-
skyldunnar. Átta ára ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks hefur ekki sinnt okkur.
Þannig hefur skattbyrði okkar auk-
ist, við höfum tekið á okkur skerð-
ingar á barnabótunum, við búum
við um 70% hærra matarverð hér
en að meðaltali í Evrópusambands-
ríkjunum. Við skulum því hafna
áframhaldandi stjórnarsetu Fram-
sóknar- og Sjálfstæðisflokks. Kjós-
um breytingar, með því að kjósa
Samfylkinguna getum við tryggt
það að hér taki við ríkisstjórn jafn-
aðarmanna sem rekur alvöru fjöl-
skyldupólitík. Við þurfum á því að
halda. ?
Barnafólk ? kjósum um lífskjörin
Kosningar
maí 2003
KATRÍN JÚLÍUS-
DÓTTIR
? í 4. sæti á lista
Samfylkingarinnar í
Suðvesturkjördæmi
skrifar um kjör barna-
fólks.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Reykjavík fer fram hjá sýslu-
manninum í Reykjavík, Skógarhlíð 6, rétt sunnan Miklatorgs. 
Opið er alla daga milli 10 og 22.  
Á kjördag sjálfan, 10. maí, er opið kl. 10 til 18.
Sýslumannsembætti Kópavogs og Hafnarfjarðar lengja opn-
unartíma sína frá og með laugardeginum 3. maí, en þá er 
opið frá 10 til 12. Frá 5.-9. maí verður opið frá kl. 9 til 19. 
Opið er á kjördag frá 10 til 12.
Upplýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðsluna fást á 
kosningaskrifstofu Samfylkingarinnar í Lækjargötu 2a og 
í síma 590 3508. 
Fyrirspurnir má senda á netfangið: harpa@samfylking.is.
Nánari upplýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðsluna má 
finna á kosningavef dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, 
www.kosning2003.is, og á heimasíðu Samfylkingarinnar, 
www.xs.is.
Ert þú á leið
 til útlanda?
Kjósum snemma!
?
Atkvæði
sem ekki gef-
ur skýr skila-
boð um að
breyta, það er
atkvæði sem
kastað er á
glæ.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47