Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						23FÖSTUDAGUR  9. maí 2003
F
ramsóknarflokkurinn kom inn í
ríkisstjórn árið 1995. Þá var í
landinu mikið at-
vinnuleysi. Þá
var í landinu
mikið ósætti
vegna niður-
skurðar í heil-
brigðismálum.
Þá var einnig
mikið ósætti
vegna niður-
skurðar í
menntamálum
og breytingar á
lögum um Lána-
sjóð íslenskra
námsmanna
höfðu kallað á
harða baráttu
allra námsmannasamtaka í land-
inu. Þá snerust kosningarnar um
velferðarkerfið og sköpun nýrra
atvinnutækifæra.
Í dag er sagan önnur. Vinstri
flokkarnir í stjórnarandstöðunni
hafa áhyggjur af tvennu. Í fyrsta
lagi að vegna mikilla umsvifa sem
fram undan eru í íslensku atvinnu-
lífi kunni að þurfa að gæta aðhalds
við stjórn ríkisfjármála og í öðru
lagi hvernig auknum tekjum ríkis-
sjóðs verði varið á næsta kjörtíma-
bili. Það má því glöggt sjá að
?vandamál? stjórnmálanna í dag
eru auknar tekjur þjóðarbúsins,
þensla í atvinnulífinu, hækkun
launa og aukin neysla almennings.
Stórkostlegt tækifæri
Við í Framsóknarflokknum
lítum hins vegar ekki á þetta
sem vandamál heldur fyrst og
fremst sem stórkostleg tækifæri
fyrir fólk og fyrirtæki að hafa
það enn betra. Við viljum nýta
tekjuauka ríkissjóðs annars veg-
ar til að lækka skatta á almenn-
ing og bæta kjör ákveðinna hópa
og hins vegar til að efla íslenska
velferðarkerfið.
Þannig viljum við lækka
tekjuskatt einstaklinga úr
38,55% í 35,2%. Við viljum
einnig sérstaklega koma til móts
við þá hópa sem tekjulágir eru
og hagnast því ekki endilega á
lækkun tekjuskatts. Við viljum
efna samkomulag sem heilbrigð-
isráðherra hefur gert við Ör-
yrkjabandalag Íslands um
hækkun bóta til öryrkja, þar
sem sérstök áhersla er lögð á þá
sem verða öryrkjar ungir að
árum. Við viljum greiða 36.500
krónur með hverju barni að 16
ára aldri og 73.000 krónur með
börnum undir 7 ára, ótekjutengt,
í formi barnakorta. Þá viljum
við hækka frítekjumark barna-
bóta. Við viljum einnig halda
áfram kröftugri uppbyggingu í
húsnæðismálum með sterkari
leigumarkaði og hækkun láns-
hlutfalls íbúðasjóðslána í
90%.Við viljum skilgreina gler-
augu sem hjálpartæki þegar um
börn er að ræða og að ríkið taki
þátt í niðurgreiðslu með sama
hætti og þegar um heyrnartæki
er að ræða. Þá hef ég lagt
áherslu á að virðisaukaskattur
verði felldur niður af barnaföt-
um.
Við leggjum þó ekki síður
áherslu á að gæta hófs og vernda
stöðugleikann. Án ákveðins að-
halds í ríkisfjármálum er hætta
á að þenslan verði of mikil og
stöðugleikanum verði ógnað.
Fari verðbólgan af stað munu
heimilin í landinu í engu njóta
aukinna umsvifa og það sama
gildir auðvitað um fyrirtækin. Á
næsta kjörtímabili bíða fjölmörg
erfið verkefni. Það skiptir máli
hverjir taka þátt í því starfi. 
Hverjum er treystandi?
Framsóknarflokkurinn hefur
skilað sínum verkum í höfn á
síðastliðnum átta árum. Þau
verk eru undirstaða þeirrar vel-
megunar sem ríkt hefur á Ís-
landi síðustu ár og skapa einnig
þær miklu væntingar sem nú
ríkja í þjóðfélaginu. Það hlýtur
að skipta einhverju hvernig
stjórnmálaflokkar hafa staðið
sig, þegar kemur að kosningum.
Ef það skiptir engu, hver er þá
hvatinn? Framsóknarflokkurinn
þarf stuðning til að starfa áfram
í ríkisstjórn. Kjósendur ráða þar
för. Mikilvægt er að þeir geri
sér grein fyrir því að það skiptir
máli hverjir eru við stjórnvöl-
inn. ?
Kosningar
maí 2003
PÁLL
MAGNÚSSON
? aðstoðarmaður
iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra og í 2. sæti á
lista Framsóknar-
flokksins í Suðvestur-
kjördæmi skrifar um
stefnu Framsóknar-
flokksins.
Það skiptir máli!
?
Við viljum
einnig sér-
staklega
koma til móts
við þá hópa
sem tekjulágir
eru og hagn-
ast því ekki
endilega á
lækkun tekju-
skatts.
MÓTUN SAMFÉLAGSINS
Framsóknarflokkurinn hefur skilað sínum
verkum í höfn undanfarin átta ár.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47