Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						H
ann getur rassskellt þá alla,?
sagði Jeb Bush, fylkisstjóri í
Flórída, þegar hann var spurður
um möguleika demókrata á að
hafa betur en bróðir hans George
W. Bush í forsetakosningunum
sem fara fram eftir eitt og hálft
ár. Þrátt fyrir að enn sé langt til
kosninga er baráttan komin í full-
an gang. Níu hafa þegar lýst
áhuga á að hljóta útnefningu
demókrataflokksins. Sá sem varð
fyrstur til þess, Howard Dean,
fyrrum fylkisstjóri Vermont,
gerði það strax í ársbyrjun, ekki
þessa árs heldur þess síðasta.
Líkurnar á því að demókrötum
takist að koma Bush frá völdum
teljast ekki miklar. Allar skoðana-
kannanir sem hafa verið gerðar
að undanförnu benda til að Bush
vinni kosningarnar með yfirburð-
um. Það hefur þó ekki komið í veg
fyrir að fleiri sækjast eftir út-
nefningu demókrata nú en gerst
hefur frá árinu 1988. Þá gerðu
demókratar sér vonir um að
hreppa forsetaembættið þegar
Ronald Reagan lét af embætti.
George H. W. Bush, pabbi núver-
andi forseta, gerði vonir þeirra að
engu í það skiptið.
Utanríkismál enn fyrirstaða
Það má færa rök fyrir því að
kosningabarátta demókrata hafi
byrjað formlega um síðustu helgi.
Þá mættust frambjóðendurnir níu
í fyrstu kappræðum sínum sem
sýndar voru í sjónvarpi. Þar gagn-
rýndu þeir hver annan jafn harka-
lega og þeir hafa áður gagnrýnt
Bandaríkjaforseta.
Stríðið í Írak var áberandi í
umræðunni eins og við var að bú-
ast. Joe Lieberman, öldungadeild-
arþingmaður og varaforsetaefni
Al Gore í kosningabaráttunni árið
2000, gagnrýndi Howard Dean
harkalega fyrir andstöðu hans við
innrásina í Írak. Öldungadeildar-
þingmaðurinn John Kerry, sem
var heiðraður fyrir frammistöðu
sína í Víetnam, fékk líka að kenna
á skömmum Liebermans. Kerry
greiddi atkvæði með innrás en
gagnrýndi Bush fyrir að gera ekki
nóg til að leysa vandann með frið-
samlegum hætti.
Heilbrigðismál í brennidepli
Eitt helsta málið sem brennur
á demókrötum er staða heilbrigð-
ismála og slysatrygginga. Það
kom í ljós í kappræðunum að mik-
ill munur er á afstöðu flokks-
bræðra um hversu mikið sé nauð-
synlegt að gera og hvaða leiðir
séu færar.
Dick Gephardt, fyrrum leið-
togi demókrata í fulltrúadeild
Bandaríkjaþings, hefur sett fram
tillögur um hvernig tryggja megi
að allir starfandi Bandaríkja-
menn njóti slysatrygginga. Hann
vill gera fyrirtækjum skylt að
tryggja starfsmenn sína og veita
þeim skattaafslátt á móti, nokkuð
sem hann hyggst fjármagna með
því að afnema skattalækkanir nú-
verandi forseta. Ráðist var að
þeim tillögum bæði frá hægri og
vinstri. Öldungardeildarþing-
maðurinn John Edwards sagði að
tillagan fæli í sér stórkostlegar
skattalækkanir til fyrirtækja.
Edwards rifjaði upp að stórfyrir-
tæki hefðu farið illa með starfs-
menn sína og rifjaði upp hvernig
stjórnendur Enron hefðu sóað líf-
eyrissparnaði starfsmanna sinna.
Hinn lítt þekkti fulltrúadeild-
arþingmaður Dennis Kucinich
sagði tillögurnar ganga of
skammt. Réttast væri að taka upp
tryggingakerfi sem næði til allra
landsmanna og væri kostað með
fé úr ríkissjóði. Howard Dean
sagði að hægt væri að tryggja
nær alla landsmenn með minni til-
kostnaði en þeim sem tillögur
Gephardts gera ráð fyrir. Það
hefði hann sannreynt á ríkis-
stjóraárum sínum í Vermont.
Lieberman var harðastur í
gagnrýni sinni. ?Við munum ekki
leysa þessi vandamál með göml-
um hugmyndum demókrata um
aukna eyðslu.?
Margir tilnefndir
Þrátt fyrir að margir demókrat-
ar gefi kost á sér í forsetakjörinu
er ekki þar með sagt að margir
þeirra geri sér vonir um að leggja
Bush að velli. Í nýlegri könnun
ABC og Washington Post kemur
fram að George W. Bush nýtur
stuðnings þriggja af hverjum
fimm Bandaríkjamönnum. Þeir
þrír demókratar sem þykja líkleg-
astir til að eiga möguleika í for-
setakosningunum nutu allir stuðn-
ings innan við þriðjungs kjósenda,
það eru þeir Joe Lieberman, Dick
Gephardt og John Kerry.
Líklegt má telja að fæstir
þeirra sem hafa lýst framboði
geri sér vonir um að vinna útnefn-
ingu demókrata. Þetta á sérstak-
lega við um þau Dennis Kucinich,
Carol Moseley-Braun og Al
Sharpton. Það er líka efast um
möguleika þess sem hefur safnað
mestu fé, John Edwards.
Lieberman, Gephardt og
Kerry eru þeir sem njóta mest
stuðnings. Samkvæmt fyrr-
nefndri könnun myndu 29%
kjósa Lieberman, 19% Gephardt
og 14% Kerry í forkosningunum
um útnefningu demókrataflokks-
ins. Aðrir fá innan við fimm pró-
sent. Reyndar með einni undan-
tekningu. Sex prósent lýstu
stuðningi við Carol Moseley-
Braun, einu konuna í framboði,
aðra af tveimur þeldökkum fram-
bjóðendum.
Það má þó segja um Lieberm-
an að hann hljómar í það minnsta
sigurviss. ?Ég veit að ég get bor-
ið sigurorð af George Bush.
Hvers vegna? Vegna þess að við
Al Gore höfum þegar gert það
einu sinni,? sagði hann í kapp-
ræðunum. Þá höfðu andstæðing-
ar hans skömmu áður hlegið að
því þegar Lieberman taldi sig
mótvægi við hægristefnu Banda-
ríkjaforseta.
Rándýrt ævintýri
Kosningabaráttan er ekki bara
löng. Hún er dýr, mjög dýr. Fram-
bjóðendurnir níu höfðu safnað fé
að andvirði tæpra tveggja millj-
arða króna í kosningasjóði sína
áður en 1. apríl rann upp, hátt í ári
áður en fyrsti kjósandinn skilar
atkvæði sínu. Tveir frambjóðend-
anna höfðu reyndar safnað rúm-
lega helmingi upphæðarinnar.
Öldungadeildarþingmennirnir
John Kerry og John Edwards
höfðu hvor um sig safnað rúmum
hálfum milljarði króna. Edwards
átti sérstaklega auðvelt með að fá
framlög frá skaðabótalögmönn-
um. Sjálfur auðgaðist hann á því
að lögsækja stórfyrirtæki áður en
hann sneri sér að stjórnmálum.
Reyndar vekur athygli að tveir
þekktustu frambjóðendurnir, Joe
Lieberman, öldungadeildarþing-
maður og fyrrum varaforsetaefni
Al Gore, og Dick Gephardt, sem
lengi vel leiddi demókrata í full-
trúadeildinni, hafa ekki safnað
nema helmingi þeirrar upphæðar
sem Edwards og Kerry hafa náð í
sjóði sína.
brynjolfur@frettabladid.is
24 9. maí 2003 FÖSTUDAGUR
ATT KAPPI Í FYRSTA SINN
Fyrstu kappræður þeirra níu manna sem
gefið hafa kost á sér í forkosningum
demókrata fyrir forsetakosningarnar fóru
fram um síðustu helgi. Áhugi almennings
fyrir kappræðunum var takmarkaður.
Reyndar var það svo að svæðisstöð ABC í
Washington brá á það ráð að endursýna
frekar gamla gamanþætti heldur en að
sýna frá einnar og hálfrar klukkustundar
löngum kappræðunum.
S
Níu demókratar eru lagðir af stað í kosningabaráttu
sem lýkur með því að einn þeirra vinnur tilnefningu
Demókrataflokksins til að skora George W. Bush á
hólm í forsetakosningunum 2004. Sumir lýsa því sem
keppni um réttinn til að vera sleginn út í fyrstu lotu.
...og eftir
stendur einn
FRAMBJÓÐENDURNIR
Howard Dean Fyrrum fylkisstjóri
Fyrstur til að lýsa yfir framboði. Harður and-
stæðingur innrásar í Írak. 
John Edwards Öldungadeildarþingmaður
Á sínu fyrsta kjörtímabili í öldungadeildinni.
Stuðningsmaður innrásar í Írak.
Dick Gephardt Fulltrúadeildarþingmaður
Einna reyndastur í hópnum. Sóttist eftir út-
nefningunni 1988.
Bob Graham Öldungadeildarþingmaður
Vinsæll fylkisstjóri og þingmaður í Flórída. Lítt
þekktur á landsvísu.
John Kerry Öldungadeildarþingmaður
Stríðshetja frá Víetnam. Einna vinstrisinnað-
astur í hópnum.
Dennis Kucinich Fulltrúadeildarþingmaður
Lítt þekktur þingmaður til átta ára. Kallar sig
demókrata í anda Roosevelts.
Joe Lieberman Öldungadeildarþingmaður
Varaforsetaefni demókrata 2000. Hægrimað-
urinn í hópnum. Haukur í Íraksmálum.
Carol Moseley-Braun Fv. öldungadeildarþ.m.
Fyrsta þeldökka konan til að vinna sæti í öld-
ungadeildinni. Harður friðarsinni.
Al Sharpton Prestur
Afar umdeildur grasrótarmaður. Hefur aldrei
gegnt kjörnu embætti.
VANDLEGA LEIKSTÝRT
Það er ekki hætt á nein mistök þegar menn gefa kost á sér til embættis forseta Bandaríkj-
anna. Framboðstilkynningar eru vandlega undirbúnar og líkjast einna helst leiksýningum
með æfðum leikurum og útpældri sviðsmynd. Þetta mátti sjá þegar Bob Graham tilkynnti
um framboð sitt á þriðjudag.
F
yrir um það bil tólf árum síðan
hefði það þótt firra að gefa í
skyn að George Bush myndi ekki
bera sigur úr býtum í forsetakosn-
ingunum sem stóðu fyrir dyrum.
Hann hafði þá leitt fjölþjóðlegt
herlið til sigurs yfir Írökum og vin-
sældir hans voru í hámarki. Rúmu
ári síðar var hann fallinn, búinn að
tapa forsetakosningunum gegn til-
tölulega óþekktum fylkisstjóra
sem hreiðraði um sig í Hvíta hús-
inu næstu átta árin. Demókratar
vona að sagan endurtaki sig nú.
Efnahagsmálin eru að flækjast
fyrir George W. Bush, rétt eins og
þau flæktust fyrir pabba hans í
kosningabaráttunni. Staðnað efna-
hagslíf, atvinnuleysi og svartsýni
um framvindu mála hafa skilað sér
í takmörkuðum stuðningi almenn-
ings við stjórn hans á innanríkis-
málum. Það má í það minnsta lesa
úr fjölda skoðanakannana.
Á móti kemur að almannahylli
Bush skyggir á alla aðra. Þegar
bandaríska þjóðin leitar sér að
leiðtoga kemst enginn
demókratanna í hálfkvisti við
Bush. Þegar kemur að landvörnum
og utanríkismálum nýtur hann
meira trausts en keppinautarnir.
Að lokum má ekki vanmeta
mikilvægi digru kosningasjóð-
anna. Í síðustu kosningabaráttu
Bush söfnuðust meira en sjö millj-
arðar í sjóði. Nú stefna stuðnings-
menn hans að því að safna tvö-
faldri þeirri upphæð og útlit fyrir
að þeim takist það. Það stefnir því
í dýrustu kosningabaráttu sögunn-
ar. ?
FEIKIVINSÆLL OG SIGURSÆLL
George W. Bush nýtur mikilla vinsælda. Spurningin er hvort hann situr tvö kjörtímabil eða
aðeins eitt eins og síðasti forseti úr röðum Repúblikanaflokksins.
Vinsæll Bandaríkjaforseti:
Óvinnandi vígi?

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47