Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						34 9. maí 2003 FÖSTUDAGUR
Leikskáldið heldur alltaf vinsældum sínum
og þessa dagana eru tvö verka þess, Sum-
arævintýri og Rómeó og Júlía, sýnd í Borg-
arleikhúsinu. Íslenska óperan sýndi fyrir
skömmu hinn blóðuga harmleik hans
Macbeth og þá komust færri að en vildu.
W
illiam Shakespeare er sjálf-
sagt frægasta leikskáld allra
tíma og einnig það allra besta að
margra mati enda gnæfir hann
yfir bókmenntasögunni með verk-
um sínum sem menn þreytast
ekki á að vinna úr bæði á leiksviði
og hvíta tjaldinu. Shakespeare
fæddist þann 23. apríl árið 1964 í
Warwick-skíri á Englandi. Hann
var sonur handverksmanns af
miðstétt. Hann gekk í barnaskóla
en hlaut ekki aðra formlega
menntun. Þegar hann var 18 ára
gekk hann að eiga Önnu Hath-
away, sem var honum nokkuð
eldri. Þau eignuðust þrjú börn
saman en átta árum eftir gifting-
una yfirgaf Shakspeare heimilið
og hélt til London, þar sem hann
hugðist hasla sér völl sem leikari
og leikskáld.
Hann sló í gegn og varð vin-
sælasta leikskáld landsins og var
meðal annars í miklum metum hjá
Elísabetu I Englandsdrottningu.
Hann var um árabil einn eigenda
Globe-leikhússins, sem setti meðal
annars upp sýningar fyrir drottn-
inguna og hirð hennar. Hann var
afkastamikið skáld og framleiddi
ódauðleg verk á færibandi, þar á
meðal harmleikina Rómeó og
Júlíu, Hamlet, Júlíus Sesar, Lér
konung, Macbeth og Óþelló og
gamanleikina Skassið tamið, Fár-
viðrið og Ys og þys út af engu.
Verkum hans var safnað saman
og þau gefin út að honum látnum
og snemma á átjándu öld var al-
mennt viðurkennt að hann væri
mesta skáld enskrar tungu og
rómantísku skáldin tóku hann upp
á arma sína sem holdgerving
snilligáfunnar sem þau trúðu statt
og stöðugt á.
Vinsældir Shakespeares urðu
til þess að vekja áhuga fólks á
einkalífi skáldsins en þrátt fyrir
það að nánast hvert mannsbarn
þekki nafn hans er lítið vitað um
manninn sjálfan og því hafa
sprottið upp ýmsar kenningar um
að einhver annar hafi skrifað
verkin sem haldið hafa nafni hans
á lofti, þó fáir fræðimenn vilji
taka undir slíkt. ?
Hlátur og grátur:
Heimurinn er leiksvið
SHAKESPEARE
Rómantísku skáldin litu hann sem náttúru-
legan snilling en hann vann sér það meðal
annars til frægðar að rjúfa heilagar eining-
ar leikritunar með því að banda saman
hlátri og gráti í verkum sínum. 
F
imleikasýningin Rómeó og Júl-
ía var frumsýnd í Borgarleik-
húsinu í nóvember síðastliðnum
og hefur gengið ágætlega síðan þá
þrátt fyrir ýmis skakkaföll en þar
sem leikurinn fer meira og minna
fram í lausu lofti reynir mikið á
leikarana. Nú síðast þurfti að
fresta sýningum eftir að aðalleik-
konan Nína Dögg Filippusdóttir, í
hlutverki Júlíu, féll af sviðinu.
Hún var þó fljót að ná sér og í
kvöld verður verkið sýnt í þrítug-
asta og sjötta sinn og mun halda
áfram út leikárið.
?Mig hefur lengi langað að
gera einhvers konar fjölleika-
húsasýningu, svona rosalega
fýsíska eða líkamlega sýningu, og
var að spá í hvaða verk væri
skemmtileg að útfæra þannig.
Mér datt í hug að gaman væri að
taka fallega ástarsögu sem er í
eðli sínu rólegri og þá lá eiginlega
beinast við að velja ástarsögu
allra tíma,? sagði Gísli Örn Garð-
arsson, leikari, leikstjóri og hug-
myndasmiður að sýningunni,
skömmu eftir frumsýningu. ?
Ást í meinum:
Sígildur harmleikur í lausu lofti
JÚLÍA Í RÓLUNNI
Rómeó og Júlía hafa farið í loftköstum í Borgarleikhúsinu frá því fyrir jól við mikla 
hrifningu áhorfenda. Uppfærslan hefur reynt mikið á leikarana, sem margir hafa gengið
sárir af velli, en ekkert stöðvar elskendurna sem fengu ekki að njótast og harmsaga þeirra
verður sögð í lausu lofti út leikárið.
S
umarævintýri Shakespeares er
sýnt á Nýja sviði Borgarleik-
hússins um þessar mundir.
Leikstjórinn Benedikt Erlingsson
segir að hér sé ekta
Shakespeare á ferð-
inni þó verkið hafi
hingað til gengið
undir nafninu Vetr-
arævintýri en Bene-
dikt hefur með upp-
færslu sinni bætt
nýrri neðanmáls-
grein við bók-
menntasöguna með
því að nefna verkið
Sumarævintýri. Til-
drögin eru að sögn
Benedikts þau að
skáldjöfurinn birtist honum í
draumi og bað hann lengstra orða
að gefa verkinu nýtt nafn þar sem
ekki væri við hæfi að setja Vetr-
arævintýri á fjalirnar að vori.
Þeir félagar sættust á þetta, tók-
ust í hendur og að svo búnu gekk
skáldið blístrandi burt en Bene-
dikt vaknaði og kom Sumarævin-
týrinu á fjalirnar.
Shakespeare var einkar lagið
að skrifa tímalaus verk sem virð-
ast geta höfðað til fólks alls stað-
ar á öllum tímum. Hér fjallar
hann um örlög sundraðrar fjöl-
skyldu en enn þann dag í dag er
fátt sárara fyrir fólk en að horfa
upp á fjölskyldu sinni sundrað og
börn tekin frá mæðrum sínum
með tilheyrandi vinslitum og
illindum. Í þessu tilfelli er það
afbrýðisamur konungur sem
hrindir hörmungunum af stað en
fyrir gráglettni örlaganna sam-
einast fjölskyldan á ný sextán
árum síðar og það ?þiðnar og
vorar og fyrirgefningin verður
möguleg?, eins og Benedikt orð-
ar það. ?
Fjölskylduharmleikur:
Vetrarævintýri að vori
SUMARÆVINTÝRI
?Þetta er alvöru Shakespeare á sokkabuxunum. Loksins. Slíkt hefur ekki sést í íslensku
leikhúsi allt of lengi?, segir leikstjórinn Benedikt Erlingsson.
BENEDIKT
ERLINGSSON
Shakespeare
heilsaði upp á
hann í draumi
og þeir ræddu
uppfærsluna.
William 
Shakespeare
F
RÉT
T
A
B
L
AÐIÐ/VI
LH
ELM
F
RÉT
T
A
B
L
AÐIÐ/B
I
LLI
GLÆSIBÆ ? SÍMI 552 0978
Opnum í dag
í Glæsibæ
Mikið úrval af 
glæsilegum vörum
Opnunartilboð
SÆNGURFATAVERSLUN

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47