Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 24 Leikhús 24 Myndlist 24 Bíó 26 Íþróttir 10 Sjónvarp 28 KVÖLDIÐ Í KVÖLD MYNDLIST Íslenskir fossar til Feneyja GOÐSÖGN Lýsir sem viti LAUGARDAGUR 31. maí 2003 – 123. tölublað – 3. árgangur bls. 16 bls. 20 HNEFALEIKAR Írarnir ekki að leika sér bls. 10 Hátíð hafsins HÁTÍÐAHÖLD Hátíð hafsins verður haldin við Reykjavíkurhöfn í dag og á morgun í tilefni Hafnardags- ins og Sjómannadagsins. Skipulögð dagskrá hefst klukkan 10 báða dag- ana og stendur fram eftir degi. Bergman í Hafnarfirði KVIKMYNDIR Kvikmyndasafn Íslands sýnir myndina Ansiktet eftir Ing- mar Bergman frá 1958 í samvinnu við Kirkjulistahátíð í Reykjavík. Myndin er sýnd í Bæjarbíói í Hafn- arfirði klukkan 16. Barist við Dani HANDBOLTI Íslendingar etja öðru sinni kappi við Dani í vináttulands- leik í handbolta. Leikurinn fer fram í Smáranum í Kópavogi og hefst klukkan 16. Miðað á Íran FUNDUR Erindi sem nefnist Hvers vegna Bandaríkin og Bretland miða á Íran verður flutt í MÍR-salnum við Vatnsstíg. Tony Hunt frá Communist League í Bretlandi, ný- kominn frá Mið-Austurlöndum, fjallar um stjórnmál í Íran og lönd- unum við Kaspíahaf í kjölfar stríðsins í Írak og arfleifð bylting- arinnar í Íran 1979. Fundurinn hefst klukkan 17. STA Ð R EY N D UM MEST LESNA DAGBLAÐIÐ Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003 22,1% 52,3% 61,7% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V HÁTÍÐ „Sjómannadagurinn og jólin eru þeir einu tímapunktar á árinu sem litlu krakkarnir vita að pabb- inn er heima,“ segir Birgir Björg- vinsson, gjaldkeri Sjómanna- félags Reykjavíkur. Hátíð hafsins er um helgina í tengslum við sjómannadaginn á morgun. Birgir segir að búið sé að ferðamannavæða sjómannadag- inn, en upp úr standi minningar- athöfn fyrir sjómenn, sjómanna- dagsmessa og knattspyrnumót í Laugardalnum með tilheyrandi uppskeruhátíð á Broadway um kvöldið. „Svo mun sjávarútvegs- ráðherra klappa sjómönnum á kollinn í ræðu við höfnina. Þá verð ég annars staðar. Sjómenn eru hættir að gleyma þessum laga- setningum trekk í trekk,“ segir hann. Meðal þess sem verður á seyði á Hátíð hafsins er skemmtisigl- ing, leiktæki og lúðrasveit, auk þess sem poppsveitin Írafár treð- ur upp við höfnina. Þá verður at- riði úr söngleiknum Með fullri reisn sýnt við höfnina um miðjan sjómannadaginn. ■ Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur á morgun: Krakkarnir vita að pabbi er heima bls. 18 ÚTSKRIFT Listrænn stúdent bls. 38 VERÐLAUN Varði titilinn REYKJAVÍK Austan 3-8 m/s og skýjað með köflum. Vindur eykst seinnipartinn. Hiti 7 til 15 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-8 Bjart 12 Akureyri 3-8 Léttskýjað 11 Egilsstaðir 3-8 Léttskýjað 11 Vestmannaeyjar 5-10 Skýjað 14 ➜ ➜ ➜ ➜ + + VIÐSKIPTI Yfir 20 milljónir króna í vörslugjöldum eru taldar vera í vanskilum hjá þrotabúi Japis sem tekið var til gjaldþrotaskipta í fyrir ári síðan. Það voru þeir Árni Þór Vigfússon og Kristján Ra Krist- jánsson sem sátu í stjórn Japis ásamt Páli Kr. Pálssyni þegar gjaldþrotið reið yfir í júní 2001. Páll Kr. var stjórnarformaður en Kristján Ra fór með prókúru fyrir félagið. Kristján Ra lýsti því í viðtali við Morgunblaðið föstudaginn 13. júlí 2001 að eignarhlutur Skjáseins í Japis væri meira virði en 82 millj- óna króna. Hann sagði að velta Jap- is hefði verið 300 milljónir króna árið 2000 en veltan yrði 500 millj- ónir króna árið 2001. 11 mánuðum síðar var Japis lýst gjaldþrota. „Áætlanir gera ráð fyrir hagnaði á næsta ári hjá Japis,“ sagði Kristján Ra við Morgunblaðið í júlí 2001. Hálfum mánuði eftir þetta viðtal hætti Stefán Hjörleifsson, fram- kvæmdastjóri Japis, störfum og Kristján Ra tók við sem fram- kvæmdastjóri. Samkvæmt kröfulýsingu Stein- gríms Þormóðssonar, skiptastjóra Japis, nema kröfur í búið rúmum 126 milljónum auk dráttarvaxta. Þar af eru kröfur frá Tollstjóra vegna vörslugjalda rúmar 20 millj- ónir króna. Fram kom hjá skipta- stjóra að einungis hafi tekist að innheimta um 10 prósent af útistandandi kröfum Japis, sem samkvæmt viðskiptayfirliti voru 30 milljónir króna. Skiptastjóri seg- ir að bókhaldi hafi ekki verið lokað vegna ársins 2001 og erfitt og tíma- frekt hafi verið að komast til botns í því. Ársreikningi var ekki skilað. Páll Kr. Pálsson, fyrrverandi stjórnarformaður Japis, segir að það komi honum á óvart ef vörslu- gjöld séu ógreidd. Hann segir að þegar fyrirséð var að ekki væri hægt að bjarga rekstrinum hafi hann falið lögfræðingi sínum að kanna hve mikið væri ógreitt af vörslugjöldum og látið ganga frá greiðslu þeirra. „Sú skuld sem gef- in var upp var greidd,“ segir Páll Kr. Hann var spurður um það hvort hann hafi vitað af bókhaldsóreiðu og því að ársreikningi hefði ekki verið skilað. „Þeir voru aldrei miklir ná- kvæmnismenn. En við sáum aldrei ástæðu til að efast um heilindi þeirra og það kom manni svakalega á óvart að þeir skyldu lenda í þess- um málum nú,“ segir Páll Kr. rt@frettabladid.is Tollstjóri telur að tugmilljónir vanti Kristján Ra Kristjánsson var framkvæmdastjóri Japis sem varð gjaldþrota og Árni Þór Vigfússon var stjórnarmaður. 126 milljóna króna gjaldþrot. Skiptastjóri á erfitt með að botna í bókhaldinu. Í HEIMSREISU Á AUSTURVELLI Ljósmyndasýningin „Jörðin séð frá himni“ hefur verið sett upp á Austurvelli. Á sýningunni er fjöldi ljósmynda eftir Yann Arthus-Bertrand og eiga þær það allar sammerkt að vera teknar úr lofti. Myndirnar eru teknar víðs vegar um heiminn og eru nokkrar þeirra teknar á Íslandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Veðrið um helgina: Rigningarspá í kortunum HELGARVEÐRIÐ „Það er komin rign- ingarspá í kortin hjá okkur,“ seg- ir Þorsteinn Jónsson, veðurfræð- ingur á Veðurstofu Íslands. Að hans sögn er útlit fyrir vætu um allt land í dag. Mest mun rigna sunnan- og austanlands en norð- vestanlands verður líklega úr- komulítið. Veðrið á morgun ætti þó að verða aðeins skárra. Þá dregur úr úrkomu og er jafnvel útlit fyrir að sjáist til sólar vestanlands. Frekar hlýtt verður í veðri og má víða búast við 10-13 stiga hita, líklega hlýjast suðvestanlands. ■ REYKLAUSI DAGURINN ER Í DAG! „Sú skuld sem gefin var upp var greidd.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.