Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						24 6. október 2003 SUNNUDAGUR
H
vað gengur eiginlega að þess-
um Írökum? Bandaríkin og
Bretland frelsuðu þá undan kúg-
aranum Saddam Hússein, og
mikill meirihluta landsmanna
segir að það hafi verið frábært ?
en þeim er samt bölvanlega við
frelsara sína.? Þetta segir banda-
ríski blaðamaðurinn Christopher
Dickey í grein í Newsweek. 
Dickey veltir því fyrir sér
hvernig standi á því að ný skoð-
anakönnun sýni að 62% Íraka telji
að frelsunin undan oki Saddams
hafi verið kærkomin þrátt fyrir
það harðræði sem stríðinu fylgdi.
En þeir sem leystu þá undan okinu
njóta samt lítilla vinsælda. Sama
Gallup-skoðanakönnun leiðir
nefnilega í ljós að það land sem
Írakar hafa langmest dálæti á er
Frakkland. Og uppáhaldsþjóðar-
leiðtoginn í þeirra augum er
Jacques Chirac. Forseti Frakk-
lands hefur 13% umfram Banda-
ríkjaforseta í vinsældakönnun í
Bagdad. Tony Blair mundi ekki ná
kosningu sem hundahreinsunar-
maður þar á bæ.
Blaðamaður Newsweek huggar
sig þó við að ekkert sé að marka
útkomu stjórnmálamanna í vin-
sældakönnunum ? þær séu hvort
sem er eins og pólitísk fegurðar-
samkeppni. En hvað sem því líður
virðist Frakklandsforseti,
Jacques Chirac, vera að festa sig í
sessi í augum umheimsins sem
helsti gagnrýnandi utanríkis-
stefnu Bandaríkjanna og fleinn í
þeirra holdi. En hver er þessi
maður, sem svo mikilla vinsælda
nýtur í hinu stríðshrjáða landi?
Lærði í Harvard, 
særðist í Alsír
Jacques Chirac fæddist í París
29. nóvember árið 1932 og er því 70
árs að aldri. Faðir hans var banka-
starfsmaður og seinna einn af
stjórnendum flugvélaframleiðslu-
félags. Chirac stundaði nám í mik-
ilsmetnum skólum, kenndum við
Carnot og Lúðvík mikla, og stóð sig
vel í skóla. Hann stundaði nám við
Institut d?Etudes Politiques, en það
er háskóli sem undirbýr fólk undir
að starfa í opinberri þjónustu eða
stjórnmálum. Árið 1953 stundaði
hann framhaldsnám við Harvard-
háskóla í Bandaríkjunum, sem
einnig þykir í fínni kantinum.
Chirac gegndi liðsforingjastöðu í
franska hernum og særðist í ný-
lendustríði Frakka í Alsír. Árið 1959
lauk hann svo námsferli sínum með
lokaprófi frá Ecole
Nationale d?Ad-
ministration,
sem er úrvals-
skóli fyrir þá
sem hyggja á
starfsferil í
opinberri
þjónustu.
Byrjaði hjá 
ríkisendurskoðun
Í fyrstunni starfaði Jacques
Chirac hjá ríkisendurskoðun,
en þar hóf hann störf árið 1960.
Tveimur árum síðar var hann
kominn um borð í skútu Georges
Pompidou, sem þá var forsætisráð-
herra, og tilheyrði starfsliði hans.
Meðan Pompidou gegndi embætti
forsætisráðherra varð Chirac að-
stoðarfélagsmálaráðherra og
fékkst við málefni atvinnulausra.
Árið 1967 komst Chirac á þing.
Hann tók áberandi þátt í því að
semja um frið eftir verkföll og
stúdentaóeirðir ársins 1968 sem
frægt er í sögunni. Þegar De Gaulle
lét af forsetaembætti og Pompidou
tók við af honum árið 1969 varð
Chirac ráðherra efnahags- og við-
skiptamála. Árið 1973 gerðist hann
landbúnaðar- og dreifbýlismálaráð-
herra, og árið eftir var hann gerður
að innanríkisráðherra.
Forsætisráðherra 
hjá d?Estaing
Þegar Valery Giscard d?Est-
aing varð forseti Frakklands út-
nefndi hann Chirac til að gegna
embætti forsætisráðherra.
Jacques Chirac náði síðan kjöri
sem borgarstjóri Parísar árið
1977, og var aftur kosinn á
franska þingið. Hann varð forsæt-
isráðherra Frakklands öðru sinni
árið 1986. Hann var endurkjörinn
á franska þingið og endurkjörinn
borgarstjóri Parísar, en hann tap-
aði forsetakosningum fyrir
Francois Mitterrand.
Á valdatíma Mitterrands stóð
Chirac fyrir hinn valdapólinn í
frönskum stjórnmálum. Hann
hélt sig í miðju hins hægrisinnaða
Gaullistaflokks og studdi skatta-
lækkanir, var á móti verðlagseft-
irliti, studdi þungar refsingar fyr-
ir glæpi og hryðjuverk og var
talsmaður einkavæðingar.
Forsetaframboð 1981
Chirac bauð sig fram til forseta-
embættis árið 1981, en um þær
mundir var mikil vinstri sveifla í
frönskum stjórnmálum svo að hann
hafði ekki erindi sem erfiði. Á sama
tíma var mikil hægri sveifla víða
annars staðar og uppgangstími fyr-
ir stjórnmálamenn úr miðju hægri
stefnunnar á borð við Ronald Reag-
an og Margaret Thatcher. En
Frakkar fóru aðra leið, til vinstri,
og kusu Francois Mitterrand
sem forseta.
Hin nýja stjórn
Mitterrands naut
mikilla vinsælda almennings og
þar að auki stuðnings hins
áhrifamikla kommúnistaflokks í
Frakklandi og fagnaði velgengn-
inni með því að hækka skatta og
þjóðnýta banka og fór á kéndirí í
opinberri eyðslu. Engu að síður
náði Chirac engum árangri held-
ur í forsetakosningunum 1988.
Forseti árið 1995
Chirac sinnti embætti sínu sem
borgarstjóri Parísar og lét til sín
taka á þjóðþinginu. Og árið 1995
uppskar hann loks laun þraut-
seigju sinnar og baráttuvilja og
var kosinn forseti franska lýð-
veldisins.
Forsetaferill Chiracs hefur þó
ekki verið dans á rósum. Kjósend-
ur hafa legið honum á hálsi fyrir
að hafa ekki getað staðið við lof-
orð um efnahagslegar framfarir.
Atvinnuleysi í Frakklandi er með
því mesta sem gerist í Evrópu-
sambandinu, og fyrsta allsherjar-
verkfallið í næstum áratug lamaði
franska ríkið. Spillingarmál af
ýmsu tagi hafa verið til umfjöll-
unar í fjölmiðlum og komið illa
við vinsældir forsetans í skoðana-
könnunum.
Stjarna á sviði alþjóðamála
Á sviði alþjóðamáli skín
stjarna Chiracs aftur á móti
skærar en nokkru sinni fyrr.
Hann var óbifanlegur í andstöðu
sinni þegar Bush Bandaríkjafor-
seti vildi stuðning Frakka við
herförina gegn Saddam, og hélt
því fram að gáfulegri aðferðir
en styrjaldarrekstur væru betur
fallnar til að ganga úr skugga
um hvort Írakar byggju yfir eyð-
ingarvopnum. Þetta fór mjög í
taugarnar á Bandaríkjamönnum
og Chirac var úthúðað í banda-
rískum fjölmiðlum og sjónarmið
hans kölluð þröngsýn og þver-
móðskufull. Níu mánuðum síðar
lítur út fyrir að franski forsetinn
hafi þvert á móti verið skynsam-
ur, víðsýnn og framsýnn.
Á baki tígrisdýrsins
Bandaríkjamenn eru í vanda
staddir. Þeir unnu vissulega
stríðið, en virðast
vera á góðri
leið
með
að
missa tökin á friðnum. Sumir líkja
þeim við mann sem hefur sest upp
á bakið á tígrisdýri og er aðeins
óhultur meðan hann getur setið
ótemjuna. Um leið og hann missir
tökin er voðinn vís. Því lengur sem
Bandaríkjamenn fara með stjórn
mála í hernumdu landi, þeim mun
meiri andstaða myndast gegn her-
námsliðinu. Arabar eru stoltir
menn, og Írakar eru stoltastir allra.
Andstaðan við hernámið mun því
fara vaxandi dag frá degi, og engu
máli skiptir þótt innrásin kunni
upphaflega að hafa verið gerð í
góðu skyni. Hvort sem það á við
rök að styðjast eða ekki.
Hugsanleg málamiðlun
Chirac er alveg ekki á þeim
buxunum að hjálpa Bandaríkja-
mönnum upp úr því foraði sem
hann varaði þá við að vaða út í.
Hann leggur einfaldlega til að
Bandaríkjamenn afhendi Írökum
aftur sjálfstæði sitt og sjálfs-
ákvörðunarrétt og bindi þar með
enda á hið lítillækkandi hernám
Breta og Bandaríkjamanna. Hann
segir að við þetta mundi ofbeldis-
verkum fækka, og alþjóðlegur
stuðningur við uppbyggingar-
starfið aukast að sama skapi.
Sameinuðu þjóðirnar og Banda-
ríkin gætu þá tekið til við að end-
urreisa stjórn- og öryggiskerfi
landsins og fjármálastofnanir
þess ?samkvæmt raunhæfri áætl-
un,? segir Chirac.
Ef til vill er hægt að finna
málamiðlun í þessari tillögu
Chiracs. Frakkar gætu sam-
þykkt að Bandaríkjamenn færu
með stjórn á eftirlitsherliði
Sameinuðu þjóðanna í Írak.
Þeir segjast einnig vera
reiðubúnir til að samþykkja
?stjórnnefndina? sem
Bandaríkjamenn hafa val-
ið og líta á hana sem ?tíma-
bundna ríkisstjórn Íraks?.
En það er þó ennþá langt í
land með að Bush og Chirac
verði sammála um mála-
miðlun af þessu tagi. 
Gamall refur
Jacques Chirac er gamall refur
í stjórnmálum, og býr að reynslu
langrar starfsævi í evrópskum
stjórnmálum. Andspænis honum
virðist hinn heimaaldi George
Bush tæplega vera jafnhygginn og
hinn roskni og fágaði heimsmaður
sem kyssti svo hoffmannlega á
hönd frú Láru Bush núna í vikunni
þegar Bandaríkjamenn fengu aftur
inngöngu í UNESCO, Menningar-
og vísindastofnun Sameinuðu þjóð-
annar. Og þótt Frakklandsforseti
hafi verið kurteis og stimamjúkur
við frú Láru verður það að teljast
heldur ólíklegt að hann ráðgeri að
kyssa á hönd eiginmanns hennar
alveg á næstunni.
thrainn@frettabladid.is
Jacques Chirac, forseti Frakklands, er vinsælasti þjóðarleiðtoginn í Írak. Frakkland er það land sem Írakar hafa langmest dálæti á, sam-
kvæmt skoðanakönnun þar í landi. Chirac virðist vera að festa sig í sessi sem einhver helsti gagnrýnandi utanríkisstefnu Bandaríkjanna.
Hann er gamall refur í stjórnmálum. Ferill hans nær aftur til 1960, þegar hann byrjaði sem skrifstofumaður á ríkisendurskoðun. 
Vinsælastur í Bagdad
CHIRAC OG LAURA BUSH
Chirac kyssti hoffmannlega á hönd frú Láru Bush í vikunni. Ágreiningurinn við eiginmann
hennar er þó enn jafnmikill. 
JACQUES CHIRAC
Hann er vinsælasti
þjóðarleiðtoginn í Írak.
Hann hlaut 13% um-
fram Bandaríkjaforseta
í vinsældakönnun í
Bagdad. Chirac virðist
vera að festa sig í sessi
sem helsti gagnrýnandi
Bandaríkjastjórnar.
Chirac var úthúðað í 
bandarískum fjöl-
miðlum og sjónarmið hans
kölluð þröngsýn og þver-
móðskufull. Níu mánuðum
síðar lítur út fyrir að franski
forsetinn hafi þvert á móti
verið skynsamur, víðsýnn og
framsýnn.
,,

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40