Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttablašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttablašiš

						RÁÐHERRASKIPTI ?Ég kem til með
að sakna margs en ég sé líka fram
á mjög áhugaverða tíma í utanrík-
isþjónustunni,? sagði Tómas Ingi
Olrich menntamálaráðherra á síð-
asta starfsdegi sínum í ráðuneyt-
inu í gær en hann lætur af emb-
ætti menntamálaráðherra um ára-
mótin. Þá afsal-
ar hann sér jafn-
framt þing-
mennsku og tek-
ur Arnbjörg
Sveinsdóttir
sæti hans á Al-
þingi.
Tómas Ingi
tekur við starfi
sendiherra í
París í byrjun
október á næsta
ári. Hann segist
meðal annars
ætla að nota tím-
ann frá áramót-
um til að kveðja
vini og sam-
starfsmenn í
Norðausturkjördæmi. Einnig
kveðst hann ætla að búa sig undir
nýjan starfsvettvang.
?Ég ætla að bæta mig svolítið í
ítölsku og kannski spænsku ef ég
get,? sagði Tómas Ingi og bætti
við að trúlega þyrfti hann að dusta
rykið af frönskukunnáttunni. 
Tengsl Tómasar Inga við
Frakkland eru sterk en hann
stundaði meðal annars nám í frön-
sku og frönskum bókmenntum,
ensku og atvinnulandafræði við
Montpellier-háskólann í Frakk-
landi.
Tómas Ingi Olrich hefur setið á
Alþingi í rúm 12 ár. Hann tók við
embætti menntamálaráðherra 2.
mars 2002 og hefur því gegnt
embættinu í 21 mánuð. Hann seg-
ir vísindamálin, rannsóknar- og
þróunarmál almennt, mikilsverð-
ustu málin sem hann hefur komið
að í ráðuenytinu.
?Þar hafa verið að gerast stórir
hlutir og það er mín sannfæring
að mestu framfarirnar sem við
höfum orðið vitni að á síðustu
árum eru mjög nátengdar fjár-
festingum í þekkingu og vísind-
um. Og þessi þróun á aðeins eftir
að aukast,? sagði Tómas Ingi.
Hann nefnir ennfremur lausn
húsnæðismála framhaldsskólans í
Reykjavík og framlög til bygging-
ar rannsóknahúss við Háskólann á
Akureyri.
?En ég á mörgu ólokið og hefði
mjög gjarnan viljað fylgja áfram
styttingu náms til stúdentsprófs
og sama á við um breytingu á
rekstrarformi Ríkisútvarpsins.
Þar hefði ég viljað fylgja hluta-
félagavæðingu úr hlaði. Þessi mál
bíða arftaka míns,? sagði Tómas
Ingi Olrich, fráfarandi mennta-
málaráðherra.
the@frettabladid.is
14 31. desember 2003 MIÐVIKUDAGUR
? Lögreglufréttir
SVEINKI Á LEIK
Sveinki var mættur á leik Buffalo Bills
gegn Miami Dolphins í bandarísku NFL-
deildinni í ruðningi um helgina og lét 
mikið í sér heyra. 
Formaður Vélstjórafélags Íslands:
Sendir Sturlu enn tóninn
VÉLSTJÓRAR ?Of mikill tími og þrek, á
þessu starfsári, hefur farið í deilur
við samgönguráðherra um mál sem
ekki ætti að þurfa að deila um,? seg-
ir Helgi Laxdal, formaður Vél-
stjórafélags Íslands, í lokaorðum
ársskýrslu sem lögð var fram á
aðalfundi félagsins.
Helgi segir að Sturla Böðvarsson
samgönguráðherra virðist líta á það
sem heilaga skyldu sína að þjóna út-
gerðarmönnum á alla lund, einkum
og sér í lagi einstökum útgerðar-
mönnum í sinni eigin heimabyggð.
?Hann virðist lofa þeim ákveðn-
um hlutum sem hann virðist ekki í
upphafi hafa gert sér grein fyrir að
mætti andstöðu. Þar má nefna
reglugerð um skráningu á afli aðal-
véla en þar var ráðherrann greini-
lega að efna loforð til einhvers vina
sinna,? segir Helgi Laxdal í árs-
skýrslu Vélastjórafélagsins. ?
?
Það er mín
sannfæring
að mestu
framfarirnar
sem við höf-
um orðið vitni
að á síðustu
árum eru
mjög ná-
tengdar fjár-
festingum í
þekkingu og
vísindum.
Davíð maður ársins:
Fær Sverri 
að launum
STJÓRNMÁL Ung frjálslynd, ung-
liðahreyfing Frjálslynda flokks-
ins, hefur útnefnt Davíð Oddsson
forsætisráðherra mann ársins.
Viðurkenninguna fær Davíð fyrir
að hafa við væntanleg starfslok
sín tekist að tryggja sér einstak-
lega góð starfslokakjör og gefið
þannig tóninn fyrir komandi
kjarasamninga almenns launa-
fólks, eins og segir í rökstuðningi
fyrir valinu.
Að launum hlýtur Davíð ævi-
sögu Sverris Hermannssonar,
fyrrum formanns Frjálslynda
flokksins og fyrrum þingmanns
og ráðherra Sjálfstæðisflokksins,
sem hefur átt margar rimmur við
Davíð. ?
Háskólanemar:
Ný
kærunefnd
MENNTAMÁL Menntamálaráðherra
hefur skipað áfrýjunarnefnd í
kærumálum háskólanema og er
hún skipuð til tveggja ára. Aðal-
menn í nefndinni eru: Ólafur K.
Ólafsson sýslumaður, formaður,
Hjördís Hákonardóttir héraðs-
dómari og Guðríður M. Krist-
jándóttir lögfræðingur,
Hlutverk áfrýjunarnefndar-
innar er að úrskurða í málum þar
sem námsmenn í ríkisháskólum
eða háskólum, sem hlotið hafa
staðfestingu menntamálaráð-
herra, telja brotið á rétti sínum
varðandi námsmat, mat á náms-
framvindu og afgreiðslu umsókna
um skólavist. ?
RÁÐHERRANN HYGLIR SÍNUM 
Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands, hefur lengi eldað grátt silfur við Sturlu
Böðvarsson samgönguráðherra. Helgi sendir Sturlu tóninn í nýjustu ársskýrslu Vélstjóra-
félagsins.
MYN
D
/RÓB
ER
T
SKEMMDARVARGAR Í SKÓLA
Lögreglan á Akureyri rannsakar
nú innbrot Óseyrarskóla. Að sögn
lögreglu voru miklar skemmdir
unnar á eigum skólans.
VATNSLEKI Í SKÓLA  Slökkvilið
var kallað á vettvang í Engidals-
skóla í Reykjavík. Ofnlögn hafði
rofnað með þeim afleiðingum að
mikið vatn flæddi um skólann.
Slökkvilið vann við uppdælingu í
um þrjár klukkustundir og voru
skemmdir miklar. 
ROLANDAS PAKSAS
Hæstiréttur í Litháen úrskurðaði að Paksas
hafi gerst brotlegur við stjórnarskrána.
Hæstaréttarúrskurður:
Paksas fund-
inn sekur
LITHÁEN Hæstiréttur í Litháen hef-
ur úrskurðað að Rolandas Paksas
hafi gerst brotlegur við stjórnar-
skrá landsins þegar hann veitti
rússneskum kaupsýslumanni rík-
isborgararétt. Talið er að úrskurð-
urinn auki líkurnar á því að for-
setinn verði kærður fyrir
embættisbrot.
Ásakanir um embættisbrot for-
setans komu fyrst fram í haust
eftir að leyniskýrsla um tengsl
hans við skipulögð glæpasamtök
og rússnesku leyniþjónustuna var
opinberuð.
Áður hafi hann veitt rússneska
kaupsýslumanninum Yuri Borisov
ríkisborgararétt, en talið er að
umræddur Borisov hafi verið
helsti styrktaraðili Paksas í
árangursríka kosningabaráttu
hans, fyrir forsetakosningarnar í
janúar. ?
Icelandair breytir 
matseðlinum:
Léttari réttir
MILLILANDAFLUG Boðið verður upp á
léttari rétti í miðdegisflugi hjá
Icelandair eftir áramót. Þá hefur
verið ákveðið að gosdrykkir verði
ekki veittir endurgjaldslaust með
matnum en vatn, kaffi og te verð-
ur áfram ókeypis um borð í flug-
vélum félagsins. Þetta kemur
fram í fréttatilkynningu frá
Icelandair.
Sigurður Skagfjörð Sigurðs-
son, forstöðumaður farþegaþjón-
ustu Icelandair, segir að frá og
með 1. febrúar verði sú breyting
að allur matur í vélum Icelandair
verður framleiddur í eldhúsi
félagsins í Keflavík. Hann segir
þetta vera gert til að bæta gæði og
stöðugleika í matreiðslunni. ?
EINKAVÆÐING Ríkið hefur greitt
Samson eignarhaldsfélagi 700
milljónir í afslátt vegna kaupa á
Landsbanka Íslands. Þegar samn-
ingar um kaup Samsonar á kjöl-
festuhlut ríkisins í bankanum
voru gerðir var ákveðið að vegna
ólíks mats á gæðum lána bankans
myndi sérstök nefnd meta tiltekn-
ar eignir Landsbankans. Á grund-
velli þess mats yrði síðan ákveðið
hvort eða hve mikill afsláttur yrði
veittur af kaupverði eignarhluta
ríkisins. Samkvæmt samkomulag-
inu gat afslátturinn hæst orðið
700 milljónir. 
Meðal eigna sem ágreiningur
var um voru lán og eignir bankans
í fjarskipta- og tæknifyrir-
tækjum, auk lána til útgáfufélags
DV. Samhliða þessu hefur Samson
greitt lokagreiðslu og á ríkið nú
hvorki í Landsbankanum né KB
banka. Greiðslur Samsonar eru í
dollurum og veiking dollarans á
árinu hefur lækkað greiðsluna í
íslenskum krónum. Lokagreiðslan
var fyrir 12,5% hlut í Landsbank-
anum. ?
BÚIÐ AÐ BORGA
Ríkið fékk minna í krónum fyrir lokahlut sinn í Landsbankanum vegna gengisþróunar.
Samson fékk hámarksafslátt eða 700 milljónir vegna eigna bankans 
sem ágreiningur var um mat á.
Kaupin á Landsbankanum:
Lokagreiðsla með afslætti
SÍÐASTI STARFSDAGURINN Í RÁÐUNEYTINU
Tómas Ingi Olrich lætur af embætti menntamálaráðherra í dag. Hann afsalar sér jafnframt
þingmennsku og tekur við embætti sendiherra Íslands í París í október næstkomandi.
Fer úr 
pólitík til
Parísar
Tómas Ingi Olrich lætur af embætti mennta-
málaráðherra í dag eftir tæplega tveggja ára
starf og hættir störfum á Alþingi.
F
R
ÉT
T
A
B
L
AÐIÐ/GV
A

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40