Fréttablaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 13.02.2004, Blaðsíða 30
30 13. febrúar 2004 FÖSTUDAGUR EINBEITTUR Króatíski tenniskappinn Goran Ivanisevic horfir einbeittur á boltann í leik gegn Tommy Robredo á innanhússmóti sem stendur yfir í Mílanó á Ítalíu. Ivanisevic tapaði leiknum og datt þar með úr keppni. Tennis Körfuboltakona ársins komin aftur heim: Signý svikin á Spáni KÖRFUBOLTI Körfuboltakona ársins 2003, Signý Hermannsdóttir, er komin heim eftir að spænska liðið hennar, Isla de Tenerife, stóð ekki við gerða samninga við hana. Signý hafði ekki fengið laun í tvo mánuði og ákvað því að hætta að spila með liðinu og er komin heim til Íslands. „Spánverjarnir stóðu ekki við sitt og það sem verra var, þeir gáfu engar skýringar á ástandinu og gáfu lítið fyrir spurningar okkar um stöðu mála,“ sagði Signý en hún var ekki eini erlendi leikmaður liðsins sem fékk ekki sitt. „Ég hefði sýnt meiri þolinmæði ef þeir hefðu gefið einhverjar skýringar á þessu en ég hafði engan áhuga á að klára tímabilið undir þessum kringum- stæðum,“ sagði Signý, sem ætlar að æfa með ÍS það sem eftir er vetrar en hún má ekki spila með Stúdínum því frestur til félaga- skipta rann út 5. janúar. „Ég hef sett stefnuna á að spila hér heima næsta vetur þó að ég útiloki ekki neitt ef það kemur gott tilboð. Ég segi að það séu 90% líkur á að ég spili með ÍS á næsta tímabili,“ sagði Signý, sem skoraði 8,2 stig og tók 8,1 fráköst að meðaltali í spænsku 2. deildinni í vetur en hún lék 13 leiki með Tenerife-liðinu, sem er um miðja deild. Signý kem- ur þó ekki bara heim með slæmar minningar frá Spáni. „Þetta var skemmtileg lífsreynsla og það var mjög gaman að kynnast annarri hlið á körfuboltanum,“ sagði Signý, en það er mikilvægt fyrir íslenska landsliðið að þessi snjalla körfu- boltakona haldi sér í formi enda er mikið af verkefnum hjá íslenska landsliðinu næsta sumar. ■ FÓTBOLTI „KSÍ fékk síðasta sumar samþykki UEFA fyrir að halda þessi námskeið,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ. „Að baki þessu er mikil undir- búningsvinna og hingað kom full- trúi UEFA og skoðaði námskeiðin.“ Um fyrri helgi hélt KSÍ próf fyr- ir þjálfara sem sóttust eftir UEFA- B þjálfararéttindum og stóðust 42 þeirra prófið. Auk þeirra hafa 68 þjálfarar, sem luku D- eða E-stigi í þjálfun hjá KSÍ, sótt um þessi rétt- indi. Alls fá því 110 þjálfarar UEFA-B réttindin. Námskeiðið var 120 tímar, bæði bóklegt og verklegt. Þar fengu þátttakendur meðal annars leið- beiningar í þjálfun, íþróttasálfræði, skyndihjálp, forvörnum vegna meiðsla og skipulagningu æfinga. Þjálfaragráðurnar eru þrjár; UEFA-B (basic), UEFA-A (advanced) og UEFA-Pro (pro- fessional). KSÍ hefur þegar haldið námskeið vegna UEFA-B og vonast til að fá leyfi UEFA í maí til að halda námskeið vegna UEFA-A. KSÍ stefnir að því að hefja kennslu þegar í apríl en hluti af námskeið- inu verður haldinn á Englandi í október. „Flest lönd innan UEFA hafa sama kerfi,“ sagði Sigurður. „Réttindin gefa íslenskum þjálfur- um tækifæri til að þjálfa hvar sem er í Evrópu. Áður áttu knattspyrnu- sambönd erlendis erfitt með að meta hvaða réttindum þjálfarar hefðu náð á námskeiðum KSÍ.“ UEFA-Pro gráðan veitir réttindi til að þjálfa í efstu deild hvar sem er innan aðildarlanda UEFA en ís- lenskir þjálfarar munu þurfa að sækja námskeið vegna hennar er- lendis. Sjö af tíu þjálfurum Lands- bankadeildar karla hafa þar með UEFA-B prófgráðuna en Ion Geolgau, þjálfari Fram, hefur UEFA-A gráðuna eftir því sem fram kemur á heimasíðu félagsins. „Þorvaldur Örlygsson, hjá KA, var erlendis þegar prófið fór fram,“ sagði Sigurður. „Hann hefur verið duglegur að sækja námskeið og getur þreytt prófið á næsta ári. Þor- valdur getur einnig tekið prófið er- lendis.“ Zelkjo Sankovic, þjálfari Grind- víkinga, hefur háskólagráðu í fót- boltaþjálfun í sínu heimalandi. „Hann hefur sent sín gögn til KSÍ og við höfum beðið um upplýsingar að utan til þess að geta metið hvern- ig prófið hans samræmist kerfi KSÍ,“ sagði Sigurður. Þjálfarar 2. til 4. flokks hjá fé- lögum í Landsbankadeildinni þurfa einnig að hafa UEFA-B gráðu. „Fé- lögin hafa verið dugleg að senda þjálfara á námskeið. Félögin borga yfirleitt fyrir þátttöku þjálfaranna og þjálfararnir eru mjög áhuga- samir. Þetta leiðir vonandi til þess að við fáum betri knattspyrnumenn og að starfsumhverfið verður ör- uggara,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ. ■ Malcolm Glazer: Eignast 16,3% í United FÓTBOLTI Milljarðamæringurinn Malcolm Glazer hefur aukið hlutafé sitt í Manchester United í 16,31%. Aðeins tveir dagar eru síðan Írarnir John Magnier og J.P. McManus juku sitt hlutafé í 28,29%. Glazer, sem er eigandi ameríska fótboltaliðsins Tampa Bay Buccaneers, átti áður 14,3% í United. Orðrómur hefur strax komið upp um að Glazer ætli sér að bjóða í United. Enn sem komið er á hann þó langt í land með að ná þeim Magnier og McManus. Glazer hef- ur ekki óskað eftir sæti í stjórn United þótt hann eigi rétt á því. ■ Nóg að gera hjá Þóreyju Eddu Elísdóttur: Boðið á mót hjá Bubka FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Þórey Edda Elís- dóttir, stangarstökkskona úr FH, hefur þegið boð hins fræga stang- arstökkvara Sergei Bubka um að taka þátt í boðsmóti hans sem fram fer í fæðingaborg Bubka, Donetsk í Úkraínu, um helgina. Flestum bestu stangarstökkskonum heims er boðið á mótið og sagði Þórey Edda á heimasíðu sinni að hún hefði heyrt að þetta mót væri al- veg hrikalega skemmtilegt og að stemningin væri frábær. Helgina eftir mun Þórey Edda síðan taka þátt í sterku móti í Aþenu í Grikk- landi. Eftir það er mögulegt að hún keppi á móti í Búdapest, í Chemnitz í Þýskalandi og Lievin í Frakklandi áður en hún fer á heimsmeistaramótið innanhúss sem fram fer í Búdapest 5.-7. mars. Þórey Edda náði lágmarki fyrir HM, sem er 4,35 metrar, á móti í Þýskalandi á dögunum en hún vippaði sér yfir 4,36 metra þar. ■ ALONSO Spánverjinn er líklegur sigurvegari í For- múlunni, að mati Frank Williams. Yfirmaður Williams: Hefur trú á Alonso KAPPAKSTUR Frank Williams, eig- andi Williams-liðsins í Formúlu 1 kappakstrinum, telur að Fernando Alonso, ökuþór Renault, eigi góða möguleika á að vinna heimsmeist- aratitilinn í ár. Williams telur að heimsmeist- arinn Michael Schumacher sé lík- legur sigurvegari en Spánverjinn Alonso sé þar skammt undan. „Fyrir utan okkar ökumenn tel ég að Michael [sé sigurstranglegast- ur] og kannski Alonso líka. Renault-bíllinn er mjög góður,“ sagði Williams. ■ AP /M YN D SIGNÝ KOMIN HEIM Signý Hermannsdóttir ákvað að hætta að spila á Spáni. ÞÓREY EDDA ELÍSDÓTTIR Þórey Edda keppir á boðsmóti Sergei Bubka um helgina. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R 110 þjálfarar með UEFA-B prófgráðu KSÍ sækir um að halda námskeið fyrir UEFA-A þjálfararéttindi í vor. ÓLAFUR ÞÓRÐARSON Þjálfari bikarmeistara Akraness er meðal þeirra sem fengu UEFA-B þjálfaragráðuna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.