Fréttablaðið - 16.02.2004, Blaðsíða 18
18 16. febrúar 2004 MÁNUDAGUR
■ Afmæli
■ Andlát
■ Jarðarfarir
Árið 1958 fannst flöskuskeyti áÁlftanesfjörum á Mýrum.
Skeytið innihélt bækling frá
Guinness-bjórverksmiðjunum þar
sem finnanda þess var lofuð silfur-
skeið ef hann skráði nafn sitt og
heimilisfang á bæklinginn og kæmi
honum aftur til framleiðandans.
Leifur Sveinsson lögfræðingur
rifjaði upp söguna af skeytinu í
Morgunblaðsgrein 8. febrúar og
upplýsti að finnandinn hefði feng-
ið skeiðina sína en sjálfur hefði
hann hnotið um slagorðið
„Guinness er góður fyrir þig“ í
bæklingnum og hefði því sent
verksmiðjunni svar þess efnis að
sér líkaði Carlsberg-bjór betur.
Forstjóri Guinness mun hafa
tekið bréfinu fagnandi en svaraði
að bragði að Leifur væri eitthvað
að misskilja eðli bjórs. Leifur
bauð þá Guinness að senda sér
einn kassa af miðinum svo hann
gæti fullvissað sig um gæðin en
fékk það svar að slíkt væri
ómögulegt vegna banns á inn-
flutningi bjórs til Íslands.
Leifur mundi eftir þessu vil-
yrði á dögunum og hugsaði sér
gott til glóðarinnar þar sem inn-
flutningur á bjór hefur verið
leyfður í tæp 15 ár. Hann fann þó
ekki gömlu bréfin og skoraði því á
Ölgerðina að ganga í málið og
standa skil á bjórkassanum sem
hann hafði beðið eftir í 46 ár.
Menn brugðust skjótt við á þeim
bænum og leiddu þetta gamla
bjórmál farsællega til lykta með
því að standa við orð þeirra
Guinnessmanna. ■
13.30 Ólöf Erla Hjaltadóttir, Borgar-
gerði 9, Reykjavík, verður jarð-
sungin frá Bústaðakirkju.
14.00 Sigurjón Jónsson, fyrrverandi lög-
regluvarðstjóri, Neskaupstað,
verður jarðsunginn frá Norðfjarð-
arkirkju.
15.00 Emilía Björnsdóttir, Bæjargili 96,
Garðabæ, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju.
15.00 Ráðhildur Ellertsdóttir, Kríuási
15, áður Móabarði 30b, verður
jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju.
1878 Silfurdollarinn er kynntur til sög-
unnar í Bandaríkjunum.
1923 Grafhýsi Tutankhamen faraós er
opnað í Egyptalandi.
1963 Please, Please Me með Bítlunum
nær toppsæti breskra vinsælda-
listans mánuði eftir útgáfu.
1994 200 manns farast þegar öflugur
jarðskjálfti skekur eyjuna Súmötru
í Indónesíu.
Björn Thoroddsen gítarleikari er 46 ára
í dag.
Vala Flosadóttir stangastökkvari er 26
ára í dag.
Jón Baldur Baldursson, löggiltur raf-
verktaki, lést fimmtudaginn 29. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Kristjana Jósepsdóttir, Hvassaleiti 58,
Reykjavík, lést föstudaginn 13. febrúar.
Anna Soffía Árnadóttir, Skólabraut 5,
áður Unnarbraut 10, Seltjarnarnesi, er
látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þorsteinn Þorgeirsson lést fimmtudag-
inn 5. febrúar. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey.
Fídel Castró reyndi að berjastgegn herforingjastjórninni á
Kúbu með friðsamlegum leiðum
en þegar þau ráð þraut skipulagði
hann byltingu. Hann réðist til at-
lögu 2. desember árið 1956 með 82
manna liði sem var sallað niður
þar til einungis 12 stóðu eftir.
Castró var þó ekki af baki dott-
inn og hélt til fjalla með þeim sem
eftir lifðu og þaðan gerði hópur-
inn linnulausar skæruárásir.
Þeim óx ásmegin jafnt og þétt og
voru komnir með 800 manna lið
þegar upp var staðið.
Herleiðangrar þeirra skiluðu
góðum árangri og svo fór að lok-
um að Batista gafst upp og flúði
land á fyrsta degi ársins 1959.
Castró og hans menn óku því sig-
ursælir inn í höfuðborgina
Havana og tæpum tveimur mán-
uðum síðar hafði byltingarforing-
inn öll ráð í hendi sér. ■
Ég var búinn að steingleymaþví að ég ætti afmæli, enda
nýkominn að utan,“ segir Guðjón
Már Guðjónsson athafnamaður
sem á afmæli í dag. Guðjón hefur
ekki mikið sést í fjölmiðlum að
undanförnu. Sjálfur segist hann
hafa ákveðið að taka sér frí frá
fjölmiðlum undanfarin þrjú ár og
gengið í gegnum svokallaða fjöl-
miðlaafvötnun.
Sem kunnugt er var Guðjón
Már áberandi vegna tengsla sinna
við fyrirtækin Oz og Íslandssíma
en bæði störfuðu á sviði fjar-
skipta. Íslandssími fór á almenn-
an hlutabréfamarkaði og samein-
aðist að lokum Tali hf. Þá flutti Oz
höfuðstöðvar sínar til Kanada
eftir að hafa gengið í gegnum
miklar hremmingar.
Guðjón er búsettur á Íslandi en
segist ferðast töluvert. Í dag rek-
ur hann fyrirtækið fjarskiptafyr-
irtækið Industria. „Ég hef verið
að einbeita mér að lausnum sem
tengjast breiðbandamarkaðinum.
Fyrirtækið er um þessar mundir
að skoða nokkur verk í Evrópu.“
Guðjón vildi ekki fara út í nein
smáatriði og segir fyrri reynslu
hafa kennt sér að láta verkin frek-
ar tala.
„Ég er kominn niður á jörðina,“
segir hann og hlær. „Ég hef horft á
nokkur fyrirtæki sem ég hef kom-
ið nálægt verða gjaldþrota. Önnur
voru ættleidd eða sameinuðust
öðrum fyrirtækum. Ég hef haft
nokkra ánægju af því að fylgjast
með börnunum mínum. Ég hef alls
ekki látið deigan síga enda já-
kvæður maður að eðlisfari. Um
þessar mundir er ég að hlúa að nýj-
um börnum og horfi fram á veg-
inn. Vissulega nýti ég mér reynsl-
una sem ég hef öðlast og forðast að
gera sömu mistök og áður.“
Guðjón segist helsta áhugamál
sitt að sinna fjölskyldu sinni og
vinum. Hann er í sambúð og á
einn son, þriggja og hálfs árs.
„Fjölskyldan er eitt það mikil-
vægasta þegar farið er í gegnum
erfiða tíma. Hún hjálpar manni að
setja hlutina í rétt samhengi.“
Guðjón segist lukkulegur með
hversu góða vini hann eigi. „Ég
hef alltaf verið haldinn hálfgerðu
ofsóknaræði um slíka hluti. Þess
vegna átti ég erfitt með að búa í
Kaliforníu þar sem allir þykjast
vera vinir þínir. Þar ríkti mikil yf-
irborðsmennska og þess vegna
líður mér vel á Íslandi. Hér ríkir
holl og góð hreinskilni sem menn
verða að kunna að meðhöndla.“ ■
Bjór
LEIFUR SVEINSSON
■ Guinness-verksmiðjurnar gátu ekki
fært honum bjórkassa fyrir 46 árum
vegna innflutningsbanns. Ölgerðin gekk í
málið á dögunum og kom ölinu til skila.
Afmæli
GUÐJÓN MÁR GUÐJÓNSSON
■ athafnamaður er 32 ára í dag.
ANDY TAYLOR
Gítarleikari Duran Duran er 43 ára í dag.
16. febrúar
LEIFUR SVEINSSON
Lárus Berg, framkvæmdastjóri hjá Ölgerðinni, afhendir Leifi bjórkassann, en þar sem
Leifur geymir ekki áfengi í sínum húsum lætur hann ölið ganga beint til Hilmars
Einarssonar hjá Morkinskinnu sem tekur fagnandi við.
Flöskuskeytið var
að bjórdósum
FÍDEL CASTRÓ
■ Verður opiber leiðtogi Kúbu eftir að
hafa náð völdum af Fulgencio Batista.
16. febrúar
1959
Er kominn niður á jörðina
GUÐJÓN MÁR GUÐJÓNSSON
Guðjón er búsettur á Íslandi en segist ferðast töluvert mikið. Í dag rekur hann fjarskiptafyrirtækið Industria. „Ég hef verið að einbeita mér
að lausnum sem tengjast breiðbandamarkaðinum.
FÍDEL CASTRÓ
Lét skakkaföll og mannfall ekki á sig fá og
hætti ekki fyrr en hann náði völdum á Kúbu.
Castró tekur völdin
TILVERAN Á HAUS Það er ekki allt sem sýnist þegar heimurinn er skoðaður með augum
Ólafs Elíassonar, myndlistarmanns og þeir sem ganga inn í þann heim sem hann hefur
skapað í Hafnarhúsinu vita ekki alltaf hvað snýr upp eða niður.
■ Þetta gerðist
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T