Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TÍMINN
Föstudagur 2. júni 1972.
„Með hákarl í kjölfarinu"
Alþýðublaðið birtir efst á
forsíöu sinni sl. miövikudag
svofellda lýsingu á ástandinu I
samstarfsflokki Alþýðuflokks-
ins, Sjálfstæöisflokknum:
„Samband ungra Sjálf-
stæðismanna efnir nú til
leiöarþinga vfösvegar um
land. Tveir fastagestir veröa á
ölliiin fundunum. Eilert Schr-
am, formaður SUS, og Geir
Hallgrfmsson, varaformaður
Sjálfstæðisflokksins.
Formaðurinn Jóhann Haf-
stein, er látinn sitja heima.
Ýmsir tengja þetta tiltæki
ungra fhaldsmanna við valda-
baráttu I Sjálfstæðisflokknum.
A fundi á Akranesi um sl.
helgi fylgdi honum sendiboði
úr Reykjavik, Pétur nokkur
Guðjónsson, sem getið hefur
séY orð fyrir þátttöku í sjón-
varpsþáttum nýlega.
Tók hann til máls i frjálsum
umræðum á fundinum og flutti
þar orkan skammarræðu um
Geir Hallgrimsson.
Segja þeir, sem þykjast vel
til þekkja i Sjálfstæðisflokkn-
um, að búið sé að skipuleggja
slikar sendifarir á alla þá
fundi, sem Geir á eftir að
sækja."
Kaupmáttur aldrei meiri
Þing Verkamannasam-
bands tslands, sem haldið var
fyrir skömmu, lýsti þvi yfir,
að kaupmáttur launa hefði
aldrei verið meiri en hann er
nú um þessar mundir. Fagn-
aði þingið þvi að sezt væri i
valdastóla rfkisstjórn, sem
væri vinveitt verkalýðssam-
tökunum og fagnaði þeim
áföngum, sem náðst hafa og
þeim umskiptum, sem orðið
hafa, er rfkisstjórn, sem var
óvinveitt verkalýðsfélögunum
varð að hrökklast frá völdum.
Fullar og óskertar verðlags-
bætur eru nú greiddar á laun
og með áfangahækkuninni
skv. desembersamningunum
ásamt visitölubótum fengu
félagar I verkalýðsfélögunum
II % kauphækkun f gær.
En hvað segir garmurinn
hann Ketill um þetta? Ekki er
hann ánægður. Sighvatur
Björgvinsson, ritstjóri Al-
þýðublaðsins, telur þessi tið-
indi tilefni til þess að rita
langa grein i blað sitt sl.
þriðjudag, þar sem hann segir
m.a.: „Það er með ólikindum,
hvað riliissl jiírnin hefur getað
gert til meins við verkafólk á
stuttum valdatima." Enn-
fremur segir þessi mikli spek-
ingur, sem auðvitað getur
djarft úr flokki Gylfa talaö:
„Staðreyndin er sú, að rfkis-
stjórnin hefur svo gjörsam-
lega gefizt upp við að standa
gegn verðhækkanaflóði og
verðbólgu, að fá e ða engin
dæmi eru sliks. A nokkrum
mánuðum hefur flest það
hækkað, sem hægt er að
hækka, og sumt oftar en einu
siimi. Og enn meiri hækkanir
eru á leiðinni.
Kauphækkunin, sem laun-
þegar fengu með samningun-
um i haust er þannig löngu
fokin í verðhækkunarstormin-
um." Er nema von, að menn
séu farnir að hlæja að hlut-
verki Alþýðuflokksins i is-
lenzkum stjórnmálum. Aldrei
hafa aðrar eins verðhækkanir
orðið eins og eftir kosninga-
verðstÖðvunina 1967. Þá
hækkaði visitalan um 21 stig.
t>á var Garmurinn hann Ketill
I stjórn. Nú er glimt við siðari
verðstöðvunarfylgju við-
reisnar. Munurinn er sá, að
1967 og 1968 fengu launþegar
engar bætur á laun sin fyrir
verðhækkanirnar og kaup-
mætti launanna stórhrakaði.
Nú fá þeir bætur og kaup-
hækkanir og ka.upmátturinn
er aldrei meiri en nú. Traust
launþega á Alþýðuflokknum
stendur á núlli.       —TK
E MIL.
Emil verður alltaf Emil. Það
þekkja þeir, sem hafa haft við
hann viðskipti, pólitfsk og per-
sónuleg.
Mönnum ofbauð málflutningur
hans i sjónvarpinu, þegar hann
var að lýsa starfi vinstristjórnar-
innar frá 1956-1958. Hann virðist
búinn að gleyma þvi, að i þessari
stjórn sátu hinir frægu flokks-
menn hans, Gylfi Þorsteinsson og
Guðmundur I.
Hermann Jónasson neitaði i
desember 1958, eftir að kommar
og kratar höfðu svikið hann á KR-
húsfundinum fræga, að halda
áfram „Hrunadansi" verðbólgu
og gengisfellinga. Um viðskilnað
þeirrar stjórnar i fjármálum fer
Emil Jónsson með fleipur eitt.
Erlendar skuldir þá voru aðeins
brot, saman borið við það sukk,
sem tólf ára viðreisn Emils -og
ihaldsins skildi eftir sig. Eftir að
hafa staðið að fjórum gengisfell-
ingum og þar með rænt og gert
verðlaust allt sparifé þjóðar-
innar. Þessi afrek minntist Emil
ekki á i dánarminningu sinni.
Hann minntist ekki á, að það var
fyrir harðfylgi Hermanns Jónas-
sonar sem landhelgin var færð úr
4 milum i 12 sjómilur, og þar voru
kratarnir dregnir nauðugir með,
sem öllum er kunnugt.sem muna
þá daga. Og hver var þá foríngi
krata? Stórmennið Emil Jónsson.
Mörgum er ennþá f minni sá
desemberdagur þegar foringi
fátækra verkamanna hljóp með
sinn fámenna þingflokk í náðar-
faðm íhaldsins. Og þar hafa þeir
verið auðmjúkir þjónar i 12 ár.
Emil ætti að koma aftur i sjón-
varpið og biðja þjóðina afsökunar
á fleipri sinu og ósæmilegum
málflutningi.
Hafnfirðingur
Ameriskir
Rafmagns
hítadunkar
Vönduð þreföld einangrun
Hita öryggisrofi
2 hitaelement 1 - 4'A Kw.
auðveld í umskiptingu
Stœrðir 8-250 litra
VERD FRA
12 ÞÚS. KR.
Fyrirferðalitlir og auö-
veldir i uppsetningu
Upphitun sem er sótlaus,
reyklaus og mjög
hagkvœm vatnshitun
® Westinghouse
KAUPFÉLÖGIN VIÐA UM LAND
Samband íslenzkra samvinnufélaga
VÉLADEILD
Ármúla 3  Reykjavík  simi 38900
Sunnudagur
4. júni
Mánudagur
5. júni
LISTAHÁTÍD í
REYKJAVÍK
Háskólabió
Kl. 14.00 Opnun hátiðarinnar.
Leikfélag Reykjavikur
Kl. 18.00 Dóminó eftir Jökul Jakobsson
(Forsýning).
Þjóðleikhúsið
KI. 20.00 Sjálfstætt fólk.
Norræna húsið
Kl. 20.30 Liv Strömsted Dommersnes -og
Liv Glaser: I lyse netter (ljóða- og
iónlistardagskrá).
Bústaðakirkja
Kl. 17.00   Nóaflóðið   (frumsýning)
barnaópera eftir Benjamin Britten.
Þjóðleikhúsið
Kl. 20.00 Tveir einþáttungar eftir Birgi
Engilberts (frumsýning)
Norræna húsið
Kl. 20.30  Liv  Strömsted  Dommersnes:
Dagskrá um Björnstjerne Björnson.
Þriðjudagur
6. júni
Iðnó
Kl. 17.00 Dagskrá úr verkum Steins
Steinars i umsjá Sveins Einarssonar.
Bústaðakirkja
Kl. 17.00 Nóaflóðið (önnur sýning)
Austurbæjarbió
Kl. 17.30 Kammertónleikar I. (Verk eftir
Atla Heimi Sveinsson, Anton Webern og
Schubert)
Norræna húsið
Kl. 21.00 Birgit Finnila: Ljóðasöngur.
Laugardalshöll
Kl. 21.00 Sveriges Radioorkester. Ein-
leikari á fiðlu: Arve Tellefsen. Stjórn-
andi: Sixten Eherling.
Bústaðakirkja
Kl. 17.00 Nóaflóðið (þriðja sýning)
Austurbæjarbió
Kl. n!30 Kammertónleikar II (Verk eftir
Schumann, Dvorák, Þorkel Sigurbjörns-
son og Stravinsky)
Þjóðleikhúsið
Kl. 20.00 Lilla Teatern I Helsinki: Um-
hverfis jörðina á 80 dögum (Jules
Verne/Bengt Ahlfors). Fyrsta sýning.
Laugardalshöll
Kl. 21.00 Sveriges Radioorkester. Ein-
leikari á Pianó: John Lill. Stjórnandi:
Sixten Ehrling.
Myndlistarsýningar opnar meðan á Listahátið
stendur.
Aðgöngumiðasalan er i Hafnarbúðum. Opið kl.
14—19 daglega. Simi 2 67 11.
Miðvikudagur
7. júni
LISTAHÁTÍD í
REYKJAVÍK
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20