Tíminn - 02.06.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.06.1972, Blaðsíða 3
Föstudagur 2. júni 1972. TÍMINN 3 íbúarnir á sjúkrahús — kettirnir í eilífðina Hús við Suðurlandsbraut brennt í gærmorgun í sóttvarnarskyni Fyrsta ferðakaup- stefnan hér á landi SJ—Reykjavik 'Fyrsta ferðakaupstefnan verður haldin á tslandi um næstu helgi. Flugfélag Islands ásamt flugfélögunum SAS og BEA ákváðu að gangast fyrir þvi að kynna Island sem ferðamanna- land með nýjum hætti og hafa i þvi skyni boðið hingað til lands á milli 40 og 50 ferðaheildsölum. Þéir eru frá Englandi, Skotlandi, Frakklandi, ttaliu, Austurriki, Þýzkalandi, Hollandi, Belgiu, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Sviþjóð og verða hér 3.-6. júni, en kaupstefnan verður i Hagaskóla um helgina. Innlendir aðilar að kaupstefnunni verða gistihús, ferðaskrifstofur og flutninga- fyrirtæki. A kaupstefnunni verður ferðaheildsölunum gefnar þær upplýsingar, sem þeir þurfa fyrir ferðahandbækur sinar fyrir árið 1973. Helginni verður varið i viðræður og samninga, ekki verður farið úr borginni nema skroppið til Þingvalla á sunnu- dagskvöld. Undirbúningur er nú i fullum gangi. Auk flugfélaganna þriggja hafa Reykjavikurborg, Veitinga- og gistihúsasambandið og félög ferðaskrifstofumanna styrkt kaupstefnu þessa. FISKVERZLANIR LOKA Á LAUGAR DÖGUM í SUMAR A félagsfundi Fisksalafélags Reykjavíkur og Hafnarfjarðar 25. mai var eftirfarandi tillaga sam- þykkt einróma. Fundur i Fisksalafélagi Reykja- vikur og Hafnarfjarðar sam- þykkir að loka fiskbúðum á laugardögum á timabilinu frá 15. júni til 1. september, en hafa jafnframt opið til kl. 19.00 á föstu- dögum. Astæðan fyrir þessum breytta opnunartima segja fisksalar fyrst og fremst vera minni fisksala á sumrin. Nýr skólastjóri í Flensborg ÓV-Reykjavík. Blaðamaður Timans kom að brennandi húsi við Suðurlands- Viðskiptaráðuneytið hefur skipað sex menn i nefnd til að endurskoða bankakerfið, sam- kvæmt stefnuyfirlýsingu rikis- stjórnarinnar, þar sem segir: að rikisstjórnin einsetji sér að endurskoða allt bankakerfið, þ.á.m. löggjöf varðandi Seðla- bankann og hlutverk hans, og braut i Reykjavik laust fyrir klukkan niu i gærmorgun, og stóðu eldtungurnar út um dyr og glugga á húsinu. Slökkvilið og vinna að sameiningu banka og fjárfestingasjóða. I nefndinni eru: Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri Jóhannes Eliasson bankastjóri, Björgvin Vilmundarson bankastjóri, Guð- mundur Hjartarson forstjóri, Armann Jakobsson bankafulltrui og Magnús Jónsson bankastjóri. lögregla voru við húsið - en að- höfðust litið. Þegar Timinn hafði svo sam- band við Sveinbjörn Hannesson, verkstjóra hjá borginni, sagði hann, að húsið hefði verið brennt i sóttvarnarskyni. Berklar hafi komið upp i húsinu, og hafi ibúarnir, karl og kona, þvi verið flutt á sjúkrahús i fyrrinótt. Að þeim flutningum loknum hafi 25 kettir, er húsmóðirin hafði tekið i fóstur, verið skotnir. Var siðan borinn eldur að húsinu og það brennt með öllu innanstokks. Annars væri þetta viðkvæmt mál og bezt að segja sem minnst um það. OÓ—-Reykjavik. Kristján Bersi Ólafsson hefur verið skipaður skólastjóri Flens- borgarskólans. Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráðherra skýrði frá þessu við skóiauppsögn i gær, en þá lét Ólafur Þ. Kristjánsson af störfum sem skólastjóri, en hann hefur gegnt þeirri stöðu s.l. 17 ár, og starfað við Flensborgarskólann i nærfellt 40 ár. Kristjan Bersi er sonur fráfarandi skólastjóra. Hann er fæddur 1938. Lauk fil. cand. prófi i trúarbragðasögu, heimspeki og þjóð- og þjóðháttasögu frá Stokk- hólmsháskóla 1962. Þá réðst hann Endurskoða bankakerfið til Timans og starfaði þar sem blaðamaður til 1965, er hann varð ritstjóri Sunnudagsblaðs Alþýðu- blaðsins og siðar ritstjóri Alþýðu- blaðsins. Hann var formaður Blaðamannafélagsins 1967. Undanfarin ár hefur Kristján Bersi verið kennari við Flens- borgarskólann. Minnisvarði um Þorstein Erlings son á Miklatúni Minnisvarði Þorsteins Erlings- sonar skálds verður afhjúpaður á Miklatúni n.k. laugardag. Er það brjótsmynd, sem Rikarður Jónsson gerði árið 1960. Sonur skáldsins, Erlingur Þorsteinsson læknir, mun afhenda Reykjavikurborg minnisvarðann fyrir hönd gefenda. Hefst athöfnin kl. 3,30, og munu þeir Ásgeir Asgeirsson fyrrverandi forseti og Sigurður Nordal minnast skáldsins. Lúðra- sveit Reykjavikurleikur, og Guð- mundur Jónsson syngur lög við kvæði eftir Þorstein. Minnisvarðinn verður i suð- austurhorni garðsins. Fyrir nokkrum árum var afhjúpaður minnisvarði um Þorstein i Hlíðarendakoti. FERMINGAR REYNIVALLAKIRKJA Hér sjáum viö Ytri-Njarðvik árið 1925, eins og Guðbrandur Magnússon man þorpið. (Ljósm. Heimir Sigss.) Líkan af Njarðvíkum ÞÓ-Reykjavik. Guðbrandur Magnússon, smiður i Njarðvik hefur unnið að þvi siðastliðiö ár að gera likan af Ytri-Njarðvik frá árinu 1925. Likan þetta er á borði, sem er 4 fermetrar að stærð. Nú um helg- ina heldur Guðbrandur sýningu á þessu likani sinu i félagsheimilinu Stapa i Njarðvikum. 1 viðtali viö Timann sagði Guð- brandur, að likanið væri að mestu unnið eftir minn, en einnig hefði hann stuðzt við gamlar myndir af Njarðvikum. Sagði Guðbrandur, að hann reyndi að hafa öll hús lik og þau hefðu verið upphaflega, og aö auki hefði hann sett fólk að störfum inn á likanið. Eins hefur hann tálgað hesta, kýr og ær og sett inn á lfkanið. Ekki sagðist Guðbrandur vita, hvað hann væri búinn að eyða mörgum vinnustundum i þetta verk sitt, en sagði,að þær væru margar, en að verkinuhefur hann eingöngu unn- iö i sinum fristundum. Sagði Guðbrandur, að hann hefði ekki gert mikið að þvi að gera likön sem þetta, en hann hefði samt fiktað við að gera litlar andlitsmyndir af fólki. Sýningin verður opnuð i Stapa kl. 2 (14.00 ) á laugardag og verður opið til kl. 20 þann dag. A sunnudag verður svo opið frá 10- 20. Ferming sunnudaginn 4.júni kl. 2. Prestur: Séra Jón Einarsson, Saurbæ. Stúlkur: Agústa Gisladóttir, Neðra-hálsi Bergþóra Einarsd. Káraneskoti Drengir: Guðbj. Samsonars. Hvammsv. Páll Heimir Ingólfss., Eyjum, Tómas Kristinn Sigurðss., Eyjum and fyrstu axar a klukkustundirnar Norðurá. Enginn beit á Miðfjarðará. Stangaveiðin byrjaði i tveim ám á landinu i gær, þ.e. Norðurá i Borgarfirði og . Mið- fjarðará i Miðfirði, en i þessum ám hefst stangaveiðin alla jafna fyrst. Við höfðum samband við veiðikofana við Miðfjarðará og Norðurá, og voru veiðisög- urnar þar ærið misjafnar. t Laxahvammi við Mið- fjarðará var okkur sagt, að i ánni hefðu verið fjórar stangir, en enginn lax hafði fengizt á land, þrátt fyrir það, að bæði væri notuð fluga og maðkur. Ekki voru veiðimennirnir samt með öllu vonlausir, og veiðileysið töldu þeir stafa af kulda, sem verið hefur þar nyðra siðustu daga. Þcgar við höfðum sam- band við veiðihúsiö við Norðurá, sagði ráðskonan okkur að veiðin hefði bara verið góð þá um morguninn. Um hádegið voru komnir 8 laxar á land, og voru þeir allir fallegir. Höfðu þeir ýmist fengizt á flugu eða maðk. í Noröurá eru nú 9 stengur, og voru veiöimenn- irnir vongóðir um, að þeir myndu fá fleiri laxa á seinni veiðitimanum i gær, frá kl. 4- 10. —ÞÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.