Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						'".'^.v,^'
Föstudagur 2. júni 1972.
TÍMINN
BENSÍNSKATTUR
VEGGJÖLD —
Afstaða min við afgreiðslu
Vegaáætlunar, einkum að þvi er
varðar bensinskatt og veggjald,
mun hafa valdið misskilningi,
sem ég vil leiðrétta með þvi að
upplýsa  eftirfarandi:
1. Ég beitti mér gegn afnámi
veggjalds á hraðbrautir, bæði i
fjárveitinganefnd,  og  i   sam-
einuðu þingi, þar sem ég gerði
grein fyrir afstöðu minni i ræðu,
og greiddi  atkvæði gegn afnámi
veggjaldsins við nafnakall.
Afstöðu mina byggi ég annars
vegar á óumdeilanlegri og brýnni
fjárþörf vegasjóðs. Hinsvegar
sýnist mér samanburður á akstri
á hraðbrautum og vegleysum
réttmæta fyllilega töku 'veg-
gjalds.
2. Þegar veggjaldið verður fellt
niður, væntanlega frá næstu ára-
mótum, verður að gera  annað
tveggja,  draga  úr    frám-
kvæmdum sem þvi nemur, eða
afla tekna i skarðið. Enginn vildi
draga  úr   framkvæmdum.
Nokkrir vildu visa beint á rikis-
sjóð,ená fjárlögum ársins voru
bein framlög rfkissjóðs hækkuð
úr 47 i 200 milljónir króna. Var
þvi eðlilegt að biða með frekari
hækkanir á framlögum rikis-
sjóðs, til afgreiðslu næstu fjár-
laga. Þessvegna varð það að
ráði, að fylla það skarð, sem varð
i tekjuáætlun vegasjóðs við niður-
fellingu veggjalda af hraðbraut-
um.meðþviað visa til hækkunar
bensingjalds, en það er megin-
stofninn i tekjum vegasjóðsins.
Endanlegar ákvarðanir verða
svo teknar siðar, þvi að engin
breyting verður á innheimtu veg-
gjaldsins á þessu ári.
Þess má geta, að veggjald af
Reykjanesbraut og Austurvegi
var á árunum 1973 - 1975, áætlað
um 100 milljónir króna. Mun það
samsvara um 30 aura gjaldi á
bensfnlítra, og tílsvarandi hækk-
un á öðrum tekjustofnum vega-
sjóðs.
Vilhjálmur Hjálmarsson.
AUGLÝSING
um styrki úr Menningarsjóði
Norðurlanda
Árið 1973 mun sjóðurinn hafa til ráð-
stöfunar fjárhæð sem svarar til um 63
millj. islenzkra króna. Sjóðnum er ætlað
að styrkja norrænt menningarsamstarf á
sviði visinda, skólamála, alþýðufræðslu,
bókmennta, myndlistar, tónlistar, leiklist-
ar, kvikmynda og annarra listgreina.
Meðal þess, sem til greina kemur að
sjóðurinn styrki, má nefna:
1. Norræn samstarfsverkefni, sem stofnað er til I eitt
skipti, svo sem sýningar, útgáfa, ráðstefnur og námskeið,
2. samstarf, sem efnt er til í reynsluskyni, enda sé þá
reynslutíminn ákveðinn af sjóðsstjórninni,
3. samnorræn nefndastörf,
4. upplýsingastarfsemi varðandi norræna menningu og
menningarsamvinnu.
Styrkir úr sjóðnum eru yfirleitt ekki veitt-
ir til verkefna, er varða færri en þrjár
Norðurlandaþjóðir sameiginlega.
Umsóknum um styrki til einstaklinga er
yfirleitt ekki unnt að sinna.
Þeir, sem sækja um styrki úr sjóðnum til
visindalegra rannsókna, þurfa að hafa i
huga, að styrkir eru yfirleitt þvi aðeins
veittir til slikra verkefna, að gert sé ráð
fyrir samstarfi visindamanna frá Norður-
löndum að lausn þeirra.
Að jafnaði eru ekki veittir styrkir úr
sjóðnum til að halda áfram starfi, sem
þegar er hafið, sbr. þó 2. lið hér að fram-
an. Sjóðurinn mun ekki, nema alveg sér-
staklega standi á, veita fé til greiðslu
kostnaðar við verkefni, sem þegar er
lokið.
Umsóknir skulu ritaðar á dönsku, norsku
eða sænsku á sérstök eyðublöð, sem fást i
menntamálaráðuneytum Norðurlanda og
hjá Nordisk kulturfond, Sekretariatet for
nordisk kulturelt samarbeid, Snaregade
10, 1205 Köbenhavn.
Umsóknir skulu stilaðar til sjóðsstjórnar-
innar og þurfa að hafa borizt skrifstofu
sjóðsins eigi siðar en 15. ágúst 1972. Til-
kynningar um afgreiðslu umsókna er ekki
að vænta fyrr en i desember 1972.
Stjórn Menningarsjóðs Norðurlanda.
Ökumenn fái ekki 10 ára
ökuskírteini eftir fyrsta árið
KJ-Reykjavik.
A aðalfundi Samvinnu-
trygginga,sem haldinn var 18.mai
s.L, voru samþykktar nokkrar til-
lögur um Brunamálastofnun
rikisins, frumvarp til laga um
vátryggingastarfsemi og um um-
ferðarmál.
Aðalfundurinn lýsti yfir
stuðningi sinum við frumvarpið
um vátryggingastarfsemi en „þó
varar fundurinn við óþörfum af-
skiptum rikisvaldsins af mál-
efnum tryggingafélaganna."
Einnig var lýst ánægju með
starfsemi Brunamálastofnunar
rikisins. Fundurinn litur svo á, að
starfsemi þessarar stofnunar
þurfi á hverjum tima að vera sem
öflugust, til þess að gerðar verði
raunhæfar ráðstafanir til að
draga úr brunatjónum lands-
manna."
Umferðarmál.
Eins og svo oft áður á aðal-
fundum Samvinnutrygginga,
voru umferðarmál þar allmikiö
til umræðu, og voru samþykktar
nokkrar  tillögur  til     dóms-
málaráðherra I þvi sambandi.
Fara tillögurnar hér á eftir:
1) Gera þarf nú þegar breytingu á
gildistima bráðabirgða ökuskirt-
eina, að skirteinishafinn öölist
ekki  10 ára  skirteini strax að
Óska eftir ungling í sveit
15-16 ára helzt vanan vélum. Uppl. milli 4
og 6 næstu daga i Flögu - simi um Bægisá.
Sigurgeir Ágústsson.
loknu fyrsta árinu. Slik ráðstöfun
myndi hafa i för með sér veruleg
áhrif i þá átt að auka varúð ungra
ökumanna.
2)  Fundurinn telur sjálfsábyrgð
tryggingartaka i ábyrgðar-
tryggingum ökutækja spor i rétta
átt til bættrar umferðar-
menningar.
3)  Þetta er þriðja árið, sem
tryggingarupphæðir hinná lög-
boðnu ábyrgðartrygginga öku-
tækja eru óbreyttar, þrátt fyrir
hinar miklu verðlags- og kaup-
gjald-hækkanir undanfarinna ára.
Sýnist þvi full þörf á að endur-
skoða tryggingarupphæðirnar og
iðgjaldagrundvöllinn fyrir l.mai
1973.
4) Starfsemi Umferðarráðs þarf
að efla. Ekki verður talið óeðli-
legt, að gert sé ráð fyrir þvi, við
ákvörðun iðgjalda, að t.d. 1%
gangi til þessara mála, sbr. öflun
tekna til Brunamálastofnunar
rikisins.
5) Gra þarf verulegt átak til að
gera innheimtu sekta og önnur
viðurlög við umferðarlagabrotum
einfaldari, öruggari og áhrifa-
rikari i framkvæmd.
HUN AEKKI
SINN LÍKA
ALSJALFVIRK
STÓRK0STLEG
og ótrúlega auðveld í notkun
Opidtil kl.
101 KVÖLD
Vörumarkaðurinnhf.
Ármúla 1A, — simi 86-112

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20