Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Föstudagur 2. júni 1972.
TtMINN
a2Qfl
„Shakespeare —
látið þá fá hann"
Máladeildarmenn i gamla
menntaskólanum höfðu gert
innrás i kennslustofu hjá stærð-
fræðideildarmönnum og hlauzt
af bardagi. Tilefni þessarar inn-
rásar var deila um mynd af
Shakespeare, er báðir aðilar
þóttust eiga tilkall til, en var þó i
umsjá stærðfræðideildar-
manna.
Nú kom Ólafur Danielsson til
kennslu, skakkaði leikinn og rak
hina óboðnu gesti út. Siðan fór
hann að grennslast eftir þvi,
hver hefði verið orsök rysking-
anna. Var honum þá bent á
myndina og sagt, að mála-
deildarmenn hefðu ætlað að
ræna henni.
„Shakespeare!" sagði Ólafur.
„Fyrir alla muni — látið þá fá
hann. Hann hefði aldrei orðið
frægur, ef ekki hefði allt verið
morandi af vinnukonum i Eng-
landi."
Liz féll í öngvit
Þegar  Richard  Burton  var
nýlega i Ungverjalandi og lék
þar i kvikmynd með 24 ára
gamalli    stúlku,     Doka
Zamabirona, krafðist hin fræga
kona hans þess að fá að vera
viðstódd upptöku my-ndarinnar.
Liz Taylor lét töluvert á sér
bera, sérstaklega þegar verið
var að kvikmynda innilegustu
atriði myndarinnar. Hún rak
t.d. tunguna framani Doka og
hrópaði: -En hvað hárið á þér
fer hræðilega illa! Richard
Burton lét sig engu skipta,
hvernig kona hans hagaði sér,
en þegar kom svo að þvi, að þau
Doka og Richard áttu að leggj-
ast saman upp i rúm, og kyssast
innilega, varð það einum of
mikið fyrir Liz. Það leið yfir
hana. Kvikmyndatökunni var
þegar hætt, og Richard fór heim
með hina náfölu eiginkonu sina!
Þegar þau hjónin voru farin
hlógu tæknimenn og aðrir við-
staddir, þvi enginn hafði trúað
þvi eitt augnablik, að i raun og
veru hefði liðið yfir Liz. Hér
sjáið þið svo mynd af hinni
fallegu Doku, sem varð orsökin
að yfirliðinu.
Raquel Welch        j\
frjáls á ný           W
Milljónir karlmanna um allan
heim stundu þungan, þegar
draumastúlkan þeirra Raquel
Welch giftist Patrick Curtis.
Sömu menn hljóta að hafa
andað léttara, þegar fréttist, að
þau hefðu skilið. Sagan segir, að
eiginmaðurinn hafi ekki getað
afborðið að kona hans sýndi
fegurð sina almenningi á hvita
tjaldinu en Raquel sjálf segir^að
ástæðan fyrir skilnaðinum hafi
verið önnur. Curtis var siður en
svo ánægður þegar kona hans
kom fram svo fáklædd i kvik-
myndinni Hannie Clauder, að
fæðingablettur á lend hennar
sást greinilega. Eftir að
skilnaður Raquel og Patrick var
orðinn löglegur, og hún kom frá
Sanata Monica þar sem yfir
heyrzlur höfðu farið fram, mátti
greinilega sjá, að henni var
brugðið. Blaðamaður i Holly-
wood spurði, hvort hún væri
ekki ánægð yfir að vera skilin.
Raquel kvað nei við, þótt ekki
hefði verið um annað að ræða. t
upphafi hefðu þau Patrick verið
svo hamingjusöm, en siðan
hefðu þau byrjað að rifast, og
ekki getað komið sér saman um
nokkurn einasta hlut. — Ég er
sannfærð um, að Patrick var
rétti maðurinn fyrir mig. Þvi til
staðfestingar get ég nefnt, að ég
fór þess á leit við hann^að hann
ættleiddi tvö börn min frá fyrra
hjónabandi. Það hefði engin
gert nema sú sem var fullviss
um ást sina á manninum.
Raquel er nu 28 ára gömul. Hún
segist ætla að setjast að i
Evrópu en alls ekki i Englandi.
Sennilega setjist hún að á ítaliu,
þvi i Róm eigi hún marga vini.
Nýtt grænmeti í Síberíu.
Moskvu. — Siberia er almennt
ekki talin i hópi hinna ákjósan-
legustu ræktunarlanda. En sé
ekki unnt að rækta grænmeti
eða ávexti undir berum himni,
verður að gripa til annarra
ráða. Nú eru lika byggðar
stórar gróðurhúsasamstæður til
ylræktar i næsta nágrenni
iðnaðarstöðvanna miklu, sem
eru að risa upp á þessum
slóðum. Þannig eru nú i notkun
við Sajan-iðjuverin i Irkutsk-
héraði i Siberiu fimm risastór
gróðurhús, þar sem ræktunar-
flöturinn er alls rúmlega 35.000
fermetrar. t febrúar og marz
s.l. nam uppskeran þar 15
lestum  af  snemmasprottnum
lauk  og  gúrkuuppskeran  var
jafn mikil.
Trjáviðurinn hertur
Rannsóknarstofnun timbur-
iðnaðarins i sovétlýðveldinu
Lettlandi hefur hafið samstarf
við Stofnun tæknirannsókna i
Tékkóslóvakiu um að finna nýja
aðferð til notkunar við herzlu
hinna mýkri viðartegunda svo
að þær þoli mikinn þrýsting.
Hert timbur þykir sérlega
hentugt i súlur i námugöngum
og sem efni i gólfklæðningu,
sem mikið mæðir á, og bera
verður mikil þyngsli — þrýsting
all tað einni smálest á fersenti-
metra.
Danir óvinsælir meðal
Vestur-Þjóðverja
Ef dæma má eftir skoðana-
könnun, sem fram hefur farið á
vegum Wickert-stofnunarinnar
i Vestur-Þýzkalandi, eru Þjóð-
verjar ekki sérlega hrifnir af
Dönum. 1 skoðanakönnuninni
var spurt: — Við hverja af ná-
grónnum ykkar fellur ykkur
bezt? Niðurstaðan varð þessi:
26% likaði bezt við Frakka, 23%
nefndu Austurrikismenn, 16%
Svisslendinga, 14% Hollendinga
og aðeins 10% Dani. Danir
máttu þó vera hressir, þvi þeir
voru að minnsta kosti fyrir ofan
Belga, sem aðeins fengu 5% og
Luxemborgarmenn, sem fengu
ekki nema 2% til þess að nefna
sig i fyrsta sæti.
////   7//////J
—Það  hefur  ekkert  gerzt  hér snnþá.— Hvernig gengur hjá þér?
DENNI
DÆAAALAUSI
Ekki þessa grimu Margrét, þú átt
að velja einhverja, sem er verri
cn þú crt sjálf!
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20