Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						TÍMINN
Föstudagur 2. júni 1972.
Hamborg og Rín
heilla íslendinga
Norðfirðingar:
Bjóða gamla fólkinu í skemmtisigl
ingu á sjómannadaginn
KJ — Reykjavik.
— Ferðalög stuðla að friöi,
sagði þýzki sendiherrann hér
á landi Karl Rowold, er hann
kynnti nokkra þýzka ferða-
málamenn, sem voru hér i
heimsókn i lok siðustu viku.
Ferðamálamennirnir voru frá
þýzku rikisferðaskrifstofunni
og þýzka flugfélaginu Luft-
hansa.
Forstjóri þýzku rikisferða-
skrifstofunnar, Spazier sagði
við þetta tækifæri, að islenzkir
ferðalangar færu aðallega til
Hamborgar og um Rinar-
dalinn, þegar þeir kæmu til
Þýzkalands. Kuttner frá
þýzku rikisferðaskrifstofunni
sagði, að á s.l. ári hefði fjöldi
islenzkra ferðamanna i
Þýzkalandi aukizt mjög, eða
um 75% frá því árið áður, og
er það mesta aukning ferða-
manna i Þýzkalandi fra einu
landi. Alls komu fimm þúsund
islenzkir ferðamenn til Þýzka
lands á árinu, og voru i 12
þúsund gistinætur i landinu —
langmest i Hamborg. Til
islands komu á sl. ári 6 — 7
þúsund Þjóðverjar.
Olympiuleikarnir fara fram
i MUnchen I sumar, sem
kunnugt er, og hefur verið
skipulögð sérstök „Olympiu-
leið" frá Kiel til Miinchen
fyrir ferðamenn, sem vilja sjá
eitthvað annað en Mtlnchen i
heimsókn sinni á leikana. Þá
tóku Þjóðverjarnir það sér-
staklega fram, að þótt mikið
yrði um að vera i Mtinchen, þá
væri nóg pláss fyrir aðra
ferðamenn i Þýzkalandi i
sumar.
Hingað sækja Þjóðverjar að
komast i snertingu við hina
ósnertu náttúru, og gildir það
jafnt um þá, sem ekki eru
vanir „lúxus" og svo hina,
sem hafa efni á sliku, en kæra
sig ekki um hann.'
ÞÓ-Reykjavfk.
Að vanda verður dagskrá sjó-
mannadagsins mjög fjölbreytt á
Neskaupstað. Dagskráin hefst á
laugardagskvöld með þvi, að efnt
verður til keppni í kappróðri, og i
honum taka þátt 8 sveitir. Á
sunnudagsmorgun kl. 9 verður
hópsigling um Norðfjörð, og hug-
myndin er einnig að sigla i Hellis-
fjörð og Viðfjörð. Taka flestar
sjófærar fleytur þátt i þessari
siglingu. I þessa hópsiglingu hef-
ur sjómannadagsráð Neskaup-
staðar boðið öllu eldra fólki
bæjarins, og er ekki að efa, að það
notfæri sér þessa sjóferð, alla- ,
vega karlmennirnir.
Að hópsiglingunni lokinni fer
fram björgunarsýning. En kl. 14
verður sjómannamessa i Norð-
fjarðarkirkju, og um leið verður
lagður blómsveigur á minnis-
varða óþekkta sjómannsins. A
eftir messu fer fram skemmtun
við sundlaugina, þar verða afhent
verðlaun fyrir kappróður, Ragn-
Frá fundi þýzkra og Islenzkra feröamálamanna og blaðamanna, I þýzka sendiráðinu. ( Tfmamynd
Gunnar ).
Fjórðungsmót sunnlenzkra
heslamanna á Rangárbökkum
- verður 30. júní til 2. júlí
Eins og kunnugt er, verður
fjórðungsmót sunnlenzkra hesta-
manna haldið á Rangárbökkum i
sumar, 30 júni — 2. júli. Meðal
annars þess vegna gengst Hesta-
mannafélagið Geysir fyrir um-
fangsmiklum framkvæmdum á
Rangárbökkum við Hellu. Búið er
að flytja til jarðveg á mótsstaðn-
um, og er kappreiðavöllurinn þá
orðinn nokkurn veginn láréttur.
Hlaupabrautir verða siðan lagðar
vikri, sem verður pressaður nið-
ur. Brautin er hringlaga, og i
hólmann inni f brautinni verður
sáð grasi. Þar sem þetta er all-
fjárfrek framkvæmd ákváðu
félagarnir á aðalfundi i vetur, að
hver félagi skyldi greiða auka-
gjald til félagsins þetta ár að upp-
hæð kr. eitt þúsund, sem ganga
beint til framkvæmdanna.
Framkvæmdir hófust I marz i
vetur, og hafa þær gengið mjög
vel. Aðeins er eftir að leggja vik-
urinn á brautirnar og girða þær
af.
Eysteinn Einarsson vegaverk-
stjóri hefur annazt meirihluta
þessara framkvæmda fyrir félag-
ið. Félagið á og rekur tamninga-
stöð ásamt tamningagerði á
Hellu. Stöðin tók til starfa um
áramót i vetur, og lýkur starf-
seminni nú um mánaöamótin.
Aðsókn  hefur  verið  mikil,  og
meiri en hægt hefur veriö að
anna. Alls munu hafa komið i
stöðina um 100 hross, þar af átta
hross, sem voru i afkvæmaprófun
fyrir Hrossaræktarsamband
Suðurlands. A stöðinni hafa starf-
að þrir menn. Tamningastjóri er
Gisli Guðmundsson Hellu. Þá hef-
ur komið til tals að reka
tamningastöð i sumar, ef þátt-
taka verður nægileg. Félagið
ákvað nýlega að reisa tamninga-
gerði,  og  hefur  því  verið  val
mn staður að Hellu. Þá er
ákveðið að hafa reiðskóla bæði &
Hellu og Hvolsvelli um miðjan
júni. Verður hann fyrir börn og
unglinga, eins og undanfarin tvö
ár, en einnig verður fullorðnum
leiðbeint, ef þátttaka verður
nægileg. Kennari verður Sigurður
Haraldsson,Kirkjubæ. Nýlega var ¦
ákveðið að félagið heldi almennt
hestamót laugardaginn 29. júli.
Verður þar góðhestasýning að
venju, en i kappreiðum verður
megináherzla lögð á hindrunar-
hlaup, vegna þeirra miklu mögu-
leika, sem hringvöllurinn skapar.
HUSAK VILL STJORN-
MÁLASAMBAND VIÐ BONN
NTB—Prag
Leiðtogi kommúnistaflokks
Tékkóslóvakiu, Gustav Husak,
sagði i viðtali við Rude Pravo,
málgagn flokksins, að timabært
væri,að samskipti Vestur-Þýzka-
lands og Tékkóslóvakiu kæmust i
eðlilegt horf.
Ekkert stjórnmálalegt sam-
band er nú á milli rikjanna. I við-
talinu við Rude Pravo sagði
Husak, að griðarsáttmálar
vestur-þýzku stjórnarinnar við
Pólland og Sovétrikin væru stórt
skref i áttina til þess að draga úr
spennu i Evrópu. — Frá okkar
hálfu er ekkert,sem stendur i vegi
fyrir samskiptum rikjanna, sagði
flokksleiðtoginn. — Við erum
reiðubúnir að taka upp viðræður
við Vestur-Þjoðverja um þau mál,
sem varða rikin sameiginlega.
Husak sagði ennfremur, að eðli-
legtsamband rikjanna gæti orðið
samfara endanlegri staðfestingu
Múnchenarsamkomulagsins;
Husak lýsti yfir ánægju sinni
með  viðræður  Nixons  og
Sovéskra ráðamanna i Moskvu.
ar Sigurðsson flytur ræðu, og sið-
an fer fram sundkeppni og ýmsir
leikir. Á milli atriða leikur Lúðr-
asveit Neskaupstaðar. Þegar at-
höfninni við sundlaugina lýkur,
fer fram knattspyrnuleikur á
iþróttavellinum milli sjómanna
og landmanna.
Um kvöldið fer svo fram dans-
leikur i félagsheimilinu Egilsbúð.
Saumaði skautbúning og
50 muni aðra í handavinnu
G.Ó.-Sauðárkróki
HUsmæðraskóla kirkjunnar að
Löngumýri i Skagafirði var slitið
s.l. sunnudag. Fjórtán stúlkur
stunduðu nám við skólann i vetur,
en skólastjóri var ungfrú Hólm-
friður Pétursdóttir, sem lætur nú
af skólastjórn eftir fimm ára far-
sælt starf við skólann.
Sýning á handavinnu nemenda
var haldin að Löngumýri á
laugardaginn. Kom þá margt
gesta til að skoða sýninguna, sem
vakti athygli fyrir tvennt: fallega
muni og þau afköst, sem nemend-
ur hafa sýnt með þvi að koma öllu
þvi I verk, sem þarna var að sjá, á
aðeins einum vetri.
Langflesta muni á sýningunni
átti Anna F. Emilsdóttir,
Stekkjarholti, Geiradal i Barða
strandarsýslu, en munir hannar
voru 50-60 talsins. Meðal þeirra
var forkunnarfagur skautbúning-
ur, sem hún hafði gert. Fyrir utan
að vera hæst i verklegum geinum
náði hún einnig hæsta prófi i þvi
bóklega, ágætiseinkunn 9,00.
Það eru nú liðin tuttugu og átta
ár siðan kvennskólinn að Löngu-
mýri var stofnaður. Skólann
stofnaði og átti, sem kunnugt er,
Ingibjörg Jóhannsdóttir, sem
ásamt Björgu Jóhannesdóttur
vann þarna mikið hugsjónastarf,
sem héraðsbúar og nemendur eru
i þakkarskuld við. Arið 1962 gaf
Ingibjörg þjóðkirkjunni skólann,
og hefur hann verið rekinn á
hennar vegum siðan.
Þess má geta, að frá nýári
stunduðu fjórir skiptinemar nám
við skólann. Einn var frá Hollandi
og þrir frá Bandaríkjunum.
Björgunarþyrla sótti slasaðan sjó
mann austur á Breiðamerkurdýpi
Þó—Reykjavik.
Sjómaður     á     Asgeiri
Magnússyni II GK—59 slasaðist
illa  á  hendi             ,  er
skipið  var  á  humarveiðum  á
Breiðamerkurdýpi.
Skipstjórinn á Ásgeiri
Magnússyni hafði strax samband
við Slysavarnafélagið og Land-
helgisgæzluna. Höfðu þessir
aðilar siðan samband við Varnar-
liðið og báðu um, að þyrla yrði
send eftir manninum. Fór
björgunarþyrlan af stað frá
Keflavikurvelli rétt fyrir kl- 13 i
gær, og var hún komin til
Reykjavikur með hinn slasaða
um kl. 16. Hafði ferðin gengið i
alla staði mjög vel, nema hvað
það tók þyrluna dálitinn tima að
finna  bátinn.
Maðurinn mun vera illa
slasaður á hendinni, en hann
klemmdist undir vir, þegar hann
var að vinna á dekkinu.
Karl Kvaran sýnir hjá
ASÍ c
SJ— Reykjavik
Listasafn Alþýðusambands
Islands efnir til sýningar á 13
nýjum „gouache" málverkum
eftir Karl Kvaran i tengslum við
Listahátið i Reykjavik. Það er
skammt stórra högga i milli hjá
Karli Kvaran um þessar mundir,
en hann hafði stóra sýningu i
Bogasalnum i nóvember i haust.
Það er sjaldgæft, að málarar
noti eins mikið „gouache" liti og
Karl, en hann hefur málað með
þeim i 20 ár. Myndirnar á sýn-
ingunni eru til sölu.
Sýning Karls Kvaran i sal ASÍ,
Laugavegi 18, verður opin dag-
lega meðan Listahátið stendur,
4.-15. júni kl. 2-10 siðdegis. Nýrri
lýsingu hefur verið komið fyrir i
sýningarsalnum.
Karl Kvaran á sýningu sinni Laugavegi 18 (Timamynd Gunnar)
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20